Tíminn - 25.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.03.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Laugardagur 25. marz 1972. Æðisgengin leit Morgunblaöið er oröiö eins og gullleitarmenn, sem lýst var áöur fyrr i gullæöissögum vestan úr Klondyke. Eftir þvi sem fleiri blekkingavefir þess I áróðrinum gegn skatta- breytingum rikisstjórnar- innar grotna sundur eöa gufa upp, veröur leitin ao nýjum aöfinnsluefnum æöisgengnari, og hvert atriöi sem finnst gripiö á lofti og búnar til úr þvi upphrópanir, án þess aö þaö sé skoðao með nokkurri skyn- semi áður. Og i gær ber leiðari Morgunblaösins þaö með sér, að fhaldið telur heldur en ekki hafa hlaupið á snærið hjá sér. Hver var fengurinn Og hvalreki Mbl. að þessu sinni er tilvitnun I grein Steindórs Steindórssonar, skólameistara á Akureyri og hljóðar svo: „Fjöldi gamals fólks á sér i- búð, sem það hefur verið að berjast við að eignast á langri æfi. Það mun vera ósk flestra að geta búið I fbúð sinni svo lengi sem heilsa leyfir, og þurfa ekki að hrekjast á elli- heimili eða annað. Hin gifur- lega hækkun fasteignaskatts gerir ollum þorra þessa lólks það ókleift. Margt að þvi hefur ckki haft hærri tekjur en svo, að fasteignaskatturinn eins og hann var, varð meginskatt- greiðsla þess. En með hækkun hans og miskunnarlftilli inn- heimtu sveitarfélaganna, veröur þvi óbærilegt að greiða hinn nýja fasteignaskatt! Morgunblaðið lætur ekki fylgja þessari átakanlegu lýsingu nein talnadæmi, telur vist ekki nógu þægilegt að búa þarna til neinar blekkinga- tölur. Litum þvl á tölurnar: Dæmi um öldruð hjón Segjum að öldruð hjón búi i eigin Ibúð, sem sé að fast- eignamati 1,5 millj. kr., sem hlýtur aö teljast góð meðali- búð. Tekjuskattur af slikri i- búö var 3-4 þús. kr. en verður nú um hálft prósent af fast- eignamati, eða kr. 7-8 þús. Hækkunin er 3-4 þús. Nú skulum við segja að þessi tíjón hafi litlar aðrar tekjur en elli- lifeyri, og þvi getur þau munað um þessa 3000 kr. húsaleiguhækkun á mánuði. En það er ekki þetta, sem skiptir máli, heldur hitt, að gömlu fólki verður ekki al- mennt hjálpað til sæmilegrar framfærslu með þvi að gefa þeim, sem eru svo heppnir að eiga slika íbúð — og öðrum, sem eiga miklu meiri hús- eignir — eftir þennan skatt, heldur með sæmilegum ellilif- eyri, tekjutryggingu eða öðrum ráðstöfunum, sem ná til alls gamals fólks sem þess þarf, því að ekki er róðurinn léttari þeim mörgu, sem enga ibúð eiga i ellinni. aMargir aldraðir eiga stóreignir I húsum og eftirgjöf á fast- eignaskatti aldraðra yrðu stórtekjur fyrir þá. Núverandi stjórnarflokkar beita sér fyrir þvi að bæta elli- lifeyri almennt, veita öldruðu fólki lágmarkstekjutryggingu til þess að lifa af. Þaö «r það, sem máli skiptir, en ekki hitt hvort 3000 hækkun húsaleigu er létt af nokkrum hluta þessa fólks, og af þvi spretta svo enn meiri friðindi fyrir stóreignar- menn, en gamla leigufólkið fær enga sams konar umbun. Þessar 300 kr. á mánuði valda engum úrslitum um það, hvort fólk fer á elliheimili eða ekki, hetdur hitt hvort gamalt fólk fær ellilifeyri, sem þaö getur lifað af i sjálfstæðu heimilis- I haldi. -AK- Bjargvættur kommúnista J. D. biður Landfara fyrir hressilega og einkar skemmti- lega ádrepu