Tíminn - 02.02.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.02.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 2. febrúar 1972 Verkamenn - Frh. af bls. 1 vera svikinn um eins og tveggja mánaöa laun, og kemur ekki siður þungt niður á þeirra fjárhag en milljóna- tap hjá stórum fyrirtækjum. Fyrrverandi starfsmenn Norðurbakka hf. hafa allir sömu sögu að segja og þessi ungi verkamaður. Þeir eru sviknir um laun sín, og þegar þeim tókst að kria eitthvaö af þeim Ut, fá þeir þau greidd i innistæðulausum tékkum, og er svo hótað kærum ef þeir endurgreiði ekki peningana, sem þeir héldu, að þeir heföu fengið greidda. Kartöflur - Frh. af bls. 1 leiðslumagni sumarsins væri talið, að 25-30 þúsund tunnur hafi verið ræktaðar af fram- leiðendum, sem nota sjálfir framleiöslu sina. Sölumagnið ætti þvi að vera 120-125 þús. tunnur. Nánar er um þetta efni á þingfréttasiöu blaðsins á morgun. Skólavörðustíg 3A. II. hæð. Símar 22911 — 19255. FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fasteign, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum fullbúnar og í smíðum. FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð á góða og ör- ugga þjónustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. Önnumst hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Málflutningur . fasteignasala SB—Reykjavik. Arnþór Þorsteinsson, verk- smiðjustjóri á Akureyrii varð bráðkvaddur á mánudagskvöldið, tæpra 69 ára að aldri. Hann fæddist 28. febrúar 1903 I Grófar- seli I Jökuisárhlið, stundaði verzl unar- og skrifstofustörf á Seyðis- firði og I Reykjavik. Hann fluttist til Akureyrar 1935 og tók viö skrifstofu- og sölustjórastarfi hiá verksmiðjum SIS þar. S.I. 17 ár var Arnþór framkvæmdastjóri Gefjunar. Hann vann mikið að fé- lagsmálum á Akureyri og var bæjarfulltrúi frá 1962.__ Bakteríudrepandi - Frh. af bls. 16 innihalda meira en 0,1% af hexaklórofeni, með aðvör- unarmiðum, og þar sem magnið fer yfir 0,75% i vörum, skuli þær bannaðar með öllu. HUGLEIÐiNG UM HEILAGA RITNINGU Frh. af bls. 9 sinu. Gamlir skólabræður minir hafa unnið aö þýðingu á eitt afrikumál, sem heitir mbun, en Norðmenn styrkja útgáfuna. Þá gera ýmsar rikisstjórnir ókleift að gera út Bibliuna i þeim rikjum, sem þær ráða, en umbera þó dreif- ingu hennar, ef samningar takast. Innan annarra rikja er Biblian bannvara og dreif- ing hennar telst til glæpastarf- semi og sömuleiðis kennsla i þeim sannindum, sem hún flytur. En kristnir menn hafa samt hug á þvi að hjálpa þeim sem við þvilika kúgun búa — og margir taka talsverða áhættu til að dreifa þeirri bók, sem blessar og reisir þjóðir. Að þessu starfi á Hið islenzka bibliufélag lika nokkra aðild, og þaö sama getur hver sáy sem vill styðja þetta félag. Kyndilmessu 1972. Jóhann Hannesson. Laust starf Starf forstöðukonu við leikskóla í Garðahreppi er laust til umsóknar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist á skrifstofu Garðahrepps fyrir 10. febrúar n.k. FélagsmálaráS Garðahrepps. r ■ ■ ■ ■ i i i ■ ■ i i ■ i ■ ■ L Frá Starfsmannafélagi J Kópavogs ! Starfsmannafélag Kópavogs vekur athygli á aug- I