Tíminn - 20.05.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.05.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Laugardagur 20. mai. 1972. SÆNSK GÆÐAVARA GARÐ sláttuvélar MAJOR mótorsláttu- vélar Sláttubreidd: 51 cm (20”) Mótorstœrð: 3,5 hes Ótrúlega hagstætt verð: Kr. 8.600 —9.000 Samband ísL &amvinnufétaga INNFLUTNINGSDEILD Útsölustaðir: DOMUS Laugavegi KIION Hverfisgötu Véladeild S.í.S. Ármúla 3 Sambandið Suðurlandsbraut 32 Framhald af bls. 11. stundum norður fyrir Vestfirði og i suðurátt má sjá allt Reykjanesið og suður fyrir það. Um þessa hvitasunnu ætla ég enn á Snæfellsnesið. Náttúrufegurðin þar er með eindæmum. Enn hef ég ekki ákveðið, hvort ég fer á jökulinn, en það sakar ekki að taka fram, að óvanir mega vara sig á að sólbrenna ekki illa, þvi birtan á jöklinum getur verið ótrúlega mikil, sérstaklega i góðu veðri. Farið inn á Kjöl — Ég held,að mér sé minnis- stæðust hvitasunnuferð sem ég fór inn á Kjöl árið 1965, ásamt vini minum Rúdolf Kristinssyni kaup- manni,_ á ágætum Willys jeppa, sem þa var nýlegur, sagði Kári Jo'nasson blaðamaður á Tim- anum, er hann var spurður um minnisstæðustu hvitasunnu- ferðina. — Voruð þið i einhverjum sér- stökum erindum, eða bara á venjulegu ferðalagi? — Jú, mig minnir nú,að við höfum verið i einhverjum er- indum inn i Kerlingarfjöll. Þá var verið að klára aðalskála Kerlingarfjallamanna og Magnús Karlsson yfirsmiður var þar með smiðum og ráðskonu. Við fórum fyrst til þeirra og var tekið fagn- andi, þvi að enginn hafði komið til þeirra um hálfsmánaðar skeið, að mig minnir. Við gengum auðvitað upp á Snækoll, eins og lög gera ráð fyrir þegar farið er i Kerlingarfjöll. Mig minnir,að það hafi verið á hvitasunnudag, sem við fórum svo inn á Hveravelli. Þangað hafði þá enginn komið i sjö mán- uði, og satt að segja var það dá- litið spennandi að vita, hvernig vegurinn væri og aðkoman á Hveravöllum og hvort við yfirleitt kæmumst þangað. Nú orðið er veturseta á Hveravöllum, og farið er þangað nokkrum sinnum yfir veturinn, en þegar við vorum þarna, var allt autt og yfirgefið og engan að sjá. Gestabókin gaf til kynna hverjir höfðu verið þarna siðast á ferð, og ef ég man rétt, þá voru það Ferðafélagsmenn og þar áður höfðu verið i skálanum leitarmenn i seinni l^itum. — Ykkur hefur þa gengið vel inneftir. — Ja', já, það voru að visu snjó- skaflará veginum en ekki til mik- illar hindrunar, og vegurinn var bara ágætur. Þetta var svolitil til- breyting frá þvi að fara á Snæfellsnesið og komast ekki á jökulinn vegna þoku, en það er eins og það sé einhver tizka að fara þangað um hvitasunnuna. — Gistuð þið svo i skálanum á Hveravöllum? — Nei, nei, við fórum til baka, eftirað hafa dvalið þarna nokkra stund, skoðað hverina, tóttina þar sem Eyvindur var og fleira, sem þarna er. Daginn eftir fórum við svo úr Kerlingarfjöllum, og ég man það,að við fengum stóran heyvagn aftan i jeppann á byggð- arleiðinni, sem varð okkur nú heldur til trafala en hitt, og eitt- hvað vesen var vist á okkur með vagninn yfir árnar, en kannski ekki meira en gerzt hefur oft áður hjá okkur i fjallaferðum. Eina hvítasunnuferðin — Það er auðvelt að rifja upp eftirminnanlegustu hvitasunnu- ferðina, þvi ég hef ekki farið i nema eitt ferðalag, sem flokka má undir viðurkennda hvita- sunnuferð, og sem betur fór skeði svo sem ekki neitt, sem i frásögur er færandi,sagði Oddur Ólafsson, blaðamaður. Sá frækni ferða- garpur Vilhjálmur Stefánsson, skrifar einhversstaðar, að ævin- týri séu ekkert annað en glópska og fyrirhyggjuleysi. Samkvæmt þvi var þetta mesta fyrirmyndar- ferðalag. 