Tíminn - 09.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1972, Blaðsíða 2
TIMINN SUNNUDAGUR 9. janúár 1972 t>*3 er víst venja að ríf\a sitthvað upp í kringum ára- mót og þá náttúrlega hvað gerðist á árinu sem var að liða. Hér á eftir verður þess vegna minnzt á sitt- hvað er gerðist í poppheimi okkar 7971. Þegar litið er yfir 1971 og rifjað upp hvað gerðisl^ í ís- lenzkri popptónlist það ár, ketmur glöggt í Ijós, að harla lítið hefur gerzt á því sviði, og ekki er of sterkt til orða tekið þótt fullyrt sé, að um afturför hafi veirið að ræða á því sviði síðasta ár. Engin ís- lenzk popphljómsveit hefur gert virkilega góða hluti á ár- inu né einstaklingur. f lok 1970 voru margir afar bjartsýnir á, að eitthvað nýtt og merkilegt væri að gerast á sviði popptónlistar hér. Óð- menn voru nýbúnir að senda frá sér tvær LP-plötur, sem fengu góða dóma og báru vott um, að íslenzkir popptónlistar menn byggju yfir sköpunar- hæfileikum, engu síðri en popptónlistarmenn í löndum beggja megin við okkur. Þá var umbylting í hljómsveitinni Trúbrot, sem gaf góðar vonir. Trúbrot Eftir breytingarnár í þeirri hljómsveit fóru meðlimir henn ar afsíðis og sömdu tónverkið „. .lifun". Síðan kom hljóm- sveitin á svið aftur, hélt hljóm leika í Háskólabíói í marz, þar sem tónverkið var flutt, eftir að gömlu góðu dagarnir með söngkonunni Shady Owen höfðu verið rifjaðir upp meðal annars. Hljómleikarnir hlutu góðar undirtektir, þótt margir hefðu búizt við meira úr höfð- um hljómsveitarmeðlima. Þessu næst hélt hljómsveitin til London, þar sem „..lifun" var hljóðrituð og í lok júní kom hún á hljómplötumarkað á vegum Tonaútgáfunnar. „..lifun" varð aldrei vinsælt verk, en það var sæmilegt verk og lofaði því góðu. Fré ,,..lif- unar"-tímabili Trúbrots vkðist hljómsveitin aðallega hafa starfað að því að leika fyrir dansgesti og er góð sem slík. 3ja október s.l. birtist í þess um þætti viðtal við Gunnar Jokul, trommuleikara hljóm- sveitarinnar. Þar sagði hann, er hann var spurður að því, hver væri stefna hljómsveitar- innar: „Það er stefna okkar að skemmta fólki, þegar við spil- um á dansleikjum. Þess vegna spilum við yfirleitt vinsæl létt popplðg á þeim. Við erum ham ingjusamir ef við vitum, að við höfum skemmt fólkinu. Við fá um þá t.d. góða aðsókn, sem er undirstaða annarrar starf- semi hljómsveitarinnar. Það er xnisskilið af mörgum, þegar við spilum á dansleikjum, þeir sem misskilja okkur reikna með að við spilum framúr- stefnutónlist. Ég er ekki þeirr- ar skoðunar að slíka tónlist eigi að flytja á dansleikjum, þá tónlist á að flytja á hljóm- Jeikum og spila inn á plötur. i>essir dansleikir gera okkur sem sagt fjárhagslega kleift að fara út í annað, draga okkur f hlé og semja tónverk og flytja á hljómleikum — og í þriðja lagi að spila okkar eig- in tónlist inn á hljómplötur. í stuttu máli er stefna Trú- brots þessi: 1. — Spila þannig i dansleikjum að allir skemmti Tunglskin í hverjum d ropa Tannpína er óþægileg, sér- staklega þegar maður er á gangi niðri í miðbæ í hvass- viðri og firosti, þá getur margt farið í taugarnar á manni, al- veg sama þótt líkneskið sé með harðan hatt og flibba eða loð- feld og púður. Ef tannpínan hins vegar hverfur allt í einu, birtir yfir öllu og mafður gleðst, hitti maður þá kunningja til að rabba við smástund, áður en áíram er haldið til ákvörð- unarstaðar. Ósköp er ömur- legt umhverfis tjörnina í öllu þessu myrkri. Skyldu ekki ein hverjir þeir sem borga skatta í Reykjavík, vilja láta lýsa hana upp með litskrúðugum ljósum. Að minnsta kosti vil ég það, hvort sem ég er með tann pínu eða ekki. — Er staðreynd in sú, að hippi sé sá maður sem stendur í litríkum, rándýr um fatnaði innan um litríkan rándýran fatnað og popptón- list í verzlun, sem kölluð er „hippabúð" ha ha? — Eru amima og afi farin að drekka kók fyrir firaman sjónvarpið og flissa? — Er litlu, sætu stúlkunni, sem við völdum í fyrra sem fulltrúa okkar í elskulegri kampavíns- og át- veizlu á Hótel Sögu, ekki far- ið að leiðast að ganga í sokka buxum frá sokkaframleiðand- anum nyrðra? — Er ekki gam an að heilsa nýju iári í bruna- lykt og brennivíni? Er nokk uð óþægilegra til en ganga með tannpínu um Austurstræti í hvassvirði og frosti, og geta ekki; spjallað við kunningja sína? stakkur "i Siguiður Karlsson, trommuleik-( ari í Ævlntýri, vex stöðugt í áliti ! meðal poppáhugafólks, enda