Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.06.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. júni 1972. TÍMINN 9 iím\ Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pór-':';- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaós Timans).!:£ Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. Ritstjórnarskrif-::;:: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306.:|x Skrifstofur í Bankastræti 7 —afgreiöslusfmi 12323 — auglýs-:|::: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Áskriftargjald:::|: 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-:x; takiö. Blaöaprent h.f. Skuldabúið mikla Af hálfu stjórnarandstöðublaðanna er nú lagt mikið kapp á þann áróður, að núv. rikisstjórn hafi tekið við gildum sjóðum og góðri afkomu rikis og þjóðarbús, þegar hún kom til valda. Þessvegna verði það ekki rakið að neinu leyti tií fyrrverandi rikisstjórnar, ef nú sé svo komið, að iskyggilega horfi i efnahagsmálum þjóðarinnar. Vafalitið er það þó engum ljósara en rit- stjórum stjórnarandstöðublaðanna, að þessi mynd þeirra af viðskilnaði fyrrv. rikisstjórnar er i meginatriðum fölsk. Hún byggist á þeim feluleik fyrrv. rikisstjórnar að reyna að leyna og fresta öllum vanda fram yfir þing- kosningarnar i fyrra með bráðabirgðaverð- stöðvuninni og öðrum frestunaraðgerðum. Ástandið, sem viðreisnarstjórnin lét eftir sig var i raun réttri á þessa leið: 1. Frestað hafði verið miklum verð- hækkunum, sem voru raunverulega orðn- ar áður en verðstöðvunin gekk i gildi haustið 1970, eins og formaður Félags isl. iðnrekenda hefur greinilega lýst. Við þetta bættist svo, að frestað var meðan verðstöðvunin var i gildi öllum verð- hækkunum, sem stöfuðu af kaup- hækkunum og óhagstæðum gengis- breytingum, er urðu á verðstöðvunar- timabilinu. 2. Allir helztu kjarasamningar voru lausir og var fyrirsjáanlegt, að ekki yrði komizt hjá þvi að hækka kaupgjald verulega, þegar nýir kjarasamningar yrðu gerðir, einkum þó hjá þeim lægstlaunuðu. 3. Samið hafði verið um verulegar kaup- hækkanir til handa opinberum starfs- mönnum, en meginhluti þeirra skyldi þó fyrst greiðast eftir kosningar. Þetta hlaut að valda verulegri útgjaldahækkun hjá ríkissjóði á næsta ári. 4. Heitið hafði verið verulegri hækkun á bótum almannatrygginga eftir næstu ára- mót. Það hlaut einnig að stórhækka rikis- útgjöldin á næsta ári. 5. Lofað hafði verið fjölmörgum hækkunum öðrum með þvi fororði,að þær kæmu ekki til framkvæmda fyrr en eftir kosningar. Þannig hafði viðreisnarstjórnin stofnað til vanskilavixla i öllum áttum. Haunverulega lét hún eftir sig meira skuldabú en nokkur fyrir- rennari hennar hafði gert, þótt staða rikis og þjóðarbús liti sæmilega út á pappirnum.Þessa vanskilavíxla hefur núv. rikisstjórn orðið að greiða. Þeir eru meginorsök þeirra verð- hækkana, sem hér hafa orðið siðustu mánuðina, og jafnframt meginorsök þeirrar hækkunar, sem orðið hefur á útgjöldum rikisins. Það er nú höfuðvandi stjórnvalda og stéttar- samtaka,að þær miklu verð- og kauphækkanir, sem hafa hlotizt af vanskila- og skuldabúskap fyrrv. rikisstjórnar, leiði ekki til nýrra vixl- hækkana,sem ekki verði ráðið við. Enn er þvi ekki séð fyrir afleiðingarnar af vanskila- og skuldabúskap Jóhanns og Gylfa. Þ.