Tíminn - 09.01.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.01.1972, Blaðsíða 6
6 TIMINN SUNNUDAGUR 9. janúar 1972 Freymóðiir Jóha»nsson: •• Lagafrumvarp um þau lagt fram á Alþingi — Ættarnöfn löghelguð þar á ný Fyrir tæpum tveimur öldum voru við að því komnir, ís- lendingar, að gefast upp, sem þjóð. Danir þess tíma og ýms önnur erlend ásælni undir- þjuggu það. Svo illa var kom- ið fyrir okkur, — svo merg- sognir vorum við, að hörmung- arnar miklu er kallaðar hafa verið „Móðuharðindin", eftir Skaftár-eldgosin 1783, gerðu næstum alveg útaf við okkur. Þriðjungur fólks í ýmsum hér- uðum landsins dó eitrunar- og hungur-dauða. Sá hluti er eftir lifði var þrautpínt fólk, sem við lá að flutt yrði af landi burt og dreift 'eins og áburði um heiðar Jótlands. En af því að ekki varð nú úr þessu þá, sáu þeirra tíma Danir aumur á okkur sem eftir lifðum hér heima, lögðu Al- þingi niður (árið 1800), tóku stjórn landsins alveg í sínar hendur og kepptust nú við að endurmennta okkur. Nokkrir þeirra settust hér að og reyndu að hressa upp á ástandið, á danska vísu, svo verjandi gæti talizt frá þjóðhagslegu sjónar- miði, að láta okkur fá órækt- ar-spildu af landi þeirra, þeg- ar að því kæmi að næstu ósköp dyndu yfir og leifar okkar fluttar suður á Jótlandsheið- arnar. Eftir að Jón Sigurðsson og postularnir hans komu til sög- unnar, tók forsjáin að færast aftur, smám saman, úr hönd- um Dana og í hendur okkar sjálfra. Ýmsum „menningar- umbótum“ höfðu Danir að sjálf sögðu komið hér á, óumbeðn- um, en oft býsna vel þegnum, og eftirlátið okkur sem dansk- an menningarforða. Meðal skartgripanna í þessum lífseiga forða voru ættarnöfnin þeirra elskuleg, — Andersen, Clau- sem, Hansen, Jensen, Knud- sen, Nielsen, Olsen, Petersen, en einnig Havsteen, Möller, Schevi*g, svo nokkur séu nefnd. Fín danska Nokkrum íslenskum tízku- þjónum fannst þessi fína danska svo freistandi, að þeir féllu henni til fóta og tóku upp ættarnöfn. Það var ein- hver munur, eða þessi gömlu, úreltu og landlægu íslenzku sveitanöfn, sem alþýðulykt var af. — Þannig urðu ýmsir synir og dætur sögueyjarinnar frægu að sen og sted á danska vísu, í stað sona og dætra móður- málsins, — væntanlega til þess að bera af hinum hér heima. Brátt tóku fleiri-þjóða- menn að seilast hér til aura og áhrifa, og auðvitað komu þeir með ættarnöfnin sín með sér, færandi hendi, — Biering, Lilliendahl, Long, Proppé, Richter, Rosenkranz, Schiöth, Schram, Wium, Zoega, o.fl. o.fl. Og ekki er annað að sjá, en að þeim hafi gengið bæri- lega að tímgast hér. Ör fjölgun f manntalinu 1703 þarf að leita lengi, til þess að finna þar ættarnafn. Samkvæmt manntalinu 1816 hefur mér talizt til, að þau væru orðin, að minnsta kosti 120 á öllu landinu og fánaberar þeirra ekki langt frá 400. Um síðustu aldamót telst mér til, að ætt- arnöfnin hafi verið komin hátt á 5. hundraðið og burðarlið þeirra hátt á 3 þúsund. Aðeins tuttugu árum síðar hafði ætt- arnöfnunum fjölgað hér á landi í rúm 800 eða sem næst um 70% og liðsmennirnir farn ir að nálgast 5000. En þá voru líka ættarnafnalög Hannesar Hafstein, ráðherra og ágæta skálds, og nefndarmanna hans, frá 1913, byrjuð að bera ávöxt, því að á þriðja hundrað ný „ís- lenzk“ ættarnöfn höfðu þá ver- ið leyfð, — en urðu samtals um hálft 3. hundrað. Reynt var að loka fyrix flóðgátt þessa með manna- nafnalögunum 1925, er Bjaimi frá Vogi átti einna mestan þátt inn í, en svo óhönduglega tókst til, að bæði voi-u lögin fljót- ræðislega samin og því mjög ófullkomin og svo lét ríkisvald- ið undir höfuð leggjast að gefa út nafnaskrá þá, um óleyfileg mannanöfn, er framkvæmd laganna hlaut að byggjast á að verulegu leyti, enda var vanræksla þessi notuð sem skálkaskjól. Árangurinn varð líka sá, að ættamöfn og kenni- nöfn æxluðust ríflega eftir sem áður. Um 1962 telst mér til, að þau hafi skipt nokkrum þúsundum og burðarlið þeixra jafnvel tugum þúsunda, eða verið allt að 10.