Tíminn - 26.02.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.02.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. febrúar 1972 TÍMINN 5 Sagt er, að gamli refurinn hann Gary Grant sé að hugsa um að kvænast á nýjan leik, og i þetta sinn er það fjórða konkn hans, sem hann gengur að eiga i annað sinn. Eiginkonan, Dyan Cannon, er sögð hafa hitt hann á jólunum og hafa samþykkt að ganga i hjónaband með honum á nýjan leik. Þau Dyan og Cary voru gift i fjögur ár, eða réttara sagt bjuggu þau saman i fjögur ár, áður en Dyan tókst að telja þennan glaumgosa á að giftast sér. Svo liðu aðeins þrjú ár, og þá slitu þau samvistum. Dyan hefur sakaö þennan fyrrverandi mann sinn um að hann hafi notað LSD um hverja helgi. En nú langar leikarann fræga til þess að fá aftur konu sina og litlu dótturina, hvað sem öllu öðru liður, og við verðum að biða og sjá, hvað hvað setur kannski kemur frúin aftur, og dóttirin með. Hér sjáið þið Gary og Dyan á meðan litla dóttirin, var enn litil. Og svo sjáið þið dótturina, eins og hún litur út núna, fimm ára gömul. Hún heitir Jennifer. Kimnigáfa KGB. Getur það átt sér stað, að yfirmenn rússnesku leyni- þjónustunnar hafi einhverja kímnigáfu, spyrja Gyðingarnir, sem halda nú i striðum straum- um til skrifstofu þeirrar, sem veitir leyfi til brottflutnings þeirra til Israel. Astæðan fyrir þessari spurningu er sú, að yfir- maður skrifstofunnar, sem er reyndar kona, heitir Israelova. Skrifstofa hennar er ein af undirdeildum i KGB. Annars segja Gyðingarnir, að þeir hafi ekki undan neinu að kvarta með Israelovu. Hún sé vingjarnleg- asta kona, og hafi sýnt þeim hina mestu vinsemd. Á leið upp á stjörnuhimininn Það eru timaskipti að þvi, hverjir njóta mestra vinsælda. Ekki er langt siðan Che Guevara var mest um talaður, og jafnvel gerð af honum alls kyns vegg- spjöld, sem ungir sem gamlir hengdu upp á veggi heima hjá sér. Siðan kom röðin að Jesú Kristi, og er skemmst að minnast söngleiksins Jesus Christ Super- star, sem vakið hefur athygli viða um lönd. Sá, sem virðist vera að komast á toppinn aftur, eftir nokkurra ára hlé, er gamli Nazistahöfðinginn Hitler. Um þessar mundir er verið að gera hvorki meira né minna en fjórar kvikmyndir um Hitler, lif hans og dauða. Já, og þar að auki þrjú leikrit. Eitt leikritanna, Lif og Dauði Adolfs Hitlers, mun slá öll met, hvað lengdina snertir. Það verður sett á svið i Londons Coliseum i mai og stendur i fjóra tima. Sú nýbrevtni verður höfð i sambandi við þessa sýningu, að haft verður matarhlé i miðri sýningu. Höfundur leikritsins er George Hume. Þá er margt sem bendir til þess að einræðisherr- ann og kollegi Hitlers, Mussolini, sé á leið upp á stjörnuhimininn. Verið er að búa til hvorki meira né minna en þrjár myndir um hann. I einni þeirra leikur Richard Burton Mussolini, og eiginkona hans Liz Taylor fer að sjálfsögðu með hlutverk ástmeyj- arinnar, Clöru Petacci. ★ islendingur opnar veit- ingahús í Höfn. Þorsteinn nokkur Viggósson hefur opnað nýtt diskótek i Kaupmannahöfn sem hann kallar Leonardo da Vinci. Diskótekið er til húsa i sömu húsakynnum og Klub 6 var i áður, við Jernbanegade. Mikið var um dýrðir, þegar þetta nýja diskótek var opnað, og sagt, að við opnunina hafi verið mættir 350 gestir. Klub 6 var lokað i haust, eftir að einn gestanna hafði orðiö fyrir skotárás og beið bana. Margir munu kann- ast við Þorstein, þvi hann rak Glaumbæ um tima. Hann hefur verið