Tíminn - 25.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.03.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. marz 1972. TÍMINN ¦:; c -:; .;;;,; •.: c / /NS EINMANA VANGEFNU far enn dagvistar- og vinnuheimili fyrir nokkur i hætísrýmum ó vonvi/aheimtfum. Styrktarfélag vangefinna aflaði, farið i rekstur, en nú var hægt að fara að safna fé til byggingar dag- og vinnuheimilis fyrir vangefna, Bjarkaráss, sem tók til starfa i haust. Lyngás hálfnýttur fyrstu árin Dagheimilið Lyngás hefur starfað i rúman áratug og þar eru nú nær 50 börn frá 3ja til 16 ára i húsnæði, sem ætlað er um 36. Fyrstu árin var heimilið þó ekki nema hálfnýtt, þar sem skilning skorti á a vangefnu börnin þurfa ekki siður félagsskap, skólavist og þjálfun, en önnur börn. ,,Það getur enginn imyndað sér hve einmana margt af þessu fólkier," sagðiGréta Bachmann, þroskaþjálfi og forstöðukona Bjarkaráss, sem áður starfaði 14 ár i Skálatúni. Bjarkarás tekur nú við vangefnum 17 ára og eldri, en áður voru þeir með börnunum i Lyngási. Heimilið sækja nú 26 manns daglega, en þegar það er fullbyggt, geta verið þar 52. Þar starfa auk Grétu, handavinnu- kennari, kennari i bóknáms- greinum, iðnaðarmaður, sem leiðbeinir við smiðar, ráðskona og fjórar starfsstúlkur. Leikfimi- kennari gegnir hálfu starfi við heimilið, og sálfræðingur og læknir starfa þar einnig að hluta. Áherzla lögö á að kenna fólkinu að bjarga sér. Heimilið er bjart og traustlega innrétíað, viða eru skærir litir. í matstofu er sjálfsafgreiðslufyrir- komulag og gengur fólkinu vel að hagnýta sér það. Lærir það með þessu lagi venjulega borðsiði heima, en i Bjarkarási fær það góðan undirbúning til þess að koma á veitinghús með sjálfs- afgreiðslufyrirkomulagi. Þetta er mikilvægt, þar sem það sem öðrum kann að virðast einfalt er vangefnum örðugra viðfangsefni. Þannig getur enginn af körlunum og konunum i Bjarkarási þvegið sér um hárið hjálparlaust. En mikil áherzla er lögðá að kenna þeim að þjóna sér og bjarga sér sjálf. „Það er mjög áriðandi að fólkinu sé kennt", segir Gréta Bachmann, " með þvi móti kemst það til nokkurs þroska, en án aðhlynningar staðnar það og erfitt verður að veita þvi þjálfun siðar. Mjög er misjafnt hvernig astatt er um fólkið hér að þessu léyti" Nær allt fólkið kemur að morgni með strætisvagni heiman að frá sér og fer heim að kvöldi, og allt gengur þetta vel, þótt allir treystu þvi ekki til þess i byrjun. Verkefni vantar fyrir Bjarkarás i mest allan vetur hefur vantað nær öll húsgögn i vinnuherbergi, og margt er ókomið enn. Auk léttrar smiðavinnu, eru þar földuð vizkustykki og annað þ.h. og merkt með stöfum. Heimilið vantar verkefni, og gætir nokkuð vantrúar meðal framleiðenda á að fólkið sé fært til þess. Að sögn Grétu Bachmann er þessi skoðun. á misskilningi byggð, fólkið getur vel unnið t.d. við pökkun eða ein- hverja smáframleiðslu. Smávegis er byrjað að kenna leirmunagerð i Bjarkarási, og tvisvar i viku er leikfimi og einu sinni dans. Lóðin i kringum húsið er ófrágengin, svo helzta útiveran nú er fólgin i gönguferðum. Mikilvægt er að heimilinu verði tryggt 8—10000 fermetra landssvæði innst i Fossvogsdaln- um, þarsem það stendur. Þar vill Gréta Bachmann hafa matjurta- garða og útivistarsvæði. Þetta þarf að tryggja þegar i upphafi, annars getur það orðið of seint, þegar byggðin er komin hér um allt." Dagvistarheimilin eru hagkvæm fyrir þjóðfélagið Vangefnir, sem eru á Bjarkarási, fá órorkustyrk, sem er 5.800 kr. á mánuði og rennur hann til heimilis þeirra og sjálfra þeirra persónulega. Auk þess greiðir rikið 3/5 af daggjaldi fyrir hvern vangefinn til Bjarkaráss- heimilisins, eða 450 kr. á dag. Samtals greiðir rikið þá tæpar 650 kr. til hvers af Bjarkaráss-fólkinu á dag. Dvöl hvers einstaklings á Kópavogshælinu kostar hins vegar 1.100 kr. fyrir hvern sólarhring, og auk þess er rekstrarhalli á hælinu. Það er þvi hagkvæmara fyrir rikið að þeir vangefnir, sem geta, séu á dag- vistarheimilum, auk þess sem það er vitaskuld