Tíminn - 20.05.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.05.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur 20. mai. 1972. Laugardagur 20. mai. 1972. TÍMINN 11 TÍMINN SPYR: HVER ER EFTIRMINNILECASTA HVÍTASUNNUFERÐ ÞÍN ? Sigri&ur Ólafsdottir Gestur Guftfinnsson Maria Jóna Gunnarsdóttir IIMilllll I' ' I li IMII WM^——I Gunnar Hannesson Gisii Sigurösson Kári Jónasson Vatnajökuil er stærsta perla jarðarinnar Gunnar Hannesson verzlunar- maöur, er mikill ferðamaöur og fer i feröalög um hverja hvita- sunnu. Hans staöur i slikar feröir er Vatnajökull, sem hann segir vera stærstu perlu jarðarinnar, og svo muni veröa um ókomin ár, þvi hann veröi sem betur fer aldrei beizlaður eöa skemmdur af manna höndum. „Sú ferö á jökulinn, sem er mér eftirminnilegust, er ferðin, sem ég fór um hvitasunnuna áriö 1970. Viö vorum 12 saman i þeirri ferö og var fariö á tveim bilum, sem þeir Guömundur Jónasson og Ómar Hafliöason óku. Feröin var farin meö enska feröamenn, sem hingaö komu á vegum Minitrek ferðaskrifstofunnar frægu, en hún skipuleggur m.a. safari-feröalög og önnur óvenjuleg feröalög viöa um heim. Það tók okkur tvo sólahringa aö komast frá Reykjavik og upp i Jökulheima, sem var óvenju tor- sótt, þvi að þessi leiö er venjulega farin á einum degi. Siöan var haldið á jökulinn og tók þaö okkur aöra tvo sólarhringa aö komast til Grimsfjalla. Þaö bilaöi nánast allt, sem bilað gat, og við festum okkur hvaö eftir annaö. Viö héld- um svo niður i Grimsvötn eftir aö hafa dvalist um stund á Grims- fjöllunum og siðan var fariö þaö- an i Kverkfjöll. Þar var ágætis veöur, þegar við komum þangað, en á örfáum minutum, skall á slikt ofsaveöur, að ég hef aldrei upplifaö annaö eins. Hluti hópsins var að skoða sig um rétt hjá bilunum, þegar veðrið skall á, og tókst með naumindum að koma fólkinu i skjól, þá kom i ljós, að þýzkan kvikmyndatökumann, Hans Weitser, vantaði, og fóru báðir bilstjórarnir út til að leita hans. Þeir fundu hann mjög slæptan og komu honum til okkar, en þar munaði svo sannarlega litlu. Veðrið stóð i 3 sólarhringa. Við bjuggum um okkur i bilunum tveim, svo og i litlu snjóhúsi, sem Guðmundur hafði gert, til að sýna fólkinu, hvernig slik hús væru gerð. Þetta hús bjargaði miklu, þvi þar gátu þrir menn verið inni, og var þá rýmra um hina, sem voru i bilunum- en þar var samt nógu þröngt fyrir og ógjörningur var að komast á milli bilanna. Eins og oft við svona aðstæður var erfitt með að komast á sal- erni. 1 öðrum bilnum, þar sem flestir voru, var útbúið salerni út i horni, og breitt fyrir með teppum á tvo vegu. Fyrsta daginn voru bæði teppin uppi, þann annan var annað tekið niður, en þann þriðja voru þau bæði fallin, og þá var bara beðið um að fólk sneri sér undan rétt á meðan. Þarna vorum við svo i þrjá sólarhringa áður en veðrinu slotaði. Þegar við loks komumst út, var heldur ljótt um að litast, bilarnir voru næstum fenntir i kaf og tjaldið af öðrum allt rifið og tætt. Þar fyrir utan var allt dótið á kafi i snjó og gaddfreðið að auki. Þegar við ætluðum að halda af stað brotnaði beltisarmur i öðrum bilnum. Við vorum búin með allt gas af logsuðutækjunum i fyrri viðgerðir, og þar að auki vorum við að verða oliulaus. Þá var það ráð tekið, að kalla á flugvél með gas og oliu. Hún kom skömmu siðar og henti þvi niður til okkar. En vegna vindáttar barst send- ingin úr leið og lenti mjög norðarlega á Dyngjujökli. Tók það okkur heila nótt að finna hlut- ina og koma þeim aftur til bil- anna. Gert var við bilunina og siðan haldið niður til byggða, eftir 7 daga ógleymanlega ferð á þennan óviðjafnanlega jökul okkar ís- lendinga. Þrátt fyrir öll vandræð- in voru allir ánægðir með ferðina og þótti sem þeir væru feti hærri eftir að hafa lent i þessu öllu. Gengið á Snæfellsjökul Sigriður óiafsdóttir Við hjá Ferðafélaginu gengum á Snæfellsjökul i fyrra, og var það yndisleg ferð, enda veörið dásamlegt. Gengum við á jökul- inn snemma á hvitasunnudags- morgun, og veörið var