nokkurn tima i Kaup- mannahöfn, og rekið þar mat- sölustað. Þorsteinn hefur breytt húsakynnum Klub 6 mikið, og af mikilli snilld, segir i dönskum blöðum, og hinn nýi veitinga- staður á allan hátt hinn skemmtilegasti. Aldurinn færist yfir þau Hversu lengi mun þeim takast að halda sér uppréttum, glæsilegum og velbúnum, þessum hjónum, sem svo mikið hefur verið rætt um undanfarna áratugi. Þetta eru hjónin Wallis og Edvard hertogi af Windsor. Hann er 75 ára gamall og hún er 73 ára, og það má sjá, að þau eru farin aðeldast. Það eru búin að vera gift i 35 ár, og þessi 35 ár hafa liðið við glaum og gleði. Þau hafa farið úr einni veizlunni i aðra, og alltaf hafa þau verið óaðfinnanlega klædd. Þau hafa lika oftar en einu sinni verið valin meðal 10 bezt klæddu kvenna og karla i heimi. Hann er blindur, og hún er komin með óteljandi hrukkur á andlitið, en hvað sem öllu öðru liður, eru þau bæði hamingjusöm og neita aldrei boði, og verða barnslega glöð, i hvert sinn, sem þeim er boðið i veizlu. * Ung stúlka hafði verið i sumar- leyfi i Paris og notaði hvert tæki- færi, til að minnast á það. Nýlega var hún i strætó og vildi ungur, kurteis maður standa upp fyrir henni. —Nei, takk, svaraði stúlkan — ég sat svo mikið, þegar ég var i Paris i sumar. Ungi Marsbúinn kom inn og spurði: —Pabbi, má ég fá lánað- ann diskinn i kvöld? —Já drengur minn, hvert ætlarðu? —-Út að borða... Það var islenzk málfræði i bekkn- um og öllum hundleiddist meðan kennarinn þuldi: —Ég þvæ mér, þú þværð þér, hann, hún og það þvær sér...Segöu mér Pétur, hvaða tið er þetta? —Ég held, að þetta geti ekki verið annað en laugardagskvöld, herra kennari. Gamli majórinn var úti að ganga með vini sinum, þegar óvenju vel löguð ungpia leið framhjá. —Mikið vildi ég vera orðinn sjö- tugur aftur, sagði majórinn. —Ég held, að maðurinn minn sé að verða gamall, sagði Jónina. —Hvers vegna heldurðu það? spurði Pálina. Þegar við förum út að borða, sókkvir hann sér niður i matseðil- inn, en áður var hann vanur að rannsaka gengilbeinuna gaum- gæfilega fyrst. Jenseshjónin eiga sumarbústað þar sem fjölskyldan býr i frium sinum. Eitt sinn buðu þau Jakobi gamla. Hann kom, dvaldi i viku og siðan aðra. Fyrst gekk allt vel, en loks kom Jensen til konu sinnar og spurði hana, hvort hún gæti ekki einhvern veginn losnað við karlinn. —Spurðu hann hvort hann sakni ekki konunnar og barnanna, stakk Jensen upp á. —Ég er búin að spyrja hann að þvi og hann sagðist strax ætla að skrifa og biðja þau að koma. Aslákur gamli var að koma úr kirkjunni, þar sem hann hafði verið að hlusta á nýja prestinn. Konan hans vildi fá að vita, hvernig ræðan hefði verið. —Hann var allt of öfgafullur, svaraði Láki. —Hann talaði um helviti eins og hann væri alinn upp þar. Sörensen kom mjög seint heim og samvizkan var slæm, þó áfengið hefði minnkaö samvizkubitið nokkuð. Ekki lagaðist ástandið þegar hann sá frúna standa i dyrunum, með rúllur i hárinu og kökukerfið undir hendinni. En Sörensen var fljótur að hugsa og sagði: —Hvað, ég bað leigubilsstjórann að keyra mig heim, en ekki til Himnarikis. —Hvað á ég að gera við börnin? Þau eru alltaf að slást, sagði barnfóstran við frúna. —Sendu þau til min, þá skal ég syngja fyrir þau. —Ég er búin að hóta þvi tvisvar, en það dugar ekki. DENNI DÆAAALAUSI — Þetta er eitt af þvi fyrsta, sein ég lærði að lesa. Hérna stendur: Þurrkaðu af þér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.