Tíminn - 19.08.1972, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Laugardagur 19. ágúst 1972
sjúkrahúsi. Við höfðum hóp af heyrnarlausu fólki undir höndum, og það
sakar ekki þótt ég segi yður árangurinn: brfr sjúklinganna náðu fullum
bata, en allir fengu nokkra bót, jafnvel þeir, sem höfðu verið taldir
ólæknandi. Enginn þessara manna hafði þó misst heyrnina af völdum
heilahimnubólgu. bess vegna er það, að ég er svo óðfús aö reyna, hvað
mér tekst með yður. begar ég frétti um yður, datt mér strax i
hug.....
,,AÖ ég væri tilvalið tilraunadýr handa yður. Neí, þakka yður fyrir,
Vance læknir. bér hefðuð ekki átt að ómaka yður neitt á minn fund”.
Ég sá, að hann sótroönaði, er ég sagði þetta, og ég gladdist hjartan-
lega yfir þvi að hafa bitið rækilega frá mér.
„Geymd spurn, glataö já”, svaraði hann. „bann málshátt bar faðir
minn sér i munni vestur yfir hafið og ég hef oft rekið mig á að það er
þess vert að festa hann sér i minni”.
„Ég segi yður það samt enn einu sinni og i siöasta sinn, að svar mitt
er ófrávikjanlegt n c i. begar ég fór heim frá Boston, daginn, sem ég
sá yður i brautarstöðinni, tók ég þá ákvörðun að leita ekki til fleiri
lækna og þiggja ekki fleiri læknisráð. Ég fór heim til þess aö taka minu
hlutskipti eins og það er, og — og mér er allt annað i huga en lækninga-
kák”.
„bér ætlið að giftast Harrý innan skamms, eigið þér við? ”
„Við höfum verið trúlofuð alllengi, og...”
„Ég veit það, og það er oft áhættusamt að sitja lengi i festum, sem
kallað er”. Hann horfði óþægilega fast á mig.
„Ekki þegar ástin er fölskvalaus”, svaraði ég snöggt.
„Getur verið. Ég ætla mér ekki þá dul að dæma um það. bó hef ég
viett þvi athygli, að ástin er ekki ævarandi og óbreytileg”.
„Hvað eigið þér við?” bessu tilsvari gat ég ekki tekið með þögn og
þolinmæði”.
„Ó, væna min! Hjónaband er fyrirtæki, sem krefst óskertra skyn-
iæra”. *
„bað þurfið þér ekki að segja mér”.
Mér fannstég kikna i hnjáliðunum, og ég læsti saman höndunum, svo
að hann sæi ekki, hve þær titruðu.
„Nei”, svaraði hann, „ég þurfti þess ekki. beir læknar, sem temja
sér mest orðskrúö og fagurgala, njóta trausts. Ég mun aldrei hljóta
slikt traust vegna þess að ég er berorður oghreinskilinn En við skulum
ekki tala meira um þaö, — ég hef sagt það, sem ég ætlaði. Einmitt af
þvi, að þér gátuð ekki heyrt þaö, var nauðsynlegt aö þér skilduð það”.
Hann var kominn fram i anddyriö og var að leita þar að hatti sinum,
er ég kallaði á eftir honum og bað hann að doka við.
„Mér hefur verið kennt að þakka fyrir mig, jafnvel þótt ég gæti ekki
þegið það, sem boðið er”, sagði ég, áður en ég hafði áttað mig á, hvað
ég var að gera. „bað var óþarfi af mér að vera ókurteis, þótt þér væruð
það”.
„bað gerði ekkert til min vegna”. Hann brosti um leið og tók hattinn
sinn. „Segið hvað sem yður sýnist um mig. Ég er undrandi á þvi einu,
aö þér skylduð ekki vilja gefa mér kost á aö reyna lækningaaðferð mina
á yður. bar var engu að tapa en allt að vinna”.
„En ég hef sagt yður, að ég geri méralls enga von um bata. I tvö ár
hef ég verið fjötruð hlekkjum vonarinnar, en nú hef ég brotið þá af mér.
bér getið ekki hneppt mig i þá fjötra aftur”.
„Við erum öll fangar i dyflissu vonarinnar á einn eða annan hátt.
Haldið þér það ekki?”
„bað er heimskulegt eigi að siður”.
„Getur verið”. Hann yppti öxlum með annarlegu látbragði eins og
honum var lagið. „Eitt sinn var Kólumbus kallaður heimskingi, og
sama dóm hlaut Pasteur og margir fleiri góðir menn, sem ég gæti
nefnt. Við mundum skipa bekk meö friðum flokki manna, éf viö ættum
nógu djarfar vonir. — Tölum svo ekki meira um þaö. bakka yður fyrir
teið”.
„Ef ég væri viss um....”, hóf ég máls að nýju.
En hann greip undir eins fram i fyrir mér.
