Tíminn - 09.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.01.1972, Blaðsíða 3
áUNNUDAGUR 9. janúar 1972 TÍMINN NffTUR KIRKJUNNAR Englar á morgni árs L Dyrabjallan hringir. Ungur imaður alskeggjaður stendur við dyrnar. „Konan mín var búin að tala um, að þú kæm- ir til okkar á nýársdagsimorg- an til að skíra litla drenginn okkair. Við stígum út í fallega bif- reiðina hans, sem bíður við dyrnar, og ökuim af stað. í bifreiðinni er amma litla drengsins. t>a8 er undarleg kyrrð yfir öllu í borginni. Himinninn hef- ur sent þjóna sína til að moka brott snjónum, sem var um jólin, og stéttirnar eru bók- staflega hvítþvegnar. Enginn á ferli fremur en hinn fyrsta dag. Allt er svo undur hljótt. Aðeins golan hlý eins ag vor- þeyr og slokknandi stjarna í skýjarofi yfir Esjunni - gefa fyrirheit um komandi dag, sæt an' himinkoss í svairtasta skammdegi. „Hvað boðar nýárs blessuð sól?" Vængjatök englanna. „Við völdum nýársmorgun fyrir þessa helgiathöfn heimil- isins", segir faðirinn. „Þá er alltaf svo mikill friður. Allt, seixi var á kreiki á gamlárskvöld er hórfið með dagskímunni í austri. Ærslin, eldarnir, öskrin og sprengjurnar, allt er hljóðn að. Friður nýja ársins ríkir enn. Englarnir hafa sigra?-". T,Já, ehglaornir hafa sigrað", samþykkir presturinn, eins og tekið sé undir viðlag í hljóm- kviðu og amman viðurkennir sjónarmið tengdasonarins, oneð því að segja: „Mér finnst ekkert eins imik- ilsvert nú á dögum eins og hljóðar stundir. Þá er líkt og allt hið bezta fái að gróa". „En því miður þær eru svo fáar. Englarnir fá svo sjaldan að svífa um á jörðinni", segir presturinn spekingslega, til þess að fylla út i sitt hlutverk í synfóníu morgunsins. Og innan stundar erum við komin á hlýlegt og fallegt ný- tízkuheimili. Þar sem gamalt og nýtt myndar furðutegt sam ræimi eins og eftir forskrift úr guðspjöllunum þar sem Krist- ur segir að guðsríki líkist manni, sem framber gamalt og nýtt úr fórurn sínum, eða það minnir á orð skáldspekings- ins: „!»að fagra, sem var skal ei lastað og lýtt, en lyft upp í framför, hafið og prýtt". Þannig hugsar sá hluti ungu kynslóðarinnar, sem tekizt hef ur að mennta. Og þarna bíða þær: Móðir- in, há og svipmikil ung kona á síðkjól, vinkonan, skólasyst- irin, sem heldur vörð um hið liðna, systir, sem tengir fjöl- skylduna saman ásamt ömm- unni, en síðast en ekki sízt þau: börnin, dóttir 'hússins, «em á afmæli í dag og á að á skímarhelgi litla bróður í afmælisgjöf og svo litli frændi, sem ekki dylur eftirvæntingu sína í barnsleg*: sjrarn. Og litlá systirin er ljóshærð og björt eins og íslenzkur vor- morgunn. En frændinn suð- rænn á svip, með hrokkið dökkt hár og dreymandi augu eins og stjörnur í heitu rökkri, undur vorsins um vetrarsól- hvörf. Faðirinn tekur skírnarbarn ið á arm. Stofuborðið er orðið altari með hvítum dúki, hand- unnum í skart af ungum ást- föngnum höndum. Nú loga þar Ijós. Nú ilma þar blóm. Móðirin og litla systir standa við hlið húsföðurins, en í hálf- hring bak við þau eru aimiman, systirin og vinkonan. Litli dökkeygði drengur- inn, frændinn, krýpur uppi á stól við altarið (borðið) og teygir fingurna að skírnairskál- inni, sem glitrar tærri helgi- lind himingeisla á miðju borð- inu. Allir syngja: „Ástarfaðir him- inhæða" og bænarorðum um sól og döggvar andlegs lífs vex undarlegur þróttur við óma frá slaghörpu, sem leikið er á. Síð- an bæn, blessun, ritningarorð, játning um fylgd við hið góða, sanna og