til fyrrverandi stjórnarflokka, og birtir Landfari hana með lúmskri ánægju: 12. marz 1972. „1 leiðara Visis, sem lesinn var i morgun, var frá þvi skýrt, að kommúnistar stefndu að heims- yfirráðum með vopnavaldi, en þar sem það ætti ekki við, og lik- , legra væri til árangurs, væri rek- ' inn lævis áróður i ýmsum mynd- um, þar sem spilað væri á til finningar fólksins, undir yfirskyni frelsis og lýðræðis. En til- gangurinn og markmiðið væri æ hið sama, að ná þjóðunum undir vald kommúnistaklikunnar og undiroka það flokksvaldinu. Þessi siðari aðgerð væri notuð hér á landi. Nú kann mörgum að finnast þessi áróður einkennilegur i þess- um herbúðum, þar sem vitað er, að áratugum saman hefir Sjálf- stæðisflokkurinn bjargað kom- múnistum á margvislegan hátt, frá þvi að biða lægri hlut fyrir jafnaðarmönnum, eins og átt hefur sér stað á öðrum Norður- löndum og viðar, t.d. i Englandi. I þessu sambandi má minna á orð eins foringja ungra sjálfstæðis- manna, er sagði i ræðu og riti, ekki alls fyrir löngu, að áratugum saman hefði Morgunblaðið út- húðað kommúnistum og varað við þessum vondu mönnum á siðum blaðsins, en þó hefði jafnan svo farið, að þeim hefði komið hjálp og liðsinni i þinginu á dularfullan hátt, einmitt frá Sjálfstæðis- flokknum. Hver skilur svona tvi- skinnung, spyr vesaiings ráð- villta foringjaefnið! Já, hver skilur svona nokkuð? Þetta heitir á fornu islenzku máli að leika tveim skjöldum, og virðist oft hafa gefizt vel, til að koma sér i mjúkinn hjá veraldlegum mát- tarvöldum, þótt aldrei hafi það þótt drengilegt eða stórmannlegt. Sama meintu Rómverjar hinir fornu með orðtækinu: „Deildu og drottnaðu", og gafst þeim vel og kostaði minna fé og mannfórnir, en að leggja undir sig lönd og þjóðir með hervaldi. Vondandi eru nú ekki lengur til ung foringjaefni sjálfstæðis- manna, svo þunn og einföld að þau hafi ekki til fullnustu skilið og tileinkað sér siðfræði Hildiriðar- sona, og geti þagað yfir þessari snjöllu aðferð til að sigra hættu- lega andstæðinga. Þetta tókst, að þvi er Alþýðu- flokkinn snerti. Sjálfstæðismenn léku það, sem likíega mun vera einsdæmi i veröldinni, að stofna ihaldsverkalýðsfélög, til þess að kljúfa og hjálpa kommúnistum, enda til þess refirnir skornir. Sjálfstæðismenn eru þvi bjarg- vættir kommúnista hér á landi, og gengi og stærð flokksins hér á landi, i samanburði við ná- grannalöndin, þeirra verk. Ekki varléttastá metunum það vinarbragð að taka þá i Nýsköp- unarstjórnina og leggja mennta- málin undir þeirra „reginment". Það var kölluð kollsteypa af Pétri Ottesen, sem var einn af fimm þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins, sem yfirgáfu þá flokk sinn i bili. Það mun vera dæmafátt, að forystuflokkur i samsteypustjórn þoli að missa fjórða part af þing- liði sinu, og ekki óliklegt að hinir flokkarnir hafi ráðið meira en til stóð vegna þessarar blóðtöku for- ystuflokksins. En þá var nú mikil krás á borði, allur striðsgróðinn. Það tókst lika fljótt og vel að eyða honum, en þá var nú brátt vin- skapurinn úti, þegar ölið var af könnunni. Næst þegar flokkur máttar- stólpanna fór að stjórna án þátttöku Framsóknarflokksins, var öllu hægra um vik. Þá þurfti ekki á fósturbarninu að halda, enda