Tíminn - 20.05.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.05.1972, Blaðsíða 17
Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Tottenham sigraði í Evrópukeppni borgarliða - UEFA-bikarinn Pat jennings, markvörður Spurs — var maðurinn á bak við sigur liðs sins, i UEFA-bikarnum. Hvað eftir annað varði hann frábærlega. Landsliðið í golfi valið Þorvaidur Ásgeirsson verður landsliðsþjálfarí Golfsamband tslands hefur val- ið 10 manna landslið til æfinga fyrir Norðurlandamótið i golfi, sem fram fer i Danmörku dagana 15.-16. júli n.k. Valið er eftir árangri i stiga- Sundmót KR Hið árlega sundmót Sunddeild- ar K.R. verður haldið i Sundlaug- inni i Laugardal sunnudaginn 28. mai og hefst kl. 15.00 Keppt verður i eftirtöldum greinum: 1. 400 m. skriðsund karla 2. 200 m. bringusun kvenna 3. 200 m. bringusund karla 4. 200 m. fjórsund kvenna 5. 200 m. fjórsund krarla 6. 100 m. skriðsund hvenna (Keppt um Flugfreyjubikarinn) 7. 100 m. skriðsund karla 8. 50 m. skriðsund sveina 14 ára og y. Lágmarkstimi 37,5 sek. 9. 50 m. bringusund telpna 14 ára og y. Lágmarkstimi 46,0 sek. 10. 4 x 100 m. bringusund drengja 11. 4 x 100 m. bringusund stúlkna. Tilkynningar um þátttöku ber- ist til Erings b. Jóhannssonar Sundlaug Vesturbæjar fyrir 23. mai nk. keppni GSt, sem fram fór i fyrra, en þá fengu menn stig fyrir árangurinn i einstaka opnum mótum. Þessir 10 menn, sem valdir hafa verið, eru þessir: Þorbjörn Kjærbo, GS Björgvin Hólm, GK Gunnlaugur Ragnarsson, GR Óttar Yngvason, GR Einar Guðnason, GR Björgvin Þorsteinsson, GA Hans tsebarn, GR Hannes Þorstcinsson, GL Ólafur Bjarki Ragnarsson, GR Jóhann Eyjólfsson, GR Akveðið hefur verið að hafa eina æfingu i viku, á miðvikudög- um, og hefur GSl ráðið hinn góð- kunna eolfkennara, Þorvald As- geirsson, sem þjálfara lands- liðsin. Þetta er i fyrsta sinn, sem svona stór landsliðshópur er val- inn til æfinga i golfi hér á landi. En fyrir tveim árum var valið liö og æft fyrir HM-keppni áhuga- manna i Madrid á Spáni. Þá eins og nú var heldur seint af stað far- ið. Nær hefði verið að velja liðið að loknu keppnistimabili og siöan láta það æfa utanhúss og innan allan veturinn. —klp— Tottenham og tllfarnir gerðu jafntefii 1:11 frábærum leik — á heimavelli Spurs, White Hart Lane s.l. miðvikudagskvöld. 1 sið- ari hálfleik urðu 55 þúsund áhorf- endur vitni að frábærri mark- vörzlu — markvarða liðanna Pat Jennings, Spurs og Phil Parkes, Úlfunum, en þá vörðu þeir oft stórglæsilega. Fyrirliði Spurs, Alan Mullary, sem er að komast i sitt gamla form — meiðsli hafa háð honum i vetur, skoraði fyrsta mark leiks- ins, við gifurleg fagnaðarlæti áhorfenda. Varðstaðan l:0þartil fimm min. voru til leikhlés — þá skoraði Dave Wagstaffe, fyrir Úlfana 1:1, með þrumuskoti af 30 m. færi. 1 siöari hálfleik tókst hvorugu liðinu að skora, þrátt fyrir marg- ar góðar tilraunir — þar meö var sigur Tottenham Hotspurs, i Evrópukeppni borgarliða orðinn staöreynd, þvi að Spurs sigraði fyrri leik liðanna, sem fór fram á heimavelli úlfanna 2:1 — (Já, svona fór það Jóhannes!) Eins og