Tíminn - 27.08.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.08.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 27. ágúst 1972 Arni Kristjánsson, tónlistardeild hljóóvarps: ,,Er ekki til viótals uni þetla mál" Jón hórarinsson, lista- og skeinnitideild sjónvarps: ,,Af- bökun" Karl Sighvatsson: „Bach gamli ja/r.aður af og til” OFRÍKI? VERND? TJÁNINGAFRELSI? — Um tónlistarstefnu ríkisútvarpsins, sem ekkert bannar, en leyfir ekki heldur nærri allt Þetta er umslagið af „Symphonies for the Seventies”, plötu sem selzt upp hvað eftir annað en fæst ekki spiluð i rikisútvarpinu vegna þess að hún þykir „misþyrming” á gömlu meisturunum. Á undanförnum misserum hefur selzt mjög hér á landi hæg- geng hljómplata, „Symphonies of the Seventies”, sem á eru léttar útsetningar á verkum nokkurra gamalla meistara, sem svo eru kallaðir, og er stjórnandi hljóm- sveitarinnar Spánverji að nafni Waldo de los Rios. Eru á þessari plötu teknir fallegir kaflar úr þekktum verkum meistaranna og leiknir af stórri hljómsveit, sem meðal annars er skipuð gitarleik- ara og trommuleikara auk hinna hefðbundnu strengjahljóðfæra. Eru tónverkakaflarnir „poppaðir upp” eins og gjarnan er sagt og þýðir varla að þræta fyrir það, að vel er gert, enda Waldo de los Rios þekktur maður og viðurkenndur i heimalandi sinu — svo og viðar og hefur hann hlotið almennt lof fyrir verk sitt. En hjá tonlistardeild Rikis- útvarpsins-hljópvarp er öðruvisi l'arið. Þar hefur þessi plata verið bönnuð og sérstaklega er það smekkleg meðferð á kafla úr 5. sinfóniu Beethovens, sem illa er séð á tónlistardeildinni. Fyrir þessu hefur blaðið mjög áreiðan- legar heimildir en vitaskuld fæst yfirstjórn tónlistardeildarinnar ekki til að staðfesta þetta og verð- ur nánar vikið að þvi siðar i stuttu viðtali við Árna Kristjánsson, tónlistarstjóra hljóðvarps. „Afskræming" á Wagner bönnuö Þetta leiðir hugann að þvi, að á undanförnum árum hefur alltaf öðru hvoru komið upp mikið deilumál: tónlistardeildir Rikis- útvarpsins hafa tekið að sér aö banna ýmsar plötur og tónverk og þó sérstaklega það, sem kallað hefur verið „klassiskt popp”, eða sigild verk, sem sett hafa verið i popp-útsetningar. F"rægasta dæmið er vafalaust útsetning Karls Sighvatssonar/Trúbrots á Filagrimakórnum, forleiknum úr Tannhauser eftir R. Wagner. Út- setning og hljóðritun Ævintýris á sama verki var einnig bönnuð um svipað leyti. En Rikisútvarpið-sjónvarp hafði þó verið fyrra til i þessu sambandi. Þegar Vikan og Karnabær stóðu fyrir keppninni um titilinn „F'ulltrúi ungu kyn- slóðarinnar 1969” flutti hljóm- sveitinn F’lowers, sem Karl Sig- hvatsson var þá i, útsetningu hans á umræddum kafla úr Tann- h'a’user. Sjónvarpið var til staðar og hljóðritaði og kvikmyndaði flutning þeirra, en þegar átti að sýna i sjónvarpi þátt frá skemmt- uninni ákvað yfirmaður lista- og skemmtideildar sjónvarpsins, Jón Þórarinsson, að ekki mætti sýna þennan tiltekna hluta þátt- arins. Upphófust þegar miklar deilur en F’lowers létu undan, enda hefur það löngum verið stefna islenzkra poppmúsikanta að gera allt fyrir ljósmynd i blaði og minútu i sjónvarpi. Það sem útlendum leyfist einum Veturinn eftir var sýndur i sjónvarpinu brezkur þáttur með hljómsveitinni „Nice” og fluttu þeir félagar þar meðal annars kafla úr verki eftir Sibelius. Ffvergi heyrðist kvartað yfir þvi en skömmu siðar, þegar hljóm- sveitin Náttúra var að undirbúa skemmtiþátt fyrir sjónvarp og vildi flytja kafla úr verkum eftir Grieg og Bach, tók Jón Þórarins- son enn i taumana og sagði stopp. Urðu af mikil blaðaskrif og harðvitugar deilur, sem lyktaði á sama hátt og áður: Náttúra lét undan en einn meðlima hljóm- sveitarinnar, Sigurður