Tíminn - 19.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.05.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 26. maí 1972. TÍMINN 11 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Islenzka landsliðið slapp lifandi úr Ijónagryfjunni BELGIUMENN UNNU 4:0- VARNAR- LEIKUR ÍSLENZKA LIÐSINS FRÁBÆR Einkaskeyti frá Alfreð Þorsteinssyni i Liége. Belgiskir knatt- spyrnumenn urðu engir auðkýfingar á þvi að leika gegn íslendingum. Þeim hafði verið heitið 2500 frönkum fyrir hvert mark gegn íslandi. Þeir unnu sér aðeins inn 10 þús, franka, þvi að þeim tókst aðeins þrisvar sinnum að skora gegn Guöni Kjartansson, Iék mjög vel að vanda. ákveðnu og samstilltu islenzku landsliði, sem lék af miklu öryggi gegn einhverju sterkasta landsliði Evrópu um þessar mundir. Fjórða markið var sjálfsmark, sem skorað var rétt fyrir leikslok. Varnar- leikurinn var alls- ráðandi hjá islenzka liðinu, og vörnin var geysisterk með Sigurð Dagsson fyrir aftan sig. Og Sigurður Dagsson brást ekki, hann kastaði sér hornanna á milli liðugur eins og köttur og stjörnur Belgiu fundu aðeins þrisvar sinnum leið i mark, en sjálfs- markið réði hann alls ekki við. Þessi úrslit eru islenzkri knatt- spyrnu siður en svo til skammar, islenzku piltarnir komust með öðrum orðum lifandi úr ljóna- gryfjunni, en dálitið skrámaðir. Hetjuleg barátta þeirra og ódrepandi baráttuvilji verður minnisstæður. Staðan i hálfleik verður 2:0 og tvö mörk bættust við i siðari halfleik og siðasta markið var sjálfsmark, sem Einar Gunnarsson skoraði. Islenzka liðið lék mjög skyn- samlega i fyrri hálfleik, tengi- liðirnir Guðgeir Leifsson og Asgeir Eliasson léku aftarlega og styrktu vörninafsem lék ágæt- lega en aðalmenn hennar voru Guðni Kjartansson, og fyrirliðinn Jóhannes Atlason, en beztur af öllum var þó Sigurður Dagsson, sem varði frabærlega vel hvað eftir annað og klöppuðu ahorf- endur honum lof i lófa. Aldrei þessu vant yfirgnæfði islenzkt hróp á áhorfenda- pöllunum. Nokkrir landar voru mættir á vellinum hér i Liége með hátalara og hrópuðu svo að undir tók: „Áfram tsland". Skemmti- legttiltæki, sem áreiðanlega varð mikil hvatning fyrir islenzka liðið. Fyrra mark Belgiumanna i fyrri hálfleik kom á 13 minútu , það var eftir fyrirgjöf Lamberts, sem van Himst skallaði i netið, óverjandi fyrir Sigurð. Siðara markið var hálfgert klaufamark. Það var aukaspyrna á islenzka liðið, varnarmennirnir stilltu sér upp i vegg. Belgiumennirnir fengu knöttinn óvænt eftir auka- spyrnuna, það myndaðist glufa i veggnum og Pollenius notfærði sér það og skoraði. Hættulegasta færi islenzka liðsins i fyrri halfleik var, þegar Hermann sendi fyrir mark á Guðgeir, en hann var heldur seinn að átta sig. Rétt á eftir brauzt Elmar einn upp að endamörkum og gaf fyrir á Hermann, en hann áttaði sig ekki á sendingunni. I siðari halfleik átti islenzka liðið strax i upphafi hættulegt, tækifæri, þegar Guðgeir einlék frá miðju að vitateig belgiska liðsins, gaf á Hermann, sem var óviðbúinn, en i dauðafæri. Þar fór hættulegt færi fyrir litið. A 14. min. I siðari hálfleik tókst PoIIeniusi að bæta þriðja markinu við og þannig Hinn frábæri leikmaður Belgiska liðsins Van Himst, skoraði fyrsta markið fyrir Belgiumenn. Marteinn stóð sig eins og klett- ur i vörninni. /' varð staðan 3:0 unz tvær min. voru eftir. Þá skoraði Einar Gunnarsson klaufalegt sjálfs- mark. Tvær breytingar voru gerðar á islenzka liðinu i siðari hálfleik. Ingi Bjönr Albertsson kom inn á fyrir Hermann i upphafi hafl- leiksins. Vafasöm ráðstöfun, svo að ekki sé sterkara að orði kveðið. Ingi Björn er æfingalitill, Hermann hafði skað hættu. Sömuleiðis fór Geuðgeir Leifsson útaf fyrir öskar Valtýsson, en Guðgeir hafði verið einhver allra bezti maður liðsins. Vafasöm ráðstöfun, svo að ekki sé sterkara að orði kveðið. Sömu- leiðs fór Guðgeir.hafði verið ein- hver allra bezti maður liðsins. Leikur íslendinga var allan timann yfirvegaður, stundum grófur, svo að hinir belgisku Sigurður Dagsson, átti frábæran leik og varði oft stórkostlega. atvinnumenn kveinkuðu sér. Elmar Geirsson tók stöðu Hermanns, en Ingi Björn lék á kantinum. Tókst Elmari með hraða sinum að skapa usla i vörn Belgiumanna, en annars fór leikurinn mikið fram á vallar- helming Islands, og þar stóðu Guðni, Einar, Marteinn, Jóhannes og Ólafur Sigurvinsson fyrir eins og klettar. Og Sigurður Dagsson lék stórt hlutverk i markinu. Af einstökum leikmönnum voru Guðgeir og öftustu varnar- mennirnir beztu menn liðsins, Guðgeir einlék skemmtilega og kom Belgimönnum á óvænt fyrir leikni sina. Um frammistöðu Sigurðar Dagssonar þarf ekki að fjölyrða. Nýliðinn Ólafur Július- son stóð sig og ágætlega i erfiðum leik. . Enda þótt Einar Gunnarsson hafi orðið fyrir þvi óhappi að skora sjálfsmark bjargaði hann tvivegis á linu i leiknum. 1 heild verður frammistaða islenzka liðsins að teljast góð, piltarnir börðust við ofureflið á útivelli, áhugamenn á móti þraut- þjálfuðum atvinnumönnum, og þessi úrslit eru islenzkri knatt- spyrnu miklu fremur til álitsauka en hins gagnstæða. Ahorfendur að leiknum voru milli 10 og 15 þúsund, danskur dómari dæmdi leikinn, og gerði það vel. Siðari leikurinn fer fram á mánudag i Brtigge. Fyrirliði islenzka liösins, Jóhannes Atlason, átti góðan leik i vörninni. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. 18. reglulegu tónleikar (lokatónleikar) i Háskólabió fimmtudaginn 25.mai kl. 21.00 Stórnandi Bohdan Wodiczko Einleikari Shura Cherkassky pianó- leikari. Flutt verða verk eftir Dr. Urbancic, Tjaikovsky, Debussy og Kodaly. Aðgöngumiðar i bókabúð Lárusar Blöndal og i bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.