Tíminn - 26.02.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.02.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 26. febrúar 1972 TÍMINN 13 FLÓÐIN SJÖTNUÐ OÓ-Reykjavik. Flóðin á Vesturlandi eru nú sjötnuð og allir vegir færir, nema Þingvallavegur ofan við Ljósa- foss. Alftavatn flæðir þar á tveim stöðum yfir veginn. Um hádegis- bil i gær komst. vegasamband á við Hvitárvelli i Borgarfirði. Stórir bilar komust þar yfir snemma i morgun, en allir bilar siðar. Litlar skemmdir urðu á veginum við Hvitárvelli og Ferju- kot. Var enginn jakaburður i ánni og komu vegirnir nokkurn veginn jafngóðir upp úr vatninu aftur. Viðast er búið að gera við vega- skemmdir eftir vatnselginn og skriður sem féllu yfir vegina. Stærsta skriðan féll við Hjalla i Kjós. Meðalfellsvatn hækkaði mikið i fyrradag,og þegar verst lét var yfirborðið um 1,5 metra hærra en venjulega. Vegir umhverfis vatnið fóru i kaf og sumarbústað- ir sunnan við vatnið voru um- flotnir. Bátaskýli á vatnsbakk- anum voru mörg hálf i kafi. 1 fyrrinótt og gær lækkaði svo i vatninu, að hægt var að komast alla vegi þar á venjulegum bilum. Alþingi Framháld af bls. 6. á það, að þróun þjónustustarf- semi og félags- og menningarlifs verður að haldast i hendur i at- vinnuuppbyggingunni, ef árangur á að verða af landshluta- áætlunum. Nútimafólk mælir lifs- kjör sin og afkomu ekki á vog at- vinnumöguleika og peningatekna einni saman, heldur engu siður á mælikvarða félags- og menn ingarlifs i viðri merkingu. Nú timafólk unir ekki fásinni og ein- angrun né lélegri almanna- þjónustu á sviði félagslifs, menntunar og heilsugæzlu, að ekki sé minnzt á samgöngur, sem telja verður eitt brýnasta hags- munamál þjóðarheildarinnar. Ég sagði áðan, að i sambandi við byggðajafnvægismálin yrði ekki komizt hjá að velja og hafna. Það hefur komið fram i sambandi við umræður um byggðaþróun á Norðurlandi, að skynsamlegt væri að stefna að frekari eflingu Akureyrar til mótvægis hinu sterka aðdráttarafli Reykja- vikursvæðisins. Undir þessa hug- mynd taka flutningsmenn þessarar tillögu með þeim fyrir- vara, að jafnframt séu gerðar ráðstafanir til þess að styrkja aðra landsbyggð á Norðurlandi og annars staðar, enda getur það ekki orðið keppikefli, að ofvöxtur hlaupi i mannfjöldaþróun Akur- eyrar á kostnað annarra byggðarlaga norðanlands. Aö mörgu þarf aö hyggja Þessu næst sagði Ingvar m.a., að það væri mikið verkefni að vinna að framtiðareflingu Akur- eyrarbæjar að þessu leyti. Ef Akureyri ætti að geta orðið mót- vægi gegn aðdráttarafli Stór- Reykjavikur, þyrfti að mörgu að hyggja. Það þyrfti að efla at- vinnulifið og fjölga atvinnu- greinum. Það þyrfti að efla Akur- eyri sem verzlunarmiðstöð og hafskipahöfn. Opinber þjónusta þyrfti að verða fjölbreyttari. Gera þyrfti stórátak i heilbrigðis- málum, i sjúkrahús- og læknis- þjónustu. Mjög aðkallandi væri að taka húsnæðismálin til endur- skoðunar, þvi að ónógt húsnæði stæði nú bænum fyrir þrifum. En það þyrfti einnig, eins og þessi tillaga gerði ráð fyrir, að efla Akureyri sem skólabæ og menn ingarmiðstöð. Ingvar minnti siðan á marga þætti menningarlifs, sem væru i mótun hjá Akureyringum. Ljóst væri, að þegar væri fyrir hendi á Akureyri umtalsverður visir' að fræða- og visindastarfsemi. Sumum kynni að þykja sá visir mjór og hann væri það, ef miða ætti vð þann vöxtulega gróður, sem rækta mætti, ef markvisst og skipulega yrði unnið að eflingu rannsókna- og visindastarfs á Akureyri, en máltækið segði „Mjór er mikils, visir.” Umræðunni um tillöguna var frestað að lokinni framsöguræðu Ingvars, en henni var visað til allsherjanefndar með 33 sam- hljóða atkvæðum. Á sunnudaginn 27. febrúar sjá konur um kaffisölu i Félagsheimili Fáks við Elliðaárnar. Glæsiiegt hlaðborð. Kvennadeild Fáks. TIL SÖLU LAND/ROVER 1968, ekinn 18,500 km. Klæddur innan, með sætum. Vel með farinn. Upplýsingar I sima 17133 um hádegi og á kvöidin næstu viku. TIL SÖLU I Njarðvikum 5 herbergja Ibúð I nýlegu steinhúsi, 2 samliggjandi stofur og 3 herbergi ásamt bllskúr og ræktaðri lóð. Upplýsingar I dag og á morgun I sima 21738. Leikskólinn Garðahreppi Þeir foreldrar sem hafa hug á að sækja um vist fyrir börn sin (3-6 ára) á leikskólanum við Faxatún, vinsamlegast komi til viðtals i leikskólanum mánudagin 28. febrúar og þriðjudaginn 29. febrúar nk., kl. 1-4 eftir hádegi. Félagsmálaráð Garðahrepps ATVINNA Viljum ráða tvo laugarverði við Sund laugarnar i Laugardal. Góð sundkunnátta nauðsynleg. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf,skulu sendast til Fræðsluskrif- stofu Reykjavikur, Tjarnargötu 12, fyrir 4. marz n.k. Nánari upplýsingar veitir iþróttafulltrúi, simi 21430. Fræðsluskrifstofa Reykjavikur. Vinna á sníðastofu Óskum að ráða nú þegar karl eða konu með starfsreynslu til starfa á sniðastofu. Góð vinnuskilyrði. Upplýsingar i verk- smiðjunni milli kl. 10. og 12 mánudaginn 28/2. FATAVERKSMIÐJAN GEFJUN Snorrabraut 56 . KVERNELAND S Heimsmeistarinn í plœgingu 1 heimsmeistarakeppninni i plægingu, sem fram fór I Bretlandi á siðastliðnu ári,voru Kverne- lands plógar I 3 fyrstu sætunum og 9 af 10 efstu. Þetta sannar ótvirætt yfirburði Kvernelands jarðvinnslutækja. Fjölbreytt úrval plóga og herfa frá hinum heimsþekktu Kvernelands verksmiðjum i Noregi útvegum við með stuttum fyrirvara. Hafið samband við okkur strax og fáið nánari upplýsingar og tryggið yður afgreiðslu i tíma fyrir vorið. G/obusf LAGMÚLA 5, REYKJAVIK, SIMI 81555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.