Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 7
ÞRIÐJTIDAGUR 2. nóvember 1971 19 TIMINN heflfi allt það gengiB í súg- inn ,sem Kýros hafði aflaö. Daríos fór að vísu nokkrar her- ferðir gegn erlendu fólki, svo sem Skýþum og Grikkjum, en þeir leikir virðast fremur hafa verið gerðir til að treysta landamæri ríkisins en að færa þau út að einhverjum mun. Hann reyndist miklu minni gæfumaður í stríði en friði; suður-rússnesku steppumar, þar sem Skýþar hjuggu, reynd- ust honum erfiður hernaðar- vettvangur l£kt og fleiri herkon- nngum siðar, og Abeningar hröktu landgönguliða wms á flótta við Maraþon, svo sem víðfrægt er. Þessi áföll hafa þó varla komið mjög alvarlega við hið tröllaukna Persaveldi, eða naumast meir en til dæm- is skærur þær, er Bretar á sinni heimsveldistíð áttu við Paþana í fjöllum Indlands eða kómginn í Ashanti, hafa hrellt stjórnina í Lundúnum. Föðurland lýginnar Ríki Daríosar var þrátt fyrir ýmis mistök í utanríkispóli- tik það langvíðlendasta, sem til þessa hafði verið til. Til vesturs náði það lengst yfir Makedóníu og austurhluta Lí- bíu, til austurs að Indus. Til norðurs og norauðsturs voru takmörk ríkisins Kákasusfjöll, Jaxartes og háfjöll þau er nú skipta löndum með Sovétmönn- um og Kínverium í Túrkest- an. í austurátt jaðraði Persa- veldi þannig við heima, sem fólk við Miðjarðarhaf vissi þá naumast að tíl væru: Austur- Asíu, þar sem Kínaveldi var miðdepillinn, og índland. Upp með Ntí náði ríkið suðurfyrir mrverandi landamæri Egypta- lands og þar með að mörkum enn eins heims, sem í augum Vesturlandamanma var ekki síður framandlegur, heims þar sem glóandi sól skein á lamb- hrokkin höfuð svartra manna, sem þá þegar voru eftirsóttir á þrælamörkuðum og höfðu til sölu fflabein, sem þótti engu síður merk vara en þeir sjálf- ir. f hinum vestræna heimi var ekki lengur um nein önn- ur stórveldi að ræða nema þá helzt sjóríkið Karþagó, og Það var í bandalagi við Persa gegn sameiginlegum óvini og keppi- naut um miðjarðarhafsverzl- unina: Grikkjum. Á steppunum norður frá þeystu íranskir hirð- ingjar húrrandi kringum hjarð- ir sínar allt frá Karpatafjöllum austurundir Kfna og Mong- ólíu. Af ððrum Evrópuþjóðum þá kvað einna helzt að Etrúr- um, sem ríktu yfir miklum hluta ítalfo; mestur hluti Mið- Evrópu var undirlagður af Keltum, en þeir voru þá ekki farnir að slá jafnmikið um sig og þeir síðar gerðu; Róm var enn óÞekkt kauptún við vað á Tíber. Norðar í álfunni, á svæðinu frá Norðursjó til Úralfjalla, bjuggu ýmsir þjóð- stofnar, svo ómerkilegir og lít- ilsmegandi að Persar hafa áreiðanlega ekki minnsta áhuga á þeim haft, og er meira að segja hæpið að þeir hafi nokkru sinni heyrt þá nefnda: German- ir, Slavar, Baltar, Finnar. Persakonungar hljóta að hafa litið svo á að obbinn af heim- inum væri á þeirra faldi eða allavega mestallt það, sem nýti- legt væri af honum. Sem nærri má geta hafði þessi veraldlega velgengni í för með sér gagngerar breyt- ingar á lífsháttum vfirráðaþ-óð ar heimsveldisins. Á dögum Kýrosar voru Persar harðgerð bændaþjóð en ekki fjölmennt- uð; sagt var að persncckir feð- ur kenndu sonum sfnum aðeins þrennt: að skjóta af boga, sitja hest og segja satt. Öllu þessu hafa Persar nú löngu gleymt, samanber ummæli þarlends stjórnmálamanns ekki alls fyr- ir löngu, þess efnis að England væri föðurland stjórnvizkunn- ar, Þýzkaland vísindanna en Persía lyginnar. En líklega hafa þeir lært sitt af hverju í stað- inn, enda var einnig sagt um þá þegar að fornu, að þeim væri öllum Þjóðum léttara um að læra siði annarra, jafnt góða sem slæma. Sú hefur vitaskuld yfirleitt verið raunin um ungar og heldur vanþroska þjóðir allt til þessa dags. Um aðra háttu Persa í tíð Akkamenída er þess getið að þeir hafi verið heldur drykk- felldir, sem þeir hafa raunar verið allt fram á þennan dag, hvað sem allri múhameðsku liður. Þeir litu svo á að öl væri ekki innri, heldur annar mað- ur. Samningar, sem gerðir voru í ölæði, voru þannig ógildir nema því aðeins að hlutaðeig- endur staðfestu þá þegar runn- ið var af þeim. Stríðssiðir Persa Hermennska Persa var með nokkuð svipuðum hætti og hjá Medum frænduin þeirra og fleiri þjóðum írönskum. Þeir höfðu bæði riddaralið og fót- göngulið, sem hvorttveggja hafði boga að aðalvopni. 