Tíminn - 14.07.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.07.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur. 14. júli 19TZ Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Frægasta lið heims, Real Madrid Eins og við sögðum frá á iþróttaslðunni i gær þá leika Kefl- vikingar gegn Real Madrid i Evrópukeppni meistaraliða, en flestir vita að Real Madrid er tal- ið frægasta knattspyrnufélag i Evrópu og þar með I heimi. Það var ætlun okkar að segja frá félaginu hér á siðunni i dag, en þegar við fórum að athuga málið, kom i ljós,að það er ekki hægt að segja frá þessu fræga liði i stuttu máli, þvi höfum við ákveðið að segja frá félaginu i sunnudags- blaöinu n.k. og birta nokkrar sögulegar myndir með. Við vilj- um þvi eindregið benda þeim áhugamönnum um knattspyrnu og öllum, sem vilja lesa um þetta heimsfræga lið, að lesa sunnu- dagsblaðið. Vikingsliðið, sem tekur þátt I Evrópukeppni bikarmeistara, lenti gegn pólska liðinu Legia og Vestmannaeyjaliðið leikur gegn Vikingunum frá Noregi i UEFA- keppninni. Annars leika eftirtalin lið saman i keppnunum. MEISTARAKEPPNIN Anderlecht, Belglu — Vejle, Danmðrku Ujpest Dozsa, Ungver.jalandi — FC Basel, Svlss Glasgow Celtie, Skotlandi — Rosenborg, Noregi Bayern Miinchen, Þýzkalandi — Galatasaray, Tyrklandi Marseilles, Frakklandi — Juventus, ítaliu Malmö FF, Svíþjóð — Benfica, Portúgal Innsbruek, Austurríki Dynamo Kiev, Sovétrikjunum CSKA Sofia, Búlgaríu — Panathiaaikos, Grikklandi Sljema Wanderes, Möltu — Gornik Zabrze, Póllandi FC Magdeburg, A-Þýzkalandi — TPS Turku, Finnlandi Aris Bonneweg, Luxemburg — Arges Pitesti, Rúmeníu Derby County, Englandi — Sarajevo, Júgóslavíu Waterford, írlandi — Nikosia, Kýpur Ajax, Hollandi — Spartak Trava, Tékkóslóvakíu Real Madrid, Spáni — ÍBK, íslandi BIKARMKISTARAR Atletieo Madrid, Spáni — Bastpa, Frakklandi AC Milan, Ítalíu — Red boys, Luxemburg Ferenevaros, Ungverjalandi — Floria la Valetta, Möltu Sehalke 04, V-Þýzkalandi - Slavia Sovia, Búlgaríu Slovan Bratislava — Standard Liege, Belgíu FC Sport den I-Iaag, Hollandi — Sparfak Moskva, Rússlandi Legia Warszawa, Póllandi — Vikingur, íslandi Ankaragueeue, Tyrklandi — Leeds United, Englandi Hajd.uk Split, Júgóslavíu — Fredrfckstad, Noregi Rapid Vín, Austurriki — Paok Saloniki, Grikklandi Ricky kastaði „aðeins" 64,38 Ég ætla að kasta 64 metra i kvöld sagði Ricky Bruch fyrir keppnina i gærkvöldi. Vindurinn er óhagstæður og auk þess var mikil rigning. Sænski jötuninn stóð viö þetta bezta kast hans var 64,38 metra. Heimsmethafinn var mjög ánægður með heimsóknina og sagðist vonast til að koma aftur til íslands til að kasta. Þjóðverjinn Möser sigraði I kúluvarpinu og setti nýtt vallarmet kastaði 19,31 metra. 2. DEILD: Þróttur og Selfoss í kvöld Þessi mynd var tekin i fyrri leik Fram og Keflavikur i fyrra, þá sigruðu Framarar á Melavellinum 2:1. Sigurbergur Sigsteinsson (þriðji t.v.) skorar mark. Sigurbergur leikur sinn síöasta leik i knatt- spyrnu gegn Kefiavik, með Framliöinu i 1. deildarbaráttunni. Hann er i fslenzka landsliöinu I hand- knattleik, sem fer á OL—leikana. „LEIKIl ÍRSINS” í KEFLAVÍK Akureyri leikur á heimavelli á morgun. FH skreppur til ísafjarðar Leiknir verða þrir leikir i 2. deild um helgina. Efsta liöið i deildinni, Akureyringar, leika á heimavelli gegn Haukum og má búast við,að þeir auki forskot sitt. FH-liðið, sem fylgir fast á eftir, leikur við neðsta liðið i 2. deild á Isafirði. I kvöld leika Þróttur og Selfoss. Her koma svo leikirnir og hvar þeir verða leiknir (heimaliðin talin á undan): Föstudagur kl. 20.00 Þróttur — Selfoss Laugardagur kl. 16.00 Akureyri — Haukar Laugardagur kl. 16.00 Isafjörður — FH Fjórir leikir verða leiknir í 1. deild um helgina og verða það allt spennandi leikir og þýðingarmikl- ir. A sunnudaginn verður leikinn mjög þýðingarmikill leikur, þá mætast Islandsmeistararnir, Keflavik, og efsta liðið i 1. deild i dag, Fram. Bæði liðin hafa ekki tapað leik i deildinni i ár og eiga liðin mestu möguleikana á að hljóta íslandsmeistaratitilinn 1972. Framliðið leikur með alla sina sterkustu leikmenn og verður Elmar Geirsson þar i fararbroddi, þegar liðið mætir