Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 5
SKANDINAVISMI. Dagskrá þessarar viku heíst eiginlega á dansi í samkvæmis- fötum. Þótt dans sé nú með dauf- legra sjónvarpsefni, fer kannski vel á þessu, því nú hefst hið mikla danstímabil, þegar hver fimm manna hópur heldur árshátíð. Annars eru á dagskrá höfundar eins og Strindberg og Ibsen. Að vísu er Hedda Gabler á ferð í annað sinn, þótt maður voni í lengstu lög að þetta þýði ekki að hún sé orðin einskonar fast við- hald sjónvarpsins. Þá verður tal- að um þorsk á þriðjudaginn. Hann er sá íslenzkur þegn, sem alltof sjaldan fær að njóta reisnar sinn- ar, síðan hann var rifinn saltaður og sólþurrkaður úr skjaldarmerki landsins.' Og enn drýgja þeir dag- skrána á þriðjudaginn með frönsku kennslu. Á miðvikudaginn kemur merkilegur þáttur um samskipti manns og hests, en samneyti við hesta hefur aldrei spillt nokkrum manni, og næsti þáttur er um líf fiskimanna. Miðvikudeginum lýk- ur svo með bandarískri stríðs- mynd. Þá er komið æskilegt mót- vægi við þann skandinavisma, sem ræður húsum fyrrihluta vik- unnar. JAFNVEL STEINBECK. Nýr brezkur sakamálaflokkur hefst á föstudaginn, og einnig nýr gamanmyndaflokkur, sem nefnist Skýjum ofar. Hann byrjar á laug- ardag. Þá verður sýnd mynd efth sögunni Kátir voru karlar eftir Steinbeck. Hún er afbragð. Verð- ur ekki sagt annað, þegar á heild- ina er litið, að sjónvarpið gangi nokkuð hresst á móti nýju ári, enda tjaldar það þremur stór- ckáldum á einni viku. IGÞ. n Úr myndinn „Kátir voru karlar".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.