Tíminn - 09.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.01.1972, Blaðsíða 8
8 TIMINN SUNNUDAGUR 9. janúar 1912 Oábyrgur íhaldsflokkur limmæli Gunnars Thoroddsens Haustið 1970 flutti Gunnar Thoroddsen ræðu í Varðarfélag inu í Reykjavík og birtist útdrátt ur úr henni í Mbl. Þar sagði svo frá niðurlagi ræðunnar: „f lok ræðu sinnar sagði Gunn ar Thoroddsen, að nauðsynlegt væri endurmat á ýmsum hug- myndum vegna breyttra við- horfa. Sjálfa hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins þyrfti að endurskoða. Uppistaðan ætti að vera frelsi, en frelsi með skipu- lagi. Við byggjum á lýðræði, en leikreglur þess þyrfti að endur- meta. Við byggjum á stétt með stétt og framtaki einstaklings- ins en jafnframt þyrfti að gera áætlanir fram í tímann. Áætlan ir væru ekki í ætt við sósíalisma. Ræðumaður kvaðst ekki í öllum atriðum hafa ákveðnar hug- myndir eða tillögur, en hann sagðist vita. að mörgu þyrfti að breyta. Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að endurskoða stefnu sína miðað við breytta tíma, breytta atvinnuhætti og breyttan hugs- unarhátt. Flokkurinn þyrfti að skoða í sitt eigið hugskot og íhuga, hvort sumt að því, sem trúað hefði verið á, væri ekki úrelt orðið. Véfréttin í Delfí hefði sagt þau spaklegu orð: „Þekktu sjálfan þig“. Bg held við eigum að tileinka okkur þá hugsun, sem þar liggur að baki og endurskoða okkur sjálf, fram- kvæma sífellt endurmat á eldri verðmætum. Þá erum við á réttri leið, sagði dr. Gunnar Thoroddsen að lokum.“ Frelsi án skipulags Það eru ekki ný sannindi, að heilbrigt frelsi þrífst ekki án laga og skipulags. Án skipulags leiðir frelsið oftast til upplausn ar og ringulreiðar, sem endar með ófrelsi og ofstjórn. Óvíða hefur þetta sannazt betur á und anförnum áratugum en á sviði efnahagsmálanna. Þá ræður gróðasjónarmiðið eitt og það er oft slæmur mælikvarði á það, sem mikilvægast er og á að ganga fyrir. íslendingar hafa reynt það tvívegis á síðasta aldar fjórðungi, hvernig frelsi án skipulags getur eyðilagt áhrif góðæris og leitt til ströngustu hafta og ófrelsis fyrr en varir. Fyrra dæmið um þetta gerðist eftir síðari heimsstyrjöldina. Þá áttu íslendingar gildari gjald- eyrisvarasjóð en nokkru sinni fyrr eða síðar. Þá voru miklir möguleikar til að vinng skipu- lega að uppbyggingu atvinnu- veganna. En valdhafarnir völdu heldur frelsi án skipulags. Gjald eyrissjóðurinn hvarf á tveimur árum. Miklir gjaldeyriserfiðleik- ar tóku við. Undir forustu Sjálf stæðisflokksins var þá ekki að- eins gripið til ströngustu hafta, heldur víðtækrar skömmtunar. Fátæktin gerð að skömtunarstjóra Síðara dæmið gerðist á síðasta áratug. Árin 1964—66 eru þau hagstæðustu. sem hér hafa verið. Þjóðin safnaði mikilli gjaldeyris- inneign. En það var vanrækt að nota ágóða góðærisíns til skipu- legrar uppbyggingar. Það var lögð meiri áherzla á frelsi án skipulags. Þegar meðalár komu til sögunnar, eyddist gjald eyrissjóðurinn nær strax og gjaldeyrisskortur kom til sög- unnar. Ríkisstjórnin taldi ekki heppilegt að grípa til sömu hafta og á árunum 1947—49. í stað þess var gripið til hafta sem voru fólgin í því að gera fá- tæktina að skömmtunarstjóra. Gengið var fellt tvívegis og kjör almennings skert um 30— 40%. Þessi mikla kaupskerðing leiddi til samdráttar í atvinnu- lífinu og atvinnuleysis. Laun- þegar beittu verkföllum til þess að fá kjör sín bætt. ísland setti heimsmet í verkföllum á þess- um árum. Samkvæmt skýrslum Kjararannsóknamefndar töpuð- ust 2 milljónir vinnudaga vegna verkfalla og atvinnuleysis á kjörtímabilinu 1967—71. Þannig sýnir reynsla íslend- inga það næsta glögglega, hvem ig frelsi í efnahagsmálum, án nauðsynlegs skipulags og stjóm ar, getur eyðilagt gullin tæki- færi til uppbyggingar og leitt til hafta, ófrelsis og kjaraskerð ingar. Frelsi með skipulagi Þegar framangreind reynsla er höfð í huga, verður auðskilin sú Frá höfninni í Reykjavík kenning Gunnars Thoroddsen að stefna eigi að frelsi, en frelsi með skipulagi. En Gunnar hefur ekki vea-ið einn um þessa upp- götvun, heldur hefur þetta ver ið baráttumál mar-gra umbóta- sinnaðra manna um langt skeið. Fyrst nú með lögunum um Fram kvæmdastofnun ríkisins er reynt að gera þessa stefnu að veru- leika hér á landi. Með lögunum um Framkvæmdastofnunina er stefnt að því að tryggja á efna- hagssviðinu frelsi með skipu- lagi og afstýra handahófi og ringulreið, sem geti leitt til þess, að