Tíminn - 10.08.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.08.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Kimmtudagur 10. ágúst 1972 litið á mér bera. Ég var þreytt og svöng og fegin að vera loks komin heim. Nú var kominn timi til að drekka skál afmælisbarnsins i miði, sem búinn var til úr eplum úr garðinum okkar. Weeks læknir reis á fætur og lyfti glasi sinu. Hann var alvarlegur á svip og ljúfur, næstum bliður — svipur, sem mér fannst ávallt fara honum illa. „Jæja”, sagði hann, og ég vissi fyrirfram hvað á eftir myndi koma, ,,nú drekkum viö skál Emiliu Blair, sem engan á sinn lika”. Emma frænka hristi höfuðið vandræðalega eins og hún var vön að gera við þetta tækifæri. ,,Ég er hrædd um, að þú skjallir mig helzt til mikið”, sagði hún, og þessa sömu setningu hafði hún ávallt sagt á afmælisdaginn sinn frá þvi að ég mundi fyrst eftir mér. Siðan tók hún glas sitt, og ég veitti þvi at- hygli, að hönd hennar titraði dálítið, er hún hóf þaö á loft. „Skál verk- smiðjanna okkar”, mælti hún, og ég átti dálitið örðugt með aönema orð hennar, „skál verksmiðjanna okkar, skál fyrir fortið þeirra, nútið og framtið”. Við drukkum kaffi viðarininn i setustofunni, og þar hlaut ég sæti milli Eniku og Vance læknis. Ég undi mér illa. Enika hallaði sér að mér og masaði i sifellu, og við hlið mina sat alókunnugur maður. Enika var alltaf órög að spyrja nærgöngulla spurninga. Sem betur fór beindi hún þeim ekki til min þetta kvöld. „Vance”, sagði hún og vóg nafnið i munni sér eins og hún væri að prófa gæði einhverrar verzlunarvöru. „Ekki eruð þér vist af Miltons— ættinni?” „Nei”, svaraöi hann, og ég sá votta fyrir ofurlitilli glettni i svipnum. „Upphaflega var ætlarnafn mitt lika lengra en það er nú”. „Einmitt það”, svaraði Enika og horfði rannsakandi á gestinn. „1 raun réttri er ættarnafn mitt Vanvóvits og alls óskylt nafni Milton- anna”. „Þér afsakið, þóll ég spyrði”, sagöi Enika. „Heimurinn er litill og gaman að vita skil á sem íelstu i honum. En ekki felli ég mig við það, að l'ólk sé alltaf að breyta nöfnum sinum, nema þá konur við gift- ingu auðvitað. Sjálf hét ég til dæmis Pratt áður en ég gifist inn i Blairs- ættina”. „Er þá ef til vill einhver taug á milli yðar og Prattsjárnbræðslanna og stálsmiðjanna i Pennsylvaniu?” Aftur sá ég hæðnisviprur kringum munninn á honum.' „Nei. Ég er ættuð úr Massachusetts-rikinu”, svaraði hún hvasst. „Einmitt það. Heimurinn er litill, og ég spurði aðeins af þvi, að það er gaman að vita skil á grýtunni”. Engin svipbrigði sáust á andliti hans, nema hvað hann hleypti ofurlitið brúnum. „Ég starfaði þar siðastliðið sumar”. „1 járnbræðslunum og stálsmiðjunum?” Ég sá, að Eniku varð æ gramara i geði. Hann virtist hins vegar i essinu sinu. „Já, að vissu leyti. Ég var að rannsaka vinnusjúkdóma”. „Já, einmitt. Mikið dæmalaust hlýtur það að vera merkilegt við- fangsefni. — Spilið þér bridge?” Enika var þegar tekin að lita hýru auga til spilaborðsins. Hann hristi höfuðið og horfði á eftir henni, þegar hún vagaði yfir að spilaborðinu. Mér þótt hálfleitt, að hann skyldi ekki spila bridge, þvi að það var ein helzta dægradvöl min. Heyrnarleysið var mér ekki til telj- andi baga við spilin, og ég hafði náð þvi að verða allslyng spilakona. Mig langaði að sýna honum, hvað ég gat i spilum. En til þess mundi ég bersýnilega ekkert tækifæri fá. Þau fjögur, sem rosknust voru, settust að spilum við eitt borðið, og þegar Harrý og Hanna væru farin á dans- leikinn, sæti ég ein uppi með þennan undarlega lækni. Emma frænka benti mér samt að koma að borðinu, en ég hristi aðeins höfuðið. Ég vildi ekki flæma hana frá spilunum, þvi að ég vissi, hve gaman henni þótti að spila. Hanna reis á fætur og opnaði útvarpstækið. Ég sá það á limaburði hennar og hreyfingum og gremjusvipnum á Emmu frænku, að það mundu vera danslög, sem leikin voru. Hvað eftir annað reyndi Emma frænka að gefa henni merki um að loka tækinu. En það bar engan árangur. Hún þreif i höndina á Harrý, og svo byrjuðu þau að dansa. Ég horfði á þau. Fyrst i stað lét