Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 14. janúar 1972 TIMINN 3 Félag Sambandsfrystihúsa: Harma að frystiiðnaðmum skuli ekki séð fyrir eðlilegum afkomugrundvelli Félag Sambandsfrystihúsa boð aði til aukafundair mánudaginn :0. þ. m. til þess að ræða urn afkomugrundyöll frystiiðnaðarins að loknum samninguim um kaup og kjör og væntanleg vísitölu- KEÐJUBREFIN UPP- RUNNIN í KANADA OÓ—Reykjavík, fimmtudag. \ Rannsóknarlögreglan hefur kom f izt fyrir upptök keðjubréfanna,: sem nýlega var farið að senda j fólki, en þessi ófögnuður hefur í legið niðri um langt skeið, þar til ný keðjubréf skutu upp kollinum fyrir tæpum tveim vikum. Maður sá, sem átti upptökin að keðjubréfasendingunum, segir, að hann hafi fengið slíkt bréf frá Kanada, og dottið í hug að snúa þeim upp á íslenzku og senda út. Váldi hann „fórnarlömbin“ úr símaskránni. Segist hann ekki hafa reiknað með að hann fengi neina peninga út úr þessu, og ber að hann hafí ekkert fengið enn sem komið er. Segist hann hafa sent 10 til 15 bréf út, en hver viðtakandi átti síðan að greiða 100 kr. og senda frá sér fjögur bréf, oig er þetta fljótt að breiða úr sér, ef viðtakendur taka bréf- unum vel og senda áfram. áhrif þeirra samninga og að ákveðnu fiskverði. Fundurinn lýsti yfir eindregn um stuðningi við viðhorf fulltrúa fiskiðnaðarins í Verðlagsráði sjáv arútvegsins og við greinargerð þá, sem þeir birtu að lokinni ákvörðun um fiskverð. Fundurinn harmaði að frysti iðnaðinum skyldi ekki hafa verið séð fyrir eðlilegum afkomuigrund velli nú, þar sem allar ytri að- H ASKOLAH APPDRÆTTIÐ: Útlit fyrir 70% veltuaukuingu Á mónudaigmn kernur, þann 17. þjn., verður dregið í 1. fl. Ilappdrættis Háskóla íslands. Sala og endumýjun hefur geng ið framúrskarandi vel svo að allt útlit er fyrir 70% veltu aukningu. Viðskiptavinir happdrættisins hafa tekið þessari breytingu á vinningaskrBinni mjög vel, enda er vinninigshlutfallið miklu hag stæðaxa eftir að lægsti vinn ingurinn var hækkaður úr 2, 000 krónum í 5,000 krónur. Eins hafa hæstu vinningannir mjög mikið aðdráttarafl, en ellefu siimum á áiri geta menn nú feng ið fjórar milljónir og átta mill jónir í desember næsta ár. Mikið hefur verið um það að viðskiptavinir happdrættisins hafa bætt viö númerin sín nýj um miðum í Aukaflokkunum E, F, G, og H, en með því gefst þeim kostur á að mangfalda vinninginn. Þá er einnig mikið um það að ýmsir starfshópar og fleirí aðilar kaupi raðir af miðum, en þá komast menn hjá að þurfa að segja, eins og svo oft heyrist: „Næsti miðinm við miðann minn kom upp!“ Nú um helgina verða sein- ustu forvöð að kaupa og endur nýja miða. Aðalumboðið í Tjam argötu 4 og fleiri umboð víðs vegar um lamdið munu hafa opið allan laugardaginn til að gefa viðskiptavmram happdrætt isins upplýsingar um miðakaup. ) Tii Sviþjóðar í læknaieif Heilbrigðis- og tryggingamálaráð I að koma til starfa á Islandi að herra Magnús Kjartansson fer j nýju og hvaða ráðstafanir stjórn hinn 14. janúar til Svíþjóðar j völd hugsanlega geta gert til að ásamt Páli Sigurðssyni, ráðuneyt j svo megi verða. isstjóra og Snotrra Páli Snorra-; Fréttatilkynning frá heilbrigðis syni, formanni Læknaféiags fs-1 lands. I Báðherra mun halda fundi í Stokkhókni og Gautaborg 15. og og tryggingamálaráðuneytinu. 