Tíminn - 19.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.08.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR v X)ftn ££et/t**éZct/t. A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Ríkisstjórnin mótmælir harð- lega úrskurði Haag-dómsins TK-Reykjavík Rikisstjórnin sendi i gær alþjóðadómstólnum i Haag ályktun, þar sem mótmælt er harðlega úr- skurði hans i málum þeim, sem Bretar og Vestur- Þjóðverjar hafa höfðað á hendur ísiendingum. Lýs- ir rikisstjórnin undrun sinni yfir þvi, að dómstóllinn skuli telja sér fært að kveða upp siikan úrskurð, áð- ur en hann hefur tekið ákvörðun um lögsögu sina þessum i málum, en henni hefur frá upphafi og hvað eftir annað verið eindregið mótmælt af islenzku rikisstjórninni, og það mun hún gera áfram og ekki telja þennan úrskurð á neinn hátt bindandi fyrir sig. Mun ríkisstjórnin þvi eftir sem áður fylgja fast fram þeirri ákvörðun að færa fiskveiðilandhelgina i 50 milur 1. september n.k róma samþykkt. Fréttatilkynning rikisstjómar- innar er svohljóðandi: Rikisstjórnin hefir i dag sent Alþjóðadómstólnum i Haag eftir- farandi ályktun, er hún gerði á fundi sinum i morgun: Islenzka rikisstjórnin mótmæl- ir harðlega bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins i málum þeim sem Bretar og Vestur-Þjóð- verjar hafa höfðað á hendur Is- lendingum. Hún lýsir undrun sinni yfir þvi, að dómstóllinn skuli telja sér fært að kveða upp slikan úrskurð á meðan hann hefur enn ekki tekið ákvörðun um lögsögu sina i málunum, en henni hefur frá upphafi og hvað eftir annað verið eindregið mótmælt af is lenzku rikisstjórninni, er telur samkomulagið við Breta og Vest- ur-Þjóðverja ekki lengur i gildi, en á þvi samkomulagi er máls- höfðunin byggð af hálfu nefndra þjóða. Þá lýsir islenzka rikis- stjórnin furðu sinni yfir þvi, að Alþjóðadómstóllinn skuli telja sig þess umkominn að bjóða eins konar kvótakerfi i fiskveiðum við Island. Islenzka rikisstjórnin telur þessi afskipti af deilumáli, sem enn er á samningastigi ákaflega óheppileg og til þess fallin að tor velda samninga. En islenzka rikisstjórnin hefur alltaf lýst vilja sinum til þess að leysa þetta deilumál með bráðabirgðasam- komulagi. Var dómstólnum um það kunnugt. Eins og áður mótmælir islenzka rikisstjórnin allri lögsögu Al- þjóöadómstólsins i þessum mál- um og mun ekki telja þennan úr- eins og alþingi hefur ein- skurð hans á neinn hátt bindandi fyrir sig. Mun rikisstjórnin eftir sem áð- ur fylgja fast fram þeirri ákvörð- un að stækka fiskveiðilandhelgi i 50sjómilur, frá og með 1. septem- ber n.k., svo sem Alþingi Is- lendinga hefur einróma sam- þykkt. Framkvæmdanefnd Fiskimála- ráðs sendi frá sér eftirfarandi ályktun i gær: Framkvæmdanefnd Fiski- málaráðs vekur athygli lands- manna á þvi, að bráðabirgðaúr- skurður Alþjóðadómstólsins i Haag er kveðinn upp, áður en fyr- ir liggur, hvort dómstóllinn telur sig hafa lögsögu i málinu. — Úrskurðurinn er þvi einungis ábending um það, hvernig dóm- stóllinn álitur, að málsaðilar eigi að koma fram, unz komist verður að niðurstöðu, en tslendingar hafa þegar lýst yfir þvi, að dóm- stóllinn hafi ekki lögsögu i mál- inu. Ljóst er, að mikil hætta er á þvi, að úrskurðurinn hafi óheilla- vænleg áhrif á almenningsálitið i Evrópu og jafnvel viðar. Fram- kvæmdanefnd Fiskimálaráðs leggur þvi til, að aukin áherzla verði lögð á að kynna málstað Is- lendinga erlendis og þá einkum i Evrópurikjum, er helzt hafa hagsmuna að gæta i sambandi við fyrirhugaða útfærslu fiskveiði- lögsögunnar. Leggja ber enn sem fyrr höfuðáherzlu á rétt Is- lendinga til