Tíminn - 02.02.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.02.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN MIDVIKUDAGUR 2. febrúar 1972. Frá umræðiím á Alþingi á mánudaginn um deilu BSRB og ríkisvaldsins: Laun hinna lægst launuðu verði sam- ræmd launum sambærilegra starfshópa Eins og frá var greint i blaðinu i gær, fóru fram umræður um deilu BSRB og rikisstjórnarinnar utan dagskrár á fundi i Sameinuðu þingi i fyrradag, vegna fyrirspurnar frá Gylfa t>. Gislasyni (A) um fyrirætlanir rikisstjórnarinnar á málinu. 1 umræðum lýsti ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, þvi yfir, að um algjöran misskilning væri að ræða af hálfu forsvarsmanna opinberra starfs- manna, þegar þeir héldu þvi fram, að um lögbrot væri að ræða hjá rikisstjórninni, að taka ekki upp viðræður við opinbera starfsmenn. Rökstuddi forsætisráðherra itarlega þessa full- yrðingu sina, eins og fram kom i blaðinu i gær. —Ég held þess vegna, sagði forsætisráðherra siðan, — að það geti engum blandazt hugur um, að það er ofsagt hjá fyrirsvarsmönnum opinberra starfs- manna, þegar þeir hafa haldið þvi fram, að i sam- bandi við þetta mál hafi verið framið lögbrot af rik- isstjórninni. Þessu næst sagöi forsætisráð- herra, að nú myndu menn kann- ski spyrja, hvers vegna mætti ekki tala við opinbera starfs- menn, hvað sem öllum laga- ¦ákvæðum liði. — Það er vegna þess, að ef slikar viðræður hefðu verið upp'teknar, þá hefði það verið óbein viðurkenning á þvi, að skilyrði væru fyrir hendi til endur- skoðunar á þessum samningi. En svar stjórnarinnar var skýrt, hún taldi, að skilyrði væru ekki fyrir hendi til endurskoðunar. Þess vegna tel ég, að með þeirri máls- meðferð, sem höfð hefur verið, hafi enginn réttur verið brotinn á opinberum starfsmönnum, enda hefur það sannarlega ekki verið ætlun rikisstjórnarinnar að gera það. Þetta hef ég talið nauðsyn- legt að taka hér fram, vegna þess að ég tel, að það sé nauðsynlegt að eyða þessum misskilningi, og ég tel, að hann hljóti að valda gremju i röðum opinberra starfs- manna og sé, að honum eyddum, betri jarðvegur en áður til þess að fást við þetta mál. Sem sagt, menn átti sig á þeim réttu for- sendum hér, en gefi sér ekki ástæður, sem þeim þykir henta. þeim þykir henta. Lagfæring á launum _ hinna lægst launuðu Forsætisráðherra lagði i ræðu sinni áherzlu á það, að alltaf hefði staðið til boða af hálfu rikis- stjórnarinnar að gera lagfæringu á launum hinna lægstlaunuðu og lagfæringar til samræmis við þá samningagerð, sem fram hefði farið I desembér,að þvi er varðaði þá starfsmenn, sem væru sam- bærilegir við þá lægst launuðu starfsmenn, sem þá hefði verið samið fyrir. Forsætisráðherra sagði siðan: — Rikisstjórnin hefur sagt og sett fram sem sina skoðun, að það væri ekki grundvöllur til endur- skoðunar. Þá miðar hún aðeins við þau 4%, sem komu til fram- kvæmda nú um áramót. Hún mið- ar þessa skoðun við þær aðstæð- ur, aö til framkvæmda hjá opin- berum starfsmönnum komu Nú er það að sjálfsögöu svo, að mikið álitamál er, hvað séu verulegar kauphækkanir. Ég geri ekki ráð fyrir, að véfengt~Verði, að átt hafa sér stað almennar kauphækkanir. Ég mun að minnsta kosti ekki vefengja, að þær hækkanir, sem um