Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 2
14 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 2. nóvember 1971 ORÐSENDING FRÁ BÓKASAFNI GARÐAHREPPS ÁkveðiS hefur verið að flytja Bókasafn Garða- hrepps úr barnaskólanum í gagnfræðaskólann. Safnið verður því lokað frá og með 1. nóvember, um óákveðinn tíma. Þeir, sem hafa bækur í vanskilum, geta skilað þeim í barnaskólann fimmtudaginn 4. nóvember kl. 16—19 (aðeins þennan eina dag). Aðrir skili bókum þegar safnið verður opnað aftur í gagn- fræðaskólanum og verður það nánar auglýst síðar. Bókasafnsstjórnin. Hestur í óskilum Að Litlu-Tungu í Holtahreppi í Rangárvallasýslu er í óskilum jarpskjóttur hestur, ómarkaður ca. 10 vetra gamall, taminn en styggur. Hestur- inn verður seldur 16. nóv. 1971 kl. 3 e.h., ef réttur eigandi hefur ekki gefið sig fram og sannað eignar rétt sinn fyrir þann tíma. Hreppstjóri Holtahrepps. ®mi um Meiri-Tungu. TIL SÖLU eru nokkrar kvígur sem bera í febr.—marz. — Upplýsingar gefnar á Sigmundarstöðum, Hálsa- sveit. Sími um Reykholt. Laust starf Starf aðstoðaryfirlögregluþjóns rannsóknarlög- reglunnar í Reykjavík er laust til umsóknar. Umsóknir sendist til sakadóms Reykjavikur að Borgartúni 7, fyrir 15. nóvember næstkomandi. Reykjavík 1. nóv. 1971 Yfirsakadómari. BLÚM - GlRÚ Gírónúmer 83070 Sendum yður blómin — laukana — blómaskreyt- ingar 1 öruggum umbúðum um land allt. — Greiðið með Gíró. BLOMAHIJSIÐ SKIPHOLTI 37 SlMI 83070 (Víð Kostakjör, skammt frá Tónabíó) áður Álftamýri 7. Opi8 alla daga — öll kvöld og um helgar. Ein af síðustu myndunum, sem tekln var af Huges. NU A AÐ ÞVINGA HUGES FRAM í DAGSLJÓSIÐ Nú er talið, að Howard R. Hug- es sé neyddur til að koma fram í sviðsljósið eftir 18 ára innilok- un. Það, sem veldur því að Hug- es er tilneyddur að láta sjá sig á næstunni, er það að dómstóll í New York hefur dæmt hann til að borga yfir 1200 milljónir króna í skaðabætur til bandaríska flugfélagsins TWA. Bandarískir borgarar bíða nú spenntir eftir því, að Huges láti sjá sig eftir 18 ára innilokun — ef hann er þá á lífi — en hann hefur haldið sig innandyra í 18 ár og hafa helzt engir fengið að koma inn í íbúðina hans í Las Vegas. Sagt er að það, sem haldi Huges frá umheiminum sé hræðsla hans við sýkla og bakteríur, þess vegna framkvæmdir hann öll sín viðskipti gegnum síma. Skaðabæturnar, sem Huges á að greiða TWA eru frá þeim tíma er Huges átti meirihluta hlutabréfa í flugfélaginu. Það er sagt að Huges hafi látið TWA kaupa geysimikið af vörum frá fyrirtæki hans Huges Tool Co, látið flugfélagið greiða vörurnar að mestu út, og síðan hafi hann selt öll sín hlutabréf í flugfélag- inu á geysiháu verði, eða á 585 milljónir dollara. Þegar Huges seldi hlutabréfin í TWA, flutti hann sig yfir til Las Vegas og setti þar upp fjöld- an allan af spilavítum. Sjálfur tók hann tvær efstu hæðirnar á Desern. Inn hótelinu á leigu. Þar hreiðraði hann um sig. Svo var það þegar eigandi hótelsins vildi að Huges yfirgæfi það, vegna þess að hann eyddi ekki nóg, að Huges keypti hótelið fyrir 13 milljónir dollara. Ekki alls fyrir löngu óskaði ríkisstjórinn í Nevada, eftir því að Huges kæmi til hans í eigin persónu, og endurnýjaði leyfin fyrir spilavítin, en um þau verð- ur maður að sækja persónulega. Huges neitaði að koma, og þetta endaði með því, að fylkisstjórinn varð að koma sjálfur. Það er ekki víst að dómstólarnir taki svona AÐEINS VANDAÐIR OFNAR h/fOFNASMIÐJAN EINHOLTl ÍO - SlMI 21220 á málunum, og ef Huges mætir ekki fyrir dómstólunum, getur farið svo, að eitt mesta fjármála- veldi heims verði gert upp. Því ef Huges mættir ekki og gerir grein fyrir sínum málum hafa dómstólarnir rétt til að leggja hald á fyrirtækin hans, en þau eru metin á meira en milljarð dollara. Að auki segja dómstólam ir, „ef Huges kemur ekki, Þá get- ur hann alveg eins verið dauður,“ þar sem enginn maður hefur við urkennt, að hafa hitt hann í 18 ár. Er Huges dauður? Þessari hugmynd hefur oft skot ið upp kollinum. Hvernig getur það verið, að enginn hafi séð manninn í 18 ár. Sagt er að hann sé skilinn við kvikmyndastjöm- una Jean Peters, en það hefur aldrei verið látið uppi. Huges er sagður sérvitringur, allavega var hann sá maður, sem gat ekki hugsað um sig sjálfur. Það kom oft í ljós áður fyrr, og þá meðal annars á fótum hans, sem voru allt af eins og druslur. Um tíma var Huges orðaður við leikonuna Olivíu de Havil- land, og hefur hún látið þetta orð falla um hann, að hann hafi ver- ið laglegur, en einkennilegur. Ég varð t.d. alltaf að borga, er ið borðuðum úti, eða þegar við fór- um að skemmta okkur, því Huges hafði aldrei neina peninga á sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.