Tíminn - 10.08.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 10.08.1972, Qupperneq 7
TÍMINN 7 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurínn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-|:|: arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson Andrés Kristjánsson (ritstjóri( Sunnudagsblaðs Tlmáns) : Auglýsingastjóri: Steingrlmur. Glslastmi. ■ Ritstjórnarskrif stofur f Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306^: Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusfmi 12323 — auglýs-i! : ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:s!mi 18300. ÁskriftargjalcLx 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-|:i: takið. Blaðaprent h.f. .'í:: Skattarnir 1 viðtali þvi, sem Timinn átti við fjármála- ráðherra um skattamálin, segir hann m.a.: ,,Það hefur ekki vakið neina undrun hjá mér, þótt skattaálagningin hafi verið til umræðu nú siðustu vikurnar, þar sem þetta hefur verið ár- legur viðburður i hvert skipti, sem útsvars- og skattskrá hefur verið lögð fram. En ei sizt mátti reikna með, að miklar umræður yrðu nú um skattaálagninguna, þar sem blöð stjórnar- andstöðunnar eru búin að halda uppi þrotlaus- um árásum á nýju skattalögin s.l. 7 mánuði og búin að boða, að mikill hávaði yrði, þegar skattskráin yrði lögð fram. Frá minum bæjardyrum séð hefur þvi háv- aðinn orðið mun minni en við hefði mátt búast, þegar þetta er haft i huga og þær róttæku breytingar, sem gerðar hafa verið á skatta- kerfinu. Mér hefur aldrei dottið i hug, að i fyrstu lotu mundu skattalögin reynast alveg gallalaus. Hinsvegar tel ég reynslu af þeim i ár dýrmæta, meðan lögin eru i framhaldsendur- skoðun, svo unnt verði að bæta úr þeim veilum við framhaldsendurskoðunina, sem fram kunna að koma nú. Nauðsyn ber til að athuga þetta mál vel. Ég veit, að skattalaganefndin mun gera það.” Niðurfelling persónuskattanna Ennfremur segir Halldór: ,,Ég tel þá stórfelldu breytingu, sem nú er gerð að fella niður persónuskattana, eina þá merkustu, sem gerð hefur verið i allri sögu skattamála. Persónuskattar hefðu orðið mjög tilfinnanlegir við skattaálagningu núna, vegna stórhækkaðra almannatrygginga. Mér var það ljóst, að þetta yrði ekki gert án þess að ein- hverjir kveinkuðu sér. Það gera alltaf ein- hverjir, þegar færa á fjármuni frá hinum efna- meiri til hinna, sem hafa úr minna að spila, svo sem gert var með þessum breytingum á skattalöggjöfinni. Ég legg áherzlu á það, að það er róttæk breyting, sem rikisstjórnin er bú- in að framkvæma til hagsbóta fyrir þá efna- minni, með afnámi almannatryggingagjalda, sjúkrasamlagsgjalda og námsbókagjalds. Þetta var að sjálfsögðu ekki framkvæmanlegt, án þess að afla teknanna með öðrum hætti, eins og nú er gert með tekjuskattinum, og ekkert við þvi að segja, þó að menn hafi skiptar skoð- anir á þessum breytingum. Ég hef lika talið, að þegar nýja fasteigna- matið kæmi til framkvæmda, hlyti einhver hávaði að verða við fyrstu álagningu skv. þvi. Ég dreg það i efa, að það hafi verið tilviljun, að gildistöku fasteignamatsins var frestað af fyrrverandi rikisstjórn fram yfir kosningar. Ég held, að valdhafarnir þá hafi alveg vitað, hvað þeir voru að gera með þeirri frestun. Ég held, að þeir hafi einnig alveg gert sér grein fyrir þvi, að ráðamenn landsins og sveitarfé- laganna gerðu ráð fyrir fasteignaskatti sem verulegum tekjustofni eftir að nýja fasteigna- matið kæmi til framkvæmda.” TK. Forustugrein úr The Economist: Bandaríski herinn ræður úrslitum um varnir Evrópu Fækkunin, sem McGovern mælir með, lamar varnakerfi vesturveldanna MCGOVERN fækkaði ekki bandariskum hermönnum i Evrópu úr 300 þúsund i 130 þúsund i einu vetfangi, jafnvel þó að honum tækist einhvern tima að verða forseti. Það sagði hann i öldungadeild þingsins i janúar og aftur i þingnefnd 16. júni. 1 siðara sinnið