Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 16. júní 1972. Föstudagur 16. júni 1972. TÍMINN 11 frá Vín - Sibyl Urbancic ræðir við Elisabetu Haraldsdóttur, sem stundar myndlistarnám í Vín Elísabet Haraldsdöttir. „Maður þarf að vera ákveðinn og vita nákvæmlega hvað maður vill” i siðasta Vinarbréfi sagði Guð- bjartur Guðlaugsson listmálari nokkuð frá námi sinu og starfi hér i borg. Skólinn, sem Guðbjartur lauk prófi frá fyrir rúmum tug ára og ýmsir islendingar aðrir hafa numið við, hefur — með nokkrum breytingum og undir ýmsum nöfnum — starfað á ann- að hundrað ár, nánar tiltekið sið- an 1868, þar af næstum heila öld i núverandi húsakynnum. Byggingu þessa reisti arkitektinn kunni Heinrich von Ferstel við „Hringinn” (Ring).skrúðgötuna, sem umlykur innsta og elzta hluta borgarinnar. Hochschule fUr angewandte Kunst in Wien heitir skólinn nú, og má finna á skrá hans fleiri tugi greina, sem flokk- ast undir myndlist og listiðnað, svo og mikinn fjölda kennara, sem margir hverjir eru þekktir listamenn. Við eina þeirra tuttuguogtveggja meistaradeilda, sem listaháskól- inn hefur upp á að bjóða, hefur ung islenzk stúlka, Elisabet Har- aldsdóttir, stundað nám i vetur. Mér segir svo hugur um, að hér sé á ferðinni stúlka, sem sameinar dugnað og hæfileika eins og bezt verður á kosið. En Elisabet lætur litið yfir sér, og varð ég að beita hana fortölum, þegar ég hitti hana að máli, til að fá leyfi henn- ar til að hafa eitt eða annað eftir henni, hvað þá birta af henni mynd. Elisabet er Vestfirðingur eins og Guðbjartur, ættuð frá Bolungavik i móðurætt og önundarfirði i föðurætt. Hún lauk námi við Myndlistaskólann s.l. vor og kom siðan hingað út. Eiginmaður hennar, Gunnar Guðmundsson, stundar nám við dýralækninga- háskólann hér i borg. „Hvers vegna ég fór út i mynd- listanám? Það hefur eiginlega alltaf verið ákveðið. Ég hef málað myndir, frá þvi ég var barn, ja, eins og allir krakkar mála reynd- ar. Eftir verzlunardeildarpróf fór ég i Myndlistaskólann, og sótti lika keramiknámskeið hjá Stein- unni Marteinsdóttur og likaði stórvel.” „Fyrir skömmu birtist viðtal við Steinunni i Timanum, þar sem m.a. kemur fram, að henni þyki of litið stefnt að sjálfstæði hvers nema i kennslu heima. Hvað mundir þú segja um það, nú þeg- ar þú hefur kynnzt aðstæðum hér og getur gert samanburð?” „Það er óliku saman að jafna. Það eru ekki nema mestu þrá- kálfar, sem koma sinu fram hér. Maður er kritiseraður sinkt og heilagt, ef maður leyfir sér að fara eigin leiðir. En það hefst með frekju, um siðir er þá tekið mark á þvi, sem maður gerir. Ef farið er út i samanburð á skólunum, þá ber fyrst að telja, að Hochschule fiir angewandte Kunst er mikið stærri en myndlistaskólinn, og starfræktur sem háskóli. Nem- endur eru mörg hundruð að tölu, og kennarar sjálfsagt nálægt eins margir og nemendur við Mynd- listaskólann heima. Það þarf að taka inntökupróf i sérstaka deild, og i hverri deild er auk aðalgrein- arinnar kenndur fjöldi auka- greina, bæði skyldugreina og frjálsra. Til skyldugreina telst m.a. módelteikning, saga, per- spektiv o.fl. Skólagjöld eru svip- uð og heima, — annars stendur til að leggja niður skólagjöld fyrir innlenda nemendur við alla há- skóla i landinu frá og með næsta námsári, en hækka þau fyrir út- lendinga. Allar aðstæður við skól- ann hér eru hins vegar ólikt betri. Skólinn er góður. — Ég hafði heyrt um hann fyrst frá Sigrúnu Gunnlaugsdóttur, sem lærði hér smelti. — Byggingin er mjög góð, furðu góð, má segja, ef miðað er Þorrí blótaður í Austurríki 1. vinningur, flugfar til