Tíminn - 25.03.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.03.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 25. marz 1972. Guðmundur S. Alfreðsson, stud. jur. GERUM ÞAÐÖLL! Óvinur utan úr geimnum. Þessi hætta er oftlega nefnd eina ástæðan til þess, að þjóðir heims gætu snúið bökum saman og sameinast um einhver þurftarmál sin. En þarf að leita svo langt? Fjölmiðlar birta stundum fréttir um, að mannkynið eigi ekki langt lif fyrir höndum. Ýmist er um kennt offjölgun fólks, matarskorti, mengun eða striðshættu. Nýleg og áberandi spá i islenzku dagblaði hljóðaði upp á 100 ár. Þessar fréttir vekja ekki lengur verulega athygli eða ugg i brjóstum, miklu frekar eru þær hafðar i flimtingum. Þvi veldur endurtekningin, En vanda- málið heldur áfram að vera til. Og fórnarvika kirkjunnar er ágætt tækifæri til umhugsunar. Sumt fólk er rikt, annað fátækt. Þetta er staðreynd, sem verður ekki breytt. A þennan veg hefur mannlifinu verið háttað frá upphafi. Þessi atriði eru þættir mann- legs eðlis. t ýmsum löndum m.a. á Islandi, er dregið úr miskiptingu efnislegra gæða með opinberum aðgerðum. Kjör hinna verr settu þegna eru bætt. Þetta er að ýmsu leyti hagur þjóöfélagsins, ekki bara mannúð eða frið- þæging sam vizkunnar. öryggi eykst. Efnahags- sveiflur minnka. Andstæður sættast. Velmegun. Þetta er kallað velferðarrikið. Það er að visu umdeilt, hversu langt á að ganga á braut almennra trygginga, en þvi verður ekki svarað hér. En skiptingarinnar i rika og fátæka gætir ekki einungis innan þjóðfélaga, einnig og ekki siður þeirra i millum. A siðustu áratugum hefur mönnum skilizt, að bilið milli rikra og snauðra þjóða er eitt af stærstu vandamálum mannkynsins. Af þvi leiðir allt talið um þróunaraðstoð og þriðja heiminn, þótt ekki hafi mikið verið gert i þeim málum. En hvi skyldi ekki vera jafnrik nauðsyn á samvinnu og samhjálp milli þjóðfélaga eins og innan þeirra ? Jöröin er orðin pinulitil. Bættar samgöngur draga úr fjarlægðum. ör mann - fjölgun eykur nábýlið. Allar þjóðir eru háðar öðrum um öflun lifsnauðsynja og sölu framleiðsluvara. Tilvist gereyðingartóla kerfst sam- vinnu. Náttúrunni stafar hætta af of — og misnotkun tækninnar. Misskipting efnislegra gæða eykst i sifellu. Margt fleira mætti nefna, sem ásamt framan- töldum atriðum gerir þörfina á auknu samstarfi þjóðfél- aganna að lifsnauðsyn mannkyns. Einstaklingar mynda fjölskyldur, þær hagsmunahópa, þeir sveitir eða héruð og þau þjóðfélóg. En þjóðfélögin hafa ekki enn myndað mannfélag. Þó er sambandi þjóðfélaganna um margt likt farið og eining- anna, sem mynda þau. Þarna er þörf stóraukins samstarfs, ef bægja á frá hættum offjölgunar, matar- skorts, mengunar og striðs- hættu. Visir að sliku sam- starfi er til þar sem eru Sameinuðu þjóðirnar og skyldar stofnanir. En betur má ef duga skal. En eru það nema draumórar að tala um svo víðtækt samstarf og sam- hjálp mannanna, sem hér er þörf? Eru eigingirnin og af" henni leiðandi samkeppni og valdafikn ekki of rikir þættir Framhald á bls. 15 áp+ M* Bk B A B B B P» ^% Æk ¦¦ Bttk B B vbliliILtvA kffW FFI AC%%hFClNAf? Ei lllljfc ^l^^p l|B| - ,.-.,;¦;.'.;';., . -.';;';.;. ;..,;.....¦;¦ . .-¦- ..•.;.