Tíminn - 09.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.01.1972, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 9. janúar 1972 TIMINN lendu eftiröpunum, og beitt sér f yrir því, að konurnar væru alveg óháðar okkur karlmönn- unum imeð nafngiftir. Menn eru löngu hættir að líta á þær sem aðeins eitt rif úr síðu okk ar, — ekki satt? Svo aftur sé vikið að nafna- breytingum, vegna veitingar ríkisborgararéttar hér, ber að leggja mikinn þunga á, að ríkt sé eftir þvi gengið, að skilyrð- in fyrir veitingu ríkisborgara- réttarins séu vandlega haldin að viðlögðum missi hans og at- vinnuréttindum hér. Engum þessara aðila á að vera hægt .aSS tjá sig eða auglýsa opinber- lega, eða vera tjáðir af öðrum, rnieð öðru nafni en hinu ístonzka. Það væri meira að segja rík ástæða til að t ganga enn lengra. Þeim útlend ingi, sem væri ráðinn í áber- andi starf hér heima (Starfs- menn sendiráða undanskildir), yrði þegar gert að skyldu að starfa hér undir al-íslenzku nafni, svo hann yrði ekki kunn nr hér undir hinu útlenzka, nema þá að svo ólíklega vildi til, að nafn hins útlenda imainns væri fyrirfram öllum kunnugt. Það er kunnara cn frá þurfi að segja, hve erfið- lega hefur gengið að losna við þekkt erlend nöfn hér, t.d. í tónlistarheiininum. Ætti ekki að þurfa að nefna nein nöfn til þess að sanna slíkt. Þessi einbeitta framkvæmd á nafn- breytingunum kallar að vísu á þá nauðsyn( að við, sean fyrir erum í landinu, séum þá ekki sjálf að burðast með ættar- nöfn, og allra sízt ó-íslenzku- leg ættarnöfn. Annars imundi reynast, og hefur reynzt erf- itt að taka okkur alvarlega. Sannleikurinn fir^ líka sá, að imargh* fussa aS,. okkur "fyrir eftirlitsleysið í -tjessum málúiri.' Rangtúfkun í mannanafna-lögunum frá 1925, sem enn eru í gildi, stendur í 3. gr.: wÞeir íslenzk- ir þegnar og börn þeirra, sem nú bera ættarnöfn, sem upp eru tekin síðan lög nr. 41 1913, kmmi í fiiídi, mega halda þeún alla ævi". í sögulegu yfirliti, er fylgir nýja frumvarpinu, seg ir svo, neðst á bls. 29, um þetta ákvæði: „Börn þeirra, sem fædd eru eftir 23. sept. 1925, svo og aðrir niðjar, mega hins vegar ekki bera ættarnöfn þessi, heldur ber þeim að kenna sig tij föður eða móður að hætti 1. gr. laganna. Slík -jmdrun fjölskyldu um manna- *öfn mun óvíða þekkjast í lög- um grannlanda, og er mismun- un þessi á engum rökum reist". Það vekur undrun, að jafn vel skipuð nefnd skuli láta slíkan skilning frá sér fara. Að vísu mun þetta vera rétt með niðjana. En spyrja má, — hver voru þau börn umræddra íslenzkra þegna, fædd fyrir gildistöku 1925—laganna, er ekki voru þá; sjálf íslenzkir þegnar, og þurfti því að skil- greina, sem börn íslenzkra þegna, — voru þau erlendis? Undirritaður kemur ekki auga á þau. Ætlunin mun líka hafa verið, að lagaákvæðið yrði skil- ið á þessa leið: Þeir íslenzkir þegnar, sem nú bera ættar- , niifn, sem upp eru tekin, síð- an lög nr. 41. 