tslands og til baka, afhentur. F.v. Erwin A.J. Gasser frá skrifstofu Loftleiða I Vín, Michaela Stenger og Sigurður Jónsson, starfsmaöur UNIDO, formaður Félags tslendfnga I Austur- riki. i byrjun Góu hélt Félag is- iendinga i Austurriki siðbúið Þorrabiót fyrir meðlimi og gcsti þeirra. Þrátt fyrir in- flúenzufaraldur, sem nokkrir landanna urðu fyrir barðinu á, var þátttaka góð og tókst hófið mcð ágætum. Alls kyns þorra- matur var fenginn sendur aö lieiman, og gáfu Loftleiðir fragtina til Luxemborgar. Vmislegt var til skemmtunar, m.a. sungnar afbragðs vel heppnaöar gamanvisur um flesta landana, og vöktu mikla hrifningu. Dregið var úr núm- eruöum aögöngumiðum, og var 1. vinningur flugfar með Loftieiöum frá Luxemborg tii islands og tii baka, meö tveggja daga uppihaidi á Loft- leiöahótcli. Þennan vinning höfðu Loftleiðir góðfúslega látið i té. Vinninginn hlaut Michaela Stenger, sem var gestur i hófinu. Hún er raf- verkfræðingur að mennt og at- vinnu og rekur fyrirtæki, sem framleiðir, leigir út og hefur til sölu Ijóskastara fyrir leik- sviö og til afnota úti við. Ekki lét hún standa á sér, en brá sér tii islands um pásk- ana. cnda hafði hún ekki kom- ið þangaö fyrr og var þvi fuil cftirvæntingar. Dvaldist hún um vikutima á Fróni, og hafði ánægju af. Einna áhrifaríkast þótti henni hringflug yfir Suö- urland, og sérstaklega til- komumikið að sjá Surtsey. Rómaði hún auk þess mjög alia fyrirgreiöslu, og sagði eitt atvik hafa hent sig, sem senni- lega ætti hvergi sinn lika, en það var á matsöiu á Akureyri, þar sem matsalinn neitaði að taka við peningum samkvæmt verði á matseðli, á þeim for- sendum, að hún hefði þurft að biöa svo lengi eftir matnum, aö hann gæti ómöguiega látið hana borga fulit gjald fyrir! við húsakynni ýmissa annarra skóla hér. Við höfum mikið pláss. 30 nemendur eru i minni deild, sem er keramik- og skúlptúr- deild, og hefur hver sinn eigin rennibekk. Eitt herbergi er fyrir rennibekki, annað er skúlptúr- herbergi, eitt brennsluherbergi, gipsherbergi, efnafræðistofa (þar - eru blandaðir glerjungar og gerð- íb ar ýmsar tilraunir með þá). Onn- iu ur deild er fyrir skúlptúr ein- göngu. Þar er unnið úr fleiri efn- um en i minni deild. Við fáumst- aðallega við stein og leir, en i skúlptúrdeild er auk þess kennd meðferð á plasti, málmum, tré o.fl. í þessu sambandi vil ég benda á, að ekki veitir af að styrkja skól- ann heima til þess að hann geti bætt aðstöðu sina, og aukið við sig greinum eins og arkitektúr og gullsmiði. Listaskóla verður ekki komið upp án verulegs styrks frá rikinu. Nemendur Myndlistaskól- ans þurfa að fá betra tækifæri til að vinna. Nú orðið fæ ég að vinna mikið til frjálst hér, sem betur fer. En maður þarf að vera ákveðinn, koma með skissur, og vita nákvæmlega, hvað maður vill. Annars á maður á hættu að vera látinn renna sömu formin i fjögur eða fimm ár. Kennararnir hafa viss form i huga, sem þeim finnst þurfa að kenna að renna, og flestir staðna i þessu og renna gamla griska og japanska vasa ár eftir ár, sem varla er hægt að þekkja i sundur. Það er piramidasystem á kennsluháttunum. Efstur er pró- fessorinn. Hann ræður yfir öllu, lika kennurunum, sem næstir honum koma. Annars er einn kennarinn minn Benedikta að nafni, nokkuð góð. Hún lærði lika við þennan skóla, en fór siðan til Norðurlanda. Keramiklist er aggressivari á Norðurlöndum, Snorri örn Snorrason, ncmandi við Tóniistaháskóla Vinarborgar, flytur gamanvisur á þorra- blótinu. nær okkur. Hérna byggja þeir meira upp á gamalli kúnst. Eitt varð ég vör við strax i byrj- un, en það er, hversu