Tíminn - 19.08.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. ágúst 1972
TÍMINN
7
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þó
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaós Timans
$ Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason,. Ritstjórnarskri
x stofur f Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-1830
Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglý
x ingasimi 19323. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Áskriftargjal
x 225 krónur á mánuöi innan iands, i lausasölu 15 krónur ein
takiö. Blaöaprent h.f.
Úrskurður alþjóðadómsins
Alþjóðadómstóllinn i Haag hefur nú kveðið
upp bráðabirgðaúrskurð i landhelgismálinu,
Bretum og Vestur-Þjóðverjum i vil. Or-
skurðurinn felur i sér ábendingu til deiluaðila
þess efnis, að Islendingar háfi ekki afskipti af
veiðum brezkra og vestur-þýzkra togara upp
að 12 milum, en brezkir togarar takmarki
heildarársafla við 170 þúsund tonn og vestur--
þýzkir við 119 þúsund tonn.
íslenzka rikisstjórnin hafði lýst þvi yfir, að
hún teldi Alþjóðadómstólinn ekki hafa lögsögu
i þessu máli og myndi þvi meta úrskurð hans
samkvæmt þvi. íslenzka rikisstjórnin hafði
sagt upp landhelgissamningunum við Breta og
Vestur-Þjóðverja frá 1961, og taldi þvi að
Alþjóðadómstóllinn gæti ekki kveðið upp
úrskurð á grundvelli þeirra.
Aðeins einn af 15 dómurum Alþjóðadóm-
stólsins, Mexikómaðurinn Nervo, viðurkenndi
sjónarmið Islendinga og greiddi atkvæði gegn
úrskurðinum. Gerði hann þá grein fyrir afstöðu
sinni, að dómstóllinn gæti ekki kveðið upp
slikan úrskurð i máli rikis, sem ekki viður-
kenndi lögsögu Haagdómstólsins. Ekki væri
sannað, að útfærsla islenzku fiskveiðimark-
anna bryti i bága við alþjóðalög og lögsaga
dómstólsins i málinu hefði ekki verið könnuð á
fullnægjandi hátt. Með úrskurðinum telur
Nervo, að fullveldi íslands sé ekki virt.
Þessum úrskurði Haagdómstólsins hefur
verið tekið með miklum fögnuði i hópi brezkra
og vestur-þýzkra útgerðarmanna. Benda
Bretar á, að úrskurðurinn sé þeim mjög hag-
stæður, þar sem aflahlutur sá, sem dómstóllinn
úrskurðar þeim, se öllu meiri en netndur hafi
verið i siðustu samningaviðræðun/ Breta og
íslendinga i Reykjavik.
Þegar er tekið að brydda á hótunum i garð
íslendinga, og hafa vestur-þýzk stjórnvöld
gefið i skyn, að íslendingar eigi óþægindum að
mæta, hafi þeir afskipti af þýzkum togurum á
Islandsmiðum. Sagt er, að Bretar og Vestur-
þjóðverjar ráðgeri ekki að senda herskip til
Islandsmiða, en búizt er við, að báðar þjóðir
auki þá vernd, sem fiskiflotanum hefur verið
veitt. Hversu mikil sú vernd yrði, réðist af við-
brögðum íslendinga við úrskurði Haag-
dómsins.
I samræmi við fyrri afstöðu sina um að
Haagdómstólnum beri engin lögsaga i þessu
máli, hlýtur islenzka rikisstjórnin að mótmæla
þessum afskiptum Alþjóðadómstólsins, og
verður að telja, að þau muni hafa mjög óheppi-
leg áhrif á lausn málsins með samningum, en
Islendingar hafa ætið verið reiðubúnir að leita
bráðabirgðasamkomulags með samningum,
og slikir samningar stóðu raunar yfir, þegar
Alþjóðadómstóllinn kvað upp úrskurð sinn.
I gær gerði rikisstjórnin ályktun i málinu, og
er hún birt á forsiðu blaðsins.