1913, komu í gildi, svo og börn þeirra, mega halda þeim alla ævi, og svo framvegis, Með öðrum orð- um ófædd börn þeirra- Á annan hátt virðist laga-ákvæð- *¦% lítt skiljanlegt Það mun því ekki, þó laga-ákvæðið sé óljóst orðað, hafa verið ætlup in, að sundra neinni f jölskyldu, ættarnafnalega séð, eins. og haldið er fram í hinu sögulega yfirliti hins nýja frumvarps, enda mun ákvæði þetta ekki hafa verið framkvæmt á þá leið. Því furðulegra er það, að einmitt þetta nýja frumvarp skuli sjálft ráðgera slíka sundr un, eða misrétti. í 11. gr. 3. aiálsgr. hins nýja frumvarps segir: „Menn, sem við gildis- töku laga þessara eru 16 ára (leturbr. undirritaðs) eða eldri . og hafa ættarnafn, sem endar á orðinu son, mega halda því til æviloka, en þá skal það lagt niður. Börn þessara manna, fædd eða ófædd, þegar lðg þessi taka gildi, hafa sama rétt". —Segjum nú, að frum- varp þetta yrði að lögum, í júní næstkomandi og að t.d. Jón Böðvarsson (ættarnafn) sé fæddur í nóvember 1955. Hann og börn hans mættu halda Böðvarsson ættarnafn- inu til æviloka og kenna sig við afa sinn, lang-afa, langa- lang-afa, eða enn eldri afa. Jó- hann, albróðir hans, fæddur t.d. í maí 1957 ,má það hins vegar ekki, skilst manni, ef f að ir þeirra bræðra og (eða) móð- ir væru nú dáin, — og börn Jóhanns alls ekki. Það gæti því væntanlega staðið þannig á, að Jóhann yrði að kalla sig og skrifa t.d. Magnússon, vera bara son-ur föður síns og kenna sig við hann einan. J6n Böðvarsson og Jóhann Magnús son, hugsanlega al-bræður! Viðeigandi lausn Eina viðeigandi lausnin út úr öllum þessum hrærigraut, — eina leiðin, er sæmir okkur, sem sjálfstæðri og sérstæðri þjóð, er að leggja niður allt útlensku ættarnafna fargan, — sættast e.t.v. á, að þeir, sem nú erú t.d. 16 ára og berá leyfð ættarnöfn, svo og yngri al-sýstk'ínf 'þ'eirra*;'"megi bera ættarnöfn sín til æviloka, en undir engum kringumstæðum börn þeirra, ef ekkert þeirra hefur á sama tíma náð 16 ára aldri, — og ganga rfkt eftir, í opinberu tali og skráningu, að ákvæði þessi séu haldin. Til málamiðlunar og í stað ættarnafna, virðist frekar hægt að fallast á kenninöfn einstakl inga, sem aðeins einn maður eða kona fengju að bera, og síðan enginn eftir það. Dæmi Jón Hverdal, Guðrún Skag- fjörð. Einnig kaemi til greina að leyfa eignarfallsnotkun föð urnafria á vegabréfum til út- landa. Til dæmis gætu hjónin Árni Bergsson og Guðrún Hannesdóttir verið skráð Árni Bergs og Guðrún Hannesar, og til þess, að þau hættu að þykj- ast þurfa bæði, að kalla sig son, t.d. á Norðurlöndum, væri hægt að skrá nafn makans á hvort vegabréfanna. Skrá um skírnarnöfn í stað skrár þeirra, yfir bönnuð eiginnöfn, er gefa átti út, samkvæmt lögunum frá 1925, en aldrei var staðið við, gerir þetta nýja frumvarp ráð fyrir, að samin verði og gefin út skrá um þau eiginnöfn, er heimil skuli samkvæmt frum- varpinu. Er það stórum álit- legra og hefði sú skrá í raun og veru átt að fylgjp frumvarp inu nú, enda næstum eins nauðsynleg og frumvarpið sjálft. í greinargerð með frumv..rp- inu er samsetning nafna- skrárinnar talið fyrirferða- mikið verk. Undirritaður lítur hins vegar svo á, að ekki þyrfti að taka langan tíma að semja skrá yfir þau skírnarnöfn, er væru alveg sjálfsögð. Viðbót gæti komið síðar. Þá er og gert ráð fyrir, að menntamála- ráðuneytið skipi þriggja manna nefnd, mannanafn'a- nefnd, er fulldæmi um rétt- mæti nýrra mannanafna hér á landi. Þetta