Tíminn - 19.08.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.08.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 19. ágúst 1972 Jóhann Eyfells sýnir á Olymp- íuleikunum Bréf frá lesendum SVAK TIL (iUÐMUNI)AR A BIUANSUÆK Þakka tilskrifiö i Uandfara. Vörun Jesú viö þvi að ,,dæma” (þetta er þýtt orö) er raunar vörun viö aö fordæma hvaða til- tekinn mann sem er fyrir yfir- sjónir hans eða galla — áfella hann fyrir slikt og fyrirlita. Það var þetta horf við Fischer, sem ég var að mótmæla að kæmi fram á þjóðlegum ábyrgðarstöðum — að ég tali ekki um prédikunarstól i kirkju — , þvi að fremur sem slik mál eru miklu flóknari, þegar um afburðamenn er að ræöa. Þessi aístaða min jafng. engan veginn þvi, að hispuslaus gagn- rýni og óskoruð mótmæli eigi ekki oft fullan rétt á sér. Sjálfur krafðist ég þess, i Uandfara, litlu fyrir greinina mina, sem þú gerir athugasemdir við, að Fischer bæðist opinberlega af- sökunar. Það sem þú telur mig hafa skrifað i seinni Uandfaragrein minni, ,,að i stólnum sé óleyfilegt að kenna annað en viðurkenndar kenningar kirkjunnar o.s.frv.”, viðurkenni ég alls ekki að hafa skrifað. Hins vegar stend ég við það, sem ég skrifaði þar: að prestur i prédikunarstóli sé ekki „privatmaður” — að visu vil ég heldur orða þetta svo: ekki nema öðrum þræði privatmaður, enda kemur sá skilningur málsins ótvi- rætt fram i áframhaldinu. Að hinu leytinu hlýtur prestur i stóli að álitast talsmaður Krists, og getur þvi ekki flutt neitt, sem ótvirætt fer i berhögg við kenn- ingu hans. Og vertu svo alltaf blessaður, blessaður karlinn! Björn 0. Björnsson Sjóstanga- veiðimót fyrir norðan Sjóstangaveiðifélag Akureyrar heldur 8. sjóstangaveiðimót sitt laugardaginn 2. september næst- komandi. Róið verður i einn dag, laugar- dag, en mótið verður sett á föstu- dagskvöldið. A laugardagskvöld fer fram verðlaunaafhending og mótslit. Þessi mót hafa verið mjög vel sótt undanfarin ár og áhugi fyrir sjóstangaveiði hefur mikið auk- izt, enda mun meðalveiði á keppanda liklegast hvergi vera meiri en hér á landi. Ekki er enn vitað um þátt- takendafjölda á mótinu að þessu sinni, en mótið hefur verið vel auglýst, bæði hér á landi og er- lendis. Fiskigengd i Eyjafirði hefur verið með allra bezta móti i sumar og hafa aflabrögð ekki verið jafn góö i langan tima. I)r. Vilhjálmur Uúðviksson (t.v.) formaður landgrunnsrannsókna nefndarinnar og Róbert Dan Jensson, sem var leiðangursstjóri mcstan hluta leiðangursins, fyrir framan kort af islandi og land- grunninu umhverfis. (Timamynd Róbert) Albert sigldi 4 þús. mílur við landsgrunnsrannsóknir í sumar - íslenzk list á vegum háskóla í Florida OV-lleykjavik. Sitthvað fleira en boltaleikir, liopp og hlaup verða á Olympiu- leikunum i Miinchcn, sem hefjast 2(>. ágúsl næstkomandi, annan sunnudag. Eyjólfur Kyfells, myndlistarmaður, mun sýna þar ásamt tveimur bandariskum lislamönnum, en þeir þrir eru einu fulltrúar Kandarikjanna, sem taka þátt í menningar- og lista viðburðum ólympiuleik- an na. Eyjólfur Eyfells hefur undan- íarin misseri verið prófessor við listaakademiuna við Florida Technological University i Orlando i Florida. A meðan á Olympiuleikunum stendur mun Jóhann, i félagi við samstarfs- menn sina tvo, Steve Lotz og Walter Gaudnek ( sem var einna fyrstur til að efna til uppákomu, happenings, upp úr 1960), vinna að listsköpun i ólympiugarð- inum, þar sem öðrum verkum þeirra verður komið fyrir, og munu þeir á endanum sigla einu verkana yfir Ólympiuvatnið, sem búið hefur verið til i miðjum garðinum. Þetta er mikill heiður fyrir Jóhann Eyfells — og aðeins það eitt slæmt, að við Islendingar get- um ekki eignað okkur hann al- gjörlega i þessu tilfelli. List Jóhanns og félaga hans hefur mikið og vél verið kynnt i Banda- rikjunum að undanförnu og sjón- varpaði