Tíminn - 25.03.1972, Síða 7

Tíminn - 25.03.1972, Síða 7
Laugardagur 25. marz 1972. TÍMINN 7 FrawwiifenarftökKurfnn Fratmkv»mdfl»ti)irí; Bristfín a«nfldlkt*Sfltt, R4+Í»jórflrt ÞÁrarirtH ÞórarirtSíon [fli?L Artdrés KrWjéflíSOrt, Jón Hfllgasort, ffrírrtor ^fslason. T?ttsf[órnarskrf{s+Ofur eankflstrœM :A«gi!í:síniifastiörf: { addtihúsirtu, léaöo — M3Ö5, Skrifstofvr 71323. Augfýsíngasímj:: :19523, :ASrar skrjfstofur simj T93O0, tnstrBfjgsS Stelrt- 7. AfnreBsfustmi Áskrlftflr-gíald kr, Í22S,Öfl kr. IS.Oö flifttflkfS. ó . mánuttt innanlands. :f:: hatísasoiu ' filflSáprertt h.f; (Offtfltf Ræða Hans G. Andersen í hafsbotnsnefnd S.þ. í ræðu þeirri, sem Hans G. Andersen sendi- herra, formaður islenzku sendinefndarinnar á fundum Hafsbotnsnefndar Sameinuðu þjóð- anna i New York, flutti i undirnefnd 22. marz sl., sagði hann m.a., að ráðstafanir til að vernda fiskstofnana i þvi skyni að tryggja há- marksveiði á varanlegum grundvelli, væru öll- um þjóðumtil hags, og nauðsynlegar verndar- ráðstafanir af hálfu strandrikisins og með samkomulagi hlutaðeigandi rikja yrðu aðhald ast i hendur og mynda raunhæft allsherjar- kerfi. Verndarráðstafanir af hálfu strandrikisins, sagði Hans, — hafa hér höfuðþýðingu, þar sem hrygningarstöðvar og uppeldissvæði eru að mestu leyti á grunnslóðum. Standrikið hefur einnig mestra hagsmuna að gæta varðandi verndun fiskstofnanna, og við ísland gilda miklu strangari verndarreglur innan fiskveiði- markanna en svæðareglur þær, sem gilda utan þeirra. Hans sagði, að lausnin á þeim vanda, er snerti hagnýtingu fiskstofnanna, væri i þvi fólgin að viðurkenna, að fiskimið strandrikis- ins væru hluti af auðlindum þess innan sann- gjarnrar fjarlægðar frá ströndum, miðað við aðstæður á staðnum, sem máli skipta. Þessari stefnu vex nú stöðugt fylgi. Hún kemur fram i tillögum um 200 milna efnahags- lega lögsögu eða yfirráð, i útfærslu íslands i 50 milur á grundvelli landgrunnslaganna frá 1948, svo og i nýlegri útfærslu Nigeriu og Senegals i 40 milur og 110 milur. Þessi stefna kemur einnig fram i ýmsum yfirlýsingum rikja Suður- Ameriku, Asiu og Afriku, svo og i þeim megin- sjónarmiðum, sem liggja til grundvallar tillög- um ýmissa annarra rikja i öðrum heimshlut- um. Allt þetta rennir stoðum undir áframhald- andi þróun þjóðaréttarins til viðurkenningar á þvi, að fiskimið strandrikisins séu hluti af auð- lindum þess. Hans G. Andersen sagði, að hér væri ekki um að ræða átök milli þjóðernisstefnu annars vegar og alþjóðasamstarfs hins vegar. Það sem um væri að ræða, væri spurningin um að viðurkenna rétt strandrikisins til að hagnýta og efla fiskimið sin, auðlindir strandrikisins, til hags fyrir ibúa þess. Hvað ísland snerti leiddi þessi meginregla til þess, að lögsaga íslands næði til sjávarbotnsins og hafsins yfir landgrunnssvæðinu, sem væru lifræn umhverfisheild og þær auðlindir við Is- land, sem hefðu gert landið byggilegt. Hér væri þvi um að ræða frumskilyrði lifs á íslandi. í þessari ræðu skýrði sendiherrann skil- merkilega meginsjónarmið islenzku rikis- stjórnarinnar i landhelgismálinu. Enginn vafi leikur á um það, að sjónarmið íslands eiga nú vaxandi skilningi að mæta á alþjóðavettvangi. — TK JONATHAN STEELE: Pólverjar eru uggandi um landamærí ríkisins HVERGI er fylgzt af meiri at- hygli með tvisýnni baráttu um stefnu Willys Brandt kanslara gagnvart Austur-Evrópu en i Pól- landi, nema ef vera skyldi i Vestur-Þýzkalandi sjálfu. Pól- land á mikið undir úrslitum þess arar baráttu, þar sem það er eina landið