Tíminn - 19.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.02.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. febrúar 1972 TÍMINN a2Qj3 Búinn að skrifa bók um Gretu Garbo Blaðamenn hafa aldrei fengið að tala við Gretu Garbo, og þá sjaldan þeir hafa komizt nærri henni, hefur hún svarað spurn- ingum þeirra einsatkvæðis- orðum. Þetta hefur þó ekki komið i veg fyrir, að þeir hafa skrifað um hana hvern dálkinn af öðrum. Sænskur ljósmyndari hefur meira að segja skrifað um hana heila bók og myndskreytt að auki. 1 þessari bók eru fyrstu litmyndirnar, sem birtar hafa verið af þessari eitt sinn svo frægu leikkonu. Ljósmyndarinn heitir Ture Sjölander. Eftir að bókin hans var komin á mark- aðinn lagði hann land undir fót og hélt til bæjarins Klosters i Alpafjöllunum, en þar býr Greta. Þar hefði hann hugsað sér að afhenda henni eitt eintak af bókinni. Ture hitti Gretu Garbo á götu og sagði — Góðan daginn Gigi! Ture vissi, að Greta var kölluð þessu nafni meðal vina og kunningja. Svo hélt hann áfram : — Ég ætlaði að afhenda þér eintak af bók, sem ég hef skrifað um þig. Hún svar- aði þvi til, að hún gæti ekki tekið við bókinni. En hann hélt fast við sitt, og að lokum tók Greta bókina og fór að blaða i henni. Eftir nokkra stund spurði hún, hvort hann vildi fá bókina aftur, eða hvort hún mætti eiga hana, og 'að sjálfsögðu var það auðfengið. Hún lét i ljós, að bókin virtist skemmtileg. Þá sagði Ture, að hann væri að hugsa um að gera um hana kvikmynd, og hvort hún hefði nokkuð á móti þvi. Alls ekki, ef þú ætlast ekki til þess að ég hjálpi þér á einhvern hátt, segir hún og kveður Ture brosandi. ft' 26 ára aldursmunur Peter Lawford, er eitt sinn var einn af Kennedyfjölskyldunni, er i þann veginn að ganga i hjónaband. Hin væntanlega eiginkona hans er Mary Rowan, dóttir Dan Rowan. Þeir Dan og Peter eru jafnaldrar, báðir f jörutiu og átta ára gamlir. Hins vegar er brúðurin aðeins tutt- ugu og tveggja ára. Hjónaefnin segja, að aldursmunurinn skipti þau engu máli, en það virðist sem Dan sé ekki hrifinn af ráðahaf dóttur sinnar. # * kunna skil á slíku. Allt fór af stað, og Hanson vissi varla sitt rjúkandi ráð. Sprengjuférfr. komu á staóinn, og augnabliki sðiðar voru þeir komnir af stað til þess að láta fjarlæja fólk úr húsum i götunni. Siðan tóku þeir til við að gera sprengjuna óvirka. Innan i henni höfðu verið 110 pund af virku sprengjuefni. Það hefði verið heldur óskemmtilegt að kveikja á þessum lampa, ef Hanson hefði einhvern tima tekizt að gera úr sprengjunni lampafót. Hættulegur lampafótur Patrick Hanson i Stourbridge i Englandi hélt sig hafa fengið aldeilis furðulega skemmti- legan lampafót, þegar hann festi kaup á eldsprengjuhylki lír siðustu heimstyrjöld. Vinur Patriks átti sprengjuna, og eng- um datt annað i hug en hún væri óvirk. Hann stakk henni inn i bilskottið og ók svo heim á leið. Þá tók hann allt i einu eftir þvi að virar stóðu út úr sprengjuhólknum, og Hringdi þegar i stað til vinar sins, sem eitt sinn var i hernum, og átti að & TÖLVA VINNUR AÐ ÞÝDINGUM Sovézk tölva af gerðinni Minsk-22, sem nú er verið aö reyna & Tæknistofnuninni i Kisjinjov, höfuðborg Sovéuýð- vesdisins Moldaviu, þýðir greinar um tæknileg efni úr ensku og rússnesku, og hraðinn við þýðinguna til jafnaðar 1000 orð á 15—20 minútum. Tölvunni hefur tekizt frábærlega vel að þýða greinar um hálfleiðara, byggingarefni, skipasmiði og vinframleiðslu. 0 ti Fjármálaráðgjafi Nixons Þessi unga kona heitir Marina Whitman. Hún er fyrst kvenna i Bandarikjunum valin til þess að taka sæti i ráðgjafarnefnd þeirri, sem er Nixon til ráðu- neytis i 'efnahagsmálum bæði innan Bandarikjanna og utan. t þessari nefnd eiga sæti þrir menn. Þegar Nixon tilkynnti um útnefningu Marinu Whitman I nefndina, sagði hann, að hún hefði verið valin sökum hinnar miklu þekkingar, sem hún hefur á efnahagsmálum, og almennra hæfileika hennar. Marina er 36 ára gömul, og hefur verið prófessor i hagfræði við Pitts- burgh-háskólann i Pennsyl- vaniu, eh hefur fengið leyfi frá prófessorsstörfunum um sinn. —Ég get mælt með þessari bók, sem heitir „Xstin I náttúr- unni"—Takk, ég þarf þess ekki, ég hef íbúö. — Haltu þér nú fast. Það var einmitt hérna, sem Óli datt i gær og handleggsbrotnaöi. Fjólskyldan var I biltúr suður I Evrópu og börnin þriggja og fimm ára, sátu auövitað I aftur- sætinu. Ekið var gegn um skóg og allt I einu sá Mikki litli skilti og segir ákafur: — Þetta þýðir, að dádýrin mega ekki fara yfir gótuna. - Vitleysa, svaraði Lalli, fimm ára. Dádýr kunna ekki að lesa. - Nei, en þau geta kannske skoð- að myndina. Maður nokkur hringdi til umboðs- manns skemmtikrafta i Paris og sagði: —Góðan daginn. Haldið þer að ég geti orðið skemmtikraftur? Eg hef nefnilega þrjú höfuð? —Það er stórkostlegt, svaraði umboðsmaðurinn. Hvar get ég hitt yður? —Viö skulum hittast við Eiffel- turnin kl. 10 I fyrramálið og þér getið þekkt mig á rauðri nelliku i hnappagatinu. — Viöskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér! Atvinnuleysingi stóð á götu- horni og seldi skóreimar. A hverjum degi gekk Pétur for- stjóri framhjá honum og lét tiu króna pening detta i kassann, en tók aldrei neinar reimar. Dag nokkurn, þegar reimasal- inn hafði fengið sinn venjulega tikall, hljóp hann á eftir for- stjóranum, togaði I ermi hans og sagði: — Ég ætla ekki aö vera ókurteis, en skóreimarnar hafa hækkað I 15 krónur. DENNI DÆAAALAUSI Pabbi, þú eyöileggur friið okkar, ef þú ert alltaf að vinna eins og þræll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.