¦¦;':;.';''';':.;;';.;'; ;. Eins og fólk er mismunandi að vexti, þá eru hæfileikar þess mis- jafnir. Sumir cru hávaxnir, aftrir lágir. Sumir eru vitrir, aðrir vit- grannir. Aðrir skera sig alveg úr fjöldanum. Káeinir eru t.d. miklu minni vcxti en venjulegt fólk. Ilvað vitsmuni snertir standa líka sumir langt að baki venjulegu fólki, þeir eru oft kallaðir van- gcfnir eða andlega vanþroska. Orsakir þess, að einstaklingar verða undir meðallagi að greind eða vangefnir eru margar og ekki allar kunnar. Sjúkdómar móður um meðgöngutima, erfið fæðing, sjúkdómar á fyrstu árum barns- > ins, svo sem heilahimnubólga, geta valdiö andlegum vanþróska. Sömuleiðis langvarandi vannær- ing, þótt sliks séu til allrar hamingju tæpast dæmi hér á lanrii. Ef eitthvað dregur úr eðlilegri þróun vitsmuna eða hindrar hana, orsakar það andlegan van- þroska. Vangefið barn getur ekki lært eins mikið og venjuleg börn, og það er miklu lengur að læra. Hæfileikinn til að hugsa er minni og dómgreind oftast lit.il i Vangefinn maður á erfitt með að skilja margt, sem öðrum er auð- skilið, og hann veit ekki hvernig snúast skal við óvæntum vanda- málum, Margir vangefnir þarf- nast eftirlits og meiri eða minni aðstoðar fullorðinna alla ævi. Andlegur vanþroski er varan- legt ástand á sama hátt og nær- sýni eða heyr-arleysi. Hann er ekki sjúkdómur i venjulegum skilningi heldur einkenni um starfshæfni heilans — eða rétt- ara sagt skortur hans á starfs- hæfni. Aðaleinkenni hans er að hæfileikar mannsins eru minni en almennt gerist. Staðreynd, sem erfitt er áð sætta sig við Almenningur virðist hingað til handa átt erfitt með að lita á and legan vanþroska sem hverja aðra fötlun. t gamla daga trúðu foreldrar þvi að verið væri að hegna þeim fyrir misgerðir for- feðranna þegar þau eignuðust vangefið barn. Kannski er það arfur af þeim hugsunarhætti, að margir foreldrar hafa til þessa skammazt sin fyrir að eiga van- gefið barn og ekki viljað viður- kenna andlegan vanþroska þess fyrr en i lengstu lög. Þarna kann einnig að leynast ótti við að and- legur vanþroski sé ættgengur. Svo er þó ekki talið, og hvaða foreldrarsemer geta eignast van- gefið barn og sömuleiðis ofvita. Andlegur vanþroski er eins og hver önnur fötlun eða meðfæddur ágalli. Fötlun heyrnarlausa barnsins og þess vangefna getur t.d. stafað af sömu orsök: þeirri að mæður þeirra hafi fengið rauða hunda um meðgöngu- timann. Það er erfitt fyrir foreldra að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir eigi vangefið barn. En þegar þeir hafa gert það og sætt sig við staðreyndirnar eins og þær eru, verður uppeldi og „Þótt skrefin á þroskaferli vangefinna séu stutt, eru þau þeim mun ánægjulegri." meðferð barnsins auðveldari og en áður. Það getur t.d. orðið til mikillar hjálpar að kynnast öðrum foreídrum, sem ííkt er ástatt um og reynslu þeirra. Til þess gefst tækifæri á fræðslu og viðræðufundum fyrir aðstand- endur vangefinna, sem Styrktar- félag vangefinna heldur. Félagið hefur skrifstofu i Reykjavik að Skólavörðustig 18, simi 15941. Þar eru viettar upplýsingar fyrir að- standendur vangefinna. Einnig starfrækir félagið dagheimilið Lyngás og dag- og vinnuheimilið Bjarkarás i Reykjavik. Um 2040 vangefnir eru hér á landi Á Norðurlöndum er talið að einn af hverjum hundrað ibúum sé vangefinn. Gera má ráð fyrir, að ástandið sé svipað hér á landi, en þó virðast margir vangefnir eiga auðveldara með að bjarga sér hjálparlaust eða — litið hér á landi, en i öðrum löndum. Gera má ráð fyrir að helmingurinn af þessu eina prósenti ibúanna geti komizt af án aðstoðar opinberra aðila, en hinn helmingurinn þurfi á verulegri hjálp úr þeirri átt að halidi. Hér á landi yrði siðar talií. hópurinn samkvæmt þessu um 1020 manns. Talið er að helm- ingur þessa fólks þurfi að dveljast á fávitaheimilum. Hinn helm- ingurinn þarfnast verndaðra vinnustaða, dagvistarheimila, og ýmiss konar aðstoðar, svo sem félagsráðgjafa og sálfræði- þjónustu. Allt upp í 20 ára bið Ragnhildur Ingibergsdóttir yfirlæknir Kópavogshælis áætlar tölu vangefinna hér á landi, sem þarfnast hælisvistar, heldur lægri en þessi reikningur gefur til kynna, eða tvo af hverju þúsundi, sem yrðu rúmlega fjögur hundruð einstaklingar, i stað 510 sam- kvæmt Norðurlandaútreikn- ingnum. Nú