Tíminn - 25.03.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.03.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 25. marz 1972. u rskoðu n Arið 1968 voru samþykkt lög um lifeyrissjóði fyrir aldraða félaga i stéttarfélögum. Litlar deilur urðu um þá löggjöf, þvi að samið hafði verið um þá lausn i sambandi við vinnudeilur. Þingmenn munu hafa litið á það sem samningsrof, væri frv. eigi samþykkt. I árslok 1970 var samþykkt lagafrv. á Alþ. um Hfeyrissjóö bænda. Umræöur miklar uröu um aö frv., sem enduöu meö þvi, aö ákvæöi var sett i lögin, að þau skyldu endurskoðuð innan tveggja ára. Ég minntist þess eigi, að svo stuttur reynslutimi hafi verið ákveðinn áöur i lögum. í árslok 1970 var samþykkt lagafrv. á Alþ. um lífeyrissjóö bænda. Umræður miklar uröu um það frv., sem enduðu með þvi, aö ákvæði var sett i lögin, að þau skyldu endurskoðuð innan tveggja ára. Ég minnist þess eigi, aö svo stuttur reynslutimi hafi veriö ákveöinn áður i lögum. Það bendir til þess að þingmenn hafi álitið lögin gölluð. Hannibal Valdimarsson taldi frv. hafa alla þá ókosti, sem lögin um eftirlaun aldraðra félaga i stéttarfélögum höföu, en komið hafði i ljós, að á þeirri löggjöf sneru iljar upp, þannig aö þeir fengu flestar korónur,-sem minnsta höfðu þörf- ina. Hannibal sagði enn fremur, aðfúllírúarlaunþega hefðu samið um lifeyrissjóði, af þvi að vinnu- veitendur voru fáanlegir að fara þá leið, en eigi að greiða hærra kaup. Iðgjöld launþega til Hfeyrissjóða þýða, að i framtfð- inni eru tekin 10% af dagkaupi allra launþega til launþega og lögð I óverötryggða sjóði. Það skiptir eigi máli fyrir vinnuveit- endur, hvort þeir greiða 6% af kaupi til launþega eöa lifeyrissjóöa. Vegna þessa ák- væöis jukust útgjöld vinnuveit- enda um 6% en tekjur launþega lækkuðu um 4%. Ljóst er þvi, að fyrrverandi ríkisstjórn hefur hér átt hlut aö máli. Það var gildur þáttur i stefnu hennar og störfum að skattleggja atvinnuvegi ein- staklinga um framlög til sjóða. Endurteknar gengislækkanir hafa upprætt sparnaðarviðleitni fólks, en aukið þörf fyrir fleiri krónur til útlána. Hvert tækifæri var þvi notað til að stofna sjóði og einstaklingar og atvinnuvegir skattlagðir i þeim tilgangi. Sjóöir þessir eru svo notaðir öðrum þræði til útlána og einstaklingar og atvinnurekendur þannig látnir greiða vexti af eigin fé. Margþætt útgjöld valda þvæi að atvinnu- rekstur ber sig verr, og stuðla þannig óbeint að minni getu til að greiða eðlileg vinnulaun. Év álit, að vinnuveitendur hafi verið tregir um of að semja um launa- hækkanir, einkum eftir gengis- breytingar, en þægir um of að greiða óbeinar álögur. Til skýringar læt ég hér fylgja lista yfir laun og launatengdan kostnað málmsveina eftir 3 ára starf. Vikukostnaður A 1. Laun 6.246.00 2. Orlof 520,29 3. Helgidagar 270,64 4. Veikindiog slys 270,64 5. Verkfæra 254,30 gjald 6. Sjúkrasjóður 75,62 7. Orlofsheimila sjóöur 18.91 S. Llfeyrissjóíur 340,29 9. Launaskattur 189 05 | Atvinnuleysis trygging 40,61 A. Lifeyris trygging 91,80 12.' Srysatrygging 31,70 13. Abyrgðar trygging 113,43 klst. 156,15 13,01 6,77 6,77 6,35 1,89 0,47 8,51 4,73 1,02 2,30 0,79 2,84 14. Iðnaöargjald 15,12 0,38 