Þ. Börge Visby, Politiken: Stjórnleysingjar valda ótta í Vestur-Þýzkalandi Allskonar furðusögur hafa myndazt um Ulrike Meinhoff i grein þessari er sagt frá fámennum hópi byltingar- fólks, sem hefur valdið vestur-þýzkum yfirvöldum mestum áhyggjum aö undanförnu. Siðan þessi grein var rituð, hefur þaö gerzt, að lögrcglunni i Hamborg tókst að hand- taka Gudrun Ensslin rétt fyrir siöustu helgi, en helzt er haldiö, að Ulrike Mein- hof hafi komizt til Dan- mörku og er hennar nú leit- aö þar. Hefst svo greinin: TVÍNEFNIÐ Baader-Mein- hof hefir um langt skeið verið á allra vörum i Vestur-Þýzka- landi. Það minnir á ofbeldis- ver’k af pólitiskum toga og táknar i raun og veru „versta óvin samfélagsins”. Komist á kreik orðrómur um, að einhver úr Baader- Meinhof-hópnum sé á ferli á ákveðnu svæði, eru umsvifa- laust kvödd á vettvang nokkur hundruð — ef ekki þúsundir vopnaðra lögregluþjóna, vegatálmanir settar upp og áköf leit hafin. Heitið Baader-Meinhof táknar ýkjusögu, sem er að gerast, og minnir á vissan hátt á Bonnie og Clyde i Banda- rikjunum á árunum milli 1920 og 1930.-Og þó er mikill munur þar á. Baader-Meinhof-hópur- inn fæst við stjórnmál. Allir hafna að visu kenningum hans nema einstaka stjórnleysingj- ar, en afleiðingarnar af stjórnmálaathöfnum hans geta orðið ærið örlagarikar. Æ fleira fólki koma i hug of- beldisverk Baader-Meinhof- hópsins þegar „róttæka vinstristefnu” ber á góma. Af þessu leiðir, að andstaða hægri-sinna magnast að mun gegn öllum, sem taldir eru til vinstri. Jafnframt þessu fer i vöxt, að hægri-blöð taki of- beldi og afbrot i allri mynd til vinstristefnu. EINFALDA mætti myndiná’ og segja sem svo, að ofbeldis- sinnarnir geti orðið rikisstjórn Brandts að aldurtila. Stjórn- leysingjarnir styrkja hægri öflin i stjórnmálunum og geta jafnvel ýtt undir fasista- hneigð. Sá árangur væri raun- ar i samræmi við þær kenn- ingar þeirra sjálfra, að bylting sé ekki möguleg i vestur- evrópsku samfélagi eins og það nú er. Beita verði ofbeldi til þess að fá kapitalistasam- félagið til að taka ofan lýð- ræðisgrimuna og sýna sitt rétta fasistaandlit. Þá fyrst verði jarðvegur fyrir vinstri byltingu. Baader-Meinhof-hópurinn og fáein önnur stjórnleys- ingjasamtök eru afsprengi stúdentauppreisnarinnar frá árinu 1968. Þegar þátttakend- um i stúdentauppreisninni tók að fækka óx öfgastefna hinna, sem áfram héldu. Samtimis breyttist óvirk andstaða i valdbeitingu og allsherjar strið gegn samfélaginu. FERILL Baader-Meinhof- hópsins hófst á ákveönu skemmdarverki. Kveikt var i tveimur vörugeymsluhúsum i Frankfurt i april árið 1968. Þetta var um nótt og manns- lifum þvi ekki stefnt i voða. Þrir ungir menn og ein kona voru handtekin, grunuð um ikveikjuna. Oll voru þau tengd stúdentauppreisninni og sam- tökum andmælenda gegn styrjöldinni i Vietnam. Meðal þeirra var Andreas Baader, þá 24 ára að aldri, sem lagt hafði stund á þjóðfélagsfræði en starfaði aö blaðamennsku i Vestur-Berlin. Hann var sagður gáfaður, gæddur mikilli og sannfærandi áróðurshæfni, en óáreiðanleg- ur sem einstaklingur og nei- kvæður i skoðunum. Faðir hans var sagnfræðingur, sem lét lif sitt i styrjöldinni. Handtekna konan var Gud- run Ensslin, þá 28 ára, sögð á stúdentsárum sinum fluggáf- uð og gerðist siðar kennari i Vestur-Berlin. Faðir hennar var mótmælendaprestur. Enn er hennar leitað og af meiri ákafa en flestra annarra fé- laga i