A myndinni sést aöalfararstjóri færeyska iandsliösins, Fossvogskirkjugaröi. leggja blómsveig á ieiöi Ragnars Lárussonar i (Tímamynd Róbert) Heiöruðu minningu Ragnars Lárussonar - Færevska landsliðið gaf bikar til minningar nm hann S.l. miðvikudag lögðu leik- menn færeyska landsliðsins i knattspyrnu og fararstjórar þess blómsveig á leiði Ragnars Lárussonar i Fossvogskirkjugarði, en Ragnar, sem lézt á siðasta ári, beitti sér mjög fyrir sam- skiptum fslenzkra og færeyskra knattspyrnu- manna, eins og kunnugt er. Viðstaddir athöfnina i Fossvogskirkjugarði voru, auk hinna færeysku gesta, ættingjar Ragnars Lárussonar og fulltrúar KSl, en Ragnar átti sæti í stjórn KSI um langt árabil. I hófi, sem haldið var að Hótel Esju, eftir landsleikinn milli Islendinga og Færeyinga á miðvikudags- kvöld, afhentu fararstjórar færeyska liðsins stjórn KSI veglegan bikar til minningar um Ragnar Lárusson. Þess má einnig geta, að i Færeyjum er keppt um sérstakan bikar helgaðan Ragnari heitnum. Keflvikingunum á grasvellinum i Keflavik á sunnudaginn. En nú skulum viö lita á leikina um helgina og athuga möguleika félaganna til sigurs i leikjunum: A morgun leika á Laugardals- vellinum KR og Vestmannaeyjar og hefst leikurinn kl. 16.00. Það má búast við skemmtilegum Leik, þegar liðin mætast. I fyrra þegar liðin mættust i Reykjavik, fóru leikar 1:0 fyrir KR. Vestmanna- eyingar áttu allan leikinn og óðu i marktækifærum, en þeim tókst ekki að skora. Aftur á móti tókst KR-ingum að skora, markið skoraði Jón Sigurðsson. KR-liðið verður að sýna betri knattspyrnu á morgun en liðið sýndi gegn Viking i siðasta leik liðsins. Vestmannaeyingar eru i góðri æfingu um þessar mundir og hafa leikið vel i siðustu leikjum sinum. Þeir hafa verið óheppnir og tapað þremurstigum i tveimur siðustu leikjunum, sem þeir hafa átt að sigra. Það má búast við að Eyjamenn vinni leikinn með 2-4 marka mun. A sunnudaginn leika Skagamenn og Valsmenn á gras- vellinum á Akranesi og verður þar örugglega hart barizt. Skaga- menn reyna allt, sem þeir geta, til að hefna ófaranna i fyrra, en þá fóru Valsmenn með bæði stigin til Reykjavikur, eftir að hafa sigrað 3:1. Mörk liðsins skoruðu þá Hermann Gunnarsson, Ingi B. Albertsson og Hörður Hilmars- son. Mark Skagamanna skoraði Björn Lárusson. Leikurinn hefst kl. 16.00 og má búast við,að það verði hart barizt i leiknum. A sama tima og leikurinn upp á Skaga hefst verður leikinn „Leikur ársins”, eins og svo margir eru farnir að kalla leik Keflvikinga og Fram, sem fer fram i Keflavík. Liðin leika með alla sina sterkustu leikmenn og berjast þeir örugglega allan leik- inn út, þvi að það Iið,sem vinnur er komið með beztu stöðuna i 1. deild. 1 fyrra, þegar liðin mætt- ust, þá var það sama upp á pall- borðinu, liðin voru efst i deildinni og leikurinn réði úrslitum, hvort liðið kæmist á toppinn. Kefl- vikingar unnu leikinn 3:0 i mjög spennandi leik. Það má fastlega búast við þvi, að margir áhorf- endur leggi leið sina til Keflavik- ur á sunnudaginn og það má reikna með þvi, að þeir fari ekki vonsviknir heim. Fjórði leikurinn i 1. deild verð- ur leikinn á mánudagskvöld og mætast þá Breiðablik og Vikingur á Melavellinum. Þetta eru lið, sem eru i mikilli fallhættu fyrir og verða að vinna leikinn, sem er mjög þýðingarmikill fyrir þau. Vikingsliðið er aðeins með eitt stig og er svart útlitiö hjá liðinu. Þótt liðið hafi leikið góða knatt- spyrnu i siðustu leikjum sinum, þá hefur þvi ekki tekizt það, sem er þýðingarmest i knattspyrnunni — að koma knettinum, sem leik- mennirnir eru að elta i 90 min. I netið. Leikur liðanna hefst kl. 20.00 á mánudagskvöldið. SOS. Landsliöi Islands boðið til Færeyja - Eyleifnr íékk gnllúr i kaffiboði, sem haldið var eftir landsleik tsiands og Færeyja , buöu Færeyingar islenzka landsliöinu i knatt- spyrnu, að koma til Færeyj- a og leika þar landsleik i knattspyrnu á næsta ári. Þá fóru fram verðiaunaaf- hendingar og fékk Eyleifur llafsteinsson, guliúr, fyrir að hafa leikið 25 landsleiki fyrir island i knattspyrnu. Einnig var leikmönnum Færeyja afhcnt merki KSÍ og stuttar ræöur voru haldnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.