Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.01.1972, Blaðsíða 5
I ft f • , V ! 'í 7 f < ? ♦ ? f I r FÖSTUDAGUR 21. janúar 1971 TÍMINN LA NDFA /?/ 1 Landfara hefur borizt at- hyglisvert bréf um ritun nýrr- ar íslendingasögu: „Hr. Landfari. í Timanum og Morgunblað- inu í dag er frá því skýrt, að 18 rithöfundar (Mbl. segir 15 —20 sagnfræðingar) séu í þann veginn að hefja ritun fslands- sögu, að tifhlutan þjóðhátíðar- nefndar, og að ritið eigi að koma út á 11 alda afmæli fs- landsbyggðar árið 1974. Sagt er, að ritnefnd hafi verið skip- uð og vinni hún nú ötullega að ákvörðun efnis m.m. Það var þetta síðasta, efnisákvörðunin, sem vakti hjá mér hugleiðing- ar um það hvort siglingar og sjóferðir íslendinga frá fyrstu tíð til þessa dags þættu þess verðar, að minnast þeirra í þessu riti, sem Matthías Jó- hannessen, formaður þjóðhá- tíðamefndar, telur að verði einn helzti minnisvarði hátíð- arinnar 1974. Siglingar, og saga þeirra, hefur ekki átt upp á pallborðið hjá íslenzkum sagnariturum. Ekki hefði þó ísland fundizt. og ekki hefði það verið byggt, nema fyrir siglingar fornmanna, írskra og norrænna. Óvíst er, hvort ís- lendingar hefðu nokkurntíma tapað sjálfstæði sínu, ef þeir hefðu getað haldið skipaflota sínum við lýði, og óvíst er, hvort við hefðum nokkurntíma losnað undan erlendum yfir- ráðum ef við hefðum ekki eign azt haffær fiskiskip um alda- mótin 1800, sem síðan hafa þróazt upp í fullkomnustu veiðiskip sem völ er á, og ef viö hefðum ekki eignazt okkar eigin millilanda-flutningaskip skömmu eftir aldamótin síð- ustu. Ég tel að siglingar og sjó- sókn séu, og hafi alltaf ^verið, þafi stór þáttur í lífi fslend- inga, að þess beri að minnast á verðugan hátt. Jón Eiríksson, fyrrv. skipstjóri." Landfari telur þessa ábend- ingu verða allrar athygli og að- finnslur við fyrri söguritun hafa við töluverð rök að styðj- ast. Siglingar og sjósókn eiga að skipta miklu meira og verð- ugra rúm í sögu okkar en ver- ið hefur. Landfari þakkar Jóni Eiríkssyni tímabæra ábendingu og vonar, að þeir, sem úr geta bætt, hugleiði mál hans. HEIMILIST ÆK J AÞ JÓNUST AN SÆVIÐARSUND] 86 — StMl 30593. Gerum vlð eldavélar, þvottavélar, þvottapotta, hrærivélar og hvers konar önnur raftæki. SÍMI 30593. Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Nivada ©BHH JUpina. OMEGA PIERPOní IVIagnús E. Baldvlnsson Laugavcgi 12 - Simi 22804 SÓLUM FLESTAR STÆRÐIR HJÓLBARÐA FYRIR VINNUVÉLAR — VEGHEFLA — DRÁTTARVÉLAR — VÖRULYFTARA OG BIFREIÐAR JL | m.» rn u MB Baldurshaga v|S Suðurlandsveg, Reykjavík. U L PÍ I PSla nr. Sími 84320. Pósthólf 741. HUÓÐVARP Föstudagur 21. janúar 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7-00, 8,15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Kristín Sveinbjörns dóttir les áfram söguna af „Síöasta bænum í dalnum" eftir Loft Guðmundsson (17) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög leikin milli atriða. Spjall- að við bændur kl. 10.05. Tónlistarsaga kl. 10.25 (end- urtekinn þáttur A. H. Sv.). Fréttir kl. 11.00. Tónleikar: Fílharmoníusveitin í Vín leikur Ballettsvítu eftir Gluck-Mottl / Nýja hljóm- sveitin Philharmonia í Lund- únum leikur fran óperu- forleiki / Belgíska útvarps- hljómsveitin leikur valsa úr „Rósariddaranum" eftir Ric- hard Strauss. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Þáttur um uppeldismál Hinrik Bjarnason fram- kvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur talar um félags- líf unglinga. 13.45 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Síðdegissagan: „Litli prins- inn“ eftir Antoine de Saint- Exupéry Þórarinn Björnsson íslenzk- aði. Borgar Garðarsson les (3). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 MiSdegistónleikar: Tónlist eftir Manuel de Falla og Maurice Ravel Suisse Romande hljómsveit- in leikur „Töfrabrögð ástar- innar“, balletttónlist eftir de Falla; Ernest Ansermet stjórnar. Hljómsveit Tónlistarskólans í París leikur þættd úr „Spænskri rapsódíu'* eftir Ravel; André Cluytens stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Högni vitasveinn" eftir Óskar Aðalstein Baldur Pálmason les (7). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Þáttur um verkalýðsmál Umsjónarmenn: Sighvatur Björgvinsson og Ólafur R. Einarsson. 20.00 Þorravaka. a. fslenzk einsöngslög Ólafur Þ. Jónsson syngur lög eftir Markús Kristjáns mmtiitiiiiiiiiiHiiiimmiiiniiimiiiiiiiiipiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiii SPARKS, YÖU'RE THE ONt-Y ONE.OUTSIPE THE cAPrm who knows mv IAMABOARP. — Kannski hann sé í felum eins og við. Hann talar ekkert um sjálfan sig. Hann kom í þyrlu. Ef hann er á slóð okkar, vil ég vita það. — Sparks, þú ert sá eini auk skipstjórans, sem veizt að ég er hér. — Já, en hann sagði mér að þegja. — Spyr nokkur um mig? — Nokkr ir eru forvitnir, sérstaklega Bella, þessi ljóshærða. llllllilWiiiiiiuliiiiiiiuiiiiiiiiiiMiiiiiHiniiM'^niiiM 17 son. Árni Kristjánsson leikur á píanó. b. Huldukona í Skagafirði Jóhannes Óli Sæmunds- son bóksali á Akureyri flytur frásöguþátt. c. f hendingum Hersilía Sveinsdóttir flyt- ttr stökur eftir ýmsa höf- unda. d. Næturgestir Pétur Sumarliðason kenn ari flytur tvær stuttar frá- sögur eftir Skúla Guðjóns son á Ljótunnarstöðum. e. „Þegir nú Oddur“ Þorsteinn frá Hamri tek- ur saman þátt og flytur ásamt Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. f. Um íslenzka þjóðhætti Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. g. Kórsöngur Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði syngur lög eftir Friðrik Bjarnason. 21.30 Útvarpssagan: „Hinumegin við heiminn" eftir Guðm. L. Friðfinnsson Höfundur les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Kafli úr óprent- aðri sögu eftir Ketil Indriða- son Höfundur flytur niðurlag kaflans. Hljóðritun gerð 1969. 22-40 Þetta vil ég heyra Jón Stefánsson kynnir tón- verk að óskum hlustenda. 23.25 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. SIÓNVARP FÖSTUDAGUR 21. janúar 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir á líðandi stund. Umsjónarmenn Njörður P. Njarðvík, Vigdís Finnboga- dóttir, Björn Th. Bjömsson, Sigurður Sverrir Pálsson og Þorkell Sigurbjömsson. 21.10 Adam Strange: Skýrsla nr. 5055. — Stjömuhrap. Þýðandi: Kristmann Eiðsson 22.00 Erlend málefni Umsjónarmaður Jón H. Magnússon. 22.30 Dagskrárlok. 1 i» ---- GALLABUXUR 13 oz. no. 4 —6 kr. 220,00 — 8—10 kx. 230,00 — 12—14 kr. 240,00 Fullorðinsstærðir kr. 350,00 LITLI-SKÓGUR SNORRABRAUT 22. SfMI 25644. Tryggið gegn steinefnaskorti gefið STEWART FÓÐURSALT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.