Tíminn - 27.08.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.08.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 27. ágúst 1972 SEYTJANDI KAPÍTULI Ég mætti Jóa Kellý fyrir utan hús læknisins fám dögum siðar. bar hafði ég þó ekki átt hans von. En þarna var hann, og þarna var ég, og Táta hljóp fram og aftur og flaðraði ýmist upp um mig eða hann. Hann brosti glaðlega til min. „Sæll Jói”, sagði ég. ,,bað er gaman að sjá þig. Finnst þér ekki Táta dömuleg”? Hann beygði sig til þess að klappa henni með þessum furðulegu hönd- um, sem aldrei brást að vinna hylli hunda. „Jú sannarlega”, svaraði hann og var fjarskalega seinmæltur, svo að mér veittist mjög létt að fylgjast með orðum hans. „Hún er ennþá rennilegri siðan þú komst heim og hún fékk meiri hreyfingu en áður. Hún var orðin helzt til feit” „En það sama verður ekki sagt um þigV Hann hafði alltaf verið magur, en nú var gelgjulegur unglingurinn orðinn að beinaberum, loginleitum karlmanni. En augun voru blá, enn sem fyrr, undir dökkum brúnum. Varirnar voru meira herptar saman heldur en áður i'yrr, og svipurinn var hörkulegri. „Ég er samt hraustur”, sagði hann. „Ég fór til læknisins til þess að sækja meðöl handa einum vini minum”. — Hann sló á vasann á þvæld- um jakka sinum og leit upp i gluggann á stofu Vance. „bað var heppni að fá svona lækni hingað”, hélt hann áfram, „ungan og ötulan og áhugasaman. Slikir menn setjast oftast að i stórborgunum”. Hann var frjálslegur i fasi og lét eins og aldrei hefði neinn skugga borið á gömul kynni okkar. Hann var gersneyddur öllu yfirlæti, eins og hann hafði alltaf verið. Ég virti hann fyrir mér. bað var einmitt þessi algera vöntun á allri viðleitni til að sýnast, sem gerði hann ólikan öðrum mönnum og vakti traust manna og álit á honum. bað er skritið að rifja núna upp samtal okkar þarna undir glugga læknisins. Napra golu lagði yíir ána, og þótt sólin skini gegnum greinar álmtrjánna og hlynviðarins, var auðfundið, að veturinn var i nánd. Vetrarkoman lá i loftinu, og það lagði lika kaldan gust af sumu þvi, sem við sögðum. Ég hef oft hugsað um þetta samtal. Mér finnst eins og við höfum verið að skjóla á milli okkar skyttu, sem dró á eftir sér langan þráð margvrslegra hugsana og óf voð, sem ekki er i okkar valdi að breyta. „Segðu mér, .Jói”, varð mér að orði”, hvers vegna er allt þetta öfug- streymi? Ert þú knúinn til að vekja allan þennan óróa i verksmiðjunum og vinna gegn okkur og tala um okkur eins og við værum glæpahyski”? Hann strauk tikinni um hrið með magurri og sinaberri hendinni, áður en hann svaraði spurningu minni. „bú gerir mér rangar getasakir, Emilia”, sagði hann. Ég var fegin, að hann skyldi þó nefna mig skirnarnafni minu eins og i gamla daga. „Mig grunaði, að þú myndir gera það. Ég reyni ekki að vekja óvildar- hug i garð neins af vandafólki þinu. En ég held á minum málum eftir getu, eins og þið haldið á ykkar. bað er aðeins deilt um stefnur og mál- efni”. „En Jói”, sagði ég. „Getur þú þá ekki litið með sanngirni á málstað okkar”? „Hins sama gæti ég spurt þig”. Hann brosti dauflega um leið og hann sagði þetta. „bó geri ég mér ekki vonir um, að þér