Tíminn - 15.02.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.02.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra ávarpar búnaðarþing í gær. (Tlniaiiiynd Gunnar) Kynslóðaskiptin í búskapnum hér erfiðari en í nágrannalöndunum - sagði Asgeir Bjarnason við setningu búnaðarþings AK, Rvík. — Búnaðarþing var sett árdegis i gær í fundarsal Bændahallarinnar, þar sem það verður háð að venju. — Allmikill fjöldi gesta var við þingsetning- una, þar á meðal fulltrúar Kven- félagasambands tslands. — Asgeir Bjarnason, alþingismað- ur, formaður B.l. setti þingið og bauð fulltrúa og gesti velkomna. ræða hans er birt I heild inni I blaðinu. Næsti fundur búnaðar- þings er klukkan 9,30 árdegis i dag. Flestallir fulltrúar búnaðar- þings voru komnir. I setningar- ræðu sinni ræddi Ásgeir Bjarna- son mörg hagsmunamál land- búnaðarins, meöal annars mögu- Fundu 4000 ára papýrus- skjal EJ—Reykjavík. Fornleifafræðingar, sem unnið hafa að uppgreftri skammt frá Kairó i Egyptalandi, hafa fundið papýrus-skjal, sem er um 4000 ára gamalt.Á papýrus þennan er ritaö á Aramisku, sem er það tungumál sem Jesús Kristur tal- aöi. Dr. Kamal Mallakh, sem er sérfræöingur i fornum tungu- malum, segir, að fundur þessa papýrus-sé þýðingarmikill og sér- stakur. Hann segir, að skjalið viröist skýra frá áætlun, sem gerð var um 2000 árum fyrir Kristsburð, um innrás frá Sýrlandi i Egypta- land, og þeim aðferðum, sem Egyptar beittu til að eyðileggja þá áætlun. Papýrusinn fannst viö Sakkara, sem er um 15 mflur sunnan Kairó- borgar. leika ungs fólks og annarra frum- býlinga til þess að taka við búi og reisa bú í sveit. Kom glöggt fram i upplýsingum hans, að kynslóða- skiptin i islenzkum búskap eru til muna örðugri, en nágrannalönd- um, og lánafyrirgreiðsla minni og óhagstæðari. A þessu máli yrði aö ráða bót. Annars visast til ræð- unnar inni i blaðinu. Næstu flutti Halldór E. Sigurðs- son, landbúnaðarráðherra ávarp til þingsins, og er meginefni þess rakið i annarri frétt hér i blaðinu i dag. Að loknu ávarpi hans ávarp- aði frú Sigríður Thorlacius, for- maður Kvenfélagasambands ts- lands þingið. Hún kvaðst vilja þakka Búnaðarfélagi Islands þá velvild að bjóða fulltrúum Kven- félagasambandsins til þing- setningarinnar og nota tækifærið til þess að rifja upp forgöngu B.I. að stofnun kvenfélaganna og sambands þeirra fyrr á árum. Rakti hún siðan, hvernig það hefði borið að. Ætið hefði ríkt góö samstaða og samstarf milli búnaðarfélaganna og kvenfélag- anna i sveitum landsins og kvaðst hún vonast til, að svo yrði lengi enn. Búnaðarfélagið væri sterkt afl, og saman gætu þessi samtök reynzt enn sterkari. En ég finn sérstaka ástæðu til þess að þakka B. 1. þátt þess i stöfnun samtaka okkar, sagði frú Sigríður. Eftir þetta voru starfsmenn þingsins kjörnir, varaforsetar og ritarar, og siðan var þingfulltrú- um skipt i starfsnefndir. Loks var lýst allmörgum málum, er bún- aðarfélög og sambönd hafa seht þinginu til álita. Hjálmar um borð í Árna: „Nú vantar bara skip til veiða" ÞO—Reykjavík. Það virðist vera um sam- fellt loðnumagn að ræða frá Hjörleifshöfða og austur fyiii' Ingólfshöfða, sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiski- fræðingur, um borð I Árna Kriðrikssyni, er við ræddum við hann i dag. Árni Friðriksson var staddur veslan við Ingóifs- höfða, er við íæddum við Hjálmar seinni hluta dags. Sagði hann, að óhemju mikil loðna væri á þessu svæði, og það eina, sem vantaði væru skip til að veiða. Margar loðnutorfur höfðu fundist i gær grunnt i Meðallands- bugt, á svæðinu frá Skaf- tárósum að Ingólfshöfða. Tvö skip voru búin að fá fullfermi þarna, Börkur og Olafur Sigurðsson, en Börkur var að koma fr þvi að landa fullfermi á Horna- firði. Þar 3 skip fullfermi 6 milur austan við Skaftár- ósinn i morgun og einhver skip voru þar