Tíminn - 07.01.1972, Page 4

Tíminn - 07.01.1972, Page 4
£etii íií AjéHíarft Dagskrá sjónvarps og útvarps er vinsælt efni í blöðum. Tíminn hefur lengi birt þessar dagskrár í aðgengilegu formi, og svo mun verða í framtíðinni. Hins vegar hagaði svo til nú um hátíðarnar, að því varð ekki við komið að birta dagskrána á venjulegan hátt. Urðum við Tímamenn varir við, að lesendum þótti slæmt að missa af dagskránni. Nú kemur hún aftur fyrir sjónir lesenda í sínu fyrra formi, og er það von okkar að með því takist fullar sættir að nýju. MILLI STEIKUR OG SVEFNS. Sjónvarpsdagskráin yfir hátíð- arnar var á rnargan hátt ágæt. Hún stytti fólki stundirnar milli steikur og svefns, og olli hvergi þungum heilabrotum, hvað þá meltingartruflunum. Sjónvarpið flutti okkur fallegan söng, guðs- orð og góðar óskir, forsætisráð- herra og forseta. Dagskrárefnið leið svona fram í þungum og jöfn- um straumi. Nokkuð skorti á það, að barnaefnið héldi börnunum í sætum sínum, einkum á þeim tíma, þegar jólaundirbúningurinn var sem mestur. Aftur á móti komu þættir að kvöldinu, sem höfðuðu með þeim hætti til barna, að þau hreyfðu sig hvergi. Svo var um ágætt rússneskt ævintýri, og barnasirkus. Vel getur verið, að barnatíminn sé orðinn svo fast- ur í sniðum, að þetta efni rúmist ekki þar fyrir innlendu efni. En innlenda efnið verður þá að vera betra. Og mikíS yrðu börn fegin, ef hægt væri að sýna þeim meira af teiknimyndum, en minna af föndri, sem þau hafa hvort sem er nóg af, bæði á heimilum og í skólum. FLOSII LONDON. Einhvers staðar heyrðist það, að Flosi hefði eytt gamlárskv.öldi í London. Engar sönnur veit undir- ritaður á þessu. En hafi hann kos- ið að dvelja í heimsborginni um áramótin, þá liefur það eflaust verið vegna þess að hann kann vel við sig hjá Breturn, en ekki vegna þess að hann hafi flúið út yfir sendingarsvið sjónvarpsins, til að tryggja það að hann þyrfti ekki að horfa upp á „hörmung- ina“, sem engin hörmung varð, því dagskráin á gamlárskvöld kom að tilætluðum notum. Að vísu hallaðist dags'krárefnið svolítið í óttina að söngmenntinni, en þar var allt gert með prýði. Minnist ég þess hve fólk hafði góð orð um söng Guðrúnar Á. Símonar, en á meðan hún söng vildi svo til að skjóta þurfti einum átta hundruð krónum upp í loftið, og einhver þurfti til að kveikja í púðrinu. Vonandi verður hægt að endurtaka einstök atriði dagskrárinnar síð- ar, svo að fallstykkjameistarar og raketlustjórar kvöldsins missi ekki alveg af söngpúðrinu. MEÐ IIVERJU Á AÐ SKEMMTA? Annars er það svo með gaml- árskvöld, að bezt fer á því að rifja þá upp atburði frá liðnu ári í gamanvísum og leikþáttum. Það er nú svo, þegar menn eru sloppn ir við eitt árið í viðbót án þess að hafa orðið gjaldþrota, að þá vilja þeir gera grín að allri bar- óttunni og lífshagsmunastreit- unni. Eftir klukkan níu á gaml- árskvöld ætti ekki að leyfast að segja eitt orð í alvöru í fjölmiðl- um. Liðið ár á að verða að einu stóru revíuhandriti. Þetta er hvort sem er allt liðið og ekki til annars en hlæja að því. Útvarp Matthildar bjargaði að visu nokkru en menn hryggðust undir lokin, þegar þessi ágæta útvarpsstöð til- kynnti að hún væri hætt. Nú ættu góðir menn að bregða við og end- urreisa Matthildi. Hvernig væri að ihefja undirskriftasöfnun? „Adam Strange" er á dagskrá á föstudagskwöld, en hér er um að raeSa brezkan Mkamálamyndaflokk.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.