takist það”. „Hvers vegna ekki? Heldur þú,að dómgreind min sé eitthvað brjál- uð"? „bú hefur ævinlega haft gnægðir allra gæða. bú hefur aldrei þurft að kviða þvi, að þú hefðir ekki málungi matar, gætir ekki keypt þér skó á fæturna eða l'engið húsaskjól til að sofa i... " „Satt er það. En það er annað, sem skiptir miklu meira máli i lifinu”. „Ég veit, hvað þú átt við. En ef þú hefðir einhvern tima kynnzt ör- birgðinni, myndir þú áreiðanlega vera skilningsbetri. bá myndir þú skilja fyrir hverju við erum að berjast núna” „Er ykkur mikið i mun, að Friðarpipuverksmiðjurnar verði lokaðar i allan vetur og öll viðskipti, sem við höfum notið hingað til, lendi hjá öðrum? Vinnutiminn yrði þá sjálfsagt styttri hjá verkafólkinu, og laun- in hækkuðu”? Hann rétti úr sér og yppti öxlum. „Ég ásaka ykkur ekki, þótt þið reynið að sneiða framhjá kjarna málsins. Iðjuhöldar hafa önnur sjónarmið en verkamenn” „Kreppan bitnar mest á verksmiðjueigendunum”, sagði ég. betta hafði ég heyrt Emmu frænku og Parker segja. En orð þeirra urðu harla léttvæg i munni mér, er ég stóð andspænis Jóa Kellý. „bað er að vissu leyti rétt”, svaraði hann, „og til þeirra rennur lika hagnaðurinn þegar vel gengur. bvi skaltu ekki gleyma”. „En það veiztu, Jói, að Ériðarpipuverksmiðjurnar hafa alltaf verið sérstakar i sinni röð. bú skalt ekki segja mér, að við höfum alltaf rakað saman fé, án þess að verkafólkið fengi hlutdeild i hagnaðinum. bú veizt, að hér hafa verkamennirnir átt við betri kjör að búa en i flestum verksmiðjum öðrum i Nýja-Englandi, og hér hefur ævinlega verið reynt að gera allt fyrir þá. Littu á sjúkrahúsin og Æskulýðshöllina, mundu eftir kvöldskólanum og útihljómleikunum á sumrin. Við höfum alltaf leitazt við að vaka yfir velferð fólksins. Einmitt þessa dagana sveitist Emma frænka við að safna jólagjöfum. brátt fyrir allar ógnanir og æsingaræður vill hún ekki hætta að gefa verksmiðjufólkinu jólagjafir og færa þvi kræsingar og sælgæti. Hún segir, að þörfin hafi aldrei verið meiri en nú, og henni kemur ekki til hugar að láta málaþras og sundurþykkju bitna á þvi. En það samrýnist ekki hennar skoðunum, að....” „Hún vill hið bezta”. Hann hleypti I brúnirnar. „Hún er gæðakona, og þess vegna vil ég enga áreitni sýna henni. En um jólasælgætið og Æskulýðshöllina og kvöldskólann gegnir allt öðru máli. Skilur þú það ekki, að við viljum ekki lifa á náðargjöfum? Við viljum fá það, sem okkur ber, og ala sjálfir önn fyrir okkur og þeim, sem okkur eru vanda- bundnir”. Hann ætlaði að segja eitthvað meira, en hikaði snöggvast og fór að kjassa tikina. Ég gat ekki greint hvað hann sagði, er hann hóf máls að nýju. „Fyrirgefðu, Jói.'Ég skildi ekki fyllilega hvað þú sagðir”. „bað gerir ekkert til”, svaraði hann. „Ég ætti ekki að tala um ástir og heimilislff”. „bvi ekki það, Jói? Hvers vegna ætti fólk ekki að tala um ást og heimili. bessar vinnudeilur hafa til dæmis ekki gert það auðveldara fyrir okkur Harrý að giftast. Ef einhver hefði sagt mér, að ég yrði að biða svona.... Ég þagnaði, þvi að ég treysti mér ekki til að ljúka við þessa setningu. Hann leit á mig með ódulinni samúð. Mér fanns helzt, að við værum orðin börn aftur. Mér var léttir að þvi að hafa imprað á þessu. Hér gát- um við þá allt i einu mætzt á sama hátt og áður fyrr, er við áttum sam- eiginleg leyndarmál og tókum út hegningu sameiginlega. 