15. Vinnuveit- endagjald 75,62 1,89 16. Vinnuföt 80,00 2,00 17. Iönlánasjóðs gjald 34,54 0,86 18. Aðstöðugjald 86,34 2,16 Það kostar samanlagt 8.754,60 218,89 Arskaup starfsmanns i dag- vinnu er þvl um 325 þús. kr. Aðrar greiðslur vegna starfsmanns yfir árið eru þvi um 130 þús. Otsvör og skattar til rikissjóðs eru eigi talin með og útgjöld til lifeyrissjóös eiga eftir að hækka. Ljóst er, að væru hinir óbeinu skattar færri og smærri, væri að þvi vinnuhagræöing og aukin geta til hærri launagreiöslna, sem flestir hafa þörf fyrir. Ég hef kynnt mér nokkuð tryggingamál i Noregi, Dan- mörku og Sviþjóð. Þar er trygg- ingakerfið einfalt, en eigi tvöfalt og þrefalt eins og hér. Um það er talað i þessum lóndum, að heildarlifeyrir eigi að verða 2/3 af venjulegum vinnutekjum. En lifeyrir er eigi greiddur i Noregi og Danmörku fyrr en eftir 69 ára aldur. ~-~—.. Ellilifeyrir var hér árið 1970 50 þús. kr. fyrir einhleypan mann, en 90 þús. fyrir hjón. Miðað viö erlendan gjaldeyri lækkaði lif- eyrir hér verulega við gengis- lækkanirnar 1967 og 1968. Nú er lifeyrir hér 120 þús. kr. fyrir ein- hleypan mann, en 216 þús. fyrir hjón. Hafi lifeyrisþegi aðrar tek- jur, getur lifeyrir lækkað I 84 þús. fyrir einhleypan mann og hlut- fallslega fyrir hjón. Þeir, sem dvelja á elliheimilum og sjúkra- húsum geta fengið mun meira. 1 Danmörku fékk einhleypur maður árið 1970 116 þús. i ellilif- eyri, en hjón 185 þús. i isl. krónum.ef um engar aðrar tekjur varað ræða. Hefði bótaþegi aðrar tekjur, gat Hfeyrir lækkað I kr. 144 þús. fyrir hjón, en 95 þús. fyrir einhleypan mann. Ellilifeyrir er álika mikill i Noregi en nokkru hærri i Sviþjóö. Þar mun verðlag vera hærra. Ljóst er þvi, að elli- lifeyrir er jafnhár á íslandi nú og hiá nágrannaþjóðum okkar. I Noregi greiða atvinnurek-. endur, þar á meðal bændur, 7,8% af nettótekjum sinum I trygg- ingagjöld, launþegar 4% af launum, en atvinnurekendur 8,8% á móti. Riki og sveitarfélög greiða Htið. I Sviþjóð er svipað kerfi, en i Danmörku greiðir rikið mun meira, en iðgjöld ein- staklinga eru lægri. Þessar tryggingar svara til almanna- trygginga hér, og aðrar lög- boðnar lifeyristryggingar eru eigi i þessum lóndum hvorki fyrir launþega né bændur. Þær hafa þvi einfalt tryggingakerfi. Finnar einir hafa sérstakan lifeyrissjóð fyrir bændur. Þar greiðir rikið 50% iögjalda, en 50% greiðir bóndinn beint, og er miðað við matsverð jarða. Þaö er viturlegri, heiðarlegri og einfald- ari innheimtuaöferð en nota á hér. Rikið grejðir nú allan lifeyri hér og mikihrf'hluta sjúkrakostnaðar. Til „tryggingamála er varið á þessu -ári • næf|l/3 af rikisút- gjöldum. Þár sefti 4/5 hluta rikis- tekná,,er aflað't með óbeinum sköttum, e'r ljóst.að allir þurfa að greiða til try'ggingamála veru- legar fjárhæðir. Auk þessa þurfa félagar, stéttarfélaga innan Alþýðusambands íslands að greiða 10% af dagvinnukaupi i lifeyrissjóði.en bændur 11%. Þeir bændur, sem hafa meira en meðalbú, eiga að greiða 50% til viðbótar. Formaður Stéttarsam- bands bænda heldur þvi fram, að neytendur eigi að greiða 3/5 af lifeyrissjóðsgjaldinu, en rikið af þeim vörum, sem út eru fluttar eða notaðar til iðnaðar. Engin lagaskylda hvflir á rikinu