var samið i desember, séu almennar. En hitt er spurning,og veröur alltaf álitamál, við hvað sé átt, þegar talað er um verulegar kauphækk- anir. Það verður að meta eftir margvislegum aðstæðum. Það er mat stjórnarinnar, sem hér liggur fyrir. En hún hefur ekki siðasta oröið i þessum efnum. Siðasta orðið i þessum efnum hefur kjaradómur, sem metur það, hvort þessi al menna 4% kauphækkun, sem átti sér stað, séu verulegur kjarabætur eða ekki. Og ég skai ekki vera með neinar fullyrðingar um það, að hvaða niðurstöðu kjaradómur kemst i þvi efni, og ég tel að það sé sizt af öllu ástæða til þess að ætla, að hans mat verði nokkuð vilhallt. Nauðsynlegt að rjúfa hin sjálfvirku tengsl Forsætisráðherra ræddi þessu næst nokkuð um kjaradóm og um fleiri atriði þessu varðandi. Hann tók fram, að sjónarmið rikis- stjórnarinnar i þessu deilumáli væri sannarlega ekki sett fram, af þvi að rikisstjórnin vildi sitja á hlut opinberra starfsmanna, heldur hinu, að það yrði að hafa allar kringumstæður i þjóðfélaginu i huga og það væri vitaskuld rikisstjórninni skylt. — ,,Ég hygg',' sagði forsætis- ráðherra, ,,að þvi neiti enginn, að með siðustu kjarasamningum fengu opinberir starfsmenn mjög verulegar kjarabætur, það svo verulegar, að ég held, að fáum hafi getað blandazt hugur um, að þær myndu verða tilefni þess, að aðrar stéttir kæmu á eftir og gerðu sinar kröfur og hefðu þá þær kjarabætur, sem opinberir starfsmenn fengu, til saman- burðar. Það kom lika á daginn, að i þeim kjarasamningum, sem fram fóru hér s.l. haust, var miðað að ýmsu leyti við þær kjarabætur, sem fengizt höfðu i siðustu samningum opinberra starfsmanna. Ég nefni t.d. vinnu- timana. Það var auðvitað ekki stætt á þvi, eftir að búið var að semja um þann vinnutima, sem um var að ræða, við opinbera starfsmenn, að neita öðrum um samsvarandi vinnutima. Og ég nefni það einnig, að stéttir eins og t.d. verzlunar- og skrifstofufólk miðuðu kröfur sinar mjög méð hliðsjón af þeim kjarabótum, sem náðst höfðu i samningum við opinbera starfsmenn um næst s.l. áramót. Ég býst þess vegna víð, að ef rikisstjórnin hefði nú bróta- laust samþykkt þær kröfur, sem opinberir starfsmenn settu fram, þá hefði það ekki haft góð áhrif á þá, sem stóðu i gerð samninga 4. des. s.l. — og ég held, að það sé ákaflega varhugavert fyrir þjóðfélagið, að láta þannig vixl- hækkanir og viðmiðanir eiga sér stað. Ég sé ekki, hvaða enda slikt tekur. Og ég verð fyrir mitt leyti að segja, að ég sé enga sanngirni i þvi, að þær stéttir, sem búið hafa við hvað lakastan kost i þessu þjóðfélagi og hafa oft orðið að sækja kjarabætur sinar meö strangri baráttu og verkföllum stundum, veröi þannig til þess að ryðja brautina fyrir kaup- hækkanir hjá öðrum, sem þó eru þjóöfélagslega betur settir, þannig að þeir geti bara komið i kjölfarið og fengið fyrirhafnar- litið samsvarandi kjarabætur. Ég felli mig ekki við það. Ég tel þess vegna, að það sé nauðsynlegt að rjúfa þessi sjálfvirku tengsl, sem eru alltof viöa i þjóðfélagi okkar, og það er einmitt eitt af stefnu- málum rikisstjórnarinnar. Hún hefur heitið þvi að láta endur- skoða löggjöfina um kjara- samninga og veita opinberum starfsmönnum fullan samnings- rétt. Þá liggur i augum uppi, að hin