passivir nemendur hér eru, sérstaklega á ég þar við innlenda nemendur. Þeim kemur ekki til hugar að mótmæla neinu, hversu óánægðir sem þeir kunna að vera, en flest- um dettur alls ekki i hug, að mað- ur gæti haft eigin skoðanir á hlut- unum. Þeir standa agndofa, ef maður leyfir sér að segja nei. Þar við bætist, að flestir hafa það eitt i huga að ná sem fyrst i sitt diplóm, en virðist standa meira á sama um, hvað það er, sem þeir læra.” — „Hvað gerir þú ráð fyrir að vera lengi i náminu?” „Ég var vel undirbúin eftir skól- ann heima og reikna þvi með að geta tekið saman eitthvað af námsárunum, allavega lokið náminu á skemmri tima en fjór- um árum, en það tekur fjögur til fimm ár að ljúka flestum deild- um.Ég þarf að taka efnafræðipróf i ár, og annað næsta ár, en slepp við ýmis fög, sýndi þeim teikning- ar i byrjun, og slepp m.a. við fjar- viddarteiknun, en sæki marga tima frjálst. Sá kennarana, sem mér finnst einna athyglisverðast- ur, er sá sem kennir greinina „Geschichte des Denkstiles”, sem ég sæki frjálst.” — „Ég hef tekið eftir þvi, að áhugi almennings heima á kera- mik virðist gifurlegur, a.m.k. ef miðað er við útbreiðsluna hér- lendis. Hvað veldur?” „Eingöngu sköpunargleði. Yfir- leitt er fólk miklu framtaksam- ara heima. Það eru lika ótrúlega margir, sem sýnt hafa áhuga á listvefnaðarnámskeiðum við Myndlistaskólann. Það er eins og fólk hafi þörf fyrir og fái útrás við að athafna sig á þessum sviðum. Mér finnst, að ætti að virkja allt þetta fólk. Eitt er vist, að heima er mikil framtið fyrir listiðnað.” — „En hvaða tilgangur er i allri þessari framleiðslu, svo ég til- einki mér nú austurriskan hugs- unarmáta? Til hvers er fólk að þessu, mundi hér vera spurt. Hvað gerir það við hlutina? Ekki geta allir selt það, sem þeir búa til.” „Sumir selja, sumir gefa verk sin kunningjum og ættingjum, eöa safna þeim bara sjálfir.” — „Hvað gera þeir, sem ljúka námi úr keramikdeildinni hér?” „Flesta langar til að koma upp eigin verkstæði, en mikið af nem- endunum fer út i bissness. Ég fór að skoða keramikverk- stæði fyrir jólin. Það eru ung hjón, sem eru með það, Kurt og Gerda Spuray. Hún lauk námi við skólann hér, en hann er efnaverk- fræðingur, hefur reyndar alveg hætt að gera annað en vinna með konu sinni að keramikmunagerð. Þau vinna saman að hlutunum, þegar hún hættir, tekur hann við, o.sv.frv. Ég var mjög hrifin af þvi, sem ég sá eftir þau. Þau hafa m.a. búið til mjög sérkennilegar postulinskúlur, sem eru eins og sprungnar allt i gegn. Hún á verk af þessari tegund á heimssýning- unni á keramiklist i London i sumar.” — „Hvað hyggst þú fyrir i fram- tiðinni?” „Ég get sennilega fengið vinnu hér með diplóm-próf — það er alls staðar sama snobbið fyrir titlum og prófskirteinum hér — og mundi þá vinna, þar til Gunnar hefur lokið sinu námi. Það gæti að visu verið, að við færum til Þýzkalands, en ég hugsa samt ekki, það er svo miklu dýrara þar, og svo hefur Gunnar mestan áhuga á hrossum og rollum, og hér vinna þeir einmitt mikið með hesta. Ég hugsa, að það verði allavega úrað við klárum hér, og verðum svo kannski einn vetur i Englandi eða Norðurlöndum.” — „Þið áttuð hlut að máli i að stofnuð var deild úr StNE hér i vetur. Hvað eruð þið mörg?” „Það eru tólf meðlimir i SINE- deildinni. Við höfum að visu ekki afrekað mikið. Þegar allt hækk- aði i verði hér, sendum við bréf til Lánasjóðs og fengum hækkun. Annars höfum við svo ólik áhuga- mál og viðfangsefni, að það væri erfitt fyrir okkur að vinna saman að einhverju, eins og gert er á sumum öðrum stöðum, þar sem fleiri