„Hver er viss um nokkurn skapaðan hlut i þessum heimi?” bótt ég
hevrði ekki raddblæinn, fann ég gerla fyrirlitninguna, sem lá bak við
orð hans. „Ég er ekki söluprangari. Ég kom ekki hingað til þess að gefa
yður ginnandi fyrirheit né fullvissa yður um eitthvað. Ég get ekkert
boðið nema von. bvi vesala boði þurfið þér vitaskuld ekki að taka”.
Bifreið var ekið i hlað í sömu andrá og hann opnaði útidyrahurðina.
Skær ljósin féllu á votar greinar trjánna meðfram akbrautinni. Svo
voru þau slökkt, og myrkrið luktist aftur um þær. 1
„Jæja, verið þér sælar”, sagði hann. „Mig er að hitta i lækningastofu
minni klukkan tvö til fjögur hvern dag, nema föstudaga, og auk þess er
alltaf hægt að gera mér boð”.
Hann var farinn áður en bifreiðin staðnæmdist við dyraþrepin. Ég
var fegin aö losna við að skýra komu hans fyrir Emmu frænku og
Eníku.sem komu rembilátar inn i anddyrið. bær voru báðar þreytu og
ellilegar, hvor með sinum hætti. Emma var mögur og hörkuleg, Enika
var fýluleg og lotin og viðurskotaill. Ég hrósaði happi yfir þvi að geta
haft mér það til dundurs að bæta eldiviði á arininn og hella á teketilinn.
„Frænka min”, sagði, ég þegar ég setti bollann á borðið fyrir framan
Siðiistu grein fimmtarþrautariniiar,
glimuna. litu Grikkir á sem listgrein og
mikil álier/.la var lögð á fallcgan stil.
Telamon átli i liöggi við Pontus frá Krit,
og var það mjög spennandi keppni og
stilfögur, cn lienni lauk ineð sigri Tela-
mons. Orsippes sigraði einnig andstæð-
ing sinn, en giiman var svo Ijót, að ekki
þótti fært að gefa stig fyrir hana.
Telamon sigraði þvi i fimmtarþrautinni.
■
I llli!
LAUGARDAGUR
19. ágúst
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar. ’
kynningar.
12.25. Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Óskaiög sjúklinga
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
14.30 i hágir Jökull Jakobsson
leggur leið sina út úr bæn-
um.
15.00 Fréttir.
15.15 i hljómskálagarði a.
„Donna Diana", forleikur
eftir Reznicek. Fil-
harmóniusveit Vinarborgar
leikur: Rudolf Kempe
stjórnarb. Atriði úr Sigauna
baróninum”, óperettu eftir
Johann Strauss. Karl
Tekarl, Erich Kunz, Hilde
Giiden o.fl. syngja með kór
Tónlistarvinafélagsins i
Vinarborg og Filharmóniu-
sveitinni. Stjórnandi: Her-
bert von Karajan. c. bættir
úr „Hnotubrjótnum",
ballettmúsik eftir
Tsjaikovský. Filharmóniu-
sveit Vinarborgar leikur:
Herbert von Karajan stj.
16.15 Veðurfregnir. A nótum
æskumiarPétur Steingrims-
son og Andrea Jónsdóttir
kynna nýjustu dægurlögin.
17.00 Fréttir. Hcimsmeistara-
einvigið i skák
17.30 Kcrðabókarlcstur: Frá
eyðimörkum I Mið-Asiu
Rannveig Tómasdóttir les
úr bók sinni „Andlit
Asiu” (2).
18.00 Fréttir á ensku
18.10 Söngvar i léttum dúr
Franskir listamenn syngja
og leika.
18.30 Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 F"réttir. Tilkynningar.
19.30 bjóðþrif Gunnlaugur
Ástgeirsson sér um þáttinn.
19.55 Illjómplöturabb bor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn,
20.40 Tefldu I tuni” bor-
steinn frá Hamri tekur
saman þátt um tafliþrótt i
islenzkum bókmenntum og
flytur ásamt Guðrúnu Svövu
Svavarsdóttur.
21.20 A listabrautinni Jón B.
Gunnlaugsson kynnir ungt
listafólk.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
1
liiili
LAUGARDAGUR
19. ágúst 1972
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Ilvc glöð er vor æska
Brezkur gamanmynda-
flokkur. Rétt skal vera rétt
býðandi Jón Thor Haralds-
son.
20.50 Blautaþorp Siöari hluti
myndar um sjávardýralif
við Bahamaeyjar. Eins
dauði er annars brauð Hér
greinir einkum frá ófriðar-
seggjum og herskáum vik-
ingum fiskasamfélagsins.
býðandi og þulur Öskar
Ingimarsson.
21.20 Sigurgangan (The
Victors) Bandarisk bió-
mynd frá árinu 1963. Leik-
stjóri Carl Foreman. Aðal-
hlutverk George Peppard,
George Hamilton, Jeanne
Moreau og Melina Mer-
couri. býðandi Jón Thor
Haraldsson. Myndin lýsir
ferli nokkurra bandariskra
hermanna i sama herflokki.
Hún hefst árið 1942, þegar
herflokkurinn gengur á land
á Sikiley og lýkur i Berlin
fjórum árum siðar, þegar
kalda striðið er aö komast i
algleyming.
23.55 Dagskrárlok