að vinna I gær- kvöldi. A þessu svæði fékk Eldborg 550 og Orfirisey 320. Magnús NK fékk fullfermi út af Hjörleifshöföa i gær. Bjarni Sæmundsson lóðaði á loðnu i gær, á Papagrunni 25 mílur frá landi. Samkomulag um landhelgis- málið í utanríkismálanefnd Nefndin lagði fram á Alþingi í gær sameiginlegt nefndarálit í landhelgismálinu EB—Reykjavlk. Utanrfkismálanefnd Alþingis lagði I gær fram á Alþingi nefndarálit um tillögurikisstjórnarinnari landhelgismálinu. Standa fulltrúar allra stjórnmálaflokka að nefndarálitinu og breytingatillögu um breytingu á orðalagi tillögunnar. t breytingatillögunni er kveðið á um útfærzlu I 50milur l.sept.nk. og aðlandhelgissamningunum frá 1961 við Breta og Vestur-Þjóðverja verði sagt upp. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar skrifa undir með fyrirvara um 50 mílur og flytja breytingatillögu um 400 metra jafndýpislinu. Einnig hafa þeir fyrirvara um uppsögn samn- inganna en Nytja enga breytingatillögu um það efni. Utanríkismálanefnd Alþingis skilaði f gær áliti sinu um tillögu rikisstjórnarinnar i landhelgis- málinu. Leggur nefndin til, aö tillagan verði afgreidd meö eftir- farandi orðalagi', „Alþingi itrekar þá grund- vallarstefnu tslendinga, að land grunn tslands og hafsvæöið yfir þvi sé hluti af islenzku yfirráöa- svæði, og ályktar eftirfarandi: 1. Að fiskveiðilandhelgin veröi stækkuð þannig, að hún verði 50 sjómflur frá grunnlinum allt i kringum landib, og komi stækk unin til framkvæmda ekki siöar en 1. september 1972. 2. Að ríkisstjórnum Bretlands og Sambandslýðveldisins Þýzka- lands verði enn á ný gerð grein fyrir því, að vegna lífshagsmuna þjóöarinnar og vegna breyttra aðstæðna geti samningar þeir um landhelgismáliö, sem gerðir voru við þessi riki 1961, ekki lengur átt viö og séu Islendingar ekki bundnir af ákvæðum þeirra. 3. Að haldiö verði áfram samkomulagstilraunum við rikis- stjórnir Bretlands og Sam bandslýðveldisins Þýzkalands um þau vandamál, sem skapast vegna útfærzlunnar. 4. Að unnið verði áfram I samráöi við fiskifræöinga að ströngu eftirliti meö fiskistofnum viö landið. og settar, eftir þvi sem nauösyn- legt reynist, reglur og friðun þeirra einstakra fiskimiða til þess að koma i veg fyrir ofveiði. 5. Aö haldið veröi áfram sam- starfi við aörar þjóðir um nauð- synlegar ráöstafanir til þess að koma i veg fyrir mengun sjávar og heimilar rikisstjórninni að lýsa einhliða yfir sérstakri nengunarlögsögu á hafinu um- hverfis tsland". t nefndarálitinu taka fulltrúar stjómarflokkanna i nefndinni, þeir Þórarinn Þórarinsson, for- maöur hennar, Eysteinn Jónsson, Gils Guðmundsson og Bjarni Guðnason, fram, aö þeir liti svo á, að rikisstjórnin nafi samkvæmt 2. liö tillögunnar heimild til þess að segja upp samningunum við Bretland og Sambandslýðveldið Þýzkaland og að fyrir liggi vit- neskja um, að það verði gert. Fulltrúar stjórnarandstööu- flokkanna i utanrikismálanefnd. þeir Gylfi Þ.Gislason, Jóhann Haf stein, og Matthias A. Mathiesen, flytja breytingartillögu við 1. grein tillögunnar. Þeir leggja til aö fiskveiðilandhelgin nái yfir „landgrunnið", þannig að ytri mörk hennar veröi sem næst 400 metra jafndýpislinu, en þó hvergi nær landi en 50 sjómilur frá grunnlinum allt i kringum landið, og komi stækkunin til fram- kvæmda eigi siðar en 1. septem- ber 1972. Stjórnarandstöðufulltrúarnir hafa fyrirvara um 2. grein tillög- unnar, þ.e. um uppsögn samning- anna við Bretland og V-Þýzka- land, en ekki hafa þeir komið fram með breytingartillögu við þá grein. Stjórnartillagan í landhelgis- málinu verður til síðari umræðu i dag i Sameinuðu þingi. Hefst þingfundurinn kl. 2. siðdegis. Samkomulag mun um að afgreiða málið i dag. Setningarræða Ásgeirs Bjarnasonar formanns Búnaðarfélags íslands, er í opnu blaðsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.