forkunnar- fagurt. Þúfurnar á Snæfellsjökli, voru sérkennilega fagrar þennan dag. Þær voru með frostrósum og alls konar útflúri. Allt i einu brá skýum fyrir sólina, og um leið kom yfir okkur einkennileg gul móða og urðum við öll gul að sjá. Þetta er einhver sérkennilegasta birta, sem ég hef séð, og fyrir það er hún mér minnistæð. Þessi gula birta leið fljótt hjá, og blár himinn og sól kom f staðinn. Við vorum um 20 manns i þessum hóp, og ég held,að þessi dvöl okkar uppi á jöklinum hafi öllum orðið minnistæð. I þessari ferð tjölduðum við hjá Stapafellinu og Smá- lækjarhliðinni, en þar tjöldum við venjulega i tvær naatur i ferðum okkar á Snæfellsnes. I þessum ferðum göngum við á fjörur, förum i Djúpalónið, Dritvikina og að Lóndröngum. Jú, þessar Snæfellsnesferðir eru ógleymanlegar. t.d. þarf ekki annað en að skoða fuglabjörgin, sem eru forkunnarfögur, en að heyra i fuglunum, er eins og að hlusta á hljómkviöu. Á æfingu með Hjálparsveit skáta María Jóna Gunnarsdóttir. Ég hef að visu farið i margar hvitasunnuferðir, en sú skemmti- legasta var árið 1969, er ég fór með Hjálparsveit skáta i Reykja- vik til æfinga norðanmegin á Snæ- fellsnesi, við Selvallavatn. Æfingar voru margar, og var sveitinni skipt þannig, að tveir og tveir unnu saman. Ég og Margrét Björnsdóttir, vinkona min, vorum einu stúlkurnar úr sveitinni, og vorum við þvi saman. Var mikill metnaður i okkur að standa okkur nú vel. Fyrsta æfingin var þannig, að allir ættu að hlaupa i kringum Selvallavatnið, sem tók hátt i klukkutima. Ekki segi ég nú«að við höfum verið siðastar, en held- ur aftarlega á merinni samt. Næst var áttavitaæfing, og þar gekk okkur prýðilega, þá var lif- linukast, og þar stóð Margrét sig með prýði, siðan hjálp i viðlögum, kappróður á gúmmibát, ef róður skyldi kalla, þvi að báturinn vildi bara fara i hringi, og að lokum var hraðtjöldun, sem gekk sæmi- lega. Um kvöldið var svo kvöldvaka, og áttu allir að koma með skemmtiatriði. En við, af með- fæddri hlédrægni, skoruðumst undan og misstum þar af tiu stig- um i keppninni. Eftir kvöldvökuna voru svo til- kynnt úrslit. Auðvitað vildum við , ,Við höföum Álafoss gólfteppi ágömluíbúðinni, og reynslan af þeim réði því að við völdum Áiafoss teppi aftur núna/ Dæmigerö tilvitnum vióskiptavina okkar vió y\ i a r— \ kaup á nýjum teppum. Ástæóan er wilton- / \ I / \ I— I J vefnaóur Álafoss gólfteppanna, á honum / \ I / \ | V J y J y J byggjast gæöi þeirra. ÞINGHOLTSSTRÆTI 2, SÍMI 22091 umboðsmenn um allt land ekki veröa neöstar, viö vorum jú einu stúlkurnar, og kvenréttindi ekki sérlega i hávegum höfð með- al karlmannanna. En sem betur fór urðum viö ekki neöstar og reiknuðum út, aö ef við hefðum veriö með skemmtiatriöi, hefðum við lent i fjórða eða fimmta sæti, og hefðum sætt okkur ágætlega við þaö, þvi að hópurinn taldi 20- 30 manns i allt. A leiðinni heim skoðuðum við Gullborgarhelli i Gullborgar- hrauni, og það var geysilega ævintýralegt og jafnframt draugalegt, þvi aö hellirinn er nokkuð djúþur, og þarf að prila niður i hann. Ég hef komiö i aðra hella, en Gullborgarhellir þótti mér hvað skemmtilegastur, enda er hann friðaður, og þvi hefur mannshöndin ekki náð að brjóta úr honum alla dropasteinana, eins og hefur svo sorglega oft ver- ið gert við aðra hella. Gengið f Krísuvík 1927 Gisli Sigurösson, Iiafnarfirði Það var árið 1927, að við fórum margir skátar úr Hafnarfirði og gengum upp i Krisuvik. Þar feng- um við að gista um nóttina i Nýja Bæ, þar sem við fengum að gista i fjárhúsum og hlöðum. Um morguninn fórum við út i Grinda- vik, og vorum þar aðra nóttina. Daginn eftir fórum við út á Reykjanes og vorum þar dálitinn tima að deginum til. Þaðan geng- um við inn i Hafnir. Þegar við komum þangað voru þar bilar, sem tóku okkur. —Ráð hafði verið fyrir þvi gert, að þegar við kæm- um til Keflavikur, fengjum við hressingu, en þegar við vorum i Höfnunum, þá tókum við allir svo vel til matar okkar,að visu af þvi, sem eftir var, aö lystin var eigin- lega búin, þegar við komum til Keflavikur. Þetta er mér nú eig- inlega minnisstæðast, hvað þar var gott á borðum, matur alls- konar, en hvað við gátum litil skil gert þessum góða mat. Við gengum alla þessa leið frá Hafnarfirði, tveir hópar væringjaskáta. Fyrstu sveit stjórnaði Hinrik Ágústsson, en annari sveit Jón Oddgeir Jónsson. Við gengum fyrst upp i Kaldársel, siðan út að Kleifarvatni, fórum Helluna, sem kallað var, það var fjárbraut, og svo áfram niður að Nýja Bæ, þar sem við hittum Guðmund heitinn Jónsson.