1 orr- ustum tóku fótgönguliðamir sér stöðu í hæfilegri fjarlægð frá óvinunum og skutu á þá ýmist standandi eða krjúpandi á öðru kné. en riddararnir þeystu argandi umhverfis óvina- liðið og helltu yfir það þéttum örvaskúrum. Þetta dugði lengi vel prýðilega til að leysa upp óvinaheri og koma þeim á flótta, hvort heldur við var að edga lensuriddara Lýda eða þungvopnað fótgöngulið Babý- loníumanna og Egypta. Hins- vegar leiddust Persum návígis- bardagar og forðuðust þá eins og heitan eldinn; báru þó yfir- . leitt stuttar lensur og daggarða til að grípa til ef í slíkar nauð- ir rak. Þetta, að ekki .var ætlazt tii af hermönnunum að þeir gengju í höggorrustu, og eins hitt að lögð var áherzla á að þeir væru sem léttastir á sér, gerði að verkum að þeir fengu ekki annað sér til hlífðar en litla leðurskildi. Aðeins ein- staka beljakar og fjögramakar voru látnir vera í brynjum. Þessir stríðssiðir gátu reynzt miður haldgóðix ef þungvopn- uðu óvinaliði tókst að komast í höggfæri við hinn léttvopnaða og hlífarlausa Persaher, og sú varð raunin á þegar til ófriðar kom við Grikki, sem treystu á brynjaða fótgönguliða, hopl- íta svokallaða, sem börðust í þéttum fylkingum með fjögurra álna löngum spjótum. Þar að auki var hið hnökrótta Grikk- land miklu síður fallið fyrir þann hreyfanlega hemað, sem var Persanna sterka hlið, en sléttur Anatólíu og Mesópóta- míu. Þótt undarlegt kunni að þykja, þá er það svo að Daríos og fleiri þeir frændur standa ljóslifandi fyrir nútimanum sem engir aðrir af öllum þeim aragrúa konunga, keisara, ka- lífa, emira, soldána og kana er ríkt hafa yfir Persum allt fram undir síðustu tíma. Þetta get- um við þakkað lfflegum frá- sögnum grískra sagnamanna, svo og Því hve konungar Akka- menída, einkum þó Daríos, voru duglegir að höggva í klappir og hamra hól um afrek sín í myndum og máli. Það er því ærin vitneskja til um ævistarf Daríosar, sem óneitanlega var enginn húðarletingi. Hann byggði sjálfum sér stórfengleg- ar hallir í Persepólis, sem enn eru verulegar leifar til af, og í Súsa, þar sem varla sést af þeim tangur eða tetur. Hann var líka vegagerðarmaður mest- ur í heimi framá daga Róm- verja og lagði prýðilega þjóð- vegi um ríki sitt þvert og endi- langt. Þeirra fjölfarnastur var vegurinn frá Súsa í Elam til Sardes nálægt vesturströnd Litlu-Asíu, en þg leið áttu hrað- boðar konungs að geta komizt á viku, ef þeir höskuðu sér svo- lítið. Nú á dögum eru lang- ferðabússar varla miklu skem- ur að kornast þessa sömu leið. Þetta þjóðveganet kom auðvit- að að ómetanlegu gagni við að tengja saman hina ýmsu hluta hins geysivíðlenda ríkis og örva verzlun og samgöngur innan þess. Það gerði að verk- um að boð og bönn stórkonungs- ins bárust á fáum dögum út í fjarlægustu horn skattfylkja hans, allt frá báfjöllum Pam- írs til sólsteiktra sanda Núbíu, og auk þess var honum fyrir tilvist þess mögulegt að draga á örskömmum tíma saman lið hvaðanæva að úr ríkinu ef stríð var á döfinni. Víðsýnir landsfe'ður Að öllu samanlögðu verður ekki hjá því komizt við skoð- un sögunnar að veita því at- hygli hve himinhátt hinir fyrstu og beztu konungar Persa gnæfa yfir fyrirrennara sína í ríkjum Mesópótamíu, Sýrlands og Egyptalands hvað_ stjórn- vizku, viðsýni og mannúð snert ir. f stað geðveikra sadista og íranskur höfðingi á tfð Akkamenída. Hámynd á stigavegg í Persepóiis, guðnfðinga eða ómerkilegra harðstjóra með kotungssjónar- mið koma hér fram á sögusvið- ið umburðarlyndir landsfeður, sem reyna að tryggja frið og jafnvægi í mestum hluta þess heims, er þeir þekktu, án þess að sérmenning nokkurrar þjóð- ar væri fyrir borð borin. Meira að segja Grikkir, sem unnu í fornöld mörg slík afrek að manni verður stundum . á að furða sig á því að guðimir skyldu ekki setja punktinn