Tíminn - 25.03.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.03.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 25. marz 1972. TÍMINN 15 Tryggingar Framhald af bls. 6. verndað verðgildi þeirra. Bændur eru atvinnurekendur og þurfa á fé sinu að halda, meðan þeir reka búskap. Þessum atriðum hafa þeir gleymt, sem sömdu lögin um lifeyrissjóði bænda og félaga i stéttarfélögum. Heimilt er að draga iðgjöld frá tekjum. Það skiptir máli fyrir þá launþega, sem hafa miklar tekjur, en fyrir flesta, sem eru i stéttarfélögum, og bændur skiptir þetta litlu, þvi að fæstir þeirra greiða mikinn tekjuskatt. Ljóst er af ummælum Gunnars Guðbjartssonar og samþykktum stéttarsambands bænda, að meginforsendan fyrir stofnun lifeyrissjóðs bænda er stofnun lif- eyrissjóðs félaga i stéttarfélögum og tillagið til stofnlánadeildarinn- ar. Það framlag er hliðstætt og tillag það, sem útgerðarmenn og iðnrekendur greiða til sinna sjóða. Vextir af stofnlánum hækkuðu 1960 úr 4 1/2% i 6 1/2%. Sé tekið tillit til framlags at- vinnurekenda til stofnsjóðanna, svarar það til þess, að vextir hafi hækkað i 10%, en það eru venju- legir viðskiptavextir nú. Á hitt ber einnig að lita, að bændur hafa fengið ógengistryggð lán hjá stofnlánadeildinni, en það er mik- ils virði fyrir þá. Ég hef litið á til- lagið til stofnlánadeildarinnar sem endurgreiðslu fyrir hag- kvæm lanskjör og eigi talfð að hún skuldaði mér neitt, frekar hið gagnstæða. Bændasamtökin sögðu ríkisstjórninni vel til vegár FENNER V-Reimar óvallt fyrirliggjandi .-/^ZSi Einnig FLATAR REIMAR Rennilokar 1/4" — 4" Rennilokar m/flöngsum 2" —8" Alls konar kranar til húsa og skipa YALE keðjutaliur og SKRALL taliur 3/4 — 1 1/2 tonn * II YALE hurðarpumpur MARGAR STÆRDIR I VALD.POULSEN! KLAPPARSTlO M - SlMARi 13024¦1323S SUOUHI.ANDSMAUT 10 - |1»S20- 31142 með þvi að leggja 1% gjald á af'- urðir bænda til eigin samtaka og Bændahallar. Okosturinn við nýjar álogur er. áö nær ógjörlegt er að losna við þær aftur. Þannig hefur þetta reynzt með 2% gjaldið á afurðir bænda, en það svarar til 5% af kaupi þeirra. Stéttarsambandið tók til sin þrisvar sinnum meira en það þurfti. Afganginn lagði það i Bændahöllina. Framvegis ætti Stéttarsambandið að komast af með þær tekjur, sem það á að fá i sinn hlut af rekstri Bændahallar- innar. Tillögur hafa þó.eigi komið fram um að afnema framlag bænda til Stéttarsambandsins, en minhzt hefur verið á að stækka hótelið. Stéttarsambandið hefur sýnt lofsverðan áhuga á þvi að afnema 1% gjaldið til stofnlána- deildarinnar. Lifeyrissjóðsgjald- ið má að nokkru rekja til þess áhuga. Þetta hefur tekizt á þann veg, að samkvæmt þeim lógum, sem nú gilda, eiga bændur að greiða næstu 20 árin i framlag i lifeyrissjóð og til stofnlánadeild- arinnar nær 5% af andvirði afurða sinna. É met litils lög, sem eiga að koma til framkvæmda eftir nokkur ár, þvi að óvist er, að þau verði þá óbreytt. Hitt er stað- reynd, að samkvæmt þeim lög- um, sem i gildi eru, á að taka 5- 6% af afurðaverði bænda á ára- bilinu 1973-1976, en það þýðir 15- 18% af kaupi þeirra. 