menn muna, þá sló Tottenham Keflvikinga, úr þess- ari keppni fyrr i vetur. Ensk lið hafa sigrað i þessari keppni fimm siðustu árin. JiJfXJÍSÍXXXXJOÖOOWÖSööíJÍSÍXS Biðu í þrjá tíma eftir Best - en hann lét ekki sjá sig Knattspyrnusnillingurinn Georg Best, Manchester Unitcd, skapaði enn eitt vandamálið utan leikvailar s.l. fimmtudag. n- irska iandsliðið, sem Best var valinn i, á að ieika i dag við ?kot- land, i brezku meistarakeppni landsliða — leikurinn fer fram á Hampden Park i Glasgow i dag. N-irska liðið kom saman s.l. fimmtudag i Glasgow — til aö fara i æfinga og hvildarbúðir rétt fyrir utan borgina, þar sem þaö lætur fara vel um sig fram að leiknum i dag. Allir leikmenn liðsins mættu stundvislega I Glas- gow á fimmtudaginn, nema Best — hann sást hvergi og lét ekkert frá sér heyra — var beðiö eftir honum i þrjá tima, en ekki kom hann. Hélt þá n-irska liðið i hvildarbúðirnar, án Best. Eru þvi allar likur á, að Best leiki ekki með N-trlandi gegn Skotlandi i dag. A HLAUPABRAUTINNI Viðar leikur með KR. Viðar fór með KR til Færeyja Viðar Simonarson, landsliðs- maður i handknattleik, fór sem lánsmaður með KR-liöinu i keppnisferðalag til Færeyja. Eins og viö sögðum frá hér á siðunni fyrir stuttu — leikur KR- liðið tvo leiki i handknattleik i Færeyjum nú um helgina. Þar sem nokkrir af sterkustu leik- mönnum KR-liðsins gátu ekki tekið þátt i ferðinni — fengu þeir tvo lánsmenn til að leika með lið- inu i Færeyjum, þá Viðar Símonarson, FH og Arna Indriða- son, Gróttu. SOS. Stökk 1,90 ÖE-Reykjavik. Það var fremur litil þátttaka i fimmtudagsmótinu á Melavellin- um i gær, t.d. tók Erlendur Valdi- marsson ekki þátt i kringlukast- inu. Einn ljós punktur var i keppn- inni, Karl West Fredriksen, UMSK ungur og efnilegur há- stökkvari fór glæsilega yfir 1,90 metra, sem er hans langbezti árangur. Þá hljóp Lilja Guðmundsdóttir, 1R 400 m á 64 sek., sem er allgott þegar miöað er við hinar slæmu aðstæður. Næsta frjálsiþróttamót er Vor- mót 1R, sem fer fram 25. mai. Ungverjar sigruðu Ungverjaland sigraði Rúmeniu 2:1 i Evrópukeppni landsliöa s.l. miövikudagskvöld i Belgrad. Með þessum sigri, hefur Ungverjaland tryggt sér rétt til að leika I undan- úrslitum, sem fara fram I Belgfu i næsta mánuði. Þetta var þriðji leikur þjóðanna I átta liða úrslitum, hinum tveim lauk meö jafntefli 0:0 og 2:2 — þurfti þvi aukaleik til aö skera út um það hvort liöið kæmist i undanúrslitin i Belgiu Með þessum sigri vann Ung- verjaland sér rétt til að leika gegn Rússlandi i undanúrslitunum — hinn leikurinn verður milli V- Þjóðverja og Belgiumanna. Það er erfitt að spá,hvaöa þjóö veröi Evrópumeistarar i ár — en miklar likur eru á,að lokastaðan i Evrópukeppni landsliöa verði þessi: 1. Vestur-Þýzkaland 2. Ungverjaland 3. Belgia 4. Rússland. Leika fimm leiki í Evrópu Landslið Uraguay i knatt- spyrnu, er nú statt i Evrópu, þar sem það er i keppnisferðalagi. Liðið leikur fimm leiki i Evrópu — tvo landsleiki og þrjá leiki við félagslið. Liðið leikur sinn fyrsta leik gegn spánska 1. deildaliöinu Atletic Madrid 23. mai, siðan heldur þaö til A-Þýzkalands og leikur þar einn landsleik við A- Þjóðverja. Þaðan heldur liöið til Frakklands og leikur þar viö félagslið 3. júni. 7. júni leikur þaö við Feyenoord i Hollandi og endar svo keppnisferðina i Noregi, þar sem þeir leika landsleik við Norð- menn 14. júni. Eins og menn muna varð Uruguay i fjórða sæti i HM- keppninni i Mexikó 1970. Uruguay hefur tvisvar sinnum orðiö heimsmeistari — 1930 og 1950. 