einhliða útfærslu og bent skal á, að samningunum við Breta og Vestur-Þjóðverja frá Frh. á bls. 6 Bretar við sama heygarðshornið Margir brezkir togarar, sem ætluðu á tslandsmið, létu úr höfn i gær. Ahöfnum þeirra var tjáð, að þeim yrði veitt vernd, ef isiendingar reyndu að torvelda veiðar þeirra eða taka skipin og færa þau til hafnar eftir 1. september. Brezki fiotinn hefði reiðu- búna ieyniáætlun um aðgerðir á tsiandsmiðum, ef til þyrfti að taka. Þannig er freklega látið í þaö skina, að Bretar muni beita her- vaidi á miðunum. Cr þorskastrfðinu, sæliar minningar, þegar brezka heimsveidið, grátt fyrir járnum, lét sér sæma aö tefla frem herskipum sinum gegn varðbátum tslendinga. Orar veiit en nemur tímgun físksins ’ segir Ingvar Hallgrimsson og hæpið, að Bretar og Vestur- Þjóðverjar geti veitt það, sem þeim var úrskurðað KJ-Reykjavik — Ég efast um,aö Bretar geti fiskaö 170 þúsund tonn á islandsmiöum á næsta ári fyr- ir utan 12 milurnar vegna ástands fiskstofnanna, sagði Ingvar ilallgrimsson for- stöðumaður hafrannsóknar- stofnunarinnar i viðtaii við Timann i dag. Svo sem kunnugt er, kvað alþjóðadómstóllinn i Haag upp þann bráðabirgðaúrskurð, að Bretar mættu veiða allt að 170 þúsund tonn af fiski á tslands- miðum árlega, og Vestur- Þjóðverjar 119 þúsund tonn. Forstjóri Hafrannsóknar- stofnunarinnar teiur hinsveg- ar, að ástand þroskstofnanna sé orðið það siæmt, að þessu aflamagni geti þessar þjóðir ekki náð úr sjónum. Samkvæmt hinni nýút- komnu alþjóðlegu skýrslu um ástand fiskistofnanna i Norð- ur-Atlantshafi, er fiskað hrað- ar en fiskurinn timgast. Ing- var Hallgrimsson sagðist hafa lagt áherzlu á þetta atriði i samtali, sem brezkir blaða- menn áttu við hann i gær- morgun, en blaðamenn þessir eruhér á vegum rikisstjórnar- innar. Þetta er ekkert sérislenzkt fyrirbrigði, en hinsvegar er minnkunin og dauðahlutfallið mest hér við land, samkvæmt þessari skýrslu. Forstöðumaður Hafrann- sóknarstofnunarinnar hefur haldgóð rök fyrir þvi, þegar hann segist efast um, að Bret- um og Vestur-Þjóðverjum muni takast að veiða upp i kvóta þann, sem Alþjóðadóm- stóllinn getur um i bráða- birgðaúrskurði sinum, og ættu þessar þjóðir þvi enn betur að skilja afstöðu tslendinga I landhelgismálinu. Á það skal bent, að þegar sagt er, að þeim muni ekki takast að ná þessu aflamagni, er miðað við sömu veiðisvæði og áður. Með sama áfram- haldi verður þvi búið að gjör- eyða fiskstofnunum, og er furðulegt, að þjóðir, sem segj- ast eiga mikið undir islands- veiðum komið, skuli ekki taka til greina alþjóðlegar skýrslur um ástand fiskistofnanna, þar sem með áframhaldandi veið- um á mikilvægum hrygning- arstöðvum, er ekki aðeins ver- ið að grafa undan afkomu is- lenzks sjávarútvegs, heldur lika undan afkomu þess fólks i Bretlandi og Vestur-Þýzka- landi, sem lifir á sjávarútvegi. Loks skreið til Nígeríu ÞM-Reykjavik. Nú er ioks von til þess, að Nígeriumenn fari að kaupa hér skreið að nýju. En svo sem kunn- ugt er hafa öll viðskipti við Nigeríu legið niðri siðan i borgarastyrjöldinni þar I landi. Hefur gengið mjög torveldlega að fá heimild Nigeríustjórnar til þess að selja þangað skreið, þótt annað veifið hafi verið látið i það skina, að úr myndi rakna innan tiðar. Timinn sneri sér til Braga Eirikssonar, framkvæmdastjóra Samlags skreiðarframleiðenda, og sagði hann, að fyrsta sendingin færi af stað héðan innan skamms. Hann kvaðst aftur á móti ekki geta sagt, hversu mikið magn það væri, er sent yrði til Nfgeríu, eða likur væru á, að þangað tækist að selja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.