að gera slikt. Landbúnaðarvörur hafa verið seldar innanlands fvrir eins Björn Pálsson hátt verð og gerlegt hefur verið, þegar undan er skilið s.l. kosningaár. Ég hygg, að svo muni verða framvegis. Sé verð á land- búnaðarvörum óeðlilega hátt, miöað við önnur matvæli, dregur úr sölu. Það eru þvi takmörk fyrir þvi, hvað borgar sig að hækka verðið. Eigi hefur skort rök fyrir þvi, að bændur þyrftu að fá hærra verð til að hafa sömu laun og við- miðunarstéttirnar. Þeir hafa t.d. aldrei fengið fulla vexti af bústofni, jörð og vélum við verð- útreikning. Það er þvi blekking ein, að neytendur muni greiða 3/5 hluta af iðgjöldum til lifeyris- sjóðs. Bændur gætu selt afuröir sinar fyrir jafnhátt verð þó að engir lifeyrissjóðir væru til. Félagar i stéttarfélögum og bændur munu þvi greiða, þegar lifeyriskerfið er fullþroskað eftir 1-2 ár, yfir 20% af dagvinnukaupi sinu til lifeyrissjóöstrygginga, se' tillit tekiö til þess, sem greitt er i gegnum rikiskerfiö. Auk þess eru greiðslur til slysa-, atvinnuleysis- og sjúkratrygginga. Þetta er a.m.k. tvöfalt meira en nágrannaþjóðir okkar greiða og ætti að nægja til, að hægt væri að greiöa lifeyrisþegum 30-40% hærri lifeyri eftir 67 ára aldur en venjuleg vinnulaun eru, ef eigi væri um óvenjulega verðlækkun peninga að ræða. Þessu til viðbotar er kerfið allt tvöfalt eða þrefalt og fáránlegt i fram- kvæmd. Trúnaðarmenn verka- lýðsfélaga lilaupa um og inn- heimta ifigjöld hjá vinnuveit- endum, greiða gamalmennum nokkrar kcónur ársfjórðungslega, sem væatanlega lækka bætur almannatrygginga hliðstætt. Kaupfélagsstjórar taka ákveðnar prósentur af innleggi hvers bónda auk ákveðinnar prósentu af heildarinnlegginu. Mun hér vera um heimsmet að ræða hvað inn- heimtuaðferöir snertir. örorku- bætur — og sennilega mat á örorku — eiga að vera i tvennu lagi, sjúkrabætur i sumum til- felíum i þrennu lagi, þvi að ýmis stéttarfélög hafa sérstaka sjúkra- sjóði, sem atvinnurekendur verða að borga i. Hér er þvi um tvöfalt og þrefalt innheimtukerfi að ræða og tvöfalt eða jafnvel þrefalt greiðslukerfi. öllu þessu fylgir mikil skriffinska og kostnaður. Onnur hlið tryggingamálanna eru lifeyrisbætur. Opinberir starfsmenn hafa verðtryggð eftirlaun, þannig að lifeyrissjóður þeirra greiðir ákveðnar prósentur launa miðað við það ár, sem þeir hættu störfum. Eftir 30- 35 ára starfsaldur getur sú up- phæð orðið 2/3 launa. Verði verðbreytingar eða launahækk- anir, greiðir rikissjóður mis- muninn. Hefur sú fjárhæð farið vaxandi og nemur senhilega 60- 70 milljónum nú. Auk þess hafa opinberir starfsmenn lifeyri frá almannatryggingum, þannig að þeir eru á fullum launum, eftir að þeir hætta störfum. Þeir eru þvi á vissan hátt betur settir en á fyrri starfs-a'rum sinum, þegar þeir þurftu að stofna heimili ala upp börn og greiða námsskuldir. Ráðherrar og þingmenn hafa nokkra sérstöðu. Hafi þeir gengt þeim störfum um árabil, fá þeir i fyrsta lagi eftirlaun sem ráðherrar eða þíngmenn. Sé um embættismann eða bankastjóra að ræða, fá þeir væntanlega eftir- laun þannig, þegar þeir sjóðir taka til starfa til fulls, að 13 árum liðnum. Eiga þær bætur að nema 2/3 hlutum vinnulauna. í þriðja lagi eiga þeir