CBS meðal annars hálf- tima þætti 6. ágúst sl., þar sem kynnt var eldra verk eftir þá. Var það svokölluð ,,geimdómkirkja”, (Space Cathedral), sem þeir þrir byggðu á Kennedy-flugvelli i New York i tilefni 25 ára afmælis bandariska flughersins og 9. þings alþjóðageimvisindastofn- unarinnar. Jóhann Eyfells og kona hans Kristin dvelja hér á landi um þessar mundir, en fréttamanni blaðsins tókst ekki að ná tali af þeim i gær. KJ-Reykjavik í sumar hefur verið unnið að landgrunnsrannsókniim á land- grunninu i og út af Faxaflóa og Breiða firði. Kóru rannsóknir þessar fram um borð i varðskip- inu Albert. sem segja má að hafi verið fullhlaðið rannsóknatækj; um, og dragandi þau á eftir sér 4 þúsund sjómilur. Rannsóknir þessar eiga rót sina að rekja til sivaxandi áhuga á hafinu og landgrunninu, og að frumkvæði framkvæmdanefndar Rannsóknaráðs rikisins var haustið 1969 kallaður saman hóp- ur sérfræðinga til að gera tillögur um rannsóknir með tilliti til hugsanlegrar nýtingar náttúru- auðæfa á hafsbotni. F'ormaður þessarar nefndar var prófessor Trausti Einarsson. Vorið 1970 skilaði nefndin áliti, og komst að þeirri niðurstöðu að svo til engar uDplysingar va-ru til um land- grunnið umhverfis landiðog lagði til að hafnar yrðu skipulegar jarðfræðilegar og jarðeðlisfræði- legar rannsóknir á landgrunninu. Meginatriðið var gerð ná- kvæms dýptarkorts, en einnig skyldu geröar samfelldar þyngdarmælingar, segulmæling- ar og setþykktarmælingar. Þá var einnig gert ráð fyrir töku botnsýna, varmastraumsmæling- ar og rannsóknum á samskiptum lofts og sjávar með tilliti til veðurfarsáhrifa. Sumarið 1970 var Albert i rann- sóknum við vesturströnd Græn- lands, og var leigan greidd með setþykktarmælitækjum sem Rannsóknaráð eignaðist. I vor barst svo tilboð frá mæl- ingadeild bandarikjahers um lán á þyngdarmælingjatækjum og starfrækslu þeirra gegn þvi að Is- lendingar leggðu fram skip til mælinganna. Einnig fylgdi með i tilboðinu lán á staðsetningartækj- um i landi. Þetta mjög hagstæða tilboð varð svo til þess, að hreyfing komst á málið. Rannsóknaráð lagði áherzlu á, að skipið yrði not- að til hins itrasta og allar mæling- ar yrðu gerðar, sem hægt væri að framkvæma samtimis á siglingu. Málið fékk jákvæðar undirtektir hjá rikisstjórn, sem var ekki hvað sizt að þakka miklum áhuga iðnaðarráðuneytis á málinu. Rikisstjórnin ákvað að hafið skyldi starf á grundvelli tillagn- anna um landgrunnsrannsóknir frá 1970. Skipaði menntamálaráð- herra nefnd til samræmingar starfinu og skyldi nefndin skila skýrslum sinum til Rannsóknar- ráðs rikisins. Formaður nefndar- innar var kjörinn dr. Vilhjálmur Lúðviksson efnaverkfræðingur, og skýrði hann frá þessari starf- semi á blaðamannafundi i gær, og sagði m.a.: ,,Að fenginni tillögu nefndar- innar samþykkti rikisstjórnin að veita kr. 12,8 milljónum til land- grunnsrannsókna á þessu ári og færi um helmingurinn af þvi til útgerðar á skipi, en hitt til kaupa á tækjum, starfrækslu þeirra og úrvinnslu gagna. Tekið var strax til óspilltra málanna við undirbúning, en vegna naums tima og langs af- greiðslufrests á sumum tækjum gátu ekki allar mælingar hafizt jafn snemma. Byrjað var á dýptarmælingum og þyngdar- mælingum, en setþykktarmæl- ingar hófust þegar þau tæki höfðu verið yfirfarin og komið fyrir um borð i skipinu, en það er allmikið verk. Segulmælirinn kom ekki til landsins fyrr en i byrjun júli, en var þá strax settur um borð. Nokkrir byrjunarörðugleikar urðu, enda litil reynsla fyrir i samfelldum mælingum á sjó sem þessum, en þegar frá leið reynd- ist starfið ganga hið bezta. Rys- jótt tið hefur nokkuð hamlað störfum i sumar, en ekki er hægt að framkvæma mælingar nema i sæmilegu veðri og léttum sjó- gangi, ekki sizt vegna þess að v/s Albert er litið skip og takmarkar það úthaldið