Tíminn - 02.11.1971, Blaðsíða 5
MBKWtTDAGCR 2. nóvember »71
TIMINN
17
ELJMIKIHKQ®
GAGNRÝNI
Hvað er nú
til bjargar?
Leikfélag
Reykjavíkur:
HJÁLP
eftir Edward Bond
Leikstjórn:
Pétur Einarsson
Þýðing:
Úlfur Hjörvar
Leiktjöld:
Steinþór
Sigurðsson.
Menn sem þykjast vera frjáls-
lyndir í hngsun og framfara-
sinnaðir og segjast aðhylíast
framsæknar stefnur í listum,
virðast vera öðrum fremur ginn
keyptari fyrir djörfum lýsing-
um eða „bersögli'1. Þeir vilja
ekki láta þá skömm um sig
spyrjast, að þeir séu í andófi
gegn „nýtízkulegum menningar
straumum",1 enda láta þeir ein-
att berast með þeim eins og
spakra fylgifiska er siður. Bros-
legast af öllu er bröltið í mið-
aldr% og rosknari fiskunum,
sem vilja ekki vera ósprækari
en þeir yngri og synda að því
öllum uggum að vera fyrstir
til að gleypa hverja nýja flugu,
sem fyrir þá er kastað. þótt
lyst sumra þeirra sé ef til vill
farin að dofna, er áhuginn engu
að síður alltaf jafn óbilandi.
Sjáið bara, hvemig glitrar á
gömlu uggana á grynningun-
m Þeir titra bókstaflega af
alsælu.
Sumir virðast jafnvel vera
haldnir þeirri villu, að sá sé
prýðilegastur listamaður, sem
berorðastur er. Sá mælikvarði
er einfeldnislegur, ungæðis-
legur og því engan veginn ein-
hlítur. Hann er i sannleika
sagt ótvírætt vanþroskamerki
og andleg einstefna. Emile Zola
þótti ákaflega beroi’ður á sín-
um tíma, en þótt verk hans
ættu tíðum sterka stoð í raun-
veruleika, og það stundum held
ur ógeðfelldum, hefur hann
þau upp í æðra og göfugra
veldi, upp í þær sigurhæöir,
þar sem sannfögur list megnar
fyrst að dafna og blómgast í
fjölbreytilegu skrúði, og þetta
tekst honum einungis vegna
þess, að skáldauga hans er ekki
gláanskyggnt og stöðugt einblín-
andi á það sama. Hann seilist
langt, langt upp fyrir almenna
blaðamennsku, svo ekki sé
minnzt á þá tegund hennar,
sem jafnan er kennd við æsi-
skrif, sorp og sora.
Það tjóar víst harla lítið að
ergja liug sinn út af listmati
megin þorra landa siuna, en
þótt ástandið í þeim efnum
hafi aldrei getað heitið gott,
liefur það hins vegar aldrei ver-
ið ískyggilegra né vonlausra
en einmitt nú. Meðan sorpbók-
menntir og tölvubókmenntir
'eiga jafn rakta leið að hjarta
almennings eins og nú er raun-
in á. eru ekki miklar líkur til,
að úr því rætist á næstunni.
íslenzkum listasmekk veitti þvi
ekki af í’ækilegu þrifabaði
svona á hálfsmánaðarfresti að
minnsta kosti.
Takist að telja -mönnum trú
um með nógu kröftugum slag-
orðum eða lævísum, áróðri, að
eitthvert listaverk se ögrun við
almenningsálitið, storkun við
smáborgara og aðrar smásálir,
þjóðlífslýsing eða ádeila, er
sem flestir verði orðlausir og
bergnumdir af blindri lirifn-
ingu. Allt á að vera fengið
með því að gefa ritverki eða
sjónleik þessa einkunn eða
setja á hann „gæða“-stimpil er
taka af öll tvímæli. Ádeila er
orðið að einskonar töfraorði,
sem slævir hugsun ög brenglar
listmat. Einn lýsir því hátíð-
lega yfir, að ákveðið listaverk
sé ádeila og annar samsinnir
því og bætir gjarnan við með
spekingslegum áherzluþunga
því, sem hér fer | eftir: „Það
er meira að segja þjóðfélags-
ádeila." Báðir bi’osa breitt
vegna eigin speki og auðsýna
hvor öðrum aðdáun og vii’ð-
ingu, enda málið á enda rætt
af Þeirra hálfu. Fæsta fýsir
að vita, í hverju ádeilan ej-
fólgin. Þá virðist ekki varða
hætis hót um það, sem á er
deilt. Þá gildir einu hvort gerð
er grunn rispa eða djúpar hol-
skurður við alvarlegri þjóðfé-
lagsmeinsemd. Þeir láta sér í
léttu rúmi liggja, hvort stung-
ið er á kýlinu af kunnáttu eða
klaufsku. Þeir eru svo þræl-
sefjaðir, að þeim er fyrirmun-
að að skilja, að það ern ein-
mitt efnistök höfundar sem
gera gæfu- eða snilldarmuninn.