aft- an við mannkynssöguna áður en Rómverjar tóku við af þeim, verða í samanburðinum ósköp ómerkilegir og þröng- sýnir kotakallar sem á stjórnmálasviðinu gátu aldrei hugsað út fyrir múra borgrfkisins og skiptu öllu mannkyni í tvær meginættkvísl ir: sjálfa sig og aðrar þjóðir, er þeir ímynduðu sér af fákænsku legum hroka að væru af ann- arri og miklu óæðri sort. Og jafnvel hið marglofaða lýð- ræði Aþeninga missir af sér mesta glansinn þegar þess er gætt að undirstaða þess var þrælahald; á blómatfmum Aþenu hafa þrælar trúlega ver ið þar fleiri en frjálsir menn. í Persaveldi var þrælahald hins vegar óþekkt, þar fékk hver einstaklingur, hversu ve- sæll sem hann kunni að vera, eitthvað borgað fyrir sína vinnu, þótt beint einstaklings- frelsi hafi líklega verið af held ur skornum skamti. Grískir sagnfræðingar gerðu mikið úr undirlægjuhættí Persa við kon unga þeirra, en staðreynd á borð við þessr sýnir ljóslega/ að Persar hafa sýnt hinum smæstu í sínu veldi tillitssemi, sem ekki þekktist hjá Grikkj um og enn síður hjá Rómverj um síðar. Með Daríosi náði fyrsta pers neska stórveldið hámarki sínu. Xerexes sonur hans tók, sem frægt er orðið, til við þar sem frá var horfið við að stríða á Grikki, m fór ægilegar hrak farir sem lömuðu sjálfstraust og reisn Persa í margar kynslóð ir. Yfirstéttín glataði skjótt fræknleik feðranna og bekktist þess f stað fast við hóglffskval ir að fyrirmyndum frá Babýlon. Hirðin varð ormabæli þar sem svik, samsæri og morð var látið sitja í fyrirrúmi fyrir nytsamlegum stjórnarstörfum. Ýmsar skattlandsþjóðir gerðu uppreisn og náðu hálfgerðu eða algeru sjálfstæði um lengri eða skemmri tíma. En böndin frá stjórnartíð Daríosar héldu. Þar að auki fór því fjarri að allir Akkamenídar eftir hann væru algerir aumingjar, þótt enginn væri mikilmenni. Þekktastír þeirra eru Artaxerexes annar, sem Xenófón og hans tíu þús undir börðust gegn og reynd ist duglegur við að etja grfsku ríkjunum saman með mútum og baktjaldamakki, Artaxerex- es þriðji, sem var mesti ruddi en tókst að treysta innviðu rfk isins verulega að nýju, og Daríos þriðji Kódomannos, sem raunar er ekki frægur fyr ir annað en að vera sá ógæfu sami heimsdrottnari sem Alex ander mikli Makedóníukonung- ur margsigraði og rak á und an sér hrjáðan og úrvinda all ar götur austur í Baktríu þar sem satrap nokkur lét myrða hann tíl að þóknast þeim mesta sigurvegara, - sem heimurinn hafði séð frá að Kýros leið. #,Hin heilögu goð voru af Ólympi ærð. . Það var um 330 fyrir Krist, sem veldi Akkamenída hrundi fyrir árásum Alexanders, og þótt Persar réttu oft við síðar, hefur dýrð þetrra allt til þessa dags ekki orðið jafnmikil og á dögum Kýrosar og Daríosar. Um hrið ríkti yfir fran kon ungsætt er Selevkos, einn hers höfðingja Alexanders, stofnaði, síðan tóku við Parþar, herská hirðingjaþjóð írönsk, sem tek ið hafði sér bólfestu í Kórasan suðaustan Kaspíhafs. Þeir eru í fomsögunni frægir af stríð um sínum við Rómverja, en urðu aldrei néndar nærri eins voldugir og Akkamenídar og raunar alltaf heldur valtir í sessi, hvað bæði stafaðl af erfðadeilum og andúð lands- manna, sem litu á þá sem að- skotadýr. Snemma á þriðju öld eftir Krist gerðu Persar svo uppreisn, sigruðu Parþa og settu yfir fran konungsætt úr sínum hópi, Sassanída. Sassan- ídar þóttust raunar geta rakið ættir sfnar tíl Akkamenida, og styrkti það virðingu þeirra ekki alllftið. Persar hafa bæði fyrr og sfðar verið miklir ættfræð mgar, ekki síður en íslending ar, og láta líkt og þeir einskis ofreistað í þeim efnum. Sem dæmi um það má nefna að nú heyrist því haldið fram austur þar að nuverandi keisari geti ekki einungis rakið ætt sína til Safavída, frægustu konungsætt ar Persa í múhameðskum dómi, heldur og allt aftur til Sassan- ída! Þótt mikið kvæði að njörg um konungum af ætt Sassans, komust þeir aldrei nema í hálf kvisti við fyrirrennara sína Akkamenída og máttu hafa sig alla við til að halda í horfinu Framhald á bls. 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.