lögboðna viðmiðun hlýtur að hverfa. Ég tel, að eðlilegast sé, að Forsætisráðherra sagði, að hann hefði persónulega ekki haft aðstöðu til að gera útreikninga, er að þessu lyti, og byggði þvi á þvi sem fyrir hann hefði verið lagt I þessu efni. — Ef það verður með réttu sýnt fram á, annaðhvort með samkomulagi þeirra aöila, sem eru saman um að gera slika greinargerð, eða með greinar- gerð óhlutdrægs aðila, að þarna sé einhver verulegur mismunurog ósamræmi, þá skal ekki standa á mér að ganga i að að gera leið- réttingar þar á. En á meðan ég verð að miöa við þær upp- lýsingar, sem fyrir mig hafa verið lagðar, sem sýna þetta, þá get ég ekki séð, að ástæöa sé þarna til breytingar nema út frá þvi sé gengið, að þeir, sem vinna hjá rikinu við þessi sambærilegu störf, eigi að fá þessar kaup- hækkanir, sem samið var um við hina, hvað sem öllum samanburði liður. Það liggur i hlutarins eðli, að meðan málið er hjá sátta- semjara, er kostur á þvi að leysa það. Þá er kostur þess fyrir aðila Ólafur Jóhannesson. hver og ein stétt verði að hafa fyrir sinu." Forsætisráðherra ræddi um samanburð þann, sem Gylfi Þ. Gislason bar fram, er hann flutti fyrirspurn sina, um tekjur iðnaðarmanna hjá rikinu annars- vegar og tekjur iðnaðarmanna i vinnu hjá öðrum aðilum hins vegar. — Ég veit ekki, hvaðan sá samanburður er fenginn, sagði forsætisráðherra,-en hitt vil ég taka skýrt fram, að fyrir mig hefur verið lagður samanburður eða tölur, sem ég veit ekki betur en hafi verið gerður af þeim saman, fulltrúum frá fjármála- ráðuneytinu og fulltrúum frá BSRB, sem sýna, að það er mjög óverulegt ósamræmi, ef svo má segja, þarna á milli, þegar frá er skilið, að það tekur lengri tima hjá opinberum starfsmönnum að komast i hámarkslaun sin — það tekur 12 ár i staðinn fyrir 2 ár hjá þeim samanburðarstéttum, sem þarna var um að tefla. Það skal tekið fram, að ég fyrir mitt leyti tel þennan 12 ára tima algera fjarstæðu, og það stendur til boða af rikisstjórnarinnar hálfu að leiðrétta þetta þegar i stað. Það er engin ástæða til þess, að þeir menn, sem vinna við þessi störf, þurfi lengri tima en 2 ár til þess að komast i hámarkskaup. Þau eru ekki þess háttar, og það er sjálfsagt að leiðrétta þetta hvenær sem er. Halldór E. Sigurðsson. að mæta hjá sáttasemjara og ræða málið og leita eftir lausn á þvi, og ég tel sjálfsagt að nota þann tima. Ef niðurstaða fæst ekki, þá er það beinlinis lögskylt samkvæmt lögum, að málið fari til kjaradóms — og þá spurði 7. þingmaður Reykvikinga (Gylfi Þ. Gislason) hver mundi verða mál- flutningur rikisvaldsins fyrir kjaradómi. Rikisvaldið mun hafa þar málflutningsmann, sem að sjálfstögðu mun halda vel á máli rikissjóðs, en ég geri ráð fyrir þvi, að sá málflutningur verði á þvi byggður, sem rikisstjórnin hefur þegar sagt, að hún telji ekki skilyrði til endurskoðunar. Forsætisráðherra sagði að lokum, að hann gerði ráð fyrir þvi, að stjórnarandstæðingar yrðu manna siðastir til þess að segja, að afkomuhorfur þjóðar- búsins væru svo góðar, að það gæti tekið á sig kauphækkanir. — Éghef ekki farið dult með, að það er min skoðun, að teflt sé á tæpt vað á þessu ári, bæði að þvi er varðar atvinnureksturinn i landinu og afkomu rikissjóðs. Ég hika ekki