Tíminn - 25.03.1972, Page 16
Brezka stjórnin batt endi á
51 árs mótmælendastjórn
á Norður-írlandi í gær
Faulkner sagði að þessi ákvörðun myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar og þúsundir hafa lagt niður
vinnu á Norður-lrlandi í mótmælaskyni
NTB—London og Belfast.
Brezka stjórnin batt i gær enda á 51 árs
stjórnarferil mótmælenda á N-írlandi, er hún
tókákvörðun, að taka upp beina stjórn yfir
landinu i að minnsta kosti eitt ár. Heath til-
kynnti um ákvörðunina i brezka þinginu i gær
og lýsti þá Brian Faulkner, forsætisráðherra
N-írlands þvi yfir, að þetta mundi hafa ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar. Mótmæiendur á N-ír-
landi hafa einnig brugðizt illa við og þúsundir
hafa lagt niður vinnu.
I tilkynningu sinni i neðri
deildinni, sagði Heath, að bein
stjórn Breta á N-lrlandi,
kæmist i framkvæmd i næstu
viku, þegar brezka þingið
samþykkir tillögu til aö breyta
lögunum um sjálfsstjórn
landsins siðan 1920. Þá fékk N-
Irland eigið þing, Stormont, og
takmarkaða sjálfsstjórn með
eiginstjórn. Bein stjórn Breta
skal vara i eitt ár, að minnsta
kosti, nema annaö veröi á-
kveöið.
Ennfremur á að efna til
kosninga meö vissu millibili,
til aö kanna, hvort ibúar N-lr-
lands vilja enn, að landið verði
hluti af Bretlandi, eða samein-
ist Irska lýðveldinu. Þá sagði
Heath, að komið yrði upp
nýrri ráðherrastööu og i hana
hefur hann útnefnt William
Whitelaw, forseta neðri deild-
ar brezka þingsins. Einnig til-
kynnti Heath, að komið yröi á
fót nefnd, sem i eiga sæti full-
trúar allra stjórnmála- og trú-
arbragöahópa á N-Irlandi.
Nefndin á að vera ráðgefandi
fyrir Whitelaw, en ekki hafa
nein völd i sjálfri sér.
Heath sagði, aö þaö fólk,
sem nú situr i fangelsi fyrir að
vera meölimir irska lýðveldis-
hersins, muni látiö laust, jafn-
skjótt og engin hætta er talin
stafa af. Um 750 manns eru nú
i haldi fyrir þessar sakir.
Astæöan fyrir þessum ráð-
stöfunum brezku stjórnarinn-
ar, er sú, að ekki náðist sam-
komulag milli Heaths og
Faulkners um tillögur Breta
til að leysa deiluna. Faulkner
hefur fallizt á, aö gegna em-
bætti forsætisráöherra áfram,
þar til lögin um beina stjórn
verða samþykkt i brezka þing-
inu— liklega á miðviku- eða
fimmtudag i næstu viku.
Leiðtogi brezka verka-
mannaflokksins, Harold Wil-
son, hefur lýst yfir fullum
stuöningi sinum við ákvörðun
Heaths og heitið samþykkt
laganna, eins fljótt og hægt er.
Stormont, N-irska þingið,
verður ekki leyst upp — aðeins
gefið leyfi i eitt ár.
Talsmenn brezku stjórnar-
innar hafa látið þau orð falla,
að þessi ákvörðun væri djarf-
leg. Stjórnin hefur áður sagt,
að til þessa yrði ekki gripið,
nema i neyð.
Brian Faulkner, forsætisráð-
herra N-lrlands, lýsti þvi yfir i
gær, að ákvörðunin gæti haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar.
Hann sagði, að IRA og aðrir
öfgasinnar myndu láta til
skarar skriða á einhverju
sviði.
Um 6000 kaþólskir verka-
menn i skipasmiðastöð i Bel-
fast, lögðu niður vinnu, þegar
fréttin barst, og fóru i mót-
mælagöngu að ráðhúsi
borgarinnar.
Reiðir mótmælendur hóta
uppþotum og segja, að hætta
sé á borgarastyrjöld vegna á-
kvörðunarinnar.
William Craig, fyrrum ráð-
herra I n-irsku stjórninni, en
nú rekinn frá, sagði á blaða-
mannafundi i gær, að hann
myndi skora á 285 þúsund
verkamenn að leggja niður
vinnu i tvo daga eftir helgina.
— Við erum ákveðnir i að
gera það ómögulegt fyrir
Breta að stjórna landinu og
við beitum þeim aðferðum,
sem viö teljum nauðsynlegar,
sagði hann.
[
Laugardagur 25. marz 1972.
Mér þykir þetta lítið hlaup
sagði Ragnar í Skaftafelli \ gær
ÞÓ—Reykjavik.
Hlaupið i Skeiðará fór minnk-
andi i gær, og er siöast var vitaö i
gærkvöldi, var hlaupið komið niö-
ur i 4 þúsund teningsmetra á
sekúndu. I fyrradag, er hlaupið
var mest, komst það i tæpa 6 þús-
und teningsmetra á sekúndu.
Straumhraðinn i ánni var kominn
niöur i 6 metra á sek., en i fyrra-
dag var hann rúmir 7 metrar á
sek.