fá {trommur hans sannarlega að ) kenna á því. (Tímam. - Gunnar) K^^P #^>i^^i#*^^^#*#»#>i#<#»<^»i# w^ ^*'^*'^ sér sem bezt. 2. — Halda 1—2 hljómleika á ári og flytja eigin tónlist á þeim. 3. — Gefa út hljómplötur með eigin tón- list og gera sjónvarpsþætti". Auðvitað vona allir þeir, sem einhvern áhuga hafa á popptónlist, a*5 Trúbrot starfi þannig og ég tel ástæðulaust enn sem komið er, að álíta annað en hljómsveitin geti gert þessa hluti og gert þá vel. I þessu sambandi vearður að nninna á það, að „höfuðið", Gunnar Þórðarson, hefur á ár- inu unnið mikið við hljóðrit- un platna annarra en hans eig in og hljómsveitar hans. Næg- ir að minna á LP-plötu Árna Johnsen og Bjwrgvins Halldórs sonar í því sambandi. Ævintýri Sú hljómsveit hefur sannar- lega haldið sínu stiriki, og ó- hætt er að fullyrða, að vin- sældir Ævintýris hafa aukizt á árinw og velgengni hljómsveit arinnar því mun meiri en var 1970. Trommuleikari Ævintýr- is, Sigurður Karlsson, vex stöð ugt í áliti meðal poppáhuga- fólks og það sama má raunar segja um þann margumtalaða söngvara hljómsveitarinnar, Björgvin Halldórsson. Leiðin- legt að Siggi skyldi alveg vera að því kominn að fara yfir í Náttúru í september, hann á að vera í Ævintýri, verði hljóm sveitin áfram það, sem hún er eða meira, en kannski er betta ekkert nema íhaldssemi. Ævin- týri er fyrsta flokks hliómsveit, einkum á föstudagskvöldum og vonandi kemur LP-plata hljóm sveitarinnar út áður en flestir verða orðnir sköllóttir. Nátfúra „Píslarvottar Glaumbæjar- brunans" er sú hljómsveit, sem UMSJÓN: EINAR BJÖRGVIN mest bar á í Reykjavík á síð- asta ári. Spilaði hljómsveitin mikið á dansleikjum í Reykja- vík, og ekki má gleyma, að hún spilaði í Hárinu. Um Nátt- úru sé ég raunar ekki ástæðu til að segja meira nú en það, að hún er ein þriggja vinsæl- ustu popphljómsveitanna hér. Hefur verið með þung erlend popplög á dagskrá og manna- skipti hafa verið innan henn- ar á árinu: Óli Garðars settist við trommurnar snemma á ár- inu, Rabbi út og Áskell Más- son á víst að taka við af Didda (Sigurði Rúnari) og spilaði með hljómsveitinni í Laugar- dalshöll um áramótin og voru þá sex í hljómsveitinni, þar eð Diddi var þá ekki horfinn úr henni enn. Það sem verst er við Náttúru er, að hún hefur ekki sent frá sér hljómplötu enn, það bezta við hana þori ég ekki að fullyrða um, a.m.k. ekki setja á prent. Upptalning Einungis ein ný hljómsveit vakti umtalsverða athygli á ár- inu, hljómsveit í Reykjavík, nefnd Rifsberja. Mánar frá Sel- fossi halda sínu striki fyrir austan fjall ög sendu frá sér LP-plötu, sem ég hef ekki orð- ið var við að hafi náð langt hvað vinsældir snertir. Hljóm- sveitin Tilvera kom nokkuð við sögu á árinu og söngvari hennar, Herbert Guðmundsson vakti athygli sem góður söngv ari! Jónas R. Jónsson, verzlun- arstjóri í Adam, er enn í fullu fjöri í poppheiminum og kem- ur nú fram með söngvaranum, Fram'iald a bls. 14 NATTÚRU- HLJÓMLEIKAR? Sem kunnugt er urðu Nátt- úru-menn fyrir miklu áfalli, þegar hljóðfæri þeirra eyði- lögðust í Glaumbæjarbrunan- um, og hef ég frétt, að mála ferli kunni að verða vegna tjónsins. Þá hefur einnig frétzt í sambandi við þetta mál, að nokkrar popphljóm- sveitir í Reykjavík ætli að taka sig saman og halda hljómleika til styrktar starfsbræðrum þeirra í Náttúru. \ Það er náttúrlega óþarfi að taka fram, að fagnaðarefni er, ef úr þessu gæti orðið. Auðvit- að kæmi ekki annað til mála en stærstu nöfnin í „bransan- um" kæmu fram á þessum hljómleikum, og þar á meðal Náttúra sjálf. Tvennu ber að fagna í þessu sambandi. í fyirsta lagi, að stuðlað verður að því að græða sár Náttúru og í öðru lagi að þá fengjum við hljómleika, en kunnara er en frá þurfi að segja, að sannarlega, er ekki vanþörf á að fá eina hressi- lega popphljómleika í skamm- deginu. Hljómleikum frestað Því miður varð ekkert af" hljómleikahaldinu í Laugar- dalshöll 4. janúar með Jethro Tull. Var ljóst einhvern tíma um miðjan desember, að ekki var hægt að halda hljómleik- ana á umræddum tíma. Að því er ég bezt veit, er þó langt frá því að allar vonir séu úti um að þessi ágæta hljómsveit spili fyrir okkur í Laugardals- höllinni einhvern tíma á þessu nýbyrjaða ári, og líka blessað- ir karlarnir í Writing on the Wall, séu þeir ekki búnir að sprengja sig í einhverjum klúbbi í London.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.