Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 14. janúar 1972 TÍMINN 15 starfi landgræðslunnar. Einnig má geta þess,, aS allir bændur landsins eru innan félagssamtaka jLandverndar, hinna nýju samtaka j um náttúruvernd. í Vafalaust er rétt, að búfjár- jbeitin hefur á ýmsum tíimum j gengið nænri gróðri landsins, og ienn fremur hrís og lyngrif, sem lnotað var til eldsneytis og fóðurs. ! Sjálfsagt er, að áhugamenn um j gróðurvernd fylgist af raunsæi j með skiptum landsfólksins viö r landið oig þá ekki sízt þeirra, sem fnýta afrakstur gróðurimoldarinnar, j bændanna. Eflaust má finna dæmi j þess, að einstök, takmörkuð lands- j svæði séu ofbeitt. Slíku þarf að ' kippa í lag. En það verður ekki gert með órökstuddum ásökunum skrifstofúinánna á hendur þeim, sem ræktunarstörfin vinna hörð- um höndum. Og þá er ég kominn að rúsínuiini £ pylsuenda Iíákon- ar Bjarnasonar, áskorun hans um að hætt verði að greiða útflutnings uppbætur á landbúnaðarafurðir ■ og „rök“ hans fyrir áskorun þeirri. Þar bregður hann sér sem sagt í betri buxurnar og hyggst styðja mál sitt tölulegum rökum. Efnis- lega sagði skógaræktarstjórinn, að til þess væri bágt að hugsa, að jum nokkur undanfarin ár hefði jverið varið tíu sinnum meira fé jtil útflutningsuppbóta á landbún- aðarafurðir en varið hefði verið ísamanlagt til skógræktar og landgræöslu. „f raun og veru er jþví þamnig háttað, að við verjum ítíu sinnum imeira fé til landeyð- 'ingar en til landgræðslu. Mál er i að linni“. Þannig lauk skógræktarstjóri ; mófi sínu sunnudaginn 5. desem- ■ ber. Gjafir eru yður gefnar, > bændur. ! Hvemiig koma nú þessi orð jheiim og saman við staðreyndir? Á íverðlagsárinu 1970—1971 voru jgreiddaæ 397 milljónir króna í j úttflufcningsuppbætur á landbúnað- j arafurðiríi þar af 169 milljónir á sauðfjárafurðir. Horfur eru á, að jþessi. upphæð minnki á yfirstand- / andi verðlagsári, einkum uppbæt- ur á sauðfjárafurðir. Útflutnings- uppbætur eru greiddar samkvæmt lögum finá 1960 og nemur greiðsla útflutningsuppbóta í hæsta lagi 10% af heildarframleiðsluverð- mæti landbúnaðarvara, eins og það er reiknað í verðlagsgrund- velli. Tilgangur tryggingar þess- arar er að stuðla að því, að fram- leiddar séu nægar kjöt- og mjólk- urvörur í landinu, og því sé eðli- legt að greiða bændum fullt verð fyrir nokktirt magn umfram brýn- ustu þarfir þjóðarinnar. Ástæður þess, að við fáum ekki framleiðslu kostnaðarverð fyrir dilkakjöt okk- ar erlendis eru einkum tvær. Ann- ars vegar er landbúnaðarpólitík viðskiptalanda okkar, sem halda niðri framleiðslukostnaði heima fyrir með ýmiss konar stuðningi við eigin landbúnað og leggja sum aðflutningsgjöld á innfluttar land- búnaðarvörur, og hins vegar hin almenna verðlagsþróun hér heima fyrir og hlutfallslega lítill beinn stuðningur við landbúnað annar en sá, sem í útflutningsbótunum felst. Þegar því er svo slegið fram dag eftir dag í jafn áhrifamiklum fjölmiðli og Ríkisútvarpið er, að útflutningsuppbætur fari til land- eyðingar, finnst mér rétt að tninna á eftirfarandi: 1. Nær allt innlent fóður naut- gripa er teldð af ræktuðu landi og fóður sauðfjár í æ ríkara mæli. 2. Hæfileg nýting óræktaðs lands til beitaa- er þjóðinni hagkvæm og landinu nauðsynleg. Ekki getur talizt óeðlilegt, þótt fullt skipulag sé ekki enn komið á um nýtimgu landsins, enda gróð- urathuganir á byrjunarstigi og nær eingöngu bundnar við há- lendið. 3. Landbætur þær, sem gerðar hafa verið í byggð með upp- þurrkun og uppgræðslu ásamt fækkun gripa í óræktuðum heimahöigum og aflögðum engja heyskap, létta mjög á afréttum; víða um land. 4. Grasrækt og nýting beitilanda skapar mikil verðmæti í þjóð- arbú. Allar líkur benda til, að á stóruim gróðurvana landflæm- u:m, bæði á hálendi og á lág- lendi, megi rækta gras til hey- skapar og beitar með góðum árangri. Grasrækt er tvímæla- laust öruggasta og ef til vill eina örugga ræktun, sem fram getur farið á íslandi. Gróður- verndarmenn stuðla því öðru fremur að ræktun grass og skynsamlegri nýtingu þess. í þættinum um daginn og veg- inn mánudagskvöldið 6. desember vitandi fyrirlesarinn í ummæli skógræktarstjórans, sem getið var hér að framan, tók undir þau og vitnaði um ástandið í næstu sveit við sig, Grafningnum. Tók hann skýrt fram, að hann nefndi Girafn- inginn