i Austur-Evrópu, auk Austur-Þýzkalands, sem enn býr við umdeild landamæri, 27 árum eftir að siðari heimsstyrjöldinni lauk. 1 styrjöldinni féllu eins margir Pólverjar og Gyðingar. Endanleg viðurkenning Vestur-Þjóðverja á vesturlandamærum Póllands við Oder/ Neisse markaði merkileg timamót. Óttinn við hefndar- þorsta Þjóðverja hefir reynzt ástæðulaus árum saman, en gamla hræðslan við öflugt og sameinað Þýzkaland var nægi- lega máttug i haust sem leið til þess að pólskur blaðamaður komst þannig að orði um Berlinarsáttmálann, að hann staðfesti loks, að „þýzku rikin eru þrjú”. NOKKRIR langminnugir Pól- verjar urðu óttaslegnir i haust þegar i ljós kom, að pólskar verzlanir tóku að búa sig undir að taka við austur-þýzkum ferða- mönnum. Sá ótti er ekki torskil- inn, enda getur hvarvetna i Varsjá að lita litil ölturu eða minnismerki um fórnarlömb Nazista. Horfurnar á staðfestingu sátt- málanna við Vestur-Þjóðverja þykja nú réna ótt, og þá um leið likurnar á upphafi verulega frið- vænlegra timabils i Mið-Evrópu. Þetta þykir Pólverjum uggvæn- legt. Undarlegt kann þvi að þyk- ja, að þeir skuli ekki reyna af sinni hálfu að auka likurnar á staðfestingu. Það gætu þeir þó með þvi að bæta aðstöðu þeirra tugþúsunda Þjóðverja, sem i Pól- landi búa og sótt hafa um leyfi til að fá að flytjast úr landi. En þarna er komið að einu af við- kvæmustu vandamálum Pól- verja, enda á Gierek þar i vök að verjast. ARUM saman hafa Pólverjar af mannúðarástæðum leyft brott- flutning þeirra Þjóðverja, sem nána ættingja eiga i Þýzkalandi. Þetta hófst árið 1955, þegar pólska rikisstjórnin leyfði Rauða Krossinum að taka að sér slika flutninga. Hin fyrstu friðsælu valdaár Gomulka, áður en allt snerist á vérri veg, hurfu um 250 þúsund Þjóðverjar úr landi. Árið 1959 var þessi straumur orðinn sitra ein, og siðast liðin tiu ár hefir ekki nema tiu þúsund manns að meðaltali verið leyft að flytja úr landi. Mál þetta bar á góma að nýju þegar verið var að ræða sáttmála Pólverja og Vestur-Þjóðverja. Pólverjar neituðu að setja bein ákvæði inn i sáttmálann, en birtu hins vegar opinbera yfirlýsingu, þar sem heitið var, að „tugum þúsunda manna”, sem „óum- deilanlega eru Þjóðverjar”, yrði leyft að flytjast úr landi, auk þeirra einstaklinga, sem náin skyldmenni eiga i Þýzkalandi. ÁRIÐ 1971 varð brottflutn- ingurinn til muna meiri en á sið- ustu valdaárum Gomulka. Það ár var leyfður brottflutningur 25 þús. manna, sem nána ættingja áttu i Vestur-Þýzkalandi, auk um fimm þúsund manna, sem hurfu til Austur-Þýzkalands. Hitt er svo annað mál, að nálega enginn komst úr landi af þeim, sem „óumdeilanlega eru Þjóðverjar”, samkvæmt hinni nýju skilgrein- ingu i yfirlýsingunni. Ef til vill er þó enn skuggalegra, að brott- fluttir námu ekki nema 900 i janú- ar i vetur — en það er ekki helm- ingur meðalbrottflutnings á mán- uði að undanförnu. Þá gerðist það i héraðinu Opole, að nokkrir menn, sem sótt höfðu um leyfi til brottflutnings, misstu atvinnu sina. Þetta gerist eftir að valdamenn i Varsjá og Bonn taka að deila um, hve margireigi kröfu á brott- flutningi. Pólverjar tala um „tugi þúsunda”, en starfsmenn Rauða Krossins i Hamborg segjast hafa i fórum sinum brottflutnings- umsóknir yfir 270 þús. manna. PÓLVERJUM er málið við- kvæmt og ekki bætir um, að fólk, sem talið var að búið væri að samlagast umhverfi sinu fyrir löngu, segist allt i einu lita á sig sem Þjóðverja. Það bætir svo gráu ofan á svart, að flest af þessu fólki býr i suð-vestur héruð- um landsins, Opole og