—12. hver mað- ur hér, innlendir og erlendir. Endanleg skýrsla um þetta er ekki fullgerð enn. En með kenninafni er hér ekki átt við skírnarnafn foreldris eða kjör- foreldris. Hann mun, því miður, vera í mjög miklum minni- hluta sá hópur ííilenzkra presta, er ekki hefur bi otið þessi lög, með því að skíra börn óís- lenzkulegum nöfnum, erlend- um nöfnum, þolfalls- og eign- arfalls-nöfnum, afkáralegum nöfnum og, — óhæfum fyrir íslenzka tungu. Væri vissulega fýsilegt að fá úr því skorið, hvort ólöglegt mannsnafn sam- kvæmt íslenzkum lögum, yrði löglegt, ef prestur, í krafti hempu sinnar, hefði skírt, og hvort presti eigi að líðast, án refsingar, að brjóta landslög í þessu skyni. Auðvitað hafa svo aðrir landsmenn i þúsundatali gerst lögbrjótar á þessu sviði með prestunum. Nýtf lagafrumvarp Nú hefur, eins og segir í fyr- irsögn þessarar greinar, verið lagt fram á Alþingi því er nú situr, frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Er það samið af nefnd, er fyrrv. menntamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gislason út- nefndi til þeirra hluta, — en { rw-t-Jinni áttu sæti hinir mæt ustu menn, Klemens Tryggva- son hagstofustjóri, formaður. Ármann Snævarr prófessor, Einar Bjarnason, ættfræðing- ur, Halldór Halldórsson dr og Matthías Johaunesen, rit stjóri. Þar sem um jafn mæta menn er að ræða. og þeirra meðal aðila, sem maður hefur dáðst að. eru það m;kil von- brivðí og nokkur furða. að sú stefna í nafngjöfum fyrir þióð- ina, sem í fremvarpinu er að finna, skuli hafa orðið ofaná. Ýms hyggileg ákvæði eru þar að vísu, eins og vænta Freymóður Jóhannsson mátti, en gallamir eru alltof miklir, til þess að hægt sé að sætta sig við. að frumvarpið verði að lögum. Einna alvarlegast er, að frumvarpið skuli vilja viðhalda ættarnafnafarganinu, sem ver- ið hefur, og bar að auki gera ráð fyrir upptöku nýrra ættar- nafna, e£ mannanafnanefnd og dómsmálaráðuneytið sam- þykki. Verður ekki komizt hjá að taka eftir, í þessu sam- bandi, að tveir nefndarmanna af fimm eru berendur ættar- nafna. -ögbrot og linkind í 10. gr. frumvarpsins segir svo um ættamöfnin: „Ættar- nöfn, sem íslenzkir ríkisborgar- ar bera samkvæmt þjóðskrá við gildistöku þessara laga, mega haldast“. Frumvarpið vill með öðrum orðum leggja blessun siná yfír öll lögbrotin í sam- bandi við þessi nöfn og launa lögbrjótunum með því að láta þá halda feng sínum átölu- laust. í frumvarpinu stendur ekki, eins og þó hefði mátt búast við og til greina gæti komið sem málamiðlun, að þeir ís- lenzkir ríkisborgarar, er sam- kvæmt þjóðskrá, bæru þessi ættamöfn við gildistöku laga- frumvarpsins, fengju að halda þeim til æviloka sinna, ef þeir vildu, en þá féllu þau úr gildi. Nei, þessi óíslenzkulegu og óhæfu nöfn i íslenzku máli, sem mörg þeirra eru vissulega, eigum við að „dúsa“ með um alla framtíð. Takk!! Son eða sen Undantekningu frá þessu er þó að finna í síðustu málsgrein 11. gr., því ættarnöfn, er enda á son, skulu lögð niður við ævi- lok flestra þeirra, sem nú bera þau. Virðist bað reyndar hálf kaldhæðnislegt, að amast fyrst við þeim ættarnöfnum, er ís- lenzkulegasta hafa endinguna, — útrýma son, en viðhalda sen unum. Og hvað þá um gömlu rótgrónu ættarnöfnin svo sem Sveinbjörnsson og Thorsteins son, sem eru frá því fyrir alda- mót