— Það var allgott veður, við komum þangað seint. Ekki varð nú öllum svefnsamt fyrstu nóttina. Menn voru með mikinn farangur svona fyrsta daginn og ekki voru lökuð rúm, en i föririni höfðum við ekk- ert tjald. Við höfðum aðeins teppi með okkur. Frá Krisuvik gengum við út gamla veginn, og ég man að þeg- ar við komum út að tsólfsskála, þá vorum við að leita að drykkjar- steininum, en svo einkennilega vildi til, að við fundum hann aldrei— svo fór að ég fann hann seinna,— þessi steinn er með stórum holum og i þeim var oftast nær vatn. Þegar viö komum til Grinda- vikur, þá fengum við að liggja i verbúð frá Einari i Garðshúsum, og heima hjá honum vorum við allir i mat um kvöldið. Um morg- unin drukkum við allt, sem til var af mjólk hjá konu Einars. All- ir þóttumst við vera þyrstir og báöum um vatn, en vatnið i Grindavik, var ekki drekkandi i þá daga, svo við drukkum alla mjólkina. Frá Grindavik gengum við á nesið, og er við komum i Stóru- Sandvik, sögðust þrir piltar, sem voru með i ferðinni hafa séð þrjú hreindýr og er þetta það siöasta, sem ég hef heyrt getið um hrein- dýr á Reykjanesi. — Ég man eftir-þvi, að ég fór sparlega með minn mat. Ég var með einar 20 hveitiflatkökur og ýmislegt fleira. Þessu deildi ég út er við vorum komnir i Hafnirnar, og eins og ég sagði, þá vorum við saddir er við komum til Keflavik- ur og gátum ekki gert matn- um skil, sem þar beið okkar á borðum. í afspyrnuveðri á jöklinum GESTUR GUÐFINNSSON Eftirminnilegasta hvita- sunnuferð min er vafalaust ferö, sem ég fór á Snæfellsjökul fyrir 10-15 árum með Ferðafélagi Islands undir fararstjórn Jóhanns Þorbergssonar. Ferðin vestur gekk heldur seint, vegurinn var slæmur og sitthvað fleira, en þegar við kom- um þangað og höfðum slegið upp tjöldum rétt neðan við Stapafell fórum við nokkur saman, 8 eða 10, upp i Sæluhúsið, til að stytta okk- ur leið á jökulinn morguninn eftir. Veðrið var þá alveg yndislegt, logn og bliða og glampandi sól- skin. Nú, við gistum i sæluhúsinu um nóttina, en morguninn eftir var komið afspyrnuóveður, rok og rigning, með þoku sem náði alveg niður á jafnsléttu. Við sáum náttúlega, að ekkert vit var i að fara að æða upp jökulinn, þannig að við lögðum af stað niður. En veðrið var svo mikið, að áður en við vorum komin niður af hólnurr^ sem sæluhúsið stendur á, vorum við orðin gegndrepa. Til allrar hamingju vorum við með skiði með okkur, þannig að við vorum fljót niður. Þegar við komum þangað, fórum við strax inn i tjöld og hituðum okkur hressilega við primusinn og heitt kaffi þótti okk- ur með ljúffengara móti þann daginn. Ég er oft búinn að fara siðan á Snæfellsnes, og hafði reyndar farið nokkrum sinnum áður en þessi sérstaka ferð var farin. í allt hef ég sennilega farið á nesið rúmlega 20sinnum, stundum alla leið á jökul og stundum lætur maöur ströndina nægja. 1 fyrsta skipti, sem ég fór, var til dæmis afskaplega gott veöur, þá fór ég á skiöum alla leið upp. Jú, útsýniö af Snæfellsjökli er ákaflega gott og fallegt i góðu veöri. Þá sér maöur Eiriksjökul vel og jafnvel allt austur undir Vatnajökul. Að norðan sér maöur Framhald á bls. 16. Damlxa kúlu kerflder ldarm gaédanna Danmixa blöndunartæki eru tæknilega mjög fullkomin. Þar sem í þeim er einungis ,einn hreyfanlegur hlutur (kúlan), tryggir það langa og örugga notkun og veitir beztu mögulega vörn gegn úrfalli í vatninu (steinefnum). INNFLUTNINGSDEILD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.