Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 16. júní 1972. ÞJOÐHATIÐ I REYKJAVIK 1972 I. Dagskráin hefst: Kl. 09.55 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykja- vík. 10.00 Gisti Halldórsson, forseti borgarstjórn- ar, leggur blómsveig frá Reykvíking- um á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ,,Sjá roðann á hnjúkunum háu". 10.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ætt- jarðarlög á Austurvelli. 10.40 Hátiðin sett: Markús Orn Antonsson, formaður Þjóðhátiðarnefndar. Karlakórinn Fóstbræður syngur ,,Hver á sér fegra föðurland". Forseti islands, dr. Kristján Eldjárn, leggur blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Karlakórinn Fóstbræður syngur þjóð- sönginn. Ávarp forsætisráðherra, Ólafs Jóhannessonar. Karlakórinn Fóstbræður syngur „ísland ögrum skorið". Ávarp fjallkonu. Lúðrasveit Reykja- víkur leikur ,,Ég vil elska mitt land". Kynnir á Austurvelli er Ólafur Ragnarsson. 11.15 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Séra Leó Júliusson, prófastur á Borg á Mýr- um prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og Ragnar Björns- son leikurá orgel. Einsöngvari Halldór Vilhelmsson. Þessir sálmar verða sungnir: Nr. 664 ,,Upp þúsund ára þjóð", Nr. 671 ,, Beyg kné þín, fólk vors föðurlands", Nr. 26 ,,Nú gjaldi Guði þökk". II. Leikur lúðrasveita: 10.00 Við Hrafnistu. 11.00 Við Elliheimilið Grund. Lúðrasveit barna og unglinga leikur á báðum stöðunum. Stjórnandi Stefán Stephensen. III. Skrúðgöngur: Kl. 13.30 Safnazt saman á Hlemmtorgi, Sunnu- torqi, Grensásveqi og Kleppsvegi. Frá Hlemmtogi verður gengið um Laugaveg, Suðurlandsbraut, Kringlu- mýrarbraut og Sigtún. Lúðrasveit verkalýðsins leikur undir stjórn Ólafs L. Kristjánssonar. Frá Sunnutorgi verður gengið um Laugarásveg, Sund- laugaveg og Reykjaveg. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Her- berts Hriberschek. Frá gatnamótum Grensásvegar og Fellsmúla verður gengið um Fellsmúla, Safamýri, Hall- armúla, Suðurlandsbraut og Reykja- veg. Lúðrasveitin Svanur leikur undir stjórn Jóns Sigurðssonar. Frá gatna- mótum Kleppsvegar og Dalbrautar verður gengið um Dalbraut, Rauða- læk, Laugalæk, Sundlaugaveg og Reykjaveg. Lúðrasveit barna og ungl- inga leikur undir stjórn Stefáns Stephensen. Skátar ganga undir fánum fyrir skrúðgöngunum og stjórna þeim. IV. Barnaskemmtun við Laugardalshöll: Kynnir og stjórnandi Klemenz Jónsson. 14.15 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. ,,Góðir kunningjar." Samfelld dagskrá. Nokkuratriði úrþekktustu barnaleikrit um Thorbjörns Egners, Kardimommu- bænum, Dýrunum í Hálsaskógi og Karíusi og Baktusi. Flytjendur eru: Bessi Bjarnason, Árni Tryggvason, Sigríður Hagalín, Borgar Garðarsson, Steindór H jörleif sson, Kristbjörg Kjeld, Pétur Einarsson, Þórhallur Sigurðsson og Halla Guðmundsdóttir. Hljómsveit leikur með. Stjórnandi Carl Billich. Fallhlifarstökk — Félagar úr Flugbjörgunarsveitinni sýna. Sigurður M. Þorsteinsson kynnir. Skátar munu hafa sýningu á útbúnaði sínum og leiktækjum á Laugardals- svæðinu. V. Laugardalsvöllur: Kl. 15.30 17. júní mótið. Frjálsar íþróttir. Fim- leikasýning, glíma og boðhlaup ungl- inga á milli atriða mótsins. VI. Laugardalslaug: 17.00 Sundmót og sundknattleik’ur. VII. Síðdegisskemmtun á Austurvelli: 16.30 Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykja- víkur sýna dansa. Karlakórinn Fóstbræður syngur. VIII. Barnadans: 17.30 Barnadans í Templarasundi. Hljómsveit ólafs Gauks leikur hjá Þórshamri í hálfa aðra klukkustund. IX. Kvöldskemmtanir: 21.00 Lækjartorg. Lúðrasveitin Svanur og kór einsöng- vara skemmta borgarbúum um stund áður en dansinn dunar. 21.30 Dans. Dansað verður á þrem stöðum í gamla miðbænum, á Lækjartorgi, í Templarastundi og við Vesturver. Hljómsveitir Ólafs Gauks, Ásgeirs Sverrissonar ásamt Náttúru og Dóminó leika fyrir dansi. 02.00 Hátíðinni slitið. *,* »* *.* »* *.* *.* ■*,*■*,*■*,*■•*,*•*.■■•,*■ i i Ath. Börn, sem veröa vi&skila viö aðstandendur sina meöan hátiðahöldin standa yfir, eiga *y athvarf hjá barnfóstrum, er hafa munu aösetur i Laugardalshöllinni, (bakdyr) og i húsakynnum V Strætisvagna Reykjavikur hjá biöskýlinu á Lækjartorgi. Lögreglan mun koma börnunum i ,* ga;zlu á þessum stööum. ■ ■ *'* -. Þjóðhátíðarnefnd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.