Islendingar eiga lifsafkomu sina undir afl-
abrögðum á fiskimiðunum á landgrunni
Islands. Þeir munu þvi ekki geta fallizt, á að
úrskurður Haagdómsins sé bindandi fyrir þá,
enda mótmæla þeir þvi, að dómurinn eigi
nokkurn lögsögurétt i málinu. Reglugerðin um
50 milna fiskveiðilögsögu við Island hlýtur þvi
að koma til framkvæmda 1. september. n.k.
— TK
Murray Seeger:
Rússar reyna að fá aldrað
fólk til að starfa áfram
Vinnuaflsskortur er tilfinnanlegur, fjölgunin afar hæg og
eftirlaunagreiðslur þungur baggi á ríkinu
FLEST riki reyna að gera
þegnum sinum kleift að láta
sem fyrst af störfum og veita
öldruðu fólki sem þægilegast-
an aðbúnað. Sovétrikin reyna
hins vegar að fá eftirlaunafólk
til að taka til starfa á ný.
Skortur er á vinnuafli i
Sovétrikjunum. Aður fyrr var
gnægð manna i sveitahéruð-
unum, sem unnt var að fá til
vinnu i verksmiðjum og á verk
stæðum, en þessu er ekki leng-
ur til að dreifa. Þá er fæðing-
artalan einnig orðin lág i þeim
þróaða hluta Sovétrikjanna,
sem tilheyrir Evrópu.
Þegar er svo komið, að kon-
ur eru fleiri en karlar meðal
starfandi þegna Sovétr. Það
sannar bezt, að skortur er á
karlmönnum á starfsaldri. Nú
eru yfirvöldin farin að reyna
að fá til starfa að nýju bæði
karla og konur, sem hafa not-
fært sér hið örláta alþýðu-
tryggingakerfi Sovétrikjanna.
O
FYRIR skömmu var haldin
alþjóðaráðstefna um málefni
aldraðra. Þar var lögð fram
skýrsla tveggja manna frá
Sovétrikjunum og i henni segir
meðal annars:
„Meðal þeirra mikilvægu
mála, sem brýna nauðsyn ber
til að taka til gaumgæfilegrar
athugunar, er þörfin á að
halda sem allra flestu öldruðu
fólki viö störf.
Efnahagsframvindan i
Sovétrikjunum er ör og skort-
ur á mannafla fer vaxandi.
Vinna eftirlaunafólks er þvi
orðin ákaflega mikilvæg. Hún
gerir okkur ekki aðeins kleift
að nýta reynslu og hæfni eftir-
launafólksins, heldur einnig
að létta nokkuð útgjöld rikis-
ins til eftirlauna, sem aftur
hafa i för með sér minni fram
leiðslu en ella.”
Ennfremur segir i skýrsl-
unni, að rikisstjórnin reyni þvf
,,að fá sem flesta til þess að
hætta við að hverfa frá störf-
um og skapa öldruðu fólki
vinnuskilyrði við hæfi”.
O
FLEIRA veldur Sovétmönn-
um erfiðleikum i atvinnumál-
um en skortur á vinnuafli i
venjulegum skilningi og
hækkandi meðalaldur þjóðar-
innar. Þrátt fyrir mikla við-
leitni til afkastaaukningar
þarf þar fleira fólk til að skila
ákveðnum afköstum en i flest-
um vestrænum rikjum.
Þeim fjölgar stoðugt, sem
hætta störfum og eftirlauna-
kostnaðurinn hækkar ört.
Þessi aukni kostnaður dregur
til sin verulegan hluta af hag-
vexti Sovétrikjanna. Valdhöf-
unum hefir tekizt að gera
girnilegt og auðvelt fyrir
þorra manna að ná eftirlaun-
um, en afleiðingarnar bitna á
afkomu þjóðarinnar sem
heildar. Rússar hugsa yfirleitt
gott til að geta hætt störfum
jafn snemma og sovézk lög
heimila, eða við 55 ára aldur
kvenna og 60 ára aldur karla.