hér þurfi að grípa aftur til skömmtunar, eins og á árunum 1947—49, eða til þess að -gera fátæktina að skömmtunarstjóra, líkt og á ámnum 1967—70. Mark miðið er ekki að hneppa fram takið í viðjar, eins og andstæð- ingar ríkisstjórnarinnar halda fram, heldur að beina því að réttum viðfangsefnum og gefa því kost á að njóta sín þar sem bezt. Sama stefna og 1929 Þótt meira en ár sé nú liðið, síðan Gunnar Thoroddsen flutti áðurnefnda ræðu sína, ber enn ekki á því, að hún hafi haft áhrif innan Sjálfstæðisflokksins, nema síður sé. , Þetta sést bezt á því, að hann snerist hatramlega gegn Fram- kvæmdastofnuninni og varð Gunnar að dansa þar með nauð- ugur eða viljugur. Það kom þannig ótvírætt í ljós, að Sjálf stæðisflokkurinn fylgir í þessum efnum sömu stefnunni og 1929, þegar hann var stofnaður af Jóni Þorlákssyni. Hann hefur ekkert lært af öllu því, sem hef- ur gerzt síðan, t d. heimskrepp- unni miklu. Hann heldur dauða- haldi í gömlu íhaldsstefnuna þ. e. frelsi í efnahagsmálum, án skipulags. Hann er enn í sömu sporum að þessu leyti og íhalds flokkamir voru á árunum milli heimsstyr j aldanna. Óábyrgur íhalds- flokkur En þegar þessu sleppir, er mik- ill munur á Sjálfstæðisflokkn- um undir forustu Jóns Þorláks- sonar annars vegar og Jóhanns Hafsteins og Geirs Hallgrímsson ar hinsvegar. Sjálfstæðisflokkur inn undir forustu Jóns Þorláks- sonar var sjálfum sér samkvæm- ur og því gætinn og ábyrgur í fjármálum. Hann lagði ekki stund á yfirboð á því sviði. Hann var íhaldsflokkur bæði í orði og verki, eða m.ö.o. ábyrgur íhalds flokkur. Þótt slíkir flokkar séu aftur- haldssamir og þröngsýnir, gegna þeir vissu þjóðfélagslegu hlut- verki. Þeir geta átt þátt í því, að ekki sé ráðizt í stórfelldar vanhugsaðar breytingar. Þeir veita breytingaröflunum aðhald, sem oft getur verið nauðsynlegt. Undir forustu núv. ráðamanna sinna, gegnir Sjálfstæðisflokkur inn ekki lengur þessu hlutverki. Þótt hann haldi fast í vissar íhaldskenningar frá 1929, hefur hann horfið frá öllu, sem kall- ast má gætni og varfærni í fjár- málum. Þvert á móti stundar hann yfirboð á öllum sviðum. Hann er m. ö o. óábyrgur íhalds flokkur, en segja má, að það sé versta tegund stjórnmálaflokka, þegar einræðisflokkarnir eru undanskildir. Yfirboðin Glöiggt dæmi um þessi vinnu- brögð SjáLfstæðisflokksins er fjárlagaafigreiðslán á þingi fyrir jólin. Blöð Sjálfstæðisflokksins látast mjög hneykslast yfir hinni miklu hækkun fjárlaganna. En þau sleppa því, að Sjálfstæðis- menn greiddu atkvæði með öll- um hækkunum og báru ekki fram eina einustu lækkunartil- lögu. Þvert á móti báru þeir fram eða studdu til viðbótar hækkunartillögur, sem námu samtals 325 milljónum króna, og áfellast nú stjómarsinna ákaft fyrir að fella þær. Þá lögðu þeir til, að framlagið til byggðasjóðsv hækkaði um 240 millj. króna, "Svo að alls hefðu úbgjöld fjárlaganna hækkað um 565 millj. króna, ef farið hefði verið að tillögum þeirra. Auk þessa liggja svo fyrir þinginu frumvörp og tillögur frá Sjálf- stæðismönnum, sem samanlagt hafa í för með sér útgjöld, er skipta áreiðanlega mörgum hundruðum milljóna króna. Þá eru nú tæpast bornar fram þær hækkunarkröfur af stétt- um, stofnunum eða einstakling um, að þær hljóti ekki stuðning S j álfstæðisflokksins. Þannig er Sjálfstæðisflokkur- inn nú alger yfirboðsflokkur, jafnhliða því, sem hann heldur fast í úreltar íhaldskenningar. Hann hefur á sér öll eymamörk hins óábyrga íhaldsflokks. Viðvörun Gunnars Þeim mönnum fer áreiðanlega fjölgandi í röðum Sjálfstæðis- flokksins, er fordæma þessi vinnubrögð flokksfomstunnar og gera sér þess grein, að þau geta ekki góðri lukku stýrt. Þeim er ljóst, alveg eins og Gunnari Thor oddsen, að það er orðið tfmabært að endurskoða hugmyndafræð- ina frá 1929. Þeim er ljóst, að stefnu flokksins þarf að „endur- skoða miðað við breytta tíma, breytta atvinnuhætti og breyttan hugsunarhátt", svo að notuð séu onð Gunnars Thoroddsens. Þá er þeim eigi síður ljóst, að yfir- boðspólitíkin, sem flokkurinn hefur tekið upp eftir stjórnar- skiptin, verður hvorki honum né þjóðinni til farsældar. Áreiðan- lega .á óánægjan með þessi vinnu brögð flokksforustunnar eftir að magnast. Fleira og fleira af ] igs andi fólki, sem hefur f. lgt Sjálf- stæðisflokknum eða kosið hann, mun spyrja sjálft sig þess í fullri alvöru, hvort það eigi samleið með óábyrgum íhaldsflokki. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.