Ragnar bóndi i Skaftafelli sagöi
blaöinu i gær, að sér þætti þetta
hlaup frekar litið, og mjög litið
miöað við það, hve langt var frá
siðasta hlaupi, sem var 1965.
Sigurjón Rist, vatnamælinga-
maður telur, að Súla og Gigju-
kvisl hafi tekið mikið vatn frá
Skeiöará i þetta skipti, og það sé
m.a. orsökin fyrir þvi, aö ekki
rann meira vatn til sjávar eftir
Skeiðarársöndum. Þá er talið að
einhver breyting geti hafa átt sér
staðuppi i Grimsvötnum, frá sið-
asta hlaupi, en þangað hefur eng-
in komizt á meðan þessu hlaupi
hefurstaðið. Eins er talið, að ein-
hver breyting hafi getað átt sér
staö undir sjálfum Skeiðarár-
jökli.
Um tima i fyrradag leit út fyrir,
aö vatnagarðarnir, sem Vega-
gerö rikisins reisti undir Skafta-
fellsbrekkum árið 1969, ætluðu að
gefa sig og þannig leit út, þegar
fólk gekk til náða. 1 gærmorgun,
er fólk fór á fætur kom hinsvegar
i ljós, að garðarnir höfðu staðið
sig með prýði og má óska vega-
gerðarmönnum til hamingju með
þá. Og ætla má að garðarnir
standi sig vel i framtiðinni i
hlaupum, þó svo að erfitt sé að
spá um það, þar sem þetta hlaup
var ekki af stærri gerðinni.
Vatnið seie i Skeiðará i allan
gærdag og komu eyrarnar hver af
annarri uppúr, en samt sem áður
geta enn liöið margir dagar þang-
að til áin er komin i eðlilegt
rennsli
Snemma i gærmorgun komu dr.
Sigurður Þórarinsson og Þorleif-
ur Einarsson, jarðfræðingur með
28 af nemendum sinum i jarð-
fræði, til aö láta nemendurna lita
Skeiðarárhlaup með eigin aug-
um. t dag munu þeir Sigurð-
ur og Þorleifur fara aftur austur
með annan hóp.
Ef veður leyfir fer þyrla frá
Varnarliðinu i dag með hóp vis-
indamanna upp i Grimsvötn og
mun hún væntanlega skilja ein-
hverja eftir þar. En fyrirhugað er
að mæla vötnin nú eftir flóðið og
fylgjast meö, er ishellan fellur
niður. óhemju magn af jökulis
fellur niður i vötnin aö loknu
hlaupi á 30 ferkilómetra svæði, og
fylgir þeim hamförum óskapleg-
Frh á bis. 3.
Einar Ágústsson
á FUF fundi:
Kínverji
líklegast
í forsæti
í Haag
EB—Reykjavik.
Félagungra framsóknarmanna
i Reykjavik, efndi til fundar um
landhelgismáiið og utanrikismál
með Einari Agústssyni, utan-
rikisráðherra, i ráðstefnusal
Hótel Loftleiða s.l. fimmtudags-
kvöld. i ræöu utanríkisráðherra
kom m.a. fram, að Bretar myndu
að öllum líkindum leggja útfærslu
fiskveiðilögsögu okkar fyrir Al-
þjóðadómstólinn i Haag um miðj-
an april n.k. Þá gerði utanrikis-
ráðherra fyrirhugaðar breyting-
ar á dómstólnum að nokkru um-
ræðuefni.
Einar Agústsson sagði, að i
febrúar 1973 yrði skipt um hluta
af dómurum dómstólsins og væru
miklar likur fyrir ’þvi, að eftir
þessa skiptingu yrði dómstóllinn
hagstæðari okkur Islendingum
varðandi landhelgismálið, en áð-
ur. Núverandi formaður dóm-
stólsins væri Pakistani, en mjög
miklar likur væru á þvi, að Kin-
verji tæki við formannssætinu i
febrúar n.k. Kínverjar væru —
eins og kunnugt er — hliöhollir
okkur i landhelgismálinu, enda
vildu þeir að landhelgi strand-
rikja væri örugglega 200 sjómilur.
Sagði Einar, að núverandi for-
maður dómstólsins myndi ekki
gefa kost á sér aftur sem slikur.
Einar sagði, að ekki væri vitað
hvenær Vestur-Þjóðverjar
myndu skjóta málinu til Alþjóða-
dómstólsins, og hann minnti á, i
sambandi við niðurstööur dóm-
stólsins, að timinn ynni með okk-
ur i þessu máli, þess vegna skipti
það töluverðu máli, hvenær dóm-
urinn yrði kveðinn upp.
Á fundinum ræddi Einar einnig
itarlega um utanríkismálin.
A efri myndinni sést Skeiðará frá Skaftafelli s.l. mánudag. Er þá lítiö.
A neðri myndinni, sem er tekinn s.l. fimmtudag,rennur Skeiðará af
unum.
sem ekkert vatn byrjaði aö renna meðfram varnargörðunum.
miklum krafti meöfram Skeiðará og braut þá stanzlaust á varnargörð-
Tímamyndir Gunnar og ÞÓ.