Þegar miðaldra Rússi er
spurður, hve gamall hann sé,
svarar hann oftast réttri ára-
tölu, en bætir svo við, hve
mörg ár hann á eftir að starfa
áður en eftirlaunaaldri er náð.
Sum hættuleg og sóðaleg störf,
og önnur, sem eru sérstaks
eðlis, veita rétt til eftirlauna
fyrr en almennt gerist. Ung og
snjöll loftfimleikakona ein var
til dæmis spurð að þvi, hvers
vegna hún hefði farið að starfa
i fjölleikahúsi. Hún svaraði að
bragði:
,,Ég get hætt og kemst á
eftirlaun eftir tuttugu ára
starf”.
O
t HINNÍ áminnstu nýju
skýrslu kemur meðal annars
fram, að 83% karla á aldrinum
50-59 ára eru enn við störf, en
ekki nema 58% þeirra, sem
náð hafa sextugs aldri. 17 af
hundraði hætta störfum
snemma.
A sjö siðustu árunum hefir
tala fólks á eftirlaunum tvö-
faldast og nemur nú rúmum 40
milljónum, eða 17 af hundraði
allra þegnanna. Eftirlaun eru
greidd með nokkurri hliðsjón
af launatekjum einstakling-
anna. Sá, sem hverfur frá lág-
launuðu starfi, heldur fullum
launum, en eftirlaun annarra
nema misháu hlutfalli starfs-
launa, en meðaltalið er um
70%.
Meðallaun i Sovétrikjunum
nema 126 rúblum á mánuði og
meðal eftirlaunin eru þvi talin
vera 88 rúblur. Hjón, sem fá
bæöi eftirlaun, geta lifað all-
góöu lifi af slikum eftirlaun
um, þar sem þau greiða mjög
lága húsaleigu og fá ókeypis
læknishjálp. Þau hafa þvi fátt
að verja fé sinu i annað en fæði
og frilistanir.
Sárafáum háttsettum og há-
launuðum þegnum auðnast að
eignast eigin hús i sunnan-
verðum Sovétrikjunum, svo
sem á Krim og i Kákasus, þar
sem þeir geta dvalið i leyfum
og þegar eftirlaunaaldri er
náð. Venjuleg hjón, sem kom-
in eru á eftirlaun, mega teljast
lánsöm ef þau hafa útaf fyrir
sig tvö herbergi, án þess að
þurfa að hýsa syni, dætur eða
barnabörn.
O
RÚSSNESKA rikisstjórnin
reynir nú að fá eftirlaunafólk
til að hverfa að vinnu á ný
með þvi að heita þvi að það
geti haldið eftirlaununum og
fengið full starfslaun að auki.
Sum starfanna, sem kostur er
á, sýnast þó siður en svo girni-
leg. Til dæmis vinnur margt
eftirlaunafólk i fatageymslum
veitingahúsa, safna og ann-
arra opinberra bygginga.
Þessa er meiri þörf i Rúss-
landi en viðast hvar annars
staðar, þar sem þorri manna
notar yfirhafnir að staðaldri
fulla átta mánuði á ári.
Leiðtogar Sovétrikjanna eru
að reyna að leysa tvenns kon-
ar vanda með þvi að fá eftir-
launafólk til að taka til starfa
á ný. Þeir eru að reyna að
létta fjárhagsbyrðina og bæta
úr vinnuaflsskortinum. Eftir-
laun námu alls 21 milljón
rúblna árið 1970. Þessi útgjöld
verða alveg efalaust komin
upp i 25 milljónir rúblna árið
1980, þar sem gert er ráð fyrir,
að tala fólks á eftirlaunum
verði þá komin upp i 44
milljónir. Rikisútgjöldin árið
1972 eru áætluð 174 milljónir
rúblna. Gefur þvi auga leið, aö
eftirlaunin eru ærðið drjúgur
hluti af heildarútgjöldunum.