hélt nú stóri flokkurinn öllu þingliði sinu. Þá var „pinulitla" flokknum lofað að stjórna ár- langt, með stóra bróður að baki, en þegar litli flokkurinn var búinn að fá blóðbragð valdsins á tönn- ina, var óhætt að taka völdin i eigin hendur og haga stefnunni i samræmi við vilja burgeisanna, og láta litla flokkinn fá helming starfandi ráðherraembætta. Þá fékkst nú langþráð upp- reisn, sem ekki hafði skeð siðan 1927. Krónan var felld fjórum sinnum og þar af einu sinni i hefndarskyni. Þá var nú gaman að lifa, — sparifjáreigendur borg- uðu brúsann, en gulltrygging þeirra stóru voru byggingar og stórverðmæti á höfuðborgar- svæðinu, sem ekki voru metnar til verðs nema brot af þvi, sem þær kostuðu, og lögleg friun frá að borga tekjuskatt af ofsagróða, var að festa hann jafnóðum i fast- eignum, sem metnar voru á móts við gamalt mat fyrir strið. Argæzka var mikil, að tveim árum undanteknum, „hlaup" mikil bárust á fjörur „Við- reisnar" i veiðimagni og verð- hækkunum. Samheldnin var svo góð, að stjórnarflokkarnir þekktu ekki sundur á sér fæturna fremur en Bakkabræður forðum. Banka- og verzlunarhallir risu um allt i þéttbýlissvæðunum, en það var aðeins eitt og þó kannski tvennt, sem ekki hafði vaxið að verðgildi og höfðatölu: islenzka krónan og Alþýðuflokkurinn. Visir og önnur blöð sjálfstæðis- manna, geta nú skemmt sér við að ihuga þessar staðreyndir, þegar þau langar að hnotabitast út af stjórn núverandi þingmeiri- hluta. AGvendardag 1972. J.D." RAFVIRKJA VANTAR til starfa hjá rafveitu Borgarness frá 1. mai nk.. Upplýsingar gefnar á skrifstof- unni, simi 7292. RAFVEITA BORGARNESS Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, sunnudaginn 26. marz n.k. Kl. 14:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir ábyrgðarmönnum eða umboðs- mönnum þeirra við innganginn. STJÓRNIN. Sígildar bækur — vandaðar útgáfur JÓNAS HALLGtfMSSON KvæíJi og sðgur Með forspjalli HaUdórs Laxness Bundið f aMrinn lcr. 650,00. GRlMUR THOMSEN Ljóðmæli 1 útgáÆu Sá@uiröar Nordais. Bundið í alskirm kr. 900,00. Ævieaga Áma prófasts Þórarinssonar SkréMtt af Þórbergt ÞórSareynt Tvö bdndi 1 skinnfoarijdi og sérstöku hMtetrf. Kt. 1800.00 ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON íslenzkur aðall 1 skinntoandi kr. 830,00. ÞÓRBERGUR ÞÖRÐARSON Ofvitlnn 1 atdnnbandi kr. 750,00. (Söluskatfour er ekki tardÆalinr).) JÓN HELGASON Úr landsuðri 4. prprvbiHi. fb. kr. 500,00. JÓHANNES ÚR KÖTLUM Sjödægra 2. prenfeun. Ib Jcx. 450,00. JÓN HELGASON Handritaspiall Með eftíxtnyndum nr haradntum- Irento. kr. 400,00 og kr. 500,00. REYKJAVlK Ljósmyndir Loifs Þorstoina- sonar. Textl eftir Björn Th. Bjðmsson. Bókln er fáanlag é fjórum tungumékim: Menzku, dérwku, eneku, þýzka. V*r8 kr. 1200,00. ROMAIN ROLLAND Jóhann Kristófer öli fimm bindin eru nú edStur fáandeg. Ib. kr. 2.250,00, aMnnband kr. 3.250,00. MAXlM GORKl Endurminningar Síðusbu eintötón, prjú bmdi, innb. kr. 1500,00. NEXÖ Endurminnmgar Buntöð í tvö bfatdl kr. 800j30. PÁSTOVSKl Marmsasvi F^öeur bindi. mnb. kr. 1440,00. ALAN BOUCHER Við sagnabrunninn Innb. kr. 740,00. Þúaund og ein nótt Ný útgóÆa. Fyrcta bindi. Innb. kr. 880,00. MÁL OG MENNING, Laugavegi 18

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.