Tíminn - 02.02.1972, Side 16

Tíminn - 02.02.1972, Side 16
Mótmæla drápum á N-írlandi NTB—Belfast og London. Um 1000 manns mótmæltu ;t þriöjudag viö brezka sendi- ráöiö i Dublin og létu i ljós vanþóknun sina á atburöunum i Londonderry á sunnudaginn. Kveikt var i brezkum fána og eggjum kastaö í sendiráös- húsiö. t stu'ttum ræöum var þcss krafizt, aö brezki herinn færi frá N-irlandi. Brezki hæstaréttar- dómarinn Widgery lávarður á einn að framkvæma hina hlut- lausu rannsókn, sem fram á að fara á atburðum sunnu- dagsins, þegar 13 óbreyttir borgararvoruskotnirtil bana. Kaþólikkar i Londonderry halda þvi fram, að margt af þessu fólki hafi verið skotið i bakið. Irar vilja, að rann- sóknin verði alþjóðleg,og sagði norður-irski þingmaðurinn Gerald Fitt, að N-Irska þjóðin myndi ekki sætta sig við árangur brezkrar rann- sóknar eingöngu. William Craig, fyrrverandi innanrikisráðherra N-Irlands, stakk upp á þvi i dag við um- ræður á þingi um atburðina i Londonderry, að stjórnin ætti aö taka til athugunar að fela stjórn irska lýðveldisins yfir- ráð yfir kaþólsku hverfunum Bogside og Creggan i London- derry. Hann sagði, að þessi hverfi heföu alltaf verið vand- ræöagripir, og þó irska lýð- veldið fengi yfirráð yfir þeim, væri það ekki i fyrsta sinn i sögunni, aö borg væri skipt. Loks sagöi Craig, að irski lýðveldisherinn IRA bæri ábyrgð á harmleiknum i Londonderry. MIÐVIKUDAGUR 2. febrúar 1972. Myndin var tekin I upphafi viöræönanna I Ráöherrabústaönum í gær, og er þriggja manna þýzka viöræöunefndin hægra megin en átta manna viöræðunefndin íslenzka vinstra megin (Tlmamvnd G.E.). SflDflT: ÞAÐ VERÐUR STRÍÐ! NTB—Kaíró. Anwar Sadat, forseti Egyptalands.hefur sagt her- mönnum sinum við Súezskurðinn, að styrjöld við ísrael sé óumflýjanleg. Sadat er á förum til Mosk- vu, þar sem hann mun ræða við sovézka leiðtoga um þá stefnu, sem deilan i Mið-Austurlöndum hefur tekið, eftir að Bandarikin buðust til að leggja ísrael til fleiri herþotur. Blaðið A1 Ahram birti nokkuð af ummælum Sadats, er hann ný- lega heimsótti hermenn við skurðinn. Hann sagöi m.a. að enginn vafi léki á þvl, að stríð yrði, en nokkur munur væri á þvi að hefja bardaga og sigra. Þá sagði Sadat, aö I Moskvu- heimsókninni yrði undirbúningur Egypta metinn á grundvelli ástandsins i heiminum, þvl ljóst væri, að Bandarikin myndu ein- beita sér aö Mið-Austurlöndum, eftir að hafa beöið ósigur i SA- Asiu. A1 Ahram skrifaði i annarri grein, aö Arabaþjóðirnar myndu gera allar ráðstafanir gegn „samsæri Bandarikjanna”. Moskvuheimsókn Sadats mun vara i þrjá daga, en ekki er látið uppi, hvenær hún hefst, af öryggisástæðum. Frá Moskvu fer Sadat til Belgrad,og i næstu viku til Sýrlands og Libýu. Ræddu við Þjóðverja KJ—Reykjavik. I gær fóru fram i ráðherra- bústaðnum við Tjarnargötu viðræður um landhelgismál milli Þjóðverja og Islendinga. „Viðræður þessar voru fram- hald viðræðna, sem fram fóru i Bonn i nóvember 1971, og verða niðurstöður viðræðnanna lagðar fyrir rikisstjórnirnar”, segir i fréttatilkynningu utanrikisráðu- neytisins um viðræðurnar. Nefndirnar komu tvivegis sam- an, fyrst klukkan ellefu i gær- morgun, og svo aftur siðdegis. Bakteríudrepandi efni veldur heilaskemmdum SB— Reykjavik. Bandarisk heilbrigöisyfir- völd hafa ákveöiö aö sápa, hreinsikrem, svitameöul, snyrtivörur og fleira, sem inniheldur • mikiö af hinu bakteriudrepandi efni hexaklórofen, skuli ekki lengur selt frjálst. Astæðan er sú, að grunur leikur á, að efni þetta geti valdiö húö- sjúkdómum og heila- skemmdum. Akveðið hefur verið að merkja allar vörur, sem Frh. a bls. 14 Einsdæmi, að fjögur