fagra, „ein bæn les- in lágt í tárum" signing og að síðu,stu söngur um barnið í jötunni, ljós heimsins. Nafn drengsins er Ólafur, sem þýðir nánast gjöf guðs, upphaflega Ásleifur, það er sá, sem guðirnir skilja eftir — gefa jörðinni til blessunar. En eru ekki einmitt öll börn slík gjöf? Himingjöf, hvað sem verður um framtíð slíkrar giaf. ar og varðveizlu h'ennar 'í þess- um fagra en haxða heimi? Og presturiniTíthistaf ef^r vængjablaki engla. gegnum söng ag bæn. Eru hér nokkrir englar á ferð í kyrrð nýársmorguns, nokkrar dísiæ við vöggu þessa barns? Er ekki allt slíkt aðeins ævintýri, uppspuni og helgi- sögur, sem börn véltækninnar og glaumsins hafa afskrifað úr sínum uppeldisfræðum? Nei, hlustið! í svona mikilli kyrrð, svona djúpum morgun- friði, þegar nýja árið opnar augun yfiir austurfjöllunum, verðum við öll svo hljóðglögg og skyggn. Og vængjatökin heyrast, nöfn englanna eru letruð á vængi þeirra þar sem þeir standa vörð við skírnarfont- inn: Móðurást, friður, umhyggja, vinátta, tryggð, ættrækni, bæn rækni. Þetta allt frá heimi eldra fólksins, foreldra, ömmu, systur Qg vinkonu. En frá himni barnanna, syst- ur og frænda, var þó ekki síð- ur vængjablak í kyrrð og helgi stundaarinnar: Sakleysi, hreinleiki, til- beiðsla og fögnuður ljómuðu af augum og brosum þessara barna, engilbros, ofar hvers- dagsleika hverfulla daga. Og þegar presturinn kvaddi, og litli nýskýrði bróðirinn í fannhvíta kjólnum með bláu borðunum brosti í faðmi ömmu, þá sat systirin. afmæl- isbarnið bjarta, með bók — jólagjöf og las, þvi að hún er sjö ára í dag, en litli frændi litaði myndir, lokkum krýndur og sæll á svip. Friður og fögn- uður umvafði allt. Ljúf helgi- stund var liðin á fallegu heim- ili. Aðeins ein spurning í upp- hafi árs: Metum við slíkar stundir að verðleikum? þar eru alltaf englar á ferð. 1. janúar 1972. Árelíus Níelsson. ^LJUFFENGIRJEFTIRRÉTTIRj) ^Romm - búdinguf cTVIöndlu- búðingur &**:.?& atlantic 'jmt z? *» », swis_ WagnúsE. Ealtívinsson taugavcei 12 .r Sími 22004 1^' ^NftM^ H^W^V ... •..•••:.•" óskast Reglusöm kona óskar eftir lítilli íbúð í Vesturbænum. Upplýsingar í síma 16545. KONI STILLANLEGIR HÖGGDEYFAR sem hægt er að gera við, ef þeir bila. — Nýkomnir KONI hoggdeyfar í flesta bíla. Utvegum KONl höggdeyfa i alla bfla KONl höggdeyfar eru i sér gæðaflokki og end- ast ótrúlega vel. t>eir eru einu höggde^rfarnir, sem seldir eru á tslandi með ábyrgð og hafa tilheyrandi viðgerða- og varahlutaþiónustu. KONl höggdeyfar endast. endast og endast. S M Y R I L L • Armúla 7 Símar 84450. AÐEINS VANDAÐIR OFNAR %OFNASMIÐJAN EINHOLTI ÍO — SÍMI 21220 TRÚLOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLDÓR Skólavörðustfg 2. '"¦•s4'paU_j_ft_| NÚTÍIVIA VERKSTJÓRN Síðasta almenna námskeið vetrarins verður haldið þannig: Fyrri hluti 17.—29. janúar. Síðari hluti 17.—29. apríl. Farið verður yfir eftirfarandi efni: •jfc- Nútíma verkstjórn vinnusálarfræði. TÉr Öryggi og eldvarnir heilsufræði. tIt Atvinnulöggjöf, rekstrarhagfræði vinnurannsóknir, skipulagstækni. Síðustu framhaldsnámskeið vetrarins fyrir verkstjóra, sem áður hafa lokið al- mennum námskeiðum verða haldin 9., 10. og 11. marz. 23., 24. og 25. marz. Kennd eru ný viðhorf, námsefni rifjað upp og skipzt á reynslu. Innritun og upplýsingar í sima 81532 og hjá verk- stjórnarfræðslunni. IÐNÞRÓUNARSTOFNUN ÍSLANDS, Skipholti 37. Aukin þekking — betri verkstjórn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.