Tíminn - 20.05.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.05.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. mai. 1972. TÍMINN 7 nTTmmn mnng&amin i m 1111 m ö" sinni áður. Á siðasta ári var gef- ið út meira af dagblöðum i heiminum en nokkru sinni fyrr, eða 7680 talsins, og er það 300 dagblöðum fleira heldur en fyrir 10 árum. Upplag þessara blaða jókst úr 275 i 365 milljónir ein- taka. ¥ Lítið um að vera Það þarf ekki nauðsynlega að vera mikið umstang i kringum giftingar, þótt fólk, sem á ættir að rekja til konunga, gifti sig. Það kemur bezt fram, þegar at- hugaður er gestalistinn fyrir brúðkaup Richards prins af Gloucester, sem ætlar i júli i sumar, að ganga að eiga fröken Birgitte van Deurs. Prinsinn, sem er tuttugu og sjö ára, er sá tiundi i röðinni, af erfingjum brezku krúnunnar. Brúðkaupið á að fara fram i kirkjunni i Barnwell i Northamton, skammt frá ættaróðali fjöl- skyldunnar. Prinsinn hefur skýrt frá þvi, að aðeins verði um 60 manns i veizlunni. Ekki verð- ur drottningin, frænka prinsins meðal gesta, þar sem hún þarf að bregða sér til Skotlands ein- hverra erinda sama dag. Búizt er við, að drottningin muni undirrita skjal, sem gerir hina núverandi fröken Deurs að brezkri prinsessu. Það hefur vakið upp gamlan draug, þar sem allir vita, að hertoginn af Windsor hefur allt frá þvi árið 1937 reynt árangurslaust að fá konu sina gerða að prinsessu. ★ Hvirfilvindarnir og kven- mannsnöfnin Rauðsokkar i Bandarikjunum hafa borið fram sin árlegu mót- mæli gegn þvi, að hvirfilvindar hafa til þessa ávalt hlotið kven- mannsnöfn. Yfirmenn bandar- isku Véðurfræðistofnunarinnar hafa visað mótmælunum á bug, og ákveðið að halda sig fast við venjur varðandi nafngiftirnar. Nöfn hvirfilvindanna eru ávallt ákveðin fyrirfram, i upphafi hvers árs og siðan hljóta þeir nöfnin i þeirri röð, sem þeir koma. Þannig munu vindar þessa árs koma til með að heita Agnes, Betty, Carrie, Dawn ,Edna, Felica, Gerda, Harriet, Ilene, Jane, Kara, Lucille, Meam og Nadine, en ekki er búizt við, að þeir verði fleiri en þetta. Bankaútibú i báti Banki nokkur i New York, Security National Bank, hefur opnað útibú um borð i báti og er útibúinu ætlað að þjóna ibúum eyja, sem liggja undan strönd Bandarikjanna. A eyjum þess- um eru milli 5000 og 6000 surnar- dvalargestir og siglingamenn. Bankabáturinn er 34 feta löng snekkja með 250 hestafla vél. Báturinn stendur i þráðlausu sambandi við land, og er búinn öllum fullkomnustu tækjum. 1 þessum banka er hægt að fá alla venjulega bankaþjónustu, þó að þvi undanskildu, aðekki er hægt að eiga bankahólf i bátnum. Báturinn er opinn alla daga vik- unnar, meira að segja á laugar- dögum og sunnudögum. Þessi fljótandi banki er mjög vinsæll meðal þeirra, sem þurfa að nota ★ hann, og fáum vikum eftir að hann var fyrst tekinn i notkun voru fastir viðskiptavinir orðnir 4000 talsins. Höfðu margir flutt viðskipti sin úr öðrum bönkum yfir i þennan banka, og voru hæstánægðir með bréytinguna. Hér á myndinni leggur banka- báturinn að bryggju. ★ Sænsk leikkona mótleik- ari Ringo Starr Ringo Starr heldur nú áfram að stiga upp á stjörnuhimininn i kvikmyndunum. Nú hefur hann fengið ljóshærða og bláeyga stúlku.sem leikurá móti honum i nýjustu kvikmyndinni. Daman heitir Agneta Eckmyr, og kvik- myndin, sem þau leika i er kúr- ekamynd, og fer kvikmynda- takan fram i Mexikó. Hér sjáið þið svo parið, eins og það litur út i kvikmyndinni. Konan og listin Germaine Greer, konan, sem berst meira en nokkur önnur fyrir þvi, að konan sé virt og metin að verðleikum, og hljóti jafnrétti á við karla, hefur sagt um konur og listir, að það megi teljast undarlegt, að það séu varla til nokkur kventónskáld, né heldur séu kvenmálarar sér- lega margir. Hún segir, að ekki komi til greina, að konur séu ekki jafnlistrænar og karlar. Astæðan fyrir þvi, að þeirra sé ekki jafn oft getiði sambandi við listir og karla, sé, að þær velji sér listir, sem ekki hafa enn hlotið viðurkenningu sem slik- ar. Megi þar nefna vefnað, út- saum og annað þvi um likt. Það getur verið allavega eins mikil list i þess konar, eins og i mál- verki, en það er bara ekki al- mennt álit manna, að svo sé, og þvi eru konurnar ekki taldar meðal listamanna. ★ Hver var aö tala um blaöadauöa? Fólk er alltaf annað slagið að fá fréttir af þvi, að dagblöð og vikublöð leggi upp laupana af fjárhagsástæðum, þar sem stöðugt sé minna lesið og keypt af dagblöðum. En samkvæmt skýrslu, sem UNESCO hefur birt, er þetta ekki rétt. Þar seg- ir, að þrátt fyrir tilkomu sjón- varps sé stöðugt vaxandi eftir- spurn eftir dagblöðum, og sé eftirspurnin meiri nú en nokkru saman. Hann er eins og þú, timir u u engu að eyða.” — Mundirðu að setja köttinn út? DENNI Farðu nú ekki aö skoba neitt fyndið, þvi þá reka þau okkur út á stundinni. DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.