að fá bætur frá almannatryggingum. Saman- legt nema þessar bætur sennilega hærri fjárhæð en tekjur viðkom- andi aðila voru, meðan þeir voru I starfi. Félagar i stéttarfélögum og bændur eiga að fá tvöfaldan lifeyri, þ.e. frá almannatrygg- ingum og hinum lögboðnu lifeyrissjóðum þegar þeir taka til starfa. Sé gert ráð fyrir, að bætur almannatrygginga nemi 2/3 af venjulegum vinnulaunum. eins og stefnt virðist að nú, og bætur sérsjóða nemi 2/3 hluta vinnulauna, ættu aldraðir lifeyrisþegar að hafa 20- 30% meiri tekjur en þeir höfðu af vinnu sinni, meðan þeir voru ungir. Auk þess hafa margir aldraðir menn tekjur af eignum og ýmsir geta haft einhver störf með höndum. Er það meira virði fyrir gamalt fólk en háar bætur. Ég tel það rétta stefnu, sem tekin var á þessu þingi, að hafa bætur lægri fyrir þá, sem hafá vinnú:'" tekjur. Rétt er að gera sér ljóst, að ýmsir standa enn utan við þessa margþættu tryggingalöggjöf og eiga eigi von annarra ellibóta en frá almannatryggingum. Ég lit svo á, að tryggingakerfi okkar sé orðið frumskógarkennt og ástæða sé til að gera það ódýrara og einfaldara i framkvæmd. Einh- verjir verða að borga til allra þessara sjóða og greiða kostn- aðinn við hið margþætta og að nokkru rangláta tryggingakerfi. Eigi þeir, sem hættir eru störfum að meira eða minna leyti, eru búnir að ala upp börn sin og eiga i mörgum tilfellum verulegar eignir, að hafa hærri árstekjur en ung hjón, sem þurfa að stofna heimili og ala upp nýja borgara þá tel ég að stefnt sé i öfuga átt. Það er hliðstætt og farið sé að bera á túnin, þegar grösin eru að fella fræ. Gunnar Guðbjartsson taldi, að 2/5 hlutar af ársiðgjaldi bónda, sem hefði vlsitölubú, miðað við verðlag ársins 1970, væru 13.200 kr. Þetta er sama upphæð og ég talaði um við umr. um lifeyris- sjóö bænda. Árlega þarf þvi visi- tölubúið að greiða 33 þús. kr., er þá miðaö við verðlag 1970. Þeir, sem hafa eitt og hálft vistölubú þurfa að greiða 50% méira eða 49.500 kr. á ári, en 2/5 hlutar af þeirri upphæð eru 19.800 kr. Rétt er, að launþegar og bændur geri sér ljóst, hve hagkvæm hin nýja lifeyrislöggjöf er. Ég fékk þvi banka- og tryggingafræðing til að reikna út, hve miklar fjárhæöir hver einstaklingur þyrfti að greiða. Tekin eru timabilin 30 ár og 40 ár og reiknað með 10% vöxt- um og vaxtavöxtum, en það eru þeir viðskiptavextir, sem nær all- ir verða að greíða. Iðgjöld eru reiknuð i tvennu lagi, þ.e. 2/5 hlutar og heildariðgjöld: 13 þús. kr. lagt inn árlega i 30 ár verður með 10% yöxtum og vaxtavöxlum 2.352.264. 13 þús. kr. lagt inn árlega i 40 ár verður með 10% vöxtum og vaxtavöxtum 6.329.073. 33 þús. kr. lagt inn árlega i 30 ár verður með 10% vöxtum og vaxtavöxtum 5.971.133. 33 þús. kr. lagt inn árlega i 40 ár verður með 10% vöxtum og vaxtavöxtum 16.066.109. 19.500 kr. lagt inn árlega i 30 ár verður með 10% vöxtum og vaxtavöxtum 3.528.396. 19.500 kr. lagt inn árlega I 40 ár verður með 10% vöxtum og vaxtavöxtum 9.493.610. 48 þús. kr. lagt inn árlega i 30 ár verður með 10% vöxtum og vaxtavöxtum 8.685.284. 