er rúm fyrir um 300 vangefna á fávitahælum á land- inu, en þar eru raunar mun fleiri vistmenn. Miðað við núverandi fjárveitingu til þessara mála og eðlilega fólksfjölgun í landinu, geta foreldrar vangefins barns þurft að biða allt upp i 20 ár eftir að koma þvi á heimili við þess hæfi. Fyrir hinn helming þeirra van- gefinna, sem þurfa á aðstoð þess opinbera að halda, eru nú til tvö dagheimili i Reykjavik, Lyngás og Bjarkarás, sem um 80 manns sækja að staðaldri. Styrktarfélag vangefinna hefur byggt þau og annast rekstur þeirra. Þá eru sérkennsludeildir fyrir seinþroska börn i nokkrum skólum, og sérstakur skóli, Höfðaskólinn, er i Reykjavik fyrir börn undir meðalgreind. Fyrir nokkru fékkst þvi framgengt, að nemendur Höfðaskóla fengju að vera lengur en til 16 ára aldurs i skólanum ef þörf krefði, og var það mikilsverður áfangi. Só.lheimar voru fyrsta heimilið Það er eiginlega ekki fyrr en 1931 að málum vangefinna er nokkur gaumur gefinn hér á landi. Þá um haustið komu fyrstu fávitarnir á heimili, sem Sesselja Sigmundsdóttir stofnaði á jörð i Grimsnesi, sem hún hafði keypt fyrir eigið fé og nefndi siðar Sólheima. Sumarið á undan hafði hun byrjað starfsemi fávitaheim- ilis sins i tjaldi við frumstæðar aðstæður. Þrátt fyrir að lög væru sett um mál vangefinna, miðaði litið áleiðis næstu árin. Það var ekki fyrr en 1944 að fyrsta rikis- hælið fyrir vangefna tók til starfa að Kleppjárnsreykjum i Borgar- firði, og árið 1952 tók rikishælið i Kópavogi við af þvi, undir st- jórn Ragnhildar Ingibergsdóttur yfirlæknis. Siðan, hafa risið þrjú heimili til viðbótar, sem eru sjálfseignarstofnanir Skálatún og Tjaldanes i Mosfellssveit, og Sólborg á Akureyri. Eru fávita- heimilin nú fimm á landinu auk dagvistarheimilanna tveggja i Reykjavik. Styrktarsjóður vangefinna Arið 1958 var Styrktarfélag vangefinna stofnað, og þá urðu þáttaskil i málum vangefinna. Fyrir atbeina félagsins voru sett lög á Alþingi um Styrktarsjóð vangefinna, sem hlýtur tekjur sinar af gjaldi á öl og gosdrykki. Þeim sjóði skal verja til bygginga á stofnunum fyrir vangefna og hafa öll nýju hælin verið reist fyrir fé úr honum, og þeim eldri viðhaldið. Bygging dag- vistarheimilanna hefur einnig notið nokkurs fjárstyrks úr sjóðnum, en þau eru þó fyrst og fremst byggð fyrir fé, sem félagsmenn Styrktarfélagsins hafa aflað. Að sögn Torfa Tómassonar framkvæmdastjóra Styrktar- félagsins eru tekjur úr sjóðnum nú 20 milljónir á ári. Hvert hælis- rými kostar nú 1 milljón, og eru sjúkrarúm fyrir örvita dýrari heldur en venjuleg hælisrými. Sú stefna er nú rikjandi að æskilegt sé að vangefin börn séu sem lengst heima hjá ser og áherzla skuli lögð á að byggja dagheimili fyrir vangefna fremur en fávitaheimili. Hins vegar eru aðstæður misjafnar, stundum liða börn önn fyrir vangefið systkini og eru jáfnvel vond við það.þótt önnur komi fram á allt annan hátt og félagsskapur vangefins syst- kinis hafi jafnvel þroskandi áhrif á þau. Þess eru einnig dæmi að foreldrar helgi vangefnu barni sinu alla krafta sina en vanræki önnur börn sin. Ymsar aðstæður geta þannig gert það að verkum að vangefnir séu betur komnir á vanvitaheimilum, en fyrir þvi er þó enga formúlu hægt að gefa. Fjárhagurinn batnaði með tilkomu daggjalda Allt fram til 1967 var rekstur fávitastofnananna erfiðleikum bundinn, en hann var kostaður af rikis og bæjarstyrk, sem hvergi hrökk til. Þrátt fyrir að foreldrar borguðu með börnum sinum, náðu endarnir hvergi saman. En þá voru samþykkt lög um að riki og bæjarfélög ættu að greiða ák- veðið daggjald fyrir hvert barn, sem á heimilunum eru, eins og tiðkast um sjúkrahúsvist. Fram til þessa hafði nær allt fé, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.