tók hann fram, að fækk- unina ætti að framkvæma smátt og smátt og hana þyrfti að ræða við bandamenn i Evrópu og jafnvel að leita samþykkis þeirra. Siðan þetta gerðist hefir Demókrataflokkurinn sam- þykkt stefnuskrá, þar sem forðast er vendilega að til- taka, hve mikil fækkunin i hernum skuli vera. Þegar McGovern tók útnefningu sem forsetaefni hét hann að halda bandariska hernum i Evrópu nægilega sterkum til þess að „svara hættunni’, sem „vofir yfir okkar gömlu bandamönn- um i Evrópu”. VARÚÐIN, sem forðar frambjóðendum frá vanhugs uðum yfirlýsingum, þegar kosningar nálgast, er þegar búin að ná tökum á McGovern og á efalaust eftir að gæta enn meira siðar. Þrátt fyrir þetta hefir talan 130 þúsund ekki verið borin til baka og meira en helmingsfækkun i banda- riska hernum i Evrópu er ekki háð fækkun i rússneskum herjum eða þvi, að Vestur- Evrópumenn jafni metin sjálfir. Og ótrúlegt virðist að McGovern hafi þrauthugsað þessa tillögu sina þegar hug- leitt er, hvað af slikri einhliða fækkun i her Bandarikjanna kunni að leiða. Þeir Vestur-Evrópumenn, sem hugsa um varnarmálin, kysu af þessum sökum Nixon i nóvember ef þeir hefðu kosn- ingarétt vestra. Til þessa hóps er sennilega óhætt að telja flesta félaga i Jafnaðar mannaflokkum Evrópu, sem hlýtur þó að geðjast að ýmsu leyti vel að viðleitni Mc Governs til að láta Demókrataflokkinn likja eftir þeim. Og hagsmunir hafa sitt að segja. Vitaskuld er notalegt fyrir Evrópumenn — jafnvel þó ósanngjarnara verði með ári hverju — að þrjú stærstu riki Vestur-Evrópu verja minna en 4% af vergri þjóðar framleiðslu til varnarmála, meðan Bandarikjamenn leggja fram til þeirra yfir 7% af sinni þjóðarframleiðslu. Ekki er framar nein ástæða til að Bandarikjamenn greiði einir svona miklu hærri skatt til þessarra mála, jafn- vel þó að fallizt sé á, að sann- gjarnt sé, að greiðsla til varnarmála fari stighækkandi eins og tekjuskattur. LEIÐTOGAR aðal rikja Atlantshafsbandalags ins eru farnir að sýna þess merki, að þeir fyrirverði sig fyrir þetta. Þeir ætla að verja i ár einum miljarði dollara meira en áður til varnarmála Þetta er drjúgur steinn i bagg- ann til að jafna áhallann. Jafnvel þó að mest af þessu fari sennilega i verðhækkun nýrra vopna og kauphækkun hermanna. Ef til vill væri unnt að leggja fram meira i „frest- uðum greiðslum”, — þessari undarlegu aðferð, sem Evrópumenn þykjast viöhafa til þess að létta gjaldeyris- greiðslum af Bandarikja- mönnum vegna herkostnaðar i Evrópu, eða að kaupa af þeim vörur, (sem þeir keyptu senni lega flestar hvort sem væri) McGovern, forsetaefni Demo- krataflokksins. og lána Bandarikjamönnum fyrir kostnaðinum — gegn vöxtum auðvitað. Gallinn er sá, að skollaleik- ur með peninga fyllir ekki hið- mannlega skarð, sem eftir er skilið, þegar bandariska hern- um verður fækkað úr 4 1/3 herdeild i tvær i Vestur- Þýzkalandi, en það segist McGovern vilja gera. Mjög ó- sennilegt er, að önnur riki, sem hafa þarna her, geti með góðu móti fyllt þetta skarð. Ef Bretar ætluðu sér að leggja nokkuð að ráði fram af mönn- um — umfram skil þeirra her- manna, sem fluttir hafa verið frá Vestur-Þýzkalandi til Ir- lands og Guð má vita, hvenær það getur orðið — yrðu þeir að taka upp skráningu til her- þjónustu. Þaðmá heita óhugs- andi eins og brezkum stjórn- málum er nú háttað. Fullvist má telja, að Frakk- ar hlaupa ekki undir bagga. Vestur-Þjóðverjar hafa nýlega stytt herþjónustutim- ann en yrðu að lengja hann að nýju upp i 15 mánuði, ef þeim ætti að verða kleift að fylla skarðið. Það væri miður gott eins og aga og fleiru er þar háttað. En Belgiumenn, Hol- lendingar og Kanadamenn? Þeir sækjast eftir átyllum til að lækka framlag til varnar mála en hækka þau ekki. Aðrir hafa ekki her i Vestur-Þýzka- landi. Eftir er þá úrræði sófa- herfræðinganna að fá lánaðar til dæmis þrjár tyrkneskar