1191 Lárétt Lóðrétt 1) Sykraðri - 51 Borðhaldi - 7) n Nýtar> - 2) Ref - 3) Er,- 4) Stafur,- 9) Alit.— 11) Frið,- 12) Gný ; 61 Vaskur -8) Eta,-10) Sói,- Röö,- 13) Vérkur - 15) Fæðu,- 16) t4) kát,- 15) Hik - 17) Ra,- Espa.- 18) Karldýr,- Lóðrétt 1) Sót,- 2) Dropi,- 3) Slagur - 4) Bók - 6) Aflapartur - 8) Rugga.- 10) Borða,- 14) Astfólgin,- 15) Virðing,- 17) Svin - Ráðning á gátu No. 1190 Lárétt 1) Noregs,- 5) Ern.- 7) Tef,- 9) Ýsa,- 11) At -12) Ós.- 13) Raf,- 15) Hik,- 16) Ári - 18) Stakur,- G E I R I D R E K I , Hoogaan konungur Pfllrlrflmflnnflnna — I I ihj i' SUNNUDAGUR 8.00 Morgunandakt Biskup fslands flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morguníög 9.15 Morguntónleikar 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 10.25 Loft, láð og lögur.Eyþór Einarsson grasafræðingur talar um jurtalif á Horn- ströndum. 10.45 Tónleikar. 11.00 Messa i Hóladómkirkju (Hljóðritið á Hólahátið 13. þ.m.) 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Landslag og leiðir Jóhannes Sigurðss. talar um leiðina út með Skagafirði að austan. 14.00 Miödegisdónleikar. 15.30 Kaffitiminn.Louis Arm- strong syngur og leikur. 15.55 Frá islandsmótinu i knattspvrnu . 16.40 Sunnudagslögin 16.55 Veðurfregnir. 17.00 Barnatimi: Pétur Pétursson stjórnar 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Stundarkorn með bandariska pianóleikar- anum Rosalyn Turek 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30. Frá ólympiu- leikunum i Miinchen.Jón Asgeirsson talar. 21.05 Einsöngur i Dómkirkj- unni. Guðmundur Jónsson syngur 21.30 Árið 1945, fyrra misseri. Kristján Jóhann Jónsson sér um þáttinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 17.30 Mandala. Hljómsveitin Trúbrot flytur 9. júni siðastliðinn. 18.00 Teiknimyndir. 18.10 Chaplin. 18.30 Nikita sterki. Sovézk teiknimynd, 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Frá þvottakonu keisar- ans og fleira fólki i Japan. 20.45. Böl jarðar. Framhalds- leikrit, byggt á skáldsögu eftir Gustav Wied. 4. þáttur. 21.35 Maður er nefndur. Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri. Árni Johnsen ræðir við hann. 22.05 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák. Umsjónar- maður F'riðrik Ólafsson. 22.25 Að kvöldi dags. Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, flytur kvöldhug- vekju. MÁNUDAGUR 18.00 Frá Olympiuleikunum. Fréttir ogmyndir frá Ólym- piuleikunum i MUnchen, teknar saman af ómari Ragnarssyni. (Evrovision) Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Hver er Sean Kenny? Brezk mynd um hönnuðinn Sean Kenny, sem kunnur hefur orðið fyrir hin ný- tizkulegu verk sin. En þau voru m.a. áberandi á heimssýningunni i Montreol 1967. býðandi Jón O. Ed- wald. 20.55 Skólahljómsveit Kópa- vogs. Hljómsveitin leikur nokkur bandarisk lög. Stjórnandi Björn Guðjóns- son. 21.05 Titanic-slysið. býzk bió- mynd frá árinu 1943, 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.