Tíminn - 25.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.03.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. marz .1972. TÍMINN S20l Erkiengillinn Það er ekki á hverjum degi, sem myndir birtast af hásettum stjórnmálamönnum i gerfi erkiengilsins. Hér er þó ein slik mynd. betta er Edward Heath, forsætisráðherra Englands, og er myndin tekin er hann kom i fyrsta sinn fram opinberlega. Það var á skólaleiksýningu árið 1932, er hann fór með hlutverk erkiengilsins á leiksýningu i gamla skólanum hans Rams- gate i Kent i Englandi. Þá begar var Heath hátt fyir alla aðra hafinn, hann var erkiengillinn á meðan félagar hans voru bara venjulegir englar. Bara venjuleg skjalataska Sveit sprengjusérfræðinga var kölluð á vettvang, þegar skjala taska fannst standandi upp við vegg á bílastæði lögreglu- stöðvarinnar í Vestur-Los Angeles nyrir nokkru. Sér- fræðingarnir skáru eitt hornið af töskunni með mestu var- færni, þar sem þeir héldu, að hér væri um að ræða hættulega sprengju. 1 þvi þeir voru að ljúka verkinu kom Lawrence Walsh lögregluforingi aðvif- andi, og spurði hvort nokkur hefði séð skjalatöskuna sina, sem hann hefði gleymt á bfla- stæðinu. Borgarstjórinn nær óþekktur Borgarstjóri New York borgar, John V. Lindsay hefur Iagt mikið kapp á að auglýsa sjálfan sig um öll Bandarikin vegna- fyrirhugaðra forsetakosninga, en hann er sagður hafa no.kkurn áhuga á að krækja i forsetastólinn. Hann hefur gengið svo langt i þessari auglýsingastarfsemi, að hans eigin kjósendur i New York eru hættir að þekkja hann. Nýlega átti Lindsay að mæta sem vitni fyrir rétti við dómstól f New York. —Hvert er nafn yðar, spurði starfsmaður réttarins. John Lindsey sagði til sin, en maðurinn náði ekki nafninu i fyrstu. —John hvað, sagði hann og Lindsey þurfti að endurtaka nafn sitt nokrum sinnum, áður en starfsmaðurinn hafði náð þvi réttu. Kominn í náðina á ný. Munið þið ettir nneykslismálinu mikla i Englandi, þegar John Profumo hermálaráðherra varð að segja af sér vegna sambands hans við ungar stúlkur, sem ekki höfðu nægilega gott mann- orð? Flestir hefðu liklega haldið, að Profumo ætti ekki aftur eftir að fá tækifæri til þess að heilsa drottningu sinni, en það hefur þó gerzt. Þessi mynd var tekin af þeim nýlega, þegar opnað var svokallað Attlee House i London. Þar var Profumo staddur og að sjálf- sögðu drottningin lika. Hún heilsaði fyrrverandi ráðherra sinum með virktum, og ekkert gaf til kynna að hún myndi eftir hreykslismálinu. Reyndar mun John Profumo hafa fengið aftur virðingu fólks i Englandi. Þegar hann dró sig til baka eftir hneykslið, fyrirgaf konan hans honum strax. Hún er Valerie Hobson, fyrrum þekkt leikkona. Profumo byrjaði fljótlega að helga sig félagsmálum og hefur unnið að þeim af miklu kappi siðan. Meðal annars hefur hann lagt mikið af mörkum fyrir fyrrverandi og núverandi alkóhólista i Englandi. Það var einmitt i þvi hlutverki sem hann var meðal stofnenda Attlee hússins. 1000 Eiffel-turnar Bing Crosby hefur nú sungið i 45 ár. Enskt blað gerði það að gamni sinu i tilefni af þessu, að reikna út, hversu margar grammófónplötur þessi heims- frægi söngvari hefur selt. Ct- koman hljóðaði upp á rúmlega 300 milljónir plata, og sé reiknað með, að hver plata sé 1 mm á þykkt gæti meður reist 1000 súlur, sem hver um sig væri jafnhá Eiffelturninum. —Sæll, elskan. Það komu nokkrir vinir þvinir og kenndu mér að spila póker! t Islandssögutima i Austurbæjar- skólanum nýlega, spurði ken- narinn einn drenginn, hver hefði numið land k Eyjafirði. Sá, sem spurður vai;, hafði ekki svar á reiðum höndum og sessunautur- inn ætlaði að gefa honum smá bendingu. —Óli feiti, hvislaði hann, og ætlaðist til, að þá myndi hinn eftir Helga Magra. Það varð þvi mikill hlátur i skólastofunni, þegar hann rétti brosandi upp hendina og sagði. —Já nú man ég það. Hann hét Óli feiti! t eldhúsinu á nýstofnaða heimilinu: -Æ fjárinn sjálfur, þarna lokaðist matreiðslubókin og ég, sem hafði ekki hugmynd um, hvað ég var að búa til!.. —Ég ætfa- að kaupa bókina „Hvernig maður nær i mann" sagði litil stúlka, sem kom inn i bókabúð. Afgreiðslustúlkunni þótti sú litla vafalaust heldur ung til að lesa slikt og spurði, hvort hún vildi ekki einhverja aðra bók. —Hún á ekki að vera handa mér, svaraði sú stutta. —Ég ætla að gefa pabba hana i afmælisgjöf. Hann er lögregluþjónn. Frú Málfriður var úti aö ganga með syni sinum, þegar þau mættu frú Jósefinu. —En hvað hann Kiddi er orðinn stór, sagði Jósefina. —Hann , sem var svo litill, þegar hann var minni. Petra gamla varð 100 ára um daginn og eins og venja er við slik tækifæri, fór blaðamaður heim sókn til hennar. —100 ára er heilmikið, sagði hann. —Hvernig stendur nú á þvi, að þú ert orðin 100 ára? —Ja, i fyrsta lagi er ég fædd 1872, svaraði sú gamla. Ef þér finnst börnin þin ekki nógu dugleg við námið, þá mundu, að' heimska getur verið ættgeng. DENNI DÆMALAUSI Þegar við spilum þetta með þess- um hraða, hljómar það eins og þegar ég er'aö toga i hárið á henni Margréti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.