48 þús. kr. lagt inn árlega i 40 ár verður með 10% vöxtum og vaxtavöxtum 23.368.886. Ljóst er af þessari töflu, hve miklu skiptir fyrir ungt fólk að eignast eigið fé. Það er frumskil- yrði til, að það verði efnahagslega sjálfstæðir borgarar. Hagsýnn bóndi getur haft miklu meira en 10% vexti af þvi fé, sem hann leggur i bústofn. Eigi er þvi hag- kvæmt fyrir bændur að greiða stórar fjárhæðir i sjóði, sem þeir eiga að fá endurgreiðslur úr að einhverju leyti eftir 40-50 ár, þ.e.a.s. ef þeir eru þá eigi dauðir. Ollum má ljóst vera af þessari töflu, að það eru eigi litlar fjár- hæðir, sem félagar i stéttarfélög- um eiga að leggja á borð með sér til elliáranna, og ánægjulegt fyrir Gunnar Guðbjartsson og Hanni- bal Valdimarsson að geta gert sér ljóst, hvaða pinklar það eru, sem þeir hafa laumað á bak skjólstæð- inga sinna. Visitölubúið hefur greitt eftir 40 ár rúmar 16 milljón- ir með 10% vöxtum og vaxtavöxt- um. Svipaðar upphæ.ðir verða launþegar, sem eru félagar i stéttarfélögum, að greiða. 1 Alþýðusambandinu eru um 36 þús. félagar i stétt og bændur eru nálægt 5 þús. Þegar lifeyrissjóðs- iðgjöldin eru innheimt til fulls, eftir 1-2 ár, er liklegt, að þau nemi með óbreyttu verðlagi allt að 2000 milljónum króna árlega. Lifeyrissjóðirnir eiga ekki að hefja starfsemi fyrr en eftir 14 ár. í þessum sjóðum verður þá allhá upphæð með vöxtum og vaxta- vöxtum. Sé reiknað með fullum vöxtum, mun sú fjárhæð nema rúmum 40 milljörðum. Þá upp- hæð hafa hinir lægst launuðu i landinu greitt beint og óbeint auk allra skatta. Ég álit, að hér sé farið.öfugt að. Almennan sparnað á að efla með þvi að treysta verð- gildr^peninga og gera það m.a. með þvi afTstilla i.hóf útgjöldum og eyðslu. Stóra vitleysan. Hér á landi munu starfandi um 70 lifeyrissjóðir, og eignir þeirra nema 3-4 milljörðum. Skráning krónunnar hefur breytzt s.l. 12 ár úr 16 kr. dollarinn i 88 kr.. í lif- eyrissjóðum væri mikið fé, ef gengið hefði verið óbreytt. Tryggingarfræðingar hafa rétti- lega á það bent, að óverðtryggðir lifeyrissjóðir séu nær óstarfhæfir vegna endurtekinna gengislækk- ana, sem hér hafa verið- Starfsaldur þeirra, sem stunda langt nám, er mun skemmri en bænda og venjulegra laun- þega. Þetta atriði hafa þeir athugað, sem sömdu trygginga- lög sjómanna, þótt illa sé raunar með sjómenn farið. farið er hámark iðgjaldatimabilsins 30 ár. Launþegar og bændur eiga hins vegar að greiða iðgjöld frá 16-20 ára aldri. Ljóst er af töfl- unni, að iðgjaldaupphæðin nær þrefaldast á fjórða áratugnum, hvaðþá á hinum fimmta. Sá, sem greiðir iðgjald i 40 ár, greiðir þvi nærri þrisvar sinnum meira i ið- gjöld, séu vextir og vaxtavextir reiknaðir með, en sá, sem greiðir iðgjöld i 30 ár. Þetta er stóra vit- leysan i tryggingalöggjöf bænda og stéttarfélaga. Það væri til mikilla bóta, ef tryggingatimabil- ið væri aðeins 30 ár og iðgjalda- greiðslur hæfust eigi fyrr en eftir 35 ára aldur. Iðgjaldagreiðslur bænda og félaga i stéttarfélögum eru allt of háar, nema reiknað sé með miklum gengislækkunum. Vera má, að réttsé að reikna með sliku, en i þvi tilfelli er viturlegast að reikna dæmið til enda. Niður- staðan mundi þá verða sú, að hagkvæmast væri fyrir bændur og jafnvel fleiri að ráða sjálfir yf- ir krónum sinum, þeir gætu oftast Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.