Tíminn - 02.02.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.02.1972, Blaðsíða 16
Mótmæla drápum á 0 N-lrlandi NTB—Belfast og London. Um 1000 manns mótmæltu á þriðjudag við brezka sendi- ráðið i Dublin og létu i Ijós vanþóknun sina á atburðunum i Londonderry á sunnudaginn. Kveikt var í brezkum fána og eggjum kastað i sendiráðs- húsið. 1 stuttum ræðum var þess krafizt, að brezki herinn færi frá N-trlandi. Brezki hæstaré tta r- dómarinn Widgery lávarður á einn að framkvæma hina hlut- lausu rannsókn, sem fram á að fara á atburöum sunnu- dagsins, þegar 13 óbreyttir borgarar voru skotnir til bana. Kaþólikkar i Londonderry halda þvi fram, að margt af þessu fólki hafi verið skotið i bakið. Irar vilja, að rann- sóknin verði alþjóðleg,og sagði norður-irski þingmaðurinn Gerald Fitt, að N-Irska þjóðin myndi ekki sætta sig við árangur brezkrar rann- sóknar eingöngu. William Craig, fyrrverandi innanrikisráðherra N-trlands, stakk upp á þvi í dag við um- ræður á þingi um atburðina i Londonderry, að stjórnin ætti aö taka til athugunar að fela stjórn irska lýðveldisins yfir- ráð yfir kaþólsku hverfunum Bogside og Creggan i London- derry. Hann sagöi, að þessi hverfi heföu alltaf verið vand- ræöagripir, og þó irska lýð- veldið fengi yfirráð yfir þeim, væri það ekki i fyrsta sinn I sögunni, að borg væri skipt. Loks sagöi Craig, að irski lýðveldisherinn IRA bæri ábyrgð á harmleiknum I Londonderry. MIÐVIKUDAGUR 2. febrúar 1972. J Myndin var tekin I upphafi viðræðnanna f Ráðherrabústaðnum I gær, og er þriggja manna þýzka viðræðunefndin hægra megin en átta manna viðræðunefndin íslenzka vinstra megin (Timamvnd G.E.). SADAT: ÞAD VERÐUR STRÍÐ! Ræddu við Þjóðverja KJ—Reykjavfk. 1 gær fóru fram I ráðherra- bústaönum við Tjarnargötu viðræður um landhelgismál milli Þjóðverja og Islendinga. „Viðræður þessar voru fram- hald viðræðna, sem fram fóru í Bonn i nóvember 1971, og verða niðurstöður viðræðnanna lagðar fyrir rikisstjórnirnar", segir í fréttatilkynningu utanrlkisráðu- neytisins um viðræðurnar. Nefndirnar komu tvivegis sam- an, fyrst klukkan ellefu i gær- morgun, og svo aftur siðdegis. NTB—Kairó. Anwar Sadat, forseti Egyptalands.hefur sagt her- mönnum sinum við Súezskurðinn, að styrjöld við ísrael sé óumflýjanleg. Sadat er á förum til Mosk- vu, þar sem hann mun ræða við sovézka leiðtoga um þá stefnu, sem deilan i Mið-Austurlöndum hefur tekið, eftir að Bandarikin buðust til að leggja ísrael til fleiri herþotur. Blaöið Al Ahram birti nokkuð aí ummælum Sadats, er hann ný- lega heimsótti hermenn við skurðinn. Hann sagöi m.a. aö enginn vafi léki á þvl, að stríð yrði, en nokkur munur væri á þvi að hefja bardaga og sigra. Þá sagði Sadat, að I Moskvu- heimsókninni yrði undirbúningur Egypta metinn á grundvelli ástandsins i heiminum, þvi ljóst væri, aö Bandaríkin myndu ein- beita sér að Mið-Austurlöndum, eftir að hafa beöið ósigur I SA- Aslu. Al Ahram skrifaði I annarri grein, að Arabaþjóðirnar myndu gera allar ráöstafanir gegn „samsæri Bandarikjanna". Moskvuheimsókn Sadats mun vara I þrjá daga, en ekki er látið uppi, hvenær hún hefst, af öryggisástæðum. Frá Moskvu fer Sadat til Belgrad,og I næstu viku til Sýrlands og Libýu. Bakteríudrepandi efni veldur heilaskemmdum SB—Reykjavik. Bandarisk heilbrigðisyfir- völd hafa ákveðið að sápa, hreinsikrem, svitameðul, snyrtivörur og fleira, sem inniheldur • mikið af hinu bakterfudrepandi efni hexaklórofen, skuli ekki lengur selt frjálst. Astæðan er sú, að grunur leikur á, að efni þetta geti valdið húð- sjúkdómum og heila- skemmdum. Akveðið hefur verið að merkja allar vörur, sem