Tíminn - 19.08.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.08.1972, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Laugardagur 19. ágúst 1972 Laugardagur 19. ágúst 1972 TÍMINN 9 hefur verið sérlega natinn við að styðja og styrkja leifar af birki, sem þarna voru á undanhaldi vegna ágangs sauðfjár áður en hann girti landið af. Og eins fer hann með trjátegundirnar, sem hann hefur plantað siðan. Margt tréð hefur hann bundið upp og stutt til lifs á ný þegar flestir hefðu talið það dauðvona. Jón Gestur er nú áttræður og nær blindur, hefur raunar alla tið haft lélega sjón og fjórum sinnum gengizt undir uppskurð á augum. En þótt sjónin sé döpur hlýtur að vera ánægjulegt að geta rennt augum yfir þessa gróðurvin, sem hann hefur ræktað i tómstundum sinum jafnframt sinu ævistarfi. Þetta er 47. sumarið, sem þau Jón Gestur og Sesselja dveljast á þessum slóðum, en aldrei hefur fallið úr hjá þeim sumar. Mörg fyrstu árin var enginn vegur i Setbergshliðina, en þó bilfært inn að hrauninu. Jón Gestur fór á hjóli morgna og kvölds til og frá vinnu i Hafnarfirði. Um tima var heilmiki’ll búskapur i Setbergs- hlið, heyjað handa tveim kúm og reiðhesti sem Sesselja og Jón Gestur áttu. — Við fengum byggðaleyfi 1926, segir Jón Gestur, og landspildu Barnaskólabörn höfðu næstu lóð fyrir sunnan mig og þar var hafin skógrækt. Einhvern tima sagði ég Við Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóra, hvort honum fynd- ist ekki leiðinlegt, að ekki sæist planta. hjá mér svona alveg við hliðina á þessari nýrækt. Hann sagði mér að fara til Arna Ey- lands daginn eftir, en hann sá um trjáplöntudreifinguna, og heim kom ég með 25 plöntur af furu og greni og var fljótur að koma þeim niður. Já, það eru mörg handtökin, sem hér hafa verið unnin, og miklar breytingarnar, sem hafa orðið. Þegar húsið hér var byggt þurfti að bera timbrið i það yfir hraunið. Akvegur var enginn en þó komust gömlu Fordbilarnir inn að hrauninu. Ég fékk skátana i Hafnarfirði til liðs við mig að bera timbrið. Magnús Böðvars- son bakari vinur minn lagði til vinarbrauð og ég keypti gos- drykki til að gera þeim glaðan dag að launum. En þetta var svo löng ganga, að skátarnir fengu ekki að bera nema eina og eina fjöl i einu. Stefán Sigurðsson kaupmaður i Hafnarfirði minnist oft á þennan atburð við mig með næsta hús, númer 6. Þar og i Set- bergshliðinni ólu þau Sesselja upp sin 13 börn. Jón Gestur var i mörg ár verzlunarmaður og siðan gjaldkeri i Sparisjóði Hafnar- fjarðar þar U! sjónin dugði ekki lengur. Hann er elzti núlifandi nemandi úr Flensborg i Hafnar- firði. Sem slikur kemur hann at- hugasemd á framfæri við Hafn- firðinga. — Ég er afskaplega óánægður yfir þvi að Flens- borgarnafnið skuli vera flutt upp á Hamarskotshamar, segir Jón Gestur, — Það er stórsynd að breyta þannig örnefnum. Hamarskot hefur liklega verið landnámsjörð og við það er kennt Hamarskotsmöl, Hamarskots- lækur, Hamarskotsmýri o.sv.frv. Gamla Flensborg var aftur þar sem ishús Hafnarfjarðar stendur núna og þar var Flensborgartún, en ekki uppi á hamrinutm eins og sagt er nú. Það ætti að'vera refsi- vert að breyta svona nöfnum. Ég skil ekki i örnefnanefnd að stemma ekki stigu við þessu. Við þökkum móttökurnar hjá þeim Sesselju og Jóni Gesti og höldum áfram ferðinni. Gisli ætl- ar að sýna okkur smávegis til við- bótar. 