Baader-Meinhof-hópn- um. HJÚIN fjögur, sem hand- tekin voru i sambandi við vörugeymslubrunann, hlutu þriggja ára fangelsi. En þeim var ekki haldið i gæzluvarð- haldi og Baader og Gudrun Ensslin notuðu tækifærið og hurfu eins og jörðin hefði gleypt þau i febrúar 1970, ein- mitt þegar þau áttu að fara að afplána dóminn. Þau lögðu leið sina til Vest- ur-Berlinar og fóru að starfa með Ulrike Meinhof, sem þá var meðal kunnustu blaða- manna i Þýzkalandi og ritaði vinstrisinnaðar greinar i timaritið „Konkret”. Klaus Rainer Röhl, fyrrverandi eiginmaður hennar, er enn rit- stjóri þessa timarits. Ulrike Meinhof er 32 ára og tveggja barna móðir. Hún er frá Jena i Austur-Þýzkalandi, þar sem faðir hennar var safnvörður. ULRIKE Meinhof var vinstrisinnuð þegar á ung- lingsárum og tók þátt i barátt- unni gegn kjarnorkusprengj- unni á stúdentsárum sinum. Hún var orðin stjórnleysingi og fylgjandi skæruliðastarf- semi i borgum að fyrirmynd Suður-Amerikumanna þegar hún hóf samstarf við Andreas Baader. Þau mynduðu samtök með tylft ungmenna, einkum stúdenta, sem voru sama sinnis og þau. Baader var tekinn höndum i Vestur-Berlin i april árið 1970. Sex vikum siðar drýgði Baad- er-Meinhof-hópurinn sina fyrstu dáð og náði honum úr haldi. Hann hafði fengið leyfi til að fara i fylgd meö fanga- verði i tiltekið bókasafn til að afla sér heimilda. Þegar til bókasafnsins kom nam hópur- inn hann á brott og beitti við það skotvopnum. Aldraður bókavörður særðist alvarlega. Andreas Baader lék lausum hala frá þeim degi og alll þar til 1. þessa mánaðar, er lög- reglunni tókst aö klófesta hann. SJÖ sinnum hefir verið skip- zt á skotum, þegar Baader- Meinhof-hópnum og lögregl- unni hefir lent saman, og sú varð einnig raunin 1. þessa mánaðar. Þrir lögregluþjónar hafa fallið i þessum átökum og einnig þrir áhangendur hóps- ins, þar á meðal tvitug stúlka, Petra Schelm. Fimmtán félagar hópsins hafa verið teknir til fanga áð- ur en Baader náðist, en fyrr hefir enginn leiðtoganna náðst. Alls hafa um fjörutiu manns verið handteknir, þeg- ar meðsekir og aðstoðarmenn eru taldir með. Hópurinn hefir einnig starf- að undir nafninu „Rote Armee Fraktion”, og gefið út leið- beiningarrit um skæruhernað i borgum. Hann hefir bæði tek- ið sér til fyrirmyndar „tupa- maros” i Suður-Ameriku og „E1 Fatah”. Sumarið 1970 voru þau Baader og Meinhof, ásamt tveimur öðrum félög- um hópsins, i „könnunarferð” i Jórdaniu. LÖGREGLAN hefir ekkert til sparað i leit sinni og stund- um hefir kapp hennar borið keim af móðursýki. Aróðurinn i blöðum Springer-hringsins hefir átt drjúgan þátt i ákefð- inni. Ungt fólk, sem eitthvað kann að likjast myndunum, sem lögreglan hefir i fórum sinum, er oft tekið höndum og látið gera grein fyrir sér. Ulrike Meinhof gengur enn laus. Hún er talinn hinn raun- verulegi leiðtogi hópsins og fyrir löngu orðin að þjóð- sagnapersónu. I april i vor komst sá orðrómur á kreik, að hún væri látin. Eitt sinn átti hún að hafa dáið og verið brennd undir fölsku nafni i Hamborg. Oft hafa verið á sveimi ýms- ar furðusögur um hvarf henn- ar og greftrun undir nafni annarra, en allar hafa þær sögur reynzt ósannar. Senni- lega hefir hópurinn sjálfur komið þeim af stað i þeim til- gangi að villa um fyrir lög- reglunni, sem alltaf er á stúfunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.