i þessum mælingum. Allmargt lið manna þarf til að starfrækja tækin á vöktum, auk áhafnar, og hefur þvi reynzt þröngt um mannskapinn. Mjög væri æskilegt að fá stærra skip til umráða fyrir starf þetta á næst- unni og má telja fullvist að betri nýting fengist þá á skipatima og mannafla. Þrátt fyrir þrengslin um borð gekk samstarfið milli stofnana og samvinnan milli leiðangurs- manna með miklum ágætum. Leiðangursstjóri mestan timann var Róbert Dan Jensson, sjómæl- ingamaður. Skipstjóri framan af var Sigurjón Hannesson, en siðar leysti hann af hólmi Guðjón Petersen, sem er einn af land- grunnsnef ndarmönnum. Sérstaklega ber þó að þakka gott samstarf við hina bandarisku visindamenn, sem með starfi sinu og tækjum þeim, sem þeir færðu með sér, hafa gert þetta starf mögulegt og raunar hrundið verkefninu af stað. Vonast hinir islenzku aðilar eindregið eftir áframhaldandi samstarfi við þá á næsta ári.” Þótt ekki hafi tekizt að komast yfir stærra svæði i sumar, sagðist Vilhjálmur vonast til að rannsóknum þessum lyki næsta sumar, en þá yrði lagt kapp á að byrja snemma, og nota sumarið vel. Útfærsla landhelginnar kom i veg fyrir að hægt væri að hafa Al- bert lengur i þessum rannsókn- um, og einnig er farið að liða á sumarið og búast má við rysjóttri tið til þessara rannsókna. Rannsóknir þær sem fram hafa farið i sumar, geta orðið undir- staða margskonar rannsókna fjölda visindamanna, en enn sem komið er, hefur ekkert óvænt komið fram við rannsóknirnar um borð i Albert. Verk Jóhanns eru engin smásmlði. Þessi mynd var tekin á baöströnd I Florida og sýnir Jóhann halda til hafs meö brimreiðarbrettiö undir hendinni, eftir aö hafa stillt verki sinu upp á ný. (Ljósm. Kristln Ey- fells) Afmælisrit Hinn 12. þ.m. átti hinn lands- kunni skólamaður og náttúru- fræðingur, Steindór Steindórsson frá Hlöðum, sjötugsafmæli. 1 til- efni þess gaf Bókaútgáfan Orn og örlygur út bók með greinum og ræðum Steindórs, flestu áður óbirtu. Bókin ber nafnið AF SÓLARFJALLI og á ‘bókarkápu segir, að Steindór hafi lengstum beint sjónum sinum til vors og gróanda, og þvi beri bókin þetta nafn. AF SÓLARFJALLI skiptist i fjóra meginþætti, en þeir eru: 1. Landið og náttúran, 2. Minnzt samferðamanna, 3. Við ýmis tækifæri, 4. Skólakveðja 1972. Þá er nokkrum kvæðum eftir Stein- dór dreift um bókina. Fremst i bókinni er Tabula gratulatoria, eða skrá yfir hátt á sjötta hundrað manns, sem minntust afmælis Steindórs með þvi að taka með áskrift sinni þátt i útgáfunni. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri ritar formála að bókinni, serh hann nefnir HANN HEFUR BENT A BETRA LAND. Þar greinir Hákon frá æviferli Stein- dórs og segir m.a. i upphafi for- málans: „Útgefendur bókarinnar hafa valið þann kost að birta rit- gerðir, erindi og ljóð Steindórs i þessu afmælisriti, og tel ég það vel farið. A þennan hátt er vikið frá þeirri venju, sem viðgengst þegar heiðra á merka menn, að gefa út bók þar sem hinir og aðrir skrifa um sundurleit efni. Með þessu móti sést þó, að maðurinn á heiður og lof skilið fyrir langt og merkt starf”. Hákon gerir grein fyrir rannsóknum Steindórs á gróðurfari Islands og kemst m.a. þannig að orði: ,,Með rannsókn- um sinum hefur Steindór þvl fært þjóð sinni heim sanninn um, að hún á betra land en almennt var áður talið”. Bókarkápu gerði Hilmar Helgason og notar þar sem undir- stöðu ljósmyndir Páls Jónssonar bókavarðar. Bókin var sett i prentstofú G. Benediktssonar, prentuð i prent- smiðjunni Viðey og bundin i Bók- bindaranum hf. AF SÓLARFJALLI var prentúð i örlitlu upplagi umfram áskrif- endur, og verður þvi dreift i nokkrar bókabúðir I Reykjavik og úti á landi. af Sólarfjalli STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM 12.8.1972

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.