1 þá daga, og kannski enn, var ekki annað kallað hvitasunnuferð en að fara á Snæfeilsnes, tjalda við jökulræturnar, ganga á jök- ulinn og verða brúnn. Á föstudegi sást ekki skýhnoðri á himni og jökullinn sveif mjall- hvitur yfir Faxaflóa og sáu sumir sig i anda á hátindi dýrðarinnar, þar sem maður verður jafnbrúnn á nokkrum klukkustundum og i sautján daga Mæjorkuferð fyrir tuttugu og þrjú þúsund og fimm Ostur er orkulind! Hreysti og glaðlyndi í leik og starfi. Orkulindin er í nestispakkanum. Ostur er alhliða fæðutegund. Úr honum fá börn og fullorðnir eggjahvítuefni (Protein), vitamín og nauðsynleg steinefni, þ. á m. óvenju mikið af kalki. Kalkið er nauðsynlegt eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Á starfsemi þess byggist athafnavilji þeirra, kjark- ur og hæfni í leik og starfi. Ostur eykur orku, léttir lund. Byggjum upp,borðum ost. hundruð með viðkomu i London og morgunverði. Eftir vinnu var rétt timi til að komast heim, gripa hafurtaskið og nesti, sem að öðru jöfnu mundi duga til tveggja vikna viðurværis, og i rútuna, og sem leið liggur vestur á Nes. Undir miðnætti var fyrsta áfanga náð. Bjart var yfir Jöklinum en sá ljómi,sem stafar af honum úr fjarlægð var horfinn. Úr hliðunum ofan við Arnarstapa var litið annað að sjá en grjót og svartan vikur og það sem greina mátti af jökulhettunni var sand- borið, og stafaði nú engum ljóma af henni. Straumur langferðabila ók vestur með Breiðuvikinni allt kvöldið og fram á nótt, og tjöldin risú meðfram hliðinni og mynd- uðust stórar og smáar tjaldbúðir hér og hvar. Allir voru komnir sömu erinda, að ganga á Snæ- fellsjökul, og fór fólk snemma að sofa, þvi fjallgangan átti að hefj- ast snemma að morgni. Þeir árrisulustu voru komnir á stjá með fuglunum. En þeim lá ekkert á að vekja hina. Rétt ofan við tjaldstaðina grúfði þokan og sást ekki einu sinni i neðstu fann- ir. Úrkoman var ekki meiri en svo, að yfirleitt gegnblotnuðu svefnpokar ekki. Það var litið fjör i þeim nokkur hundruð manna og kvenna hópi, sem skriðu úr pok- um sinum morgunun þann. Menn ráfuðu milli tjaldanna og þaul- vanir jöklafarar og veðurspár- menn töldu, að þetta væri bara morgunþoka, og liklegast stæði Jökullinn upp úr henni, en það skipti svo sem ekki máli, brátt mundi stytta upp og væri mál að búast til ferðar og’ vera tilbúinn þegar sólin brytist gegnum skýja- bakkann og svifti honum af Jökl- inum. Er skemmst frá þvi að segja, að aldrei stytti upp, þvert á móti ringdi æ meir eftir þvi sem á dag- inn leið. Nokkrir ofurhugar létu sig hafa það að ganga á fjallið. Þar þvældust þeir fram og til baka upp og niður, sem reyndar voru einu áttirnar, sem þeir höfðu nokkra hugmynd um. Sumir þóttust hafa komist alla leið upp á efstu tinda, en gátu ekki skýrt frá neinum kennileitum, sem sönn- uðu það eða afsönnuðu, þar sem þeir sáu aldrei neitt annað en rétt niður fyrir fætur sér og ofurlitið af allri þeirri þoku, sem sveipaði fjallið. Dagurinn leið þannig, að hver taldi öðrum trú um, að það ringdi ekki alveg eins mikið núna og rétt áðan og þegar leið á kvöld- ið sáu fararstjórar þess mörg merki, að það væri að létta til og enginn vafi léki á,að heiðrikt yrði á morgun. Hvitasunnuhelgin er löng og nógur timi að ganga á Jökul. Hvitasunnudagsmorgun var nákvæmlega jafngrár og daginn áður. Eini munurinn var, að nú ringdi enn meira. Það töldu veðurvitar eindregið benda til,að langþráð uppstytta vwri I nánd. Lækir beljuðu niður hliðarnar og voru ófá tjöldin, sem færa þurfti úr stað. Hvitasunnudagur leið eins og sá fyrri, nema að þá datt engum i hug að fara og gá,hvað væri inni i allri þokunni og þurfti ekki um það að deila hvort ein- hver hefði slysast upp á þessa bunguna eða hina. Þeir sem gengið höfðu á Jökulinnumhverja hvitasunnu áratugi aftur i tim- ann, voru ólatir að spá uppstyttu, en þegar á daginn leið hlustaði enginn á þá gömlu þuli lengur. Mánudagsmorguninn var i engu ólikur hinum fyrri, nema fyrir það,að svefnpokarnir og annað hafurtask var orðið enn blautara. Enn leyndist svolitil vonarglæta um betri tið og jökul- göngu. En þegar á dag leið fór tjöldum að fækka og fleiri og fleiri rútur fullar af blautu fólki, blaut- um tjöldum, og blautum svefn- pokum, óku i suður. Þegar ekið var fram á brún Ártúnsbrekku blasti Snæfellsjök- ull við sjónum, skinandi fagur yfir dökkblárri Faxabugtinni, en lengst i vestri hvarf gullbryddur skýjabakki. LÍTIL KONFEKTGERÐ til sölu. Tilvalið fyrir sæl- gætisgerðarmann. Uppl. i sima 40638 eða 43138 eftir kl. 8 á kvöldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.