16. janúar og hefur verið boðið til fundanna íslenzkum læknum, sem starfandi eru í Svíþjóð og mökum þeirra. Á fundum þessum er ráðgert .»&. . þeiibriggis-;. og læknamála almennt á íslandi í daig og gera sórstaklega grein fyr ir vaxandi skorti lækna til starfa að heimilisiækningum og í dreif býli. \ Þess er vænzt að þetta funda hald upplýsi afstöðu læknanna til Verkaskipting stjórnar EB-Reykjavík, miðvikudag. Eins og getið var um nýlega, var Jón A. Ólafsson kjörinn for- maður Framsóknarfélags Reykja- vikur. Stjóm félagsins hefur nú skipt með sér verkum að öðru leyti. Varaformaður er Alvar Ósk arsson, gjaldkeri Markús Stefáns- son, ritari Kristján Friðriksson og meðstjórnendur Kristinn Finnboga son, Gissur Gissurarson og Þor- steinn Ólafsson. Loks lœknir / Olafsfjörð BS—Ólafsfirði. Fyrri hluta desember var hér norðan og norðaustan hríðarveð ur alltaf öðru hvoru, snjóaði stund um svo mikið, að allir vegir teppt ust og snjóflóð féllu á Múlaveg hvað eftir annað. Á aðfangadag jóla var logndrífa og hlóðust snjó komin upp eins og glitrandi krist allair. Fallegri jólasnjó var ekki hægt áð kjósa sér. Á jóladag birti upp og hefur ekki komið snjókorn úr lofti síðan. Þriöja í jólum fór að þíða og hélzt þíðviðrið allt fram á nýársdag. En síðan hefur verið nokkurt frost öðru hvoru, annars bezta veður. Allir vegir em nú auðir og vel greiðfærir, sem um hásumar væri. Hér átti að messa annan í jólum, en af því gat þó ekki oröiö vegna þess, að Múlavegur lokaðist rétt fyriir jólin og prófast ur komst ekki á staðinn. Aftur á móti predikaði fyrrverandi pæest ur okkar, séra Einar Sigurbjöms son sem var hér gestkomandi, á imiðvikudaginn milli jóla og ný- árs. Sunnudaginn annan í nýári messaði svo prófasturinn, séra Stefán Snærvarr, og skírði tvö böm. Loks fengum við lækni hingað rétt fyrir jólin og þurftu margir að leita til hans, sem vonlegt var eftir allt læknisleysið. Hætt er við að jólafríið hans hafi verið heldur stutt og ónæðissamt, því að flesta dagana var hann að störfum frá morgni til kvölds, með an hann dvaldi hér. Læknir þessi sem heitir Ólafur Ólafsson, fór héðan s. 1. laugardag til sinna starfa fyrir sunnan. Fylgir hon um hlýhugur og þakklæti allra þeirra er hann liðsinnti hér á þessum skamma tíma. Annar lækn ir kom hér sama daginn og Ólaf ur fór. Heitir sá Jósep Ólafsson. Vonumst við fastlega eftir að fá að hafa hann lengur en hinn. Skemmtanalíf var hér heldur með daufara móti um jólin, að- eins tveir dansleikir og svo bíó sýningar. Skátair unnu að því milli jóla og nýárs, að koma upp raf lýstu ártali í fjallinu fyrir ofan bæinn og var kveikt á því kl. 5 á gamlársdag, Skein ártalið 1971 við bæjarbúum til kl. 12 á gaml árskvöld,- en þá var því breytt í 1972. Blasti nýja ártalið við sjón um manna til kl. 3 um nóttina og svo aftur á nýjársdag frá kl. 5 til 12 á miðnætti. Þá gekkst íþróttafélagið Leiftur fyrir áramótabrennu á söndunum hér fyrir vestan bæinn. MINUSUK ÁN CYCLAMATS! Enginn megrunarkúr. Notið heldur nýtt MinuSuk, sætt án hitaeininga Nýtt MinuSuk er framieitt úr hinum góðkunnu sætefnum sorbitol og saccdrin, sem leysast uqp á