vestur- hluta Katowice, en þaðan er Gierek einmitt upp runninn. Haldið er fram i Póllandi, að sumt fólk vilji einungis flytjast úr landi af efnahagsástæðum. Það tók af efnahagsástæðum þann kost að striðinu loknu að dvelja heldur i Póllandi en að flytjast til Þýzkalands, sem þá var allt i rúst. Nú sé efnahags- ástandið aftur orðið betra þar og þá vilji fólkið allt i einu flytja. Blað kommúnistaflokksins Tribuna Ludu birti siðast i febrú- ar frásögn vestur-þýzka blaðsins Frankfurter Allgemeine um erfiðar aðstæður margra pólskra innflytjenda til Vestur-Þýzka- lands. Einkum var lýst erfið- leikum ungra barna, sem ekki kynnu annað en pólsku og kæmi allt ókunnuglega fyrir sjónir i hinu nýja landi. ÞEGAR betur er að gáð verður naumast séð, hvernig „efnahags- ástæður” einar geti knúið tiltölu- lega vel stæða bændur i Opole til að hverfa frá öllu sinu til þess að fara að vinna i verksmiðju i Vestur-Þýzkalandi. útflytjendum frá Póllandi leyfist sem sé ekki að taka með sér fjármuni úr landi. Þjóðernisástæður hljóta að minnsta kosti að vaka fyrir sum- um þeirra, sem brottflutnings beiðast. Þetta ásamt fleira veldur þvi, að sumir Pólverjar berjast gegn staðfestingu sáttmálans engu siður en ihaldsmenn i Vestur- Þýzkalandi. 1 fyrstu viku marz sýndi leikflokkur frá 'Krakow sjónleik i Varsjá, þar sem spurt var blátt áfram: „Hver þarf á staðfestingu að halda?” Hlutverk er aðeins eitt i leiknum, og með það fór Ryszard Filipski, einn af fremstu leikurum i Póllandi. Leikritið heitir Timeo Danaos (og er ættað frá Virgil: „Varizt Grikki, jafnvel þegar þeir koma með gjafir”.) Boðskapur leiksins var, að Þjóðverjum væri aldrei treystandi, og hvergi sparað að slá á strengi þjóðerniskenndar- innar. ÞJÓÐERNISBOÐUN leikrits- ins varenn meira áberandi vegna þess, að það var eitt þriggja leik- rita, sem sýnd voru i röð. Eitt þeirra nefnist „Fyrir desember” og á að réttlæta öfgarnar i marz 1968. Annað heitir „Ég og bróðir minn”, og er um Pólverja og Gyðinga. Ahorfendur segja, að þar sé ekki farið leynt með andúð á Gyðingum og lengra gengið i þvi efni en sézt hafi áður, meira að segja árið 1968. Aðkomumanni hlýtur að of- bjóða sýning, sem áhorfendur taka með fögnuði, þar sem hik- laust er gert litið úr neyðinni i fátækrahverfunum i Varsjá. En þarna var ekkert um að villast, og bar sýningin þess ljósastan vott, að öfgafull ihaldsöfl eru enn á kreiki i landinu og standa nægi- lega föstum fótum til þess að flytja boðskap sinn opinberlega. VERA má, að þarna sé að finna skýringu á þvi, hvers vegna Gierek telji sig eiga erfitt um vik að leyfa brottflutning Þjóðverja úr landi eins og sakir standa. Wehner leiðtogi Sósialdemokrata i Vestur-Þýzkalandi var á ferð- inni i Varsjá fyrir skömmu til þess að reyna að ná samkomulagi um brottflutning fólks, en varð litið ágengt. Stungið hefir verið upp á, að þeir Brandt og Gierek ræðist við siðar á árinu til þess að reyna að bæta andrúmsloftið og draga úr viðsjám milli þjóðanna. Sagt er, að Pólverjar haldi, að þeir geti aldrei fullnægt kröfum ihaldsmanna i Vestur-Þýzka- landi, hversu mörgum Þjóð- verjum sem þeir leyfi að flytjast úr landi. Þeir gera sér hins vegar vonir um, að eftir staðfestingu sáttmálans komi nægilega margir Vestur-Þjóðverjar i heim- sókn til ættmenna sinna i Póllandi til þess að fækka til muna um- sóknum um brottflutning. En sá draumur getur að sjálfsögðu ekki orðið að veruleika nema þvi að- eins, að sáttmálin verði stað- festur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.