Tíminn - 02.02.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.02.1972, Blaðsíða 11
MIDVIKUDAGUR 2. febrúar 1972. TÍMINN 11 Verður íslendingur einn af SPA Finnlandsmeisturum í ár? „t Finnlandi er mórallinn milli liðanna mjög einkennilegur. Þar hata liðin hvert annað, og samræður á æfingum ganga allar út á að skammast út i leikmenn hinna liðanna og finna þeim allt til foráttu — t.d. voru leikmenn liðsins, sem ég leik með, mjög óhressir yfir þvi að Urheilu Kerho (UK-51) hafði komizt i 16-liða úrslit i Evrópukeppninni, án þess að leika nema annan leikinn — og tapa honum samt". vinsælasta i iþróttagreinin i Finnlandi, svo og gott knatt- spyrnulið. En félagið er mjög óvinsælt - vegna þess að talið er að það bjóði góðum leik- mó'nnum úr öðrum félögum peninga, til að fá þá i sinar raðir. - Sá maður sem stjórnar handknattleiksdeild felagsins - er allt i senn, liðsstjóri, for- maður, gjaldkeri, ritari og framkvæmdarstjóri. Hann er Þetta sagði Gisli Kristins- son, handknattleiksmaður úr tít, en hann hefur leikið með 1R i undanförnum leikjum. Gisli stundar nám i Finnlandi og Ieikur þar sem markvörður með 1. deildarliðinu Helsing- fors Idrotsforeningen Kameraterna (HIFK) Félagið er sænsku mælandi félag og það fjársterkasta i öllu Finnlandi. Á það t.d. mjög gott isknattleikslið, en það er bisnessmaður, sem svifst einskis, hvorki i bisnessnum né handknattleiknum. Mætir hann á allar æfingar og leiki, ú-ar á dómarana, þegar þeir dæma á hans lið - það eru allir i félaginu hræddir við hann. - Finnskur handknattleikur byggist allur upp á linuspili. HIFK hefur einn leikmann, sem er um tveir metrar á hæð hann er eina langskyttan i Finnlandi. Meðalaldurinn i HIFK er 23 ár, og er það yngsta liðið i 1. deildinni, i hinum liðunum er mest um eldri menn. - Ég lék áður með EsBo IF, þjálfarinn (43 ára) er gamall landsliðsmaður, og þegar hann lék með liðinu, var hann alltaf beztur. - Handknattleikur er ekki vinsæll i Finnlandi, sést það bezt á þvi, að þegar 1. deildar leikir eru leiknir, mæta svona 50 - 80 áhorfendur, mest ættingjar og vinir leik- mannanna. A landsleiki koma um 300 - 500 áhorfendur. Það er litið sem ekkert skrifað um handknattleik i blöðunum þar - þegar UK - 51 lék hér á móti FJ i Evrópukeppninni, kom smá klausa i blöðunum þar með fyrirsögninni „Finnar höfðu yfir i hálfleik". Gisli er nú farinn aftur utan, en hann lék nokkra leiki með IR meðan hann dvaldi hér i jólai'rii. Hann mun koma heim aftur i mai, og þá að öllum likindum sem Finnlands- meistari i handknattleik, þvi aö lið hans, HIFK, hefur nú örugga forustu i deildinni með 24 stig, eða 7 stigum meira en næsta félag. Hefur lið hans skorað lang flest mörkin og fengið fæst á sig. Veröur eitthvað mikiö óvænt að gerasLef HIFK tapar mótinu, en það á nokkra leiki eftir. -SOS- madurinn Spámaður okkar að þessu sinni er Jón Hermannsson knatt- spyrnumaður og handknattleiks- maður úr Armanni. Jón er einn af aðstoðarmönnum okkar, sér um að skrifa fréttir af keppninni i handknattleik kvenna og er þvi sjálfsagt vinsæll meðal þeirra. Jón er einn þeirra fáu islend- inga, sem ekki á uppahaldslið i Englandi meðal 1. deildarlið- anna. Hans lið er 3. deildarliðið Bornemouth, sem nú er efst i deildinni. Spá Jóns á getraunaseðli nr.5 er ér