1*S0JÉ<XI«« PUMA knattspyrnu- SKÓR Póstsendum Skref í rétta átt - en betur má ef duga skal greinum t.d. hér i Reykjavik. Þeir, sem hugsa sér að hljóta meiri menntun en þarf til að leggja stund á iþróttakennslu I skólum, verða að fara til útlanda, til að sérhæfa sig I einstökum greinum. Frjálsiþróttaþjálfun er t.d. orðin það flókin og visindaleg, að erlendis fara menn i íþrótta- kennaraháskóla til að fullnuma sig. Menntun iþróttakennara hefur verið mjög á dagskrá undanfarið. Aðal orsakavaldur þeirra um ræðna eru frumvarp um Iþrótta- kennaraskóla íslands, sem Al- þingi hefur fjallað um siðustu vikurnar og nú er orðiö að lögum. Ekki er auðvelt i stuttri grein að rekja öll þau sjónarmið, sem fram hafa komið um þetta mikil- væga mál, enda er það ekki til- gangurinn með þessu greinar- korni. Um hitt blandast engum hugur, sem áhuga hefur á þessu, að menntun iþróttakennara hefur verið ábótavant undanfarna ára- tugi, enda er allsstaðar skortur á nægilega menntuðum þjálfurum hjá hinni frjálsu iþróttahreyf- ingu. Osök þess, að iþróttakennarar, sem útskrifast úr Iþrótta- kennaraskóla íslands, hafa ekki nægilega þekkingu til að sjá um þjálfun afreksmanna i iþróttum er ekki, að kennarar séu lélegir við Iþrottakennaraskólann, eða að skólinn er staðsettur að Laugarvatni, — en það atriði hef- ur mest verið umdeilt. bær eru af öðrum toga spunnar. Menntun iþróttakennara nú á dögum er orðin það umfangsmikil, að það tekur mörg ár aö öðlast þá þekk- ingu, sem til þarf. Þessvegna má með sanni segja, að lenging Iþróttakennaraskólans i tveggja vetra nám sé skref i rétta átt og stuðli að betri kennurum. En bet- ur má ef duga skal. Mér er t.d. til efs, að þetta nægi til þess að úr- valsmenn i iþróttum fái þá til- sögn, sem þarf til að komast i fremstu röð i iþróttum. Rétt væri að stefna aö framhaldsnámi, eða sérnámi i einstökum iþrótta- 1 náiiTni framti.ð verður aö stefna að þvi, að íþróttakennara- skólinn verði settur á háskólastig. beir, sem taka að sér íþrótta- kennslu i skólum og hjá hinni frjálsu iþróttahreyfingu, vinna þýðingarmikið starf og þess- vegna er nauðsynlegt, að mennt- un þeirra sé sem bezt. Orn Eiðsson. Malarskór: Pelé Mexico, stærð 6 1/2-101/2 verð kr. 2060,00 Benfica Super, stærð 7—12, verð kr. 1946,00 London City, stærð 6 1/2—9, verð kr. 1798,00 Puma Rapid, stærð 5—12, verð kr. 1590,00 Pelé Santos, stærð 3 1/2—8, verð kr. 1430,00 PeléRio, stærð 3 1/2—7, verð kr. 984,00 Grasskóri Puma Tottenham, stærð 7—10 1/2, verð kr. 2205,00 Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar Klapparstig 44 — Simi 11783 — Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.