og talin með þeim rétt- h'æstu? Eða þí Böðvarsson, Anderson, Egilson, Hallgríms- son o.fl? Naumast virðist meiri ástæða til að útrýma þeim, held ur en t.d. Schram. Zimsen, eða Zoega. Ef þetta ákvæði með son-endinguna ætti að hjálpa til að stöðva þann útlenda sið, en innleiða ó-sið, að konur á íslandi kalli sig son, þá væri að vísu að bessu mlkill ávinn- ingur Eti þvi ar ekki að heilsa. Einmitt bessa nafngift. — son, vill nýja frumvarpið leyfa, að minnsta kosti sem fjöl- skyldunafn, bæði erlendum konum, er giftast ættarnafna- lausum íslendingum, og það jafn- vel eftir að þær kynnu að öðl- ast íslenzkan ríkisborgararétt, eða hafa skilið við þá, — enn- fremur giftum konum, er þannig kynnu að vera skráðar í þjóðskrá við væntanlega lög- gildingu frumvarpsins (7. og 14. gr.) Tilfinningasemi í orSi og á boröi Sagt er, neðst á bls. 8. I greinargerð með hinu nýja frumvarpi, að nafnið sé persónulegt málefni og varði tilfinningar manna, og að fara beri með aðgát að lagasetn- ingu um slík persónu- og mannréttindasvið, og bætir við á bls. 9, 2. málsgr. að harka- legt sé að skilja það til, að menn breyti nafni sínu, er þeir fái íslenzkt ríkisfang. En frum- varpið nýja leggur til, að fram vegis verði það ekki þeir út- lendingar, sem sækja um og fá ríkisborgararéttinn hér, er skyldugir skuli verða til að breyta um nafn, heldur böm þeirra. En spyrja mætti, hverj- um stæði það nær, að skipta uim nafn, en einmitt þeim sjálf um, er eftir réttindunum sækj- ast hér. Undirritaður lítur þannig á, að ef þessum útlend- ingum er ofviða að láta nafn- breytinguna í té, þá hafi þeir ekkert með ríkisborgararétt- indi að gera hér, né atvinnu og önnur lífsþægindi. Viðkvæmni manna fyrir nafni sínu verður nú stundum ekki hægt að taka of hátíðlega. Ef við förum t.d. til Danmerk- ur, verðum við oftast nær, að sætta okkur við, að skímar- nafnið, sem við erum þekktast- ir af og vanastir við hér heima, hvetfi og föðurnafnið okkar komi í staðinn, eða ættar- eða viðu'r-nefnið, og ekki hefur heyrzt, að menn kveinkuðu sér mikið við því. Maður, sem héti t.d. Bjartur Guðmundsson og allir könnuðust við sem„hann Bjart“, mundi þá allt í einu breytast í B. Gúdmúndson, eða aðeins Hr. Gúdmúndson, og það án þess að fá danskan ríkisborgararétt í staðinn! Ekki er heldur vitað, að það hafí valdið miklum umbrotum, þó Vestur-fslendingar hafi, flest allir að því er mönnum skilst, skipt um nafn eftir að hafa setzt að vestra. Ekkl virð- ist heldur hafa borið mikið á viðkvæmni þeirra kvenna, fyr- ir nöfnum sínum, er skipt hafa um nafn mörgum sinnum um ævina, án þess að vera til neyddar, að því er séð verður, — eru ekki fyrr búnar að gifta sig, en þær taka upp foður- eða ættar-nafn makans, og ekki fyrr skildar við þennan mann, en þær breyta um nafn á ný, og svo enn eitt, er þær giftast þeim næsta og þannig aftur og aftur. Erfiðara fyrir karlmenn? Verður ekki séð, hvaða rök liggja til þess, að það ætti að vera oKkur erfiðara, karl- mönnunum, eða við að þurfa að taka þetta nær okkur, held- ur en konurnar. Er það sjálf- sagt. að þær eigi sífellt að vera okkur háðar á þessu sviði? — Eða erum við með þessu, enn, að veita þeim náðarsam- legast hlutdeild í réttindum okkar og samfélags-flottlieit- um, með því ið drottna yfir nöfnum þeirra? Væri t.d. -kki alveg eins eðlilegt, að þær vildu láta okkur taka upp ætt- arnöfn sín. eða k"nninöfn. þeg ar við kvænumst þeim? Annars má það furðulegt heita, ið kvenréttindabaráttan skuli ekki fyrir löngu hafa reynt að útrýma þessum er- um CHÍUSIGTl . \ BÍLABÚÐ ^pÁRMÚLA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.