aðeins sem dæmi og gaf þannig til kynna, að sviplíkt mundj ástandið vera annars stað- ar. Ég er ekki mikið kunnugur í Grafningi, en hafi lýsing ræðu- manns á -ástandi gróðurþróunar þar verið rétt, er mér nær að halda, a® einsdæmi sé. A.m.k. hef ég ekki spurnir af þvílíku ástandi annars staðar frá. Allt önnur þró- un hefur líka orðið varðandi f jölda sauðfjár í Grafningi, heldur en í landinu í heild eftir því sem fram kom hjá ræðuimanni. Ég hygg, að ræðumaður hafi veriö nokkuð fljótur á sér að taka und- ir orð skógræktarstjóra'ns og gera þau að sínum. Vel kann að vera, að þetta sérstaka svæði, Grafning- urinn, og sjálfsagt einhver fleiri afmörkuð svæði, þurfi mikillar að- gátar í sambandi við nytjun. En einstök dæmi, undantekningar, sem reynt er að túlka sem al- menna reglu, orka tæpast til úr- bóta neinum vanda, þjóna ef til vill einhverri argri lund, en eru þeim málstað, sem flytjendur vilja vinna fyrir, sízt tij. nokkurs gagns. - ■ - rðifl t p 10. desember 1971. HESTAR OG MENN; TRAUST SÉ UNDIRSTAÐAN Við lifum á öld hraðans. All- ir eru að flýta sér, hvar í stétt sem þeir standa. Tíminn virð- ist vera að hlaupa fra öllum, og því verður allt að gerast með liraði. Þetta hefur ekki hvað sízt komið fram í tamn- ingu hesta mörg undanfarin ár. Taimningastöðvum hefur víða verið komið á fót úti á lands- byggðinni, og er venjuleigast hvert námskeið 1—2 mánuðiir í senn. Víðast er ætlazt til þess, þar sem tamningastöðvar eru rekn ar, að hrossin séu vel teymd, þegar þau koma til tamningar. Nú vita allir, sem þessum mál- um eru kunnugir, að mikill misbrestur er á þessu. Meiri hlutinn er lítið eða illa teymdur, sum hrossin óteymd með öllu. Þó nokkur tími fer í að kenna þessum hrossum að teymast með báðum hliðum, en það er nauðsynlegt og sjálf sagt. Áður en hraðinn varð alls- ráðandi hjá okkur og meðan hestar voru tamdir samkvæmt alda gamalli venju, var lögð höfuð áherzla á að teyma tamningarhesta mjög vel og lengi, svo þeir væru hjólliðug- ir með báðum hliðum og fyl-gdu hestinum vel eftir í öll- um hreyfingum. Eldri menn vildu að hestamir væri teymd- ir í 1—2 ár, áður en byrjað væri að ríða þeim. Þarna er und irstaðan í allri tamningu, því að eftir því sem þetta er betur gert, er framhaldið allt auð veldara. Þessitr hestar hlýða betur taumum en aðrir, verða miklu hlýðnari og liðugri, þeg- ar að framhaldinu kemur. Þetta undirstöðuatriði ætti ekki að þurfa að orka tvímæl- is. Við vitum hvernig á að gera þetta og við getum gért það, ef við megum ve-ra að því að gefa okkur tíma til þess. Enn- fremur hafa margar tamninga- stöðvar sett það upp að hross in komi aljárnuð. Misbrestur hefur viljað vera á því, oftar hafa tamningamennirnir þurft að eyða dýrmætum tíma í að járna svo ög svo mörg hross, og dregst það frá tamningar tímanum. Þe-gar við nú leggj- um þetta saman, járninguna og teyminguna, og drögum það frá heildar tímanum, þá er ekki nema eðlilegt, að árangur inn verði í heildina lakari en búast hefði mátt við. En hitt skulum við hafa hugfast, að tamning með hraði er ekki árangursrík, það er tíminn sem verður að vinna þetta, fram hjá því getum við ekki kom- izt. Ég hef margsinnis orðið var við það í ‘seinni tíð, að hross eru illa teymd, svo mjög, að það stendur áframhaldandi tamningu fyrir þrifum. Ég vil einnig vara menn við að gera mikið af því að binda hross föst við gjarðir, sem spenntar eru á tamda hesta, til að kenna hrossinu að hlýða taum. Þetta er ekki rétt aðferð til að kenna ungviði að hlýða taum! SMÁRI. velíum OFMI Síðumúla 27 Sírnar 3-55*55 og 3-42*00 LÚM - GÍRÚ Gírónúmer 83070 Sendum yður blómin — blómaskreytingar í örugg- um umbúðum um land allt — Greiðið með Gíró. BLÓMAHÚSIÐ SKIPHOLTI 37 SÍMI 83070 (Við Kostakjör, skammt frá Tónabíó) áður Álftamýri 7. Opið alla daga — öll kvöld og um helgar. TRÉVERK FYRIR HÚS OG ÍBÚÐIR Seljum FAIRLINE eldhús með og ón tækja, ennfremur fataskápa inni og útihurðir. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar Gerum teiknmgar og skipuleggtum eldhós og fataskápa og gerurr, fast bindandi verðtilboð * Komum 1 beimahús eí óskað er VERZLUNIN ÓÐINSTORG H.F BAM KASTRÆTl 9 SlMJ 142-75. NYTT! FAIRLINE ELDHÚSIÐ LátiS stilla'í .tiiruuf •< 4' *»< Fliot .og orugg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.