stundinni. Nýtt MinuSuk er laust við aukabragð og auka verkanir. Glas m. 1000 stk. Vasaaskja m.100 stk, Byrjið í dag og grennist án tára! minusuk í kaffi, te og matreiðslu. stæður eru eins hagstæðar og verða má og benti á að grund vellinum hefðj verið kippt undan þeirri endurbyggingu frystiiðnað .arins, sem nauðsynleg er til þess að standast markaðskröfur. Ákveðið var að boða til annars aukafundar um miðjan apríl n .k. þar sem ákveðið verður hvort um áframhaldandi rekstur geti orðið að ræða. Fréttatilkynning frá Félagi Sambandsfrystihúsa. Tollskrá og tekjuöflun Á fundi FUF í fyrrakvöld um skattamálin og tckjuöflun ríkisins svaraði Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, fjölmörgum fyrirspurnum frá fundarmönnum. M.a. var drep- ið á tollamál og bar Ómar Kristjánsson fram fyrirspurn um tollskrána og benti á ðsam- ræmi sem þar virðist vera. Ómar sagði m.a.: „Það vekur furðu margra er þeir fletta tollskránni, hve hár tollur er á mörgum þeim vör- um, sem fólk verður að hafa og kallast nú nauðsynjavörur, svo sem hreinlætistæki, vaskar, klósett og baðkör, sem eru f 80% tolli, eldavélar, þvotta- vélar í 80%, sjónvörp og út- vörp í 75%. Búsáhöld, t.d. pott ar og pönnur, hnífar og gafflar og skeiðar, glös og bollar og diskar eru í 100% tolli. Á meðan eru ýmsar aðrar vör- ur, sem eru síður nauðsynleg- ar í mun lægri tollum. Má þar nefna t.d., að flugeldar eru í 50% (35% EFTA), jólapappír, vaxborinn 0%, skrautvara og glysvarningur úr góðmálmum 60% (40% EFTA), skotfæri til sportvopna 35%, veiðistangir og veiðihjól til sportveiði 50% (35% EFTA), flibhahnappar 10%. Hér er um vörur að ræða, sem eru fluttar inn fyrir tngi milljóna króna og þyirfti ekki að bæta mcrgum prósentum við það sem á undan er talið til að stórauka tekjur rftisins." Þarfnast endur- skoðunar Ennfremur sagði Ómar: „Um ósamræmið í toD- skránni má nefna þessi dæml: Spónaplötur, sem ern 15 mm- á Þykkt fara í 30% toll. Spóna plötur 16 mm. og þykkari fara í 20% toll. Þetta hefur haft í för með sér að lítið er notað af spónaplötum, sem eru 14 og 15 mm„ því að þessar þykktir eru jafn dýrar eða dýrari í út- sölu og 16 mm. og sama gildir um hörplötur. Þetta þýðir í rauninni óþarfa útgjöld í gjald eyri umfram þarfir og minni tekjur ríkisins. Almenn handverkfæri, svo sem hamrar, tengur og fl. eru £7% tolli, en ýms landbúnað- arverkfæri, svo sem Ijáir, Ijá- blöð, eru í 14%, stungugaflar, hrífur, flórsköfur og fl. í 25% tolli. Er fyrirhuguð endur- skoðun á tollskránni önnur en í sambandi við EFTA og er ekki rétt að afla meiri tekna með óbeinum sköttum en bein- um?“ Fjármálaráðherra sagði, að auðvitað þyfíi i sifellu að hafa vakandi endurskoðun 6 toll- skrá op aðlaga hana breyttum aðstæðum. En neyzluvenjur breyttust ört og neyzlusviðið færðist í sífellu út og með al- þjóðlegum samningum um tollamál yrði þrengra rými fyr ir ríkisstjórnir að beita tolla- löggiöf til tekjuöflunar. Ef beitt væri beinum sköttum þyrfti að tryggja sem bezt að þunginn legðist ekki um of á þá getuminni. Að vísu væri hægt að beita gagnráðstöfun- um eins og fjölskyldubótum á móti, en það fjölskyldubóta- Frar",’'>H á bls 10,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.