Rúnar Jónsson, sem er sá popptónlistar- maður islenzkur, er hvað mesta tónlistarmenntun hefur hlotiði svaraði spurningu blaðamanns er vildi fá álit hans á málinu, með þvi að gefa frá sér mikil búkhljóð. Lengi mætti rekja þessi mál en undirritaður leitaði til ýmissa tónlistarmanna, svo og embættis- manna, og spurði um álit þeirra á þessari stefnu tónlistardeilda út- varpsins. Aður sakar þó ekki að rifja upp eitt gleggsta dæmið um það afturhald, sem oft virðist rikja innan þessarar merkilegu stofnunar. Blessun páfans i Róm Þegar rokkóperan „Jesus Christ — Superstar” kom fyrst á markaðinn var hún leikin að hluta popptónlistarþætti, sem Freyr Þórarinsson hefur séð um i hljóð- varpi undanfarin misseri. Skömmu siðar, aðeins munaði ör- fáum dögum, lék Pétur Stein- Eftir Ómar Valdimarsson grimsson leitt lag af plötunum i þætti sinum „A nótum æskunn- ar”. Sagði Pétur i þeim sama þætti, að i þeim næsta yrði meira leikið af verkinu en af þvi varð ekki. Fékkst engin skýring á þvi, en ekki er hægt að komast hjá að lita á þá staðreynd, að skömmu siðar bárust þær fregnir úr Páfa- garði, að höfundur verksins, Bretarnir Tim Rice og Andrew Lloyd-Webber, hefðu gengið á fund páfa með verkið og hefði gamli maðurinn kinkað viður- kennandi kolli er hann hafði á hlýtt. Aðeins örfáum dögum siðar kynnti Leifur Þórarinsson allt verkið i tónlistarkynningarþætti sinum og bar það þá saman við annað verk, háklassiskt. Það virtist sem sé vera i lagi eftir blessun páfans i Róm. Tónlistarstjóri hljóövarps ekki til viðtals Fyrsti maðurinn sem undirrit- aður leitaði til var eðlilega Ami Kristjánsson, yfirmaður tón- listardeildar Rikisútvarpsins- hljóðvarp. Svar hans var stutt og laggott (öll svörin eru tekin beint af segulbandi): „Hér hefur ekkert verið bannað en við viljum ekki láta flytja þetta i útvarpi. Forsendur okkar eru þær, að okkur þykir þessi músik ekki þess virði að leika hana. Þessi stefna er mótuð af yfir- stjórn tónlistardeildar útvarpsins og okkur þykir að allir hlutir eigi að fá að vera i friði, séu þeir rétt og fullskapaðir. Um það á ekkert að bæta. Þetta er misþyrming. Annars er ég ekkert til viðtals um þetta. Ég hef útskýrt afstöðu okkar og þetta er nóg skýring.” En Árni ræöur bara ekki En málið er einfaldlega ekki svo auðvelt. Njörður P. Njarðvik, formaður útvarpsráðs, heldur þvi fram, að það sé útvarpsráð sem ráði tónlistarstefnunni: „Ég vil satt að segja sem minnst láta hafa eftir mér að svo komnu máli, þar sem þessa dag- ana er einmitt verið að endur- skoða heildarstefnu útvarpsins i tónlistarflutningi með vetrardag- skrána i huga. Það er útvarpsráð sem ræður tónlistarstefnunni, ekki tónlistar- deildirnar, en að sjálfsögðu hlýtur útvarpsráð að kappkosta að halda góðri samvinnu við þá, sem um daglega stefnu fjalla, nefnilega tónlistardeildirnar.” Sjálfsagt eru margir þeirrar skoðunar, að svo sannarlega sé kominn timi til að endurskoða heildarstefnu tónlistardeildanna. Meira að segja klassiskur tón- listarflutningur þeirra er ihalds- samur, nær i mesta lagi frá Bach til Gustav Mahler og sú „létta* tónlist, sem okkur berst á öldum ljósvakans eru annaðhvort har- mónikkulög, hergöngumarsar eða 30-40 ára gömul dægurlög með Edmundo Ross & Orchestra. Þá hefur löngum vakið kátinu sú venja, að tilkynna rækilega takt og spor þeirra „danslaga” sem leikin eru um helgar og á tyllidög- um öðrum: Hver þeytist eigin- lega um stofugólfið heima hjá sér og dansar eftir músik i útvarp- inu? Og sé meirihluti útvarpsráðs á þessari sömu skoðun — og undirritaður hefur rökstudda ástæðu til að ætla svo — þá getum Gunnar Þórðarson: „Of asnalegt til aðhugsa um það”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.