fást við það sama. Hins veg- ar hefur komið til tals að fá mann eða menn til að halda fyrirlestur um land og þjóð. Það er mesta skömm að þvi að búa mánuðum eða árum saman i umhverfi, án þess að hafa hugmynd um sögu þess og menningu, umfram það litla, sem menn læra i sambandi við sitt nám. Það er að mestu til- viljanakennt, hverju maður kynnist og hvað maður sér. Vin er auk þess svo stór, og hefur svo margt upp á að bjóða, að það er ekki nokkur leið að fá yfirlit yfir það, sem markvert er, án tilsagn- ar.” — „Hvernig gekk þér að venjast lifnaðarháttum og aðstæðum hér?” „Eiginlega vel. Mér finnst það ekki svo frábrugðið þvi, sem ég hef átt að venjast. Það er helzt, að maður reki sig á, hvað allt er gamaldags. Svo rólegheitin i fólk- inu. Verst þykir mér, að hér fæst ekki góður fiskur.” — „Hvað hefurðu séð eða hverju kynnzt, sem þér finnst frásagnar- vert?” „Ég hef nú ekki fariö viða. Mér finnst skógurinn hér i kring fal- legur að vorinu, þegar trén eru að laufgast og hvarvetna má sjá mismunandi græna liti gægjast fram. En ekki er laust við, að mér finnist öll þessi græna gróska þung og lamandi að sumrinu. Þá er hitinn og loftleysið i bænum. Annars nýt ég þess að eiga leið um Stadtpark, skrúðgarðinn við miðbæinn, á leið úr og i skóla dag hvern. Við erum svo heppin að hafa ibúð, sem liggur svo vel við báöum skólunum, að við sleppum alveg við að nota sporvagna eða strætisvagna. Ef ekki væri Stadt- park, held ég að mér fyndist hálf niðurdrepandi að búa svona mitt i borginni. Helzt vildi ég búa i sveit. Um daginn rakst ég inn á 20. ald- ar húsið (Museum des 20. Jahr- hunderts), og það fannst mér svo sannarlega i frásögur færandi. Auk þess að vera bráðskemmti- leg bygging er þetta ekki einungis listasafn og sýningahús, heldur fer þar fram hvers konar menn- ingarstarfsemi, og margar til- raunir til að fá fólk til að taka þátt i henni, sem ekki virðist veita af. Þegar ég var þar, var verið að sýna leikrit á fjórum sviðum, úti og inni, og gat maður gengið um og horft á hvað sem manni leizt bezt . Einnig voru sýndar góðar kvikmyndir. Á einum stað fóru fram rökræður. Meðan ég hlust- aði á, var rætt um skólamál og endurskipuleggingu þeirra. Gátu allir lagt orð i belg. Fræðimenn stóðu til boða fyrir þessar umræð- ur. Uppi var sýning á málverk- um. Mikil fjölbreytni virðist i þvi, sem húsið hefur á boðstólum og hefur framkvæmt hingað til eða hefur i hyggju að gera i framtið- inni. Finnst mér þessi starfsemi til mikillar fyrirmyndar, og fynd- ist ekki úr leið, að Listasafn is- lands kæmi upp svipaðri starf- Elisabet Haraldsdóttir við vinnu sina I skólastofu myndlistaháskólans. semi i Glaumbæ, sem ég held væri tilvalinn til slikra hluta.” Þetta listahús, almennt kallað „Zwanzigerhaus”, var opnað i september 1962. Sjálf byggingin hafði verið sýningaskáli Austur- rikis á heimssýningunni i Brussel 1956. Hér var það siðan sett upp i Schweizergarten, skrúðgarði við aðra stærstu járnbrautarstöðina i Vin, Súdbahnhof. Hluti af skrúð- garðinum umhverfis húsið til- heyrir þvi og standa þar högg- myndir, auk þess sem nokkur hluti starfseminnar fer fram ut- anhúss. Fyrstu árin var lögð mest áherzla á að safna listaverkum allra þeirra stefna, sem einkenn- andi eru fyrir tuttugustu öldina, og er þvi þar að finna verk merk ustu brautryðjenda meðal mynd- listamanna aldarinnar, eins og t.d. Kupka, Balla, Mondrian og Max Ernst, svo örfá dæmi séu Framhald á bls. 18 2JA 4RA OG 6 MANNA GÚMMÍBÁTAR POST- SENDUM Sportval ! Hlemmtorgi — Simi 14390

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.