ólík dag blöð sameinist um prentsmiðju - rætt við Harry Östraat, prentsmiðjustjóra frá Harstad í Noregi, um offsetprentsmiðju Blaðaprents Sá maöur, sem átti hvaö mestan þátt i þvi,hversu vei tókst meö hina nýju prent- smiöju Blaöaprents i upphafi, cr Ilarry östraat frá Harstad i Noregi. Ostraat dvaidist hér á landi i þrjár vikur i sambandi við uppsetningu prent- smiðjunnar, og er blaöamaöur Timans hitti hann, er hann var að undirbúa sig undir siöustu kvöldmáltiöina á tslandi aö sinni, sagöi hann, aö islenzku prentararnir ættu ekki siöur hrós skiliö. - tslendingarnir höföu fæstir komið nátægt offsetvinnu- brögöum áöur, en þeir hafa náö þessum nýju vinnu- hrögöum ótrúlega fljótt. og ég þykist þess fullviss, sagöi hann, aö áöur en langt um liöur, þá veröa þeir búnir aö ná fullum afköstum, og ekkert __ veröur þá þvi tii fyrirstööu, aö liægt veröi aö koma fjórum dagblööum útúr þessari prent- smiðju, sem er einstök I sinni röö, á sólarhring. En til þess þarf aö rikja góöur skilningur Harry östraat t.v. ásamt Kristjáni Benediktssyni, framkvæmdastjóra Tfmans, og Óöni Rögn- valdssyni, yfirverkstjóra i Blaöaprenti hf. (Tfmamynd Gunnar). milli ritstjórna blaöanna og engin tortryggni. Hvernig stóð á þvi, aö þú varst ráöinn til að aðstoða við uppsetningu prentsmiðjú Blaðaprents? - Fyrst er frá þvi að segja, að ég er prentsmiðjustjóri hjá Harstad - tidende, og svo var það i fyrra.að ég var á ferða- lagi með vini minum, sem selur mikið i offsetprent- smiðjur og seldi m.a. megnið af vélunum til Blaðaprents. Viö vorum á kynningarferða- lagi i Þýzkalandi, og þá bað hann mig svona upp úr þurru að skreppa með sér til tslands, og er hann hafði gert sina samninga á Islandi, varð það úr, að ég kæmi hingað aftur og yrði við uppsetningu á vélum og aðstoðaði á annan hátt i byrjun. Hingað átti ég að koma aftur i ágúst, en vegna margvíslegra orsaka seinkaði öllu saman fram yfir áramót. Það, sem hvað mest dreif mig til að koma og hjálpa til i byrjun var, að hér áttu hlut að máli fjögur dagblöö með ólika skoðanamyndun,enda er þetta einsdæmi i heiminum, að fjögur slik blöð setji upp sameiginlega prentsmiðju. T.d. þekkist þetta ekki i Noregi, og þvi vil ég bæta við, að ég hefi hvergi séð jafn skemmtilega vinnuaðstöðu i prentsmiðju. Þá get ég sagt það, að með þessu fyrirkomul. tel ég aö hægt veröi aö koma í veg fyrir blaðadauðann, sem herjað hefur i Sviþióð oe Dan- mörku undanfarið. Að siðustu báðum við östraat að segja okkur örlitið frá hans eigin blaði. - Við byrjuðum i offsetprenti árið 1966, en það árið var samt allt sett I blýi, og var; ætlunin i upphafi að byrja ekki i myndsetningu fyrr en árið; 1968j en samt fór það svo, að; við byrjuðum 1967, fyrstir i í Noregi. Sama má segja um margt annað, við höfum reynt I að fylgjast með timanum og i verið óhræddir við að taka upp; nýungar, enda hefur upplagið: vaxið um 3000 eintök á fjórum I árum, en það, sem stendur)! mest i vegi hjá okkur, eru' samgöngu- og dreifingar: örðugleikar. A næsta ári mun í þó rætast úr þeim, þvi að þá í fáum við flugvöll i Harstad, og ; vonumst viö til að geta| aukið upplagið úr 15.500 upp i j ca. 18 þús. á þvi ári, en þaðj mun kosta vinnu og aftur vinnu. Með þessum oröum | kvaddi östraat okkur. östraat hélt utan i gær- j morgun og hélt til Oslóar. Þegar hann var kominn j þangað var hann ekki nema j hálfnaður heim til Harstad, j sem er með nýjustu bæjum i ] Noregi, en það er ekki þar með j sagt að Islendingar þekki' ekkert til Harstad, þvi að þar hafa verið smiöuö mörg afla- sælustu skip Islands. ÞÓ ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.