O
VINNANDI fólk, sem
stendur undir þessum miklu
útgjöldum til eftirlauna, er nú
um 100 milljónir af 244
milljóna heildar ibúatölu, sem
fjölgar afar hægt.
„Fjölgi fæðingum ekki að
ráði getum við átt von á þvi,
að tiltæku starfandi fólki hætti
að fjölga og taki að fækka upp
úr 1985”. er haft eftir Rússa
einum, sem hefir kannað þessi
mál.
Rikisstjórnin hefir þegar
gert ráðstafanir tilaðreyna að
fjölga fæðingum með þvi að
hækka barnalifeyri, lengja
leyfi barnshafandi kvenna og
mæðra, sem þurfa að sinna
sjúkum börnum. Þá er enn
leitast við að fjölga vöggustof-
um og dagheimilum.
Fátt var jafn vel til þess
fallið að sýna lifskjaramun i
Rússlandi fyrir og eftir bylt-
inguna og hið rúma eftir-
launakerfi i Sovétrikjunum.
Nú er stjórnin að reyna að
hörfa frá þessari stefnu, sem
hefir verið stolt hennar, og
kannaðar allar leiðir til þess
að fá fólk til að halda áfram
starfi þó að eftirlaunaaldri sé
náö.
12 sækja um 4 millj. kr. tollstjóraembætti
ÓV-Reykjavik.
Hvorki meira né minna en 12
umsækjendur eru um embætti
tollstjórans i Reykjavik — og
kann skýringin að vera sú, aö all-
góö laun eru i boði. Samkvæmt
skattskrá hefur fráfarandi toll-
stjóri, Torfi Hjartarson, haft um
það bil 2 milljónir króna i kaup á
siðasta ári.
Tollstjóraembættið er i launa-
flokki B4 og auk þess fylgja
hundraöshlutar af innheimtu-
launum, sem hér segir:
Affyrstu 200.000: 1%
0,2-l,0milljón: 1/2%
1- 2 milljónir: 1/4%
2- 10 milljónir: 10/00
lOmillj. ogmeira: 1/4 0/00
Innheimta tollstjóraembættis-
ins árið 1971 nam 8 milljörðum
króna og má telja fullvist, að sú
upphæð hækki nokkuð i ár, þannig
að hundraðstekjur embættisins
verða varla undir 3 milljónum
króna. Launaflokkur B4 er kr.
69.030.00 á mánuði, eða 828.360.
krónur á ári, þannig að væntan-
legur tollstjóri hlýtur i árslaun
hátt i fjórar milljónir króna. Inn-
heimtulaun þessi eru ákveöin
með lögum númer 92/1955.
I fréttatilkynningu frá fjár-
málaráðuneytinu, sem blaðinu
barst i gær, eru umsækjendur
taldir upp:
Björn Hermannsson skrifstofu-
stjóri, Björn Ingvarsson lögreglu-
stjóri, Björn Sveinbjörnsson
hæstaréttarlögmaður, Elias
Eliasson bæjarfógeti, Erlendur
Björnsson bæjarfóegi, Guð-
mundur Vignir Jósefsson gjald-
heimtustjóri, Halldór Sigurgeirs-
son fulltrúi, Hallvarður Ein-
varðsson fulltrúi, Jón Oddsson
hæstaréttarlöj»maður, Olafur
Jónsson tollgæzlustjóri, Unn-
steinn Beck borgarfógeti og Þor-
finnur Egilsson, héraðsdómslög-
maður.
En ekki sakar að geta þess, aö á
sl. ári var skipuö nefnd af fjár
málaráðuneytinu til að endur-
skoða reglur um innheimtulaun
og hefur sú nefnd þegar skilað
áliti. Gerðist það um miðjan júni
sl„ en fréttamanni blaðsins tókst
ekki að útvega álit nefndarinnar i
gær.