Mörgum leikskáldum finnst
það ganga goðgá næst að fram-
reiða veruleika hráan eða lítt
soðinn á virkum vettvangi
leiklistai’. Þótt ég hafi áður
vitnað í O’Casey, ætla ég engu
að síður að taka mér það bessa-
leyfi að birta ummæli hans nú
um þetta efni enn einu sinni:
„Við viljum ekki aðeins brot
af raunveruleika. Það má til
sanns vegar f æra, að það sé öllu
heldur hugvitsamleg umsköp-
un raunveruleika, eins og hann
kemur skáldum fyrir sjónir,
sem við erum að slægjast éft-
ir. Aðalgaldurinn við sanna leik
list er að gefa í skyn, en ekki
að tala berum orðum (leturbr.
mín), að opna hugi manna með
táknmyndun, en ekki með raun-
vei’ulegum hlutum, að tjá soi’g
veraldar í Lear konungi og
trega mannkyns í Hamlet. . . .
Þctta æði eftir raunverulegu
lífi á lciksviði hefur þurrkað
út allt líf úr leiklist. fLeturbr.
mín). Ef allt á sviðinu á að
vera tilbúin, en nákvæm eftir-
líking, hvar er þá tækifæri og
svigrúm fyi’ir frumlega og hug-
myndaríka listamenn? Minna
heldur en var fyrir Jónas í
kviði hvalsins. Fegui’ð, eldmóð-
ur og skáldleg glóð hafa slokkn-
að í fárviðri gerviraunsæis."
Edwai’d Bond er eins og ótam
inn foli, sem þekkir hvorki
beizli né gjörð. Hann bítur og
slær. í taumleysi sínu brýtur
hann öll helgustu boðorð
O’Caseys. Veruleiki hans er því
hrár eða lítt soðinn, enda ekki
gerð minnsta tilraun til að um-
skapa hann á hugvitsamlegan
hátt og lstilegan. í stað listsköp
unar er gei’viraunsæi sett í
öndvegi og hráæti á borð borið.
Shakespeare stillir Iago við
hlið Othellós í því skyni að
dx-aga fram andstæður í mann-
legu eðli. Edward Bond lýsir
liins vegar fjarska afbrigðilegu
fólki, sem er allt af sama sauða
húsinu, nema ef vera skyldi
Harry.
Snorri Sturluson talar um
skáldfíflin, sem drekka dreggj-
arnar af Suttungamiði. Þegar
Edward Bond ætlaði að bera
sig eftir björginni, tókst svo
slysalega til, að skáldfíflahlut-
urinn var allur uppurinn.
Þótt Hjálp sé ekki auðflokk-
að verk, er hitt jafn víst, að
það verður aldrei nefnt í sömu
andi’á og sönn listavei’k. Efn-
inu, sem „hugverk“ Bonds á
að fjalla um, hefði hæglega
mátt gera tæmandi skil í stuttri
blaðagrein í víðlesnu blaði við
allra hæfi. Því hefur verið
haldið á lofti að Hjálp hafi
m.a. verið sett á svið til að
gefa yngri leikendum tækifseri
til að sýna, hvað í þeim býr,
en er það ekki bjarnargi’eiði
við þá að láta þá vinna skít-
verk í augsýn alþjóðar. Var
ekki auðgert að velja eitthvað
skárra? Spyr sá, sem ekki veit.
Að sjá Sigi’íði Hagalín ösla
foi-ina upp í ökla, nei, upp í
mið læi’, með silfurlampann í
annai-ri hendinni, er ekki fög-
ur sjón. Hvernig er það, taka
leikarar hvaða hlutverk sem er
gagmýnislaust? Silfurlampa-
hafi ætti ekki að eiga neitt á
hættu. öllu má fórna fyrir list-
ina, en engu fyrir þetta. Leik-
félag, sem velur sjónleik á borð
við Hjálp til sýningar, fer í
menningarlegum skilningi villt,
nei rammvillt, vegar. Þeim, sem
áhuga hafa á fögnim listum
skal bent á Plóg og stjörnur.
Hinir, sem vilja æstir þjóna
lund sinni eða hvötum, geta
hins vegar horft á Hjálp sér
til alls annars en sálubótar.
Halldór Þorsteinsson.
P.S. Sá, sem þetta ritar,
gekk út af þriðju sýningunni
á Hjálp, en var þá búinn að
lesa þýðinguna.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Tónleikar
í Háskólabíói fimmtudaginn 4. nóvember H. 21,00.
Stjórnandi: George Cleve. Einleikari: Rut Ingóifs-
dóttir. Viðfangsefni: Liija eftir Jón Ásgeirsson,
Fiðlukonsert eftir Bartok, Sinfónía nr. 34 eftir
Mozart og La Mer eftir Debussy.
Aðgöngumiðar í bókabúð Lárusar Blöndal og
bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.
Sívaxandi fjöldi fólks les
SAMTÍÐINA
hiS skemmtilega heimilisblað allrar fjölskyldunn-
ar. Þið fáið póstsend 10 stér blöð á ári FYRIR
AÐEINS 250 KR., og kostaboð okkar til nýrra
áskrifenda er: 3 árgangar FYRIR AÐEINS 550
KR., meðan upplag endist.
Póstsendið því strax þennán pöntunarseðil:
Ég undirrit.... óeska aö gerast áskrifandi að
SAMTÍÐINNI og sendi hér með 550 kr. fyrir
árgangana 1969, 1970 og 1971) (Vinsamlegast
sendið þetta í ábyrgðarbréfi eða póstávísun).
Nafn:...........................
Heimili: .......................
Utanáskrift: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Reykjavík.