lýsingu B.S.R.B. um borgarafund, sem haldinn verður í Háskólabíói í kvöld. ÍFélagsmenn munu fjölmenna á fundinn og vænta I þess að aðrir launþegar geri það einnig. --------------------------- ......J BSRB * Frh af bls. 6 manna og iðjumanna viður- kenndur til launa, hvar svo sem hans hefur verið aflað. I reynd þýðir þetta, að starfsmaður, sem kominn er að þritugu, tekur laun eftir 12 ár, jafnvel þó að hann sé rétt að byrja i þjónustu rikisins. Framangreint er sérregla, sem gildir aðeins um verkamenn og iðjustörf. Sé miðað við 30 ára gamlan mann, verða laun rikis- starfsmanna 2.2% hærri en starfsmanna á almenna markað- inum þann 1.7 1972. Hins vegar veröa laun þess siðarnefnda kom- in 4.8% upp fyrir rikisstarfs- manninn 1.3 1973 Þetta kom fram i ræðu minni hér áðan, og vildi ég undirstrika það, að þegar þessi samanburður er gerður, er það ekki fyrr en á siöasta stigi, sem verkamenn fara fram úr rikisstarfsmönnum samkv. þeim samningi, sem þeir gerðu i haust. Svo heldur hér áfram: ,,Sé miðað við 30 ára mann, verða laun rikisstarfsmanna 4.3% hærri 1.7 1972 en hjá Dagsbrúnar- manni, en Dagsbrúnarmaður kemst hinsvegar 2.6% fram yfir 1.3 1973”. Aftur, ef miðað er við matráöskonur, þá eru þær hærra iaunaðar hjá rikinu heldur en á vinnumarkaðinum eftir samn- ingum Alþýðusambandsins I haust. Sama er að segja um. bifreiðastjóra á þungavinnuvél- um. Þar er sá aðili heldur hærri eöa sambærilegur, eftir að allar hækkanir eru komnar til. Verk- stjórar og verkamenn, eftir tvö ár, eru 0.9% hærri hja rikinu heldur en hjá almenna markað- inum samkv. samningunum i haust, þegar báðir hafa komizt i fulla hækkun samkv. áfanga- hækkunum, og iðnaðarmenn eftir 3 ár eru 3.8% lægri hjá rikinu heldur en þeir eru samkvæmt þeim samningum, sem gerðir voru i haust, þegar þeir hafa komið til skila. Þess vegna er það svo, að þegar litið er á þessa flokka i flestum tilfellum, þá er það þannig, að nú eru rikisstarfs- mennirnir yfirleitt hærra laun- aðir en á vinnumarkaðinum. Þetta getur breytzt, þegar kemur á siðasta áfangastigið hjá þeim á frjálsa markaðinum, enda hefur það verið tekið fram af hálfu rikisstjórnarinnar, að það sem um er deilt nú, er hvort ástæða er til þess að breyta þessu eins og það er. Þá má geta þess, að i sambandi við rikisstarfsmennina segir svo hér: „Tvimælalaust verður að telja hag rikisstarfsmanna að hafa verðtryggðan lifeyrissjóð. Hitt er svo annað mál, að sá lif- eyrissjóður er i reynd sjóður allra starfandi manna hjá rikinu, svo framarlega sem þeir eru ráðnir með þriggja mánaöa uppsagnar- fresti, en óháð þvi kaupi, sem þeir taka. Þannig eru allir yfirmenn á skipum rikisins i sjóði þessum og lyf jafræöingar lyf javerzlana rikisins”. Án þess að rökstyöja það nánar er hér talið, að kaup rikisstarfsmanna megi a.m.k. vera 6% lægri en almenni markaðurinn tilgreinir hverju sinni vegna atvinnuöryggis og verðtryggingar á lifeyrissjóði. Og ég hygg, að það hafi komið fram i kjarasamningum, sem gerðir voru i des. 1970, að það bæri að meta þetta til tekna. Ég vil svo undirstrika það, sem forsætisráð- herra tók fram hér áðan, að það er