eðlilegra lif fyrir þá ef þess er nokkur kostur. Dökkar og bjartar hliðar ,,Það eru dapurlegar hliðar á starfi okkar", sagði Torfi Tómasson frkvstj. Styrktarfélags vangefinna i viðtali við Timann. ,,Á skrifstofu okkar kom t.d. einu sinni maður, fatlaður og veiklu- legur útlits. Vangefið barn hans hafði verið á sjúkrahúsi en var nú sentheim oghvergi hægtað koma þvi fyrir. Hann og konan hans bjuggu ásamt tveim öðrum börnum sinum i litilli tveggja herbergja ibúð. örvitinn lá nú i rúminu og horfði ut i loftið og gaf frá sér hljóð likt og smábarn, enda þroski hans ekki meiri en þess, þótt hann væri háværari, enda eldri að árum. Það leiðin- legasta var, að nágrannarnir höfðn ekki meiri skiining en svo, að ekki linnti kvörtunum vegna hávans i barninu. Þetta fékk svo á konuna, að hún lenti á spitala og i algjört óefni var komið íyrir fjölskylduna. Að lokum var þessu barni troðið inn á yfirfullt Kópa- vogshælið." Já, þeir eru margir sem leita til Styrktarfélagsins i vandræðum sinum út af hælisrými. Og svo er það umhverfið - aðalvandamálið i sambandi við vangefna. Enn virðist talsvert skorta á að almenningur og foreldrar liti á vóntun þeirra sem hverja aðra fötlun eða sjúkdóm, þótt e.t.v. sjáist nú rofa fyrir breyttum hugsunarhætti. Og dæmi eru um alvarlega vangefna, sem dveljast hiá ættingium sinum áratugum saman, báðum aðilum til mikillar ánægju. Starfi þeirra sem vangefnum sinna, fylgja lika kostir, Þótt skrefin sem þessi börn og þetta fólk tekur á þroskaferlinum séu stutt, eru þau þvi ánægjulegri. Margt af fólkinu er létt i lund og gott i sér. Fólk, sem vinnur að málum vangefinna, unir yfirleitt lengi i starfi og virðist, meta að það á sér verkefni, sem er þakk- látt og mikils virði. Njóta sín bezt i sínum hóp „Hræðslan við hvað yrði um barn þeirra, er ofarlega i hugum margra foreldra vangefinna", sagði Brynhildur Guðmunds- dóttir, sem á vangefna dóttur og hefur alizt upp með bróður, sem er andlega vanþroska, i viðtali við Timann. En foreldrar hennar áttu upptökin að stofnun Styrktarfélagsins. „Það er mikið öryggi fyrir þá að vita af tryggum stað fyrir barn sitt að vera á i framtiðinni. Og flestir foreldrar hika við að bæta þvi a önnur börn sin að þurfa að taka að sér vangefið systkini." „Og ef vangefið barn þarf áður en lýkur að fara á fávitastofnun, tel ég bezt að það verði sem fyrst. Dóttir min var 7 ára þegar hún fór á Skálatún, þá var ég orðin alveg örmagna, hún fékk krampaflog, vegna lömunar i fæðingu, þurfti að gera æfingar, og ég átti tvö önnur börn að annast. T.il að byrja með vildi hún ekki fara aftur i Skálatún eftir að hafa verið heinv, en nú er hún alltaf fegin að fara þangað, þótt henni finnist gaman aðkoma heim. Mér finnst hún njóta sin betur i Þclta l'ólk vinnur litils háttar við föndur og merkingar. Vangefiiir þurfa ekki siður en aðrir skólun og félagsskap jafningja sinna. sinum hóp, eldur en hjá okkkur Hún er feimin ef einhver utanað- komandi kemur i heimsókn o.s.frv. Hins vegar tel ég mikils- vert að heimsækja hana oft og að tengslin við fjölskylduna rofni ekki. Enda hefur hún ánægju af þvi. Það er áreiðanlega mikils- vert fyrir vangefna aö njóta félagsskapar annarra en sinna nánustu, t.d. á dagvistarheim- ilum. Hreinskilni lækna mikilvæg Það er mikið áfall fyrir unga foreldra að gera sér ljóst, að barn þeirra er vangefið. Mér gekk e.t.v. betur en öðrum að sætta mig við það vegna reynslu foreldra minna og okkar systkin- anna. En það var lika mikils virði að mér var skýrt frá staðreynd- unum blákalt þegar dóttir min var tveggja ára. Það er áreið- anlega bezt að fá að vita sannleik- ann sem allra fyrst. SJ m Leiðbeinandi segir tveim ungu mönnum til við smlðar. Mörg verkefni vantar fyrir þetta fólk. Framleiðendur ættu að athuga, hvort þeir geti ekki stofnað til samvinnu við það. Myndirnar hér á opnunni tók Guðjón Einarsson ljósmyndari I Bjarkarási, hinu nýja dag- og vinnuheimili Styrktarfélags vangefinna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.