1 stað þess að losna við að greiða 1% afurða- verðs til stofnlánadeildarinnar cru likur til, að bændur fjármagni hana að öllu leyti i framtiðinni, enda vafalaust ekki annað þarf- ara gert, ef safna á stórfé i lifeyrissjóð hvort sem er. Skrafið um, að neytendur eigi að greiða 3/5 af lifeyrissjóðsgjaldi bænda, er óraunhæft. Neytendur eiga nóg með að greiða 10% af kaupi sinu til eigin sjóða, þó að þeir greiði eigi iðgjöld fyrir bændur. útsölu- verð var svo hátt á landbúnaðar- afurðum, áður en niðurgreiðslur voru auknar i árslok 1970, að þær seldust treglega. Hið sama mun gerast, þegar niðurgreiðslur lækka. F'ramleiðsluráð verður eigi sakað um, að landbúnaðar- vörur hafi eigi verið verðlagðar eins hátt og söluskilyrði leyfðu. Hafa bændúr og félagar stéttar- félaga beðið um lifeyrissjóði? Ég hef rætt um hinn nýstofnaða lifeyrissjóð við ýmsa bændur. Allir hafa sagt, að þeir hafi eigi verið spurðir um stofnun hans og ekki um hann beðið. Stéttarsam- band bænda var stofnað til þess að gæta hagsmuna þeirra viðvikj- andi verðlagningu og sölu afurða, en eigi til þess að gæta hagsmuna þeirra viðvikjandi verðlagningu og sölu afurða, en eigi til að finna upp nýja skatta á bændur. Það er tæpast rétt af stéttarsambands- fundi, sem stendur i einn eða tvo daga, að taka afstöðu til flókinna lagafrv. án þess að hafa tima eða aðstöðu til að kynna sé þau til hlitar. Þegar slik frv. eru flutt á Alþingi, er þvi haldið fram, að viðkomandi stéttir óski eftir þvi, að þau séu samþykkt óbreytt, þó að slikt sé með óllu óraunhæft. Það er þvi nær ógerlegt að hindra samþykkt slikra frv., hvað gölluð sem þau eru. Tryggingamál okk- ar stefna út I algerar öfgar. Bezt er að hafa kerfið sem einfaldast og sanngjarnast, að allir búi við hliðstæð kjór með eftirlaun. Það er öfugþróun að halda þvi fram, að atvinnurekendur þurfi aðrar eða meiri eftirlaunatryggingar en launþegar. Atvinnureksturinn krefst þess, að þeir eigi verulegar eignir, þvi að atvinnurekandinn þarf á meira fé að halda en laun- þeginn, meðan hann er i starfi. En hann hefur i flestum tilfellum minni þörf fyrir háan lifeyri. Það gefur auga leið, að hagkvæmara er að hafa örorkubætur og ellilif- eyri i einu lagi en i tveimur lög- boðnum kerfum, enda þekkist slikt víst hvergi nema hjá okkur. Meðalaldur karla á Islandi er 71 ár, en konur verða litið eitt eldri. Margir deyja áður en iðgjalda- greiðslur hef jast. I fæstum tilfell- um auka þeir útgjöld trygginga- stofnunar eða lifeyrissjóða. Ljóst er, að félagar i stéttarfélögum og bændur, sem hafa meðalbú, greiða á 40 árum með 10% vöxt- um og vaxtavöxtum allt að 16 milljónum króna til lifeyrissjóða, miðað við verðlag það, sem nú er, og samkvæmt þeim lögum, sem nú gilda. Auk þess greiða þeir til almannatrygginga eeenum skattakerfið. Ráðamenn þjóð- félagsins ætla þegnunum að leggja allvel á borð með sér eftir 67 ára aldur. 1 sérflokki eru bænd- ur, sem reka stærri bú. Þeir eiga að greiða allt að 50% meira án til- lits til þess, hvort þeir hafi meiri eða minni nettótekjur. Er sú lagasetning næsta frumleg. Ég hef við engan talað, sem eigi vill, að gömlu fólki liði vel. Það bætir eigi liðan þeirra öldnu og veiku, þótt tekið sé allt að tvöfalt meira af vinnulaunum launþega og bænda en þörf er á og þvi fé safnað i sjóði, sem verðfelldir verða öðru hvoru. Aldrað fólk hefur takmarkaða ánægju af þvi að eyða fjármunum. Tryggingakerfið þarf að endur- skoða og breyta þannig, að við höfum aðeins eitt lögboðið tryggingakerfi. Hins vegar á hverjum einstaklingi að vera heimilt að tryggja sig á þann hátt, sem hann telur æskilegt. Tvær leiðir eru til og báðar vél færar. önnur er sú, sem farin var að nokkru á þessu þingi, þegar tryggingalöggjöfinni var breytt og rikið tók að sér að greiða elli- lifeyri og örorkubætur að öllu leyti. Hin leiðin er, að einstak- lingar greiði iðgjöldin að mestu, eins og gert er i Noregi. Ætti þá að vera hægt