þessi: Hand- knatt- leiks- fólk heiðrað Handknattleiksráð Reykja- víkur er 30 ára um þessar mundir. Ráðiö var stofnað árið 1942 og hefur það ætið slðan unnið ötullega að uppbyggingu hand- knattleiksins og hefur vegnað mjög vel í því, sem og I flestu, sem það hefur tekið sér fyrir hendur. S.l. sunnudag bauð sljórn HKRR gestum til kaffidrykkju og var þar nokkrum þeirra afhent viðurkenningarmerki HKRR i'yrir margþáttuð störf á liðnum árum. A minni myndinni nælir Arni Arnason, formaður HKRR,gull- Austur- ríkismenn heim! Eins og við mátti búast varð mikið fjaðrafok i Austurrlki, þegar úrskurður Alþjóða- oly mpiunefndarinnar undir forustu Avery Brundage, úti- lokaði átrúnaðargoð Austurrikismanna, Karl Schranz frá olympfuleikunum i Sapporo, sem hefjast á morgun. Menntamálaráðherra Austur- rikis, Fred Sinowatz, sendi þegar skeyti til forráðamanna austur- riska skiðasambandsins, sem voru með liðinu i Sapporo, og sagði þeim að senda alla kepp- endur Austurrikis heim til að mótmæla útilokun Karls Schranz frá leikunum. Lalkir 5. febrúar 1972 1 X 2 Birmingham — Ipswich* X Cardiff — Sunderland I Chelsea — Bolton I Coventry — Hull / Derby — Notts County / Huddersfield — Fulham X Leicester — Orient I Liverpool — Leeds l Millwall — Middlesboro I Preston — Manch. Utd. — 2 Reading — Arsanal X Tranmere — Stoko l Jón Hermannsson. merki ráðsins i Valgeir Arsæls- son, formann HSI, en milli þeirra stendur Hilmar Olafsson, sem einnig var sæmdur gullmerkinu. A stóru myndinni er hópurinn, sem hlaut merki af næstu gráðu, talið frá vinstri: Þórður Þorkels- son, Val, Valur Benediktsson, Val, Sveinn Ragnarsson, Fram, Magnús V. Pétursson, Þrótti, Maria Guðmundsdóttir, KR, Hulda Pétursdóttir, Fram, Helga Emilsdóttir, Þrótti, Halldóra Jóhannesdóttir, Viking, Sigurður Jónsson, Viking og Pétur Bjarna- son, Viking. A myndina vantar Svönu Jörgensdóttir og Gunnlaug Hjálmarsson. (Timamyndir Gunnar). Vilja láta rannsaka leikskýrslurnar l'.'iiis og menn eflaust muna féil Þróttur frá Neskaupstað I 3. deild á isiandsmótinu i knattspyrnu s.l. sumar. Þróttur varð í neðsta sæti i deildinni, einu stigi ;í eftir Selfossi, sem hélt sæti sinu þar áfram. I haust fengu Austfirðingar fréttir af þvi, að með liði Selfoss hefði leikið a.m.k. einn leikmað- ur, sem einnig heíöi leikiö með liði Hveragerðis I 3. deild, en sem kunnugt er,er óleyfilegt að leika meö tveim liðum i Islandsmóti. Þeir fóru þegar fram á það við KSI, að fá afrit af öllum leik- skýrslum Selfoss I 2. deild og Hveragerðis i 3.deild i sumar, til að kanna málið, og fá úr þvi skorið, hvort sami maður hafi leikið með báðum liðum. Heldur hefur afgreiðsla KSl verið slæleg. Það liðu fleiri vikur þar til Austí'iröingar fengu send ingu frá þeim, en hún hafði inni að halda afrit af leikskýrslum Selfoss. Leikskýrslur Hveragerð- is komu ekki, og hafa þær enn ekki borizt, þrátt fyrir Itrekuð til- mæli þeirra. Þykir mönnum þar þetta orðið all undarlegt, og vilja sumir halda þvi fram, að þetta sé þá rétt, að sami maður hafi leikið með báðum liðum. önnur ástæða geti ekki verið fyrir þvi að þeir fái ekki skýrslurnar i hendur. Ef svo reynist vera, að sami maður hafi leikið með báðum lið- um, ætla Þróttarar að kæra til Frh. á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.