ekki vilji rikisstjórnarinnar að ganga á rétt rikisstarfsmanna. En henni er þaö einnig ljóst, að það er ekki hægt að verða við ósk- um allra. Þess vegna verður að meta það, sem um er deilt, hverju sinni, og rikisstjórnin mun ekki á neinn hátt koma i veg fyrir, að rikisstarfsmenn njóti réttar sins, en hún er lika reiðubúin að gera þær leiðréttingar strax, sem þarf til þess að um sambærileg launa- kjör sé að ræða hjá þeim lægst - launuðu — en rikisstjórnin er hins vegar ekki reiðubúin að fara út úr þvi kerfi, sem lagður var grunnur að með samningum Alþýðusam- bandsins i haust. VILJA RANNSAKA Frh. af bls 11 KSI og telja sig þá eiga rétt á sæti i 2.deild, en Selfoss ekki. Vonandi fæst íljótlega botn 1 það, hvort Austfirðingar hafa rétt fyrir sér i þessu máli, en til þess að svo verði, verður KSÍ að láta hendur standa frá úr ermum. GEÐVERNDARFÉLAG ÍSLANDS Happdrættib Vinningur: RANGE-ROVER, eftirsótt fjölhæfni- bifreið, árgerð 1972. Vinsamlegast gerið skil. — Skrifstofutími almenna starfsdaga kl. 2—4 síðd. að Veltusundi 3, uppi. — Póstgíró 34567. Póst- hólf 5071. — Aukið líkur yðar til að eignast eftir- sóttan og verðmætan vinning með því að greiða miðaandvirðið. RANGE-ROVER, fjölhæfnibifreið ársins, er við Lækjartorg. Lítið er nú orðið um lausasölumiða. Góðfúslega verðið því við beiðni Geðvemdar- félagsins um skil á miðum eða andvirði þeirra, og vinsamlegast kynnið yður kosti gírógreiðslu í póstafgreiðslum, bönkum og sparisjóðum. — Geðverndarfélagið heldur áfram byggingafram- kvæmdum til að mæta brýnni þörf, GEÐVERND í STÝRIMANN OG VÉLSTJÓRA eða mann vanan G.M.-vélum, vantar á línu- bát, sem fer síðar á fiskitroll. Einnig vantar beitingamann. XJpplýsingar í síma 6519 Vogum, eða 1246, Keflavík. Vinningar í Getraunum (4. leikvika — leikir 29. janúar 1972) Úrslitaröðin: Ux—111 — 121 — 111 1. vinningur: 12 réttir — kr. 187.500,00. nr. 2349* — nr. 45077* 2. vinningur: 11 réttir — kr. 8.900,00 nr. 13925 nr. 42517 nr. 59002 nr. 81772 s 16137 — 45852* — 59603 — 83366 — 19200 — 51770 — 64905 — 86783* — 28561 — 54656 — 74484 — 88302 — 32706* * nafnlaus. — 89040 Kærufrestur er til 21. febrúar. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kæmr verða teknar til greina. Vinningar fyrir 4. leikviku verða póstlagðir eftir 22. febrúar. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni, eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna, fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK ÚTLöND Frhaf bls. 7 heitin um ýmsar dásemdir eins og „æskulyf“ til að koma í veg fyrir ellihrörnun, og ýmis fleiri undur, sem efa- laust eru framkvæmanleg tæknilega, en tilgangslítil í sjálfu sér. Ríkisstjórn, sem væri nægi lega vitur og hugrökk til að hamla gegn gylliboðunum, og verja til getnaðarvarna eins miklu fé til dæmis og til smíði flugvéla til farþega- flutninga um háloftin eða sendingar tækja til Mars, gæti ef til vill valdið nægi- legum straumhvörfu® til að komizt yrði hjá því, að síðar yrði brýn þörf á ráðstöfun- um, sem ekki er unnt að framkvæma nema í lögreglu- rW.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.