Tíminn - 19.08.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.08.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 19. ágúst 1972 TÍMINN 15 Halldór Iugvar Hið árlega héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið að Miðgarði Varmahlíð, laugardaginn 19. ágúst og hefst það kl. 21 stundvislega. Ræðumenn verða Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra og Ingvar Gislason alþingismaður. Hilmar Jóhannsson skemmtir með grini og gamansöng. Sigurveig Hjaltested og Magnús Jónsson syngja við undirleik Skúla Hall- dórssonar. Hinir vinsælu Gautar leika fyrir dansi. Sumarhátíð FUF í Árnessýslu 19. ágúst í Arnesi Einar Jón Sumarhatið FUF i Árnessýslu verður haldin laugardaginn 19. ágúst n.k. i Arnesi. Avarp flytur Einar Agústsson, utanrikisráðherra. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur og Jón B. Gunnlaugsson skemmta. Sætaferðir frá Selfossi kl. 20.30. ----- N Sumarauki Mallorca-ferðir Farið 24. ágúst. Komið til baka 31. ágúst. Verð kr. 14.800.- (fargjald báðar leiðir, hótelpláss og fullt fæði). Farið 7. september. Komið aftur 21. september. Stórfyrirtækin leita uppi ódýrasta vinnuaflið KJ-Reykjavik Lokið er stjórnarfundi Alþjóða- sanibands vcrzlunarmanna, sem haldinn var á Loftleiðahótelinu. I samtökum þessum er upp undir 6 milljónir manna i um 70 löndum, bæði skrifstofufólk, og eins fólk sem vinnur i verzlunum. Eitt aðalmálið hér á fundinum var einmitt að ræða um kjör þeirra sem vinna i verzlunum en þeir vinna venjulega lengri vinnutima, við verri aðstæður og fyrir lægra kaup, en þeir sem á skrifstofum vinna. Þá var einnig mikið rætt um starfsfólk hjá stórfyrirtækjum, sem hafa rekstur i mörgum lönd- um. Hefur viljað brenna við að þessi fyrirtæki höguðu vinnunni eftir þvi hvar ódýrasta vinnuaflið er, en Alþjóðasamtök verzlunar- manna reyna nú að koma i veg fyrir slikt. Sérstök Evrópudeild samtakanna verður stofnuð i Kaupmannahöfn i nóvember n.k. en i Evrópu eru um 2.5 milljónir manna innan samtakanna og þar á meðal eru verzlunarmenn á ts landi, sem vegna hvatningar frá norrænum stéttarbræðrum gengu i samtökin árið 1970. „Úteyjastuð”, þjóðlagahá- tíð í Elliðaey um helgina ÓV-Reykjavik. Verð 18. 500 krónur (fargjald báðar leiðir, hótelpláss og fullt fæði). Kaupmannahafnarferð Farið 14. september. Komið til baka 28. sept. Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hring- braut 30, simi 24480. Stjórn Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykjavik. L____________________________________________J LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik að undangengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöld- um: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miöagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, matvælaeftirlitsgjaldi, skipulagsgjaldi af ný- byggingum, söluskatti fyrir mai og júni 1972, svo og ný- álögðum viöbótum við söluskatt, lesta-, vita- og skoðunar- gjöldum af skipum fyrir árið 1972, þungaskatti og skoöun- argjöldum og vátryggingariðgjöldum vegna bifreiða áriö 1972, gjaldföllnum þungaskatti af dfsilbifreiðum, sam- kvæmt ökumælum, almennum og sérstökum útflutnings- gjöldum, aflatryggingasjóösgjöldum, svo og tryggingaiö- gjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 17. ágúst 1972. Nú um helgina verður haldin þjóölagahátiö i Elliöaey, sem er næst stærst úteyja Vestmanna- eyja. Er þaö stúkan Sunna i