að lækka skatta til rikisins. Það skiptir eigi öllu, hvor þessara leiða er valin. Aðalatriðið er að gera trygginga- kerfið einfalt og, sanngjarnt, þannig að allir búi við svipuð kjór i tryggingamálum. Þvi fer fjarri, að svo sé nú. öðru máli gegnir um sjúkratryggingar. Ég hygg, að betur verði með fjármuni farið, ef stærð sjúkrasamlaga er tak- mörkuð og málin að verulegu leyti i höndum fólksins sjálfs. Viðurkenna ber, að fyrrverandi rikisstjórn fór kænlega að, sé miðað við áhuga hennar við að stofna sjóði, með þvi að láta for- ráðamenn i samtökum stéttar- félaga og bænda fallast á eða óska eftir stofnun lifeyrissjóða. Sú beita var notuð að láta Atvinnu- leysistryggingar, stofnlánadeild og rikissjóð greiða örlitlar fjár- hæðir til þeirra öldruðu fyrstu 15 árin. Nema þær fjárhæðir senni- lega 5-10% af iðgjöldum til lif- eyrissjóða. Þetta er hliðstætt þvi, þegar fiskimenn láta sildarbita á öngla, þegar veiða skal ýsu, þorsk og keilu. Þessu til viðbótar voru samþykkt lög nú fyrir áramótin þess efnis, að lifeyrir lækkar hjá þeim sem aðrar tekjur hafa. 1 lifeyrissjóði stéttarfélaga og bænda greiða yfir 40 þús. einstak- lingar 10% af kaupi sinu. Á nokkr- um áratugum safnast stórfé i þessa fjóði, sé löggjófin óbreytt. Þetta fé verður lánað til einstak- linga og atvinnufyrirtækja og braskað með það á ýmsan hátt. Sjóðir þessir mun þvi eiga veru- legan hluta af eignum lands- manna eftir nokkra áratugi, hlið- stætt þvi, sem kaþölska kirkjan átti fyrir siðaskiptin. Hér er á ferðinni meiri sósialisering, en áður hefur þekkzt hér á landi, þvi að rikisvaldið mun vilja ráða yfir þessum sjóðum og þeirra starf- semi að meira eða minna levti. Þetta þýðir þvi meira rikisvald, en minna efnalegt sjálfstæði ein- staklinga. Alþingi þarf að breyta þessari óviturlegri löggjöf, gera kerfið einfalt og afnema framlög til hinna mörgu lögbundnu líf- eyrissjóða. Viðurkenna ber, að sparifé okk- ar er litið. Vera má, að eigi takist að skapa það traust á gjaldmiðl- inum, að sparifé veröi nægilegt til að fullnægja lánsfjárþörf at- vinnufyrirtækja og einstaklinga. Ég hef þvi i 4. Iið þáltill. bent á, að gerlegt væri að skylda fólk eldra en 35 ára til 'aö kaupa sparimerki fyrir 10% af vinnulaunum en vextir hóflegir. Eigendur hefðu rétt til að fá endurgreiðslu eftir ákveðnum reglum, þegar þeir hefðu náð 67 ára aldri, og e.t.v. fyrr, ef sérstakar ástæður væru fyrir hendi. Innstæður þessar gengju til crfingja að cigcndum látnum, hliðstætt og aðrar eignir. Ég held þvi eigi fram, að þessi leið sé æskileg, en álil hana þó sýnu betri, en að lögþvinga fólk til að greiða 10% af kaupi sinu óverðtryggða lifeyrissjóði frá 16 20 ára aldri þar til það er 67 ára Verulegur hluti hinna tryggðu fæi aldrei neinar endurgreiðslur, er aðrir lítinn hluta þess, sem þeii hafa greitt. % I2i> *í* YA *TO QORT 1 Fórnarvika Framhald af bls. 8. i eðli mannsins? Mannkyns- sagan bendir til þess. Ef til vill verður að biða óvinar utan úr geimnum. En timarnir breytast, og þjóð- félögin hafa breytzt. Samvinna hefur vaxið innan þeirra. Og nú er röðin komin að mannfélaginu. Mennirnir eru knúðir til aðgerða gegn sameiginlegum óvini:vanhugsuðu atferli sjálfra þeirra. Fórnarvika kirkjunnar stendur nú yfir. Islenzka kirkjan hefur unnið mikið að hjálparstarfi erlendis, bæði í neyðartilfellum og þróunarlöndum til sjálfs- hjálpar. Nú er tækifæri til að taka þátt i lausn framan- greindra vandamála.Gerum það öll!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.