1 garði við einn sumarbústaðinn nokkru innar stendur stór og mik- ill heggur. — Þegar ég var strák- ur stóð þetta tré i garði við Strandgötu og var svona á hæð við mig, segir Gisli. — Þannig var það og stækkaði ekki fram yfir 1930. En þá var það flutt hingað og óx þá upp i þessa stærð á 2-3 árum. Slik er veðursældin á þess- um slóðum. Þá komum við að misgengis- brún skammt frá Kaldárseli. Hún er talin munu varna þvi að hraun renni til Hafnarfjarðar verði gos i eldstöðvunum skömmu innar. Þarna er mikill hlaðinn veggur, sem Gisli kallar eitt af snilldar- verkum hafnfirzkrá handa. Þetta mannvirki er frá þvi 1918 er vatn þraut i Hafnarfirði. Þá var vatn leitt i opnum stokki, sem lá á klafa ofan á þessum garði og þvi veitt undir Gráhelluhraun. Jókst við það i vatnsbólinu i Lækjar- botnum. Þessi ráðstöfun dugði þangað til á striðsárunum, er hraðfrystihúsin komu til skjal- anna. Þá var núverandi vatns- veita gerð. Gengið um lúpinubreiðurnar, sem uxu af 5 blómjurtum. Utan girðingarinnar sést hvernig hliðin liti út ef Jón Gestur og hans likar hefðu ekki hafið sitt landnám. Við komum i Kaldársel. Þar var Gisli sjálfur heila nótt i timburburði eins og skátarnir hans Jóns Gests, er skáli KFUM og KFUK var reistur i Kaldárseli 1926. Alveg við húsið eru gamlar rústir. Þarna var sel frá Görðum. Og 1867-1887 bjó i Kaldárseli Þor- steinn Þorsteinsson, sem hafði heldur misjafnt orð á sér. A heimleið er ekið að Hvaleyr- arvatni, þar sem hafnfirzk börn voru að leik og húsmæður úr Kópavogi dunduðu við að mála i góða veðrinu. Þarna heitir Sel- hraun og Selhöfði. Þórunn Sig- urðardóttir húsfreyja á Hvaleyri hafði i seli skammt frá vatninu og voru þar selkona og smali. Sið- asta selförin á þessar slóðir var 1873 og þá á að hafa gerzt þar hryllilegur atburður. Dag einn er smalinn kom heim i selið fann hann selkonu við vatnið, og hafði nykur bitið hana á hol. ófreskja þessi hafðist að sögn ýmist við i Urriðakotsvatni eða Hvaleyrar- vatni og var mesti ógnvaldur. En 1918 botnfrusu bæði vötnin og þá fraus nykurinn i hel mönnum til hugarléttis. Sumaralhvarf Jóns Gests og Sesselju í Setbcrgshlið sunnan Ilafnarfjarðar Texti: Sólveiq Jónsdóttir sumarlönd Hafnfirðinga ir: Gunnar V. Andrésson bros á vör en hann var einn af burðarmönnunum. Næsta bústað við mig byggði Ingvar heitinn Gunnarsson kenn- ari. Við vorum lengi einir i hlið- inni, en á striðsárunum fór þeim að fjölga. Nú eru hér um eða yfir 20 sumarbústaðir og hafa sumir þeirra gengið kaupum og sölum. Trjáplöntur voru torfengnar á fyrstu árum Jóns Gests i Set- bergshliðinni. Hann tók sjálfur græðlinga af t.d. reynivið og ræktaði trjáplöntur i vermireit. Fimm lúpinum sáði hann i moldarflag og þær eru nú orðnar að heilum blómabreiðum. Jón Gestur er gamalgróinn Hafnfirðingur. Hann fæddist á Suðurgötu 5 en fluttist siðar i rétt svo nægði undir húsið. — Hér var beitiland frá Hafnarfirði. Fjáreigendur töldu sig eiga allt útlandið og máttu ekkert missa. Birki var hér á stöku stað en allt- af bitið. Sauðfé gerir hér raunar oft usla enn. Eftir 1930 varð það úr að