Frh. a bls. 14 Einsdæmi, að fjögur ólík dag- blöð sameinist um prentsmiðju rætt við Harry Östraat, prentsmiðjustjóra frá Harstad í Noregi, um offsetprentsmiðju Blaðaprents Sá maður, sem átti hvað mestan þátt I þvi, li\ crsu vel tókst með hina nýju prent- smiðju Blaðaprents i upphafi, cr Ilarry östraat frá llarstad I Noregi. östraat dvaldist lu-r á landi i þrjar vikur i sambandi við uppsetningu prent- siu iðjunnar, og rr blaðamaður Timans hitti iiaiin, cr hann var að undirbúa sig undir siðustu kvöldmáltiðina á islandi að sinni, sagði hann, að Islenzku prentararnir ættu ekki siður hrós skilið. - islendingarnir höfðu fæstir komið nálægt offsetvinnu- brögðum áður, en þeir hafa náð þessum nvju vinnu- brögðum ótrúlega fljótt. og ég þykist þess fullviss, sagði hann, að áður en langt um llöur, þá verða þeir búnir aö ná fullum afköstum, og ekkert verður þá þvi til fyrirstöðu, að hægt verði að koma fjórum dagblöðum iiliir þessari prent- smiðju, sem er einstök I sinni röð, á sólarhring. En til þess þarf að ríkja góður skilningur Harry östraat t.v. ásamt Kristjáni Benediktssyni, framkvæmdastjóra Timans, og Óöni Rögn- valdssyni, yfirverkstjóra I Blaðaprenti hf. (Tlmamynd Gunnar). milli ritstjórna blaðanna og engin tortryggni. Hvernig stóö á þvi, að þú varst ráðinn til að aðstoða viö uppsetningu prentsmiðju Blaðaprents? - Fyrst er frá þvi að segja, að ég er prentsmiðjustjóri hjá Harstad - tidende, og svo var það i fyrra.að ég var á ferða- lagi með vini minum, sem selur mikið i offsetprent- smiðjur og seldi m.a. megnið af vélunum til Blaðaprents. Viö vorum á kynningarferða- lagi i Þýzkalandi, og þá bað hann mig svona upp úr þurru að skreppa með sér til tslands, og er hann hafði gert slna samninga á Islandi, varð það úr, að ég kæmi hingað aftur og yrði við uppsetningu á vélum og aðstoðaði á annan hátt i byrjun. Hingaö átti ég að koma aftur i ágúst, en vegna margvislegra orsaka seinkaði öllu saman fram yfir áramót. Það, sem hvað mest dreif mig til að koma og hjálpa til I byrjun var, að hér áttu hlut að máli f jögur dagblöö með ólika skoðanamyndun.enda er þetta einsdæmi i heiminum, að fjögur slik blöð setji upp sameiginlega prentsmiðju. T.d. þekkist þetta ekki i Noregi, og þvi vil ég bæta við, að ég hefi hvergi séð jafn skemmtilega vinnuaðstöðu i prentsmiðju. Þá get ég sagt þaö, að með þessu fyrirkomul. tel ég að hægt veröi aö koma 1 veg fyrir bíaðadauðann, sem herjað hefur i Svíþióð oe Dan- mörku undanfarið. Að slðustu báðum við östraat að segja okkur örlitið frá hans eigin blaði. - Við byrjuðum I offsetprenti árið 1966, en það árið var samt allt sett í blýi, og var ætlunin I upphafi að byrja ekki I myndsetningu fyrr en árið 1968jen samt fór það svo, að við byrjuðum 1967, fyrstir I Noregi. Sama má segja um margt annað, við höfum reynt að fylgjast með timanum og verið óhræddir við að taka upp nýungar, enda hefur upplagið vaxiö um 3000 eintök á f jórum árum, en það, sem stendur mest i vegi hjá okkur, eru samgöngu- og dreifingar örðugleikar. A næsta ári mun þó rætast úr þeim, þvi að þá fáum við flugvöll i Harstad, og vonumst við til að geta aukið upplagið úr 15.500 upp I ca. 18 þús. á því ári, en það mun kosta vinnu og aftur vinnu. Með þessum orðum kvaddi östraat okkur. Ostraat hélt utan i gær- morgun og hélt til Oslóar. Þegar hann var kominn þangað var hann ekki nema hálfnaður heim til Harstad, sem er með nýjustu bæjum I Noregi, en það er ekki þar með sagt að Islendingar þekki ekkert til Harstad, þvi að þar hafa verið smiðuö mörg afla- sælustu skip tslands. ÞO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.