eða italskar herdeildir i staðinn fyrir þær bandarisku. FÆKKUNIN, sem McGovern ráðgerir gerði evrópskum stjórnmálamönn- um sennilega enn erfiðara en áður að berjast fyrir þvi gegn almenningsálitinu, að vestur- hluti álfunnar eigi sjálfur að sjá um eigin varnir. Áhrif fækkunarinnar á hernaðar- sviðinu eru enn ótalin. Nokkuð á fimmtu herdeild bandarisks hers i Vestur-Þýzkalandi veld- ur miklu um möguleika Vesturveldanna til að leggja fram svonéfndan „sveigjan- legan styrk”. Þarerátt við, að herafli Atlantshafsbandalags ins gæti haldiö áfram að verj- ast árás Rússa i nokkra daga, án þess að gripa til kjarnorku- vopna. Enginn veit með vissu, hve lengi yrði unnt að verjast áður en til kjarnorkuvopna kæmi, ef til vill ekki nema tvo daga og ef til vill allt upp i viku. I augum leikmanna er þetta áþekkt þvi að rökræða, hve lengi engill geti dansað á barmi helvitis. En öðru máli gegnir um þá, sem bera ábyrgð á tilraunum til aö forð- ast kjarnorkueyðingu — ekki hvað sizt forseta Bandarikj- anna. Fáeinar unnar stundir, sem gæfust til viðræðna áður en eldflaugunum með kjarna- oddunum væri skotið, kynni að mega virða til vergra þjóöar tekna i heilt ár. FÆKKUNIN, sem McGovern stingur upp á, styttir þenna tima verulega og gæti jafnvel máð hann út nema Evrópumenn bæti hana upp eða samsvarandi fækkun verði hjá Rússum. Atlants- hafsbandalagið hefir ekki yfir það miklum her að ráða, að vörn i 3—4 daga án kjarnorku- vopna sé sennileg. Sumir telja þenna her tæpast geta þvælst fyrir nema einn eða tvo daga. Nærri stappar, að brottnám tveggja beztu herdeildanna geri möguleika á töf að engu. Af þessum sökum bæta minna úr skák.en McGovern hyggur, þær sex herdeildir, sem hann heitir að hafa reiðu- búnar i herstöövum i Banda- rikjunum, jafnvel þó að unnt sé að senda nokkuð af þeim loftleiðis „áður en mánuður er liðinn frá þvi að bardagar hefjast”. Þá er ekki vist, að neinir flugvellir yrðu til að lenda á eða neinar striðandi hersveitir að styrkja, nema Rússar yrðu svo hugulsamir að tilkynna um fyrirætlanir sinar með góðum fyrirvara. Sannast sagna gæti fækkun McGoverns gert að engu þær varnir, sem hið vestræna bandalag hefir verið að koma sér upp siðan á valdadögum Kennedys forseta. Ef til vill yrði ekki annars kostur en að hverfa að hinni gömlu og hrottalegu hótun John Foster Dulles um að gripa umsvifa- laust til allra tiltækra ráöa ef árás er hafin, og sýnist hún þó ekki sannfærandi nú. ÞETTA veldur ekki vand- kvæöum i augum þeirra, sem telja Rússa ekki ógna Evrópu framar og þar af leiðandi óþarfa að tryggja varnir gegn þeim. En þetta ætti að valda McGovern áhyggjum. Reikna verður honum til áfellis að hann skuli ekki koma auga á, hve hugmyndir hans eru likar kenningum Dulles, eða þeim, sem hafa verið með honum i ráðum til þessa. Fjarri fer þó, að McGovern eigi erfitt með að gera sér grein fyrir þessum málum eða láti sig þau litlu skipta. Hitt er miklum mun sennilegra, að honum hafi ekkigefizttóm til að hugsa til hlitar allt, sem hann hefir sagt i ár. Slæmt er þvi, að hann skuli hafa hafnað Evrópuför fyrir kosningar. Hann ætti að ræða við Brandt, Heath og Pompidou og jafnaðarmenn i Frakklandi og Bretlandi. Ekki verður séð, að Mc- Govern sé einangrunarsinni. Hann virðist vera fulltrúi þeirra afla, sem aðhyllast þóttablandna endurvakningu þess, sem eitt sinn taldist bandarisk hugsjónastefna. En mikinn reyk er búið að vaða um bandariska hugsjóna- stefnu. Þeir, sem stjórnuðu bandariskum borgum á nitj- ándu öld voru litlir hugsjóna menn, og hreppapólitikin á átjándu öldinni var ekki miklu betri. Þess sýnist þó krafizt samkvæmt bandariskri hefð, að tilgangur skuli svara ákveðnum siðferðiskröfum og meðulin skuli ekki verri en til- gangurinn, sem helgar þau. Nixon væri sammála fyrra Framhald af 15. slðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.