Vest- mannaeyjum, sem stendur fyrir hátíðinni en Iljálparsveit skáta i Vm. mun aðstoða. Hefst hátiðin á laugardag og lýkur á sunnudags- kvöld. Hugmyndina að þessari hátið á — auðvitað — Árni Johnsen, blaðamaður og einn helzti að- skilnaðarsinni af vestmanneysk- um ættum. Sagði hann i viðtali við fréttamann Timans i gær, að þetta væri fyrst og fremst tilraun, sem ætti að skera úr um hvort möguleiki væri á, að halda stærri hátið i Elliðaey næsta sumar, þar sem þá yrðu ýmsir norrænir þjóð- laga- og visnasöngvarar. Siglt verður frá Heimaey eftir þörfum og sagði Árni, að Gústi i Gislholti hefði yfirumsjón með flutningum en sá margfrægi Mangi Krumm myndi sjá til þess, að allir héldu stefnunni! A þessari þjóðlagahátið koma fram: Arni Johnsen, Riótrió, Kristin Lilliendahl, Umbi Roy, Edda ólafsdóttir, Rósa Ingólfs- dóttir, Einar Hall & Gvendur Gumm úr Vestmannaeyjum, Ómar Sigurbergsson, sama stað og eins þeir Jói, Hilmar og Þorsteinn Ingi, er einnig eru Vestmannaeyingar. — Svo er möguleiki á fleirum, sagði Árni. Frá Heimaey i Elliðaey er 15-20 minútna sigling og munu gestir á þessari hátiö gista i tjöldum og hver hefur sinn skrinukost. Mjög fallegt er i eynni og sagði Árni, aö jafnvel þótt lundaveiðar væru bannaðar, leyfðist öll náttúru- skoðun . Kostnaði verður mjög stillt i hóf, eöa á að gizka 250 krónur með öllu. „Meginlandsbú- um” er bent á, að Flugfélag tslands hefur haldið uppi áætlunarferöum út i þann skerja- klasa, sem yfirleitt er kallaður Vestmannaeyjar. [txnamnmn Menntamálaráðuneytið Skólarannsóknadeild Athygli kennara skal vakin á þvi, að vikuna 21.-26. ágúst mun sænski kennslufræðingurinn Wiggo Kilborn halda áfram flutningi fyrirlestra sinna um stærðfræðikennslu i Kennaraháskóla Islands og fjallar þá um eftirfarandi efni: llvers vegna hefur nýstærð- fræöin verið tekin upp? Þroskasálfræði Piagets og hagnýting hennar við kennslu. Mánudagur 21. ágúst Þriðjudagur 22. ágúst Miðvikudagur 23. ágúst Fimmtudagur 24. ágúst Föstudagur 25. ágúst Seinfærir nemendur: ein- staklingsbundin kennsla og greining námserfiðleika. Skipulagning kennslu og áætlunargerð. Tengsl milli stærðfræði- kennslu og kennslu annarra grcina, einkum samfélags- greina. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 13.15 Fyrirlestrar falla niður á laugardögum. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir. Laust starf Staða aðstoðarstúlku skólatannlækna i Hafnarfirði er laus til umsóknar. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun, og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 1. september n.k. Bæjarstjóri. Skólastjóri Staða skólastjóra við barna og unglinga- skólann á Egilsstöðum er laus til umsókn- ar nú þegar. Góð starfsskilyrði. Nýtt ibúðarhús fyrir skólastjórann. Upplýsingar gefa: Fræðslumáladeild Menntamálaráðuneytisins og oddviti Egilsstaðahrepps, simi 1166 Egilsstöðum. Lögtaksú rsku rðu r Að beiðni bæjarstjóra Kópavogs fyrir hönd bæjarsjóðs Kópavogs úrskurðast hér með lögtak fyrir útsvörum til Kópavogs- kaupstaðar álögðum 1972, sem féllu i ein- daga 15. ágúst 1972, samkvæmt d lið 29. greinar laga no. 8,1972 fari lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa á kostnað gjaldanda, en á ábyrgð bæjarsjóðs, til tryggingar ofannefndum gjöldum, nema full skil hafi verið gerð fyrir þann tima. Bæjarfógetinn i Kópavogi 16. ágúst 1972 e.u. W. Th. Möller

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.