ég mér þetta að vísu á sama standa, en skyndilega setti að mér eins konar ömurleik. Lá þeim svona mikið á? Ætluðu þau ekki að dansa það, sem eftir var kvöldsins? „Komdu”. Harrý hneigði sig fyrir mér og rétti út hendurnar. „Komdu nú. Þetta lag þekkir þú að fornu fari. Þetta er „Vökudraumur- inn”. Nú skulum við dansa”. Já, ég mundi eftir þvi lagi. Það var spilað á Valentinusmessunni forðum, og við höfðum dansað það hvað eftir annað. Þvi lagi gleymi ég vart meðan ævin endist. Hann tók þétt utan um mig. Ég steig hikandi fyrstu sporin, en náði brátt réttum fótaburði. Ég steig hikandi fyrstu sporin en náði brátt rétt um fótaburði. Ég var frá gamalli tið þaulvön að dansa við hann, svo að það veittist mér ekki eins erfitt og ég hafði búizt við, enda þótt ég væri heyrnarlaus. Ég þurfti ekki að leggja mig alla fram nema fyrst i stað. Þegar við dönsuðum fram hjá setubekknum, sá ég, að Vance læknir Dag nokkurn i scplcniher, þrein dögum fvrir fullt tungl hófusl Ólympiulcikarnir. Fyrir framan styttu Scils i ráðliiisinu siiru iþróttaf'ólk, dóinarar og slarlslið cið að þvi, að halda allar reglur leikanna og láta ckki liafa nein álirif á sig af óviðkomandi aðilum. Þátttakendur gcngu siðan fylktu liði undir hiaklandi fánuni inn á leikvöllinn. Þar sem eftir var dagsins, var mikið um hátiðarhöld. 1 1 l l 1» I FIMMTUDAGUR 10. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forystugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimikl. 7.50 Morgunstund barnanna kl 8.45: Jónina Steinþórsdóttir les „Óskadraum Lassa” eftir Onnu-Lisu Almquist (4). Tilkynningar kl 9.30. Létt lög milli liða. Tónleikar kl. 10.25: Triest-trióið leikur Trió i B-dúr fyrir pianó, fiðlu og selló. „Erkihertoga- trióið ” op. 97 eftir Beethov- en. Fréttir kl. 11.00. Tón- leikar: Filharmóniusveitin i Stokkhólmi leikur Serenötu i F-dúr, op 31 eftir Wilhelm Stenhammar, Rafael Kube- lik stjórnar / Birgit Nilsson syngur fjögur lög eftir Ture Rangström, hljómsveit Rikisóperunnar i Vin leikur með, Bertil Bockstedt stjórnar / Stúdiuhljómsveit- in i Berlin leikur Uppsala- rapsódiu op. 24, eftir Hugo Alfvén, Stig Rybrant stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 1.3.00 Á frivaktinni. 14.30 Siðdcgissagan : Loft- vogin fcllur” eftir Richard IIughes.Bárður Jakobsson les þýðingu sina. (9). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Heimsmeistara- einvigið i skák. 17.30 Nýþýtt efni: „Æskuár min” eftir Christy Brown. Þórunn Jónsdóttir þýddi Ragnar Aðalsteinsson les (2). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Þegninn og þjóðfélagið. Ragnar Aöalsteinsson sér um þáttinn. 19.55 Listahátið i Reykjavík 1972: Kammertónleikar i Austurbæjarbiói 11. júni. Flytjendur: Halldór Haralds son, Ingvar Jónasson, Haf- liði Hallgrimsson, Jón H. Sigurbjörnsson, Kristján Þ. Stephensen, Gunnar Egil - son, Siguröur Markússon, Stefán Stephensen, Elisabet Erlingsdóttir og Reynir Sig- urðsson. a. Sonorities nr. III fyrir pianó og segulband eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson. b. Dúó fyrir lág- fiðlu og selló eftir Hafliða Hallgrimsáon. c. Kvintett eftir Jónas Tómasson. d. Fjórir söngvar eftir Pál P. Pálsson við ljóð eftir Ninu Björk. 20.35 Leikrit: „Þar sem froskarnir fljúga" eftir lielge Hagerup. Þýðandi: Heimir Pálsson. Leikstjóri: Sigmundur örn Arngrims- son. Persónur og leikendur: Hún ...Þuriður Friðjóns- dóttir Hann ...Hákon Waage, 1. áhorfandi ...Inga Þóröardóttir, 2. áhorfandi, Róbert Arnfinnsson, Rödd i sjónvarpi ...Þórhallur Sig- urösson. Ung stúlka ...Rósa Ingólfsdóttir, Ungur piltur ...Einar Þorbergsson. 21.45 Pistill frá Helsinki: llugleiðingar uni tunguna og fleira. Kristinn Jóhannesson. Sigurður Ilarðarson og Hrafn Hall- grimsson tóku saman. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Maöurinn, sem hreytti um andlit” eftir Marcel Aymé, Karl Isfeld islenzkaði. Kristinn Reyr les (6). 22.35 Stundarbil. Freyr Þór- arinsson kynnir á ný hljóm- sveitina „Mothers of Invention". 23.10Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.