við að viðurkenna það. En ég álit, að ef skynsamlega er á málunum haldið og ytri aðstæður verða okkur hagstæðar, geti þetta allt saman bjargazt, en með fullri aðgát. Og þess vegna er, að ég hef talið það skyldu rikisstjórnar- innar að bregðast þannig við þessu máli, eins og hún hetur gert. Gylfi Þ. Gislason taldi, að um verulegan launamismun væri að ræða milli rikisstarfsmanna og starfsmanna i þjónustu annarra aðila, og kom fram með út- reikninga á launamismun iðnaðarmanna, máli sinu til stuðnings. Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra: ,,Ef miðað er við byrjunarlaun i lægstu launa- flokkunum, þá er mismunur þar á. Hins vegar er framkvæmdin svo hjá rikinu, að komi þritugur maður i þjónustu þess, fer hann strax i hæstu laun, vegna þess að honum er þá reiknað til, að þau 12 ár, sem hann er búinn að vera á vinnumarkaðinum, gildi einnig, þó að hann hafi ekki unnið hjá rikinu. Það, sem rikisstjórnin hins vegar bauð fram, var að breyta þessu nú þegar, svo að þeir, sem þyrftu að ganga i gegnum þetta aldursskeið, gætu fengið það undir eins leiðrétt, og þá voru launin orðin sambærileg. BSRB hafnaði þessu tilboði rikis- stjórnarinnar, þess vegna hefur ekki verið um máliö samið út frá þvi tilboði, sem rikisstjórnin gerði bandalaginu skriflega i s.l. viku, en hafði áður látið koma fram á fundi hjá sáttasemjara, að hún væri til viðræðu um að leiðétta lægstu launin. Það var hins vegar mat rikisstjórnar- innar, að ef inn i þetta dæmi ættu að koma þær hækkanir, sem gerðar voru nú fyrir jólin hjá Alþýðusambandinu, þá mundi þetta reka sig upp fyrir og fara fram úr vinnumarkaðinum. Um framhald á málinu er það að segja, að það er hjá sátta- semjara enn og rikisstjórnin hefur gert það tilboð, sem ég gat um áðan, og það hefur ekki verið haldinn fundur siðan það var gert. Hvort eitthvað kann að koma fram i málinu siðar, sem breytir afstöðu til þess, kann ég ekki skil á. Fari málið til kjara- ¦ dóms, mun rikisstjórnin að sjálf- sögðu leggja fram þau rök i málinu, sem hún telur sig hafa. Það er ekki hennar ósk, að með málið verði farið á annan hátt en lög mæla fyrir um, og það munu af hennar hendi verða lögð fram þau gögn, sem rökstyðja þá á kvörðun hennar, að ennþá hefur ekki komið það fram á vinnu- markaðinum i launahækkun, sem gefur ástæðu til að breyta kjara- samningum opinberra starfs- manna. Þvi hefur rikisstjórnin. haldið fram i. þeim umræðum, sem farið hafa fram um þetta mál, að samanburðurinn, sem gerður var, var að okkar hyggju á þann veg, að hann staðfesti þetta. Ég ætla hins vegar engu að spá um það, hvernig kann að fara hjá kjaradómi. Það er ekkert nýtt, þó að slikt mál gangi þangað sam- kvæmtlögum,ogberað gera það, ef ekki semst, og i kjaradómi eru valinkunnir menn, sem ég veit, að allir treysta til þess að taka á málinu þannig, að þeir meti rétt rök i þvi. Siðar i umræðunum las fjár- málaráðherra upp úr álits- gerðinni, sem gerð hefur verið i fjármalaráðuneytinu, og var svo sameiginlega farið yfir af tveimur starfsmönnum i fjár- málaráðuneytinu og tveimur mönnum frá BSRB. En þar segir: „Samkvæmt ákvæðum kjara- samninga er starfsaldur verka- Frh. a bls. 14 U

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.