er ágætt og mjög þýðingarmikið atriði. Undirrit- aður telur hins vegar, að nefnd in þurfi að vera 5-manna nefnd í stað þriggja, og samkvæmt tillögum fleiri aðila, heldur en frumvarpið gerir ráð fyrir, s.s. þjóðskrárinnar, og að nefndin sé ekki ályktunarhæf . með fæni en þremur samhljóða at- kvæðum. Að gefa barni nafn í 3. grein frumvai'psins, 2. málsgr. er rætt um, að er þjóð- skrá bærist tilkynning um, að barni hafi verið gefið nafn, er ekki væri á umræddri eigin- nafnaskrá og mannanafna- nefnd vildi ekki fallast á, skyldi I velja barninu annað nafn til innfærslu í þjóðskrá og kirkjubók. Ef búið væri nú að innrita fyrra nafn barnsins í kirkjubók, þá er þetta ekki nógu gott fyrirkomulag. Betra væri, þegar óskað væri nafns, sem ekki findist í eiginnafna- skránni, þá bæri þegar að senda þjóðskrá skriflega beiðni um samþykki. Þjóðskrá sæi síð an um, að svar mannanafna- nefndar, samþykkjandi eða synjandi, bærist eins fljótt og unnt væri. Skírnarathöfn, vegna slíkrar nafngiftar, yrði að sjálfsögðu að bíða eftir svar inu. Undiri-itaður telur mjög óviðeigandi, ef mikið ynði um leiðréttingar á skírnarnöfnum í kirkjubókum. Þáttur presta Hér að framan er á það minnzt, að prestar muni mjög almennt hafa brotið lög með því að skíra börn óleyfi- legum nöfnum, sem hæfa ekki íslenzkri tungu. Vitað er áð prestum er það einhver afsök- un, að þeir hafa ekki viljað eiga það á hættu að glata vin- sældum, með því að neita sókn arbörnum sínum um hinar um- beðnu nafngiftir, og ennfrem- ur, að oft hafi nafngiftin, eða nafnvalið, komið svo seint til prestsins, að hátíðleg stund hefði farið forgörðum, ef hann hefði neitað nafninu, F.n aað- vitað hefur sökin þá veriðs prestsins, að ekki var í tæka tíð gengið úr skugga um, hvað barnið ætti að heita. Með þetta í huga, ættu fáir íslenzkir prestar að harma það, að þurfa nú ekki lengur, né mega, taka ákvörðun um ný, og e.t.v. vafasöm nöfn á skírn- arbörn sín. Eitt nafn eða tvö f 1. gr. frumvarpsins er hald ið því ákvæði, sem nú er í lagagildi, að barn skuli skíra einu eða tveimur nöfnum. Und irritaður telur hins vegar. aX> þessu ákvæði eigi að breyta og Framhald á bls. 12 Já9 gjörið þið syo Yel. ^iðskiptöi l-.C, ;<.:'.:'..;:,,,'-;:;-.;. *i ¦¦¦ ¦ ¦.¦ SímimteF C96> 3MOO Verksmiðjuafgreiðsla KEA annast heildsöluafgreiðslu á vörum frá framleiðsludeild- um félagsins. Með einu sím- tali getið þér pantað allt það, sem þér óskið, af fjöl- breytilegri framleiðsluþeirrá, landsþekktar úrvalsvörur, - allt á einum stað: Málningarvörur og hreinlagt- isvörur frá Sjöfn, kjöt- og niðursuðuvörur frá Kjötiðn- aðarstöð KEA og hangikjöt frá' Reykhúsi KEA. Gula- bandið og Flóru-smjörlíki, Braga-kaffi og Santos-kaffi, Flóru-sultur og safar, brauð- vörur frá Brauðgerð KEA, ostar og smjör frá Mjólkur- samlagi KEA, allt eru þetta þjóðkunnar og mjög eftir- sóttar vörur, öruggar sölu- vörur, roarg-auglýstar í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Innkaupastjórar. Eitt símtal. Fljót og örugg afgreiðsla. Kynnið yður kjörin Oj* reyn- ið viðskiptin. Síminner (96) 21400 BRAUÐ GERÐ REYK HÚS SMJORLIKIS GERÐ VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.