ég fékk hér landspildu 100x130 metra og leyfi til að girða. Einir 3-4 bæjarstjórnarfundir voru haldnir um málið og það voru Kjartan heitinn Ölafsson og Guðmundur Kristmundsson, sem réðu úrslitum um að ég fékk land- ið. En mikið voru fjáreigendur vondir út i mig. Fyrsta verk mitt var að girða landið. Og svo langaði mig að fá plöntur til að setja niður, en á þeim var ákaflega mikill hörgull. þótt cnginn sé ferðafélaginn.” Sá er þetta mælir heitir Gisli Sig- urðsson lögregluvarðstjóri i Ilafnarfirði kunnur fcrðamaður. Ilanu lætur sig ckki imina um að lara fótgangandi uin Reykjanesið þvcrt og cndilangt léttur i spori þótt liaiin sé nú orðinn nokkuð ,,Við scm eigum licima hérna á Rey k jancsskaganum þurfuin ckki að fara i langferðir okkur til afþreyingar. Ilér cr svo ótal- inargt að sjá og skoða, og rétt er að fara ckki alltaf vcginn. Ég kýs licldur að fcrðast mcð öðrum cn cinn, cn cg slcppi ckki góðu vcðri fullorðinn maður. Gisli er einn af aðalfararstjórum Ferðafélags ts- lands og þá einnig i lengri ferðum um landið. Kyrir skömmu feng- um við hann til að vera leiðsögu- mann okkar i stuttri ferð um næsta nágrenni hcimabæjar lians, llafnarfjarðar, sumarbú- staðahverfið i Setbergshlíð, að Kaldárseli og Hvaleyrarvatni. Við förum frá heimili Gisla i Fögrukinn og yfir nýja veginn til Keflavikur og erum þá óðara komin á hina fornu Selgvogsgötu, sem lá undir Setbergshlið um Hellur yfir Grindaskörð og niður i Selvog. Skammt frá veginum meðfrem kirkjugarðinum, sem liggur inn að vatnsbóli Hafnfirð- inga og að Helgafelli, eru kallað- ar öldur, einnig Moshliðin, þar sem áður voru garðlönd bæjar- búa, en þeim hefur nú verið breytt i tún og grænar grundir. Gisli bendir á bungu þar sem áður var varða á landamerkjum Hamarskots og Jófriðarstaða. Vinstra megin vegar eru Lækjar- botnar þar var upphaflegt vatns- ból Hafnfirðinga. Þarna er Svin- holt, þar er eyðibýli. Siðan tekur við Gráhelluhraun undir Set- bergshliðinni. Hægra' megin ak- vegarins heita Þúfur og þarna er Bláberjahryggur. Skammt frá eru garðlönd Hafnfirðinga og ræktun Skógræktarfélags bæjar- ins. Meðfram veginum liggur vatnsleiðslan til bæjarins i grasi- grónum garði. Framundan blasa við i landslaginu Húshöfðí , Sel- höfði, Miðhöfði og Fremstihöfði. Við Gisli erum ekki fótgangandi að þessu sinni og þvi liður ekki löng stund unz við erum komin i mitt sumarbústaðahverfið undir Setbergshliðinni, þar sem hann leiðir okkur á fund Jóns Gests Vigfússonar og konu hans Sesselju Magnúsdóttur frum- byggjanna á þessum slóðum. Það var norðanátt, sólskin og heldur kalt, en undir Setbergs- hliðinni var allt annað loftslag en t.d. i Reykjavik, hlýindi og logn, svo skjólgott er þar. Hér eru skógi vaxnar hliðar, lúpinubreiður, en ofan og utan við byggðina sést hvernig hér hefur litið út áður en farið var að hlúa að og planta gróðri. Þar eru holt, opin moldarflög og rofabörð, en gróðurtungur á milli. Jón Gestur Þennan vegg hlóðu Hafnfiröingar 1918 til að veita vatni niður i Lækjar- botna. Tfmamyndir Gunnar. Jón Gestur og sonur hans Magnús ganga um skóginn, sem fjöiskyldan hefur ræktað Sesselja Magnúsdóttir og Jón Gestur Vigfússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.