Tíminn - 12.09.1972, Side 1
IGNISI
FRYSTIKISTUR
RAFIÐJAN SÍMI: 19294
-/
RAFTÆKJADEILD
Hafnarstræti 23
Símar 18395 & 86500
#■
KJ—Reykjavík.
Þeir fengu smáhvíld af sjónum
um helgina, varöskipsmenn á
Ægi, þvi aö á laugardaginn kom
varöskipið til Reykjavikur, og
hélt aftur á miðin i gær. Það voru
óvenju margir, sem fylgdust meö
flaggskipi Landhelgisgæziunnar,
er þaö sigldi út úr höfninni i gær,
og skipinu fylgdu áreiðanlega
góðar óskir.
„Nú taka þeir einhvern”, varð
einum góðborgaranum aö oröi, er
hann horfði á eftir Ægi, þar sem
hann klauf svo til sléttan hafflöt-
inn á Sundunum.
Hingaö mun varðskipiö aöal-
Framhald á bls. 19
Ægir lætur úr höfn á nýjan leik.
ÆGIR AFTUR
A
Stp—Reykjavik.
Illskuveður með fannkomu og
veðurofsa gekk yfir Norðaustur-
land i vikunni sem leiö, og stóð
það upp undir 6 daga sums
staöar. Fjallvegir iokuðust og tók
fyrir jörð að mestu. Menn eru nú
sem óðast að fara i göngur, en
sums staðar hefur orðið að fresta
þeim sökum veðurs.
t gær haföi birt til fyrir noröan
og var komin þiða. Unnið er nú aö
þvi aö opna helztu fjallvegi, en
Möðrudalsöræfi voru rudd á
sunnudaginn. Um miöjan dag i
gær, var enn ekki búið að ryöja
Vopnafjarðar- og Hellisheiði, en
fært var norður fyrir Strandir.
Axarfjaröarheiöi var einnig ófær.
I Vopnafirði hafði snjóaö alveg
niöur i byggö og tekið fyrir beit,
bæði vegna snjóa og bleytu.
Aætlaö er, aö fara i göngur á mið-
vikudaginn, og eru bændur mjög
uggandi um aö fennt hafi fé. — 1
Reykjahliö átti að rétta i dag, en
þvi hefur verið frestaö, þar sem
ekki hafði veriö fært i göngur. 1
viðtali i gær sagði Pétur Jónsson i
Reynihliö, að óvist væri, hvort
farið yrði i göngur i dag vegna
bleytu og þungrar færðar, en ann-
ars væri komið nokkuð gott
HÆTT VIÐ, AÐ FE HAFI
FENNT NORÐAUSTANLANDS
veður. Sagöi hann, að mikil hætta
væri á þvi, að eitthvað hefði fennt
af fé. Fé hefur mikið sótt niður i
byggð siðustu daga og hefur þaö
verið réttað. Rafmagnið fór af i
Mývatnssveit á sunnudagsnótt, er
blautur snjórinn, sem hlaðizt
Framhald á bls. 19
ISLENZK HANDRIT I
SÆNSKUM SÖFNUM
AFMÆLISGJÖF 1974
Sænskur fræðimaöur, Olof
Tandberg, hefur borið fram þá
tillögu i Sydsvenska dagblaöinu,
að Svíar heiðri Islendinga á ellefu
hundruð ára afmæli lslands-
byggðar mcð þvi aö færa þeim að
gjöf islenzk handrit, sem varð-
vcitt eru i sænskum söfnum.
— Mér kemur þetta á óvart,
sagði Jónas Kristjánsson, for-
stöðumaður handritastofnunar-
innar, þegar Timinn átti tal við
hann, en að sjálfsögöu lizt mér vel
á hugmyndina.
Það eru ekki svo fá handrit is-
lenzk, sem varðveitt eru i Sviþjóö
— sem næst þrjú hundruð i kon-
unglegu bókhlöðunni i Stokkhólmi
og upp undir hundraö i Uppsölum.
Ætli það geti ekki látiö nærri, að
af þessu séu um sextiu skinn-
handrit, ef öll brot eru talin, og
sum þessara handrita eru stór-
merk.
Þar nefni ég til hómiliubókina
islenzku, sem er elzta handritið,
sem varðveitzt hefur, skrifuö um
1200, Uppsala-Eddu, eitt þriggja
Eddu-skinnhandrita, Olafs sögu
helga og Bergsbók svokallaöa,
sem i eru konungasögur.
Maður drukknar í
Bolungavíkurhöfn
Krjúl-Bolungavik.
A laugardag var fannst lik af
manni á miöjum aldri utarlega i
höfninni i Bolungavik. Reyndist
það vera af reykviskum manni,
sem verið hefur matsveinn á vél-
bátnum Hugrúnu um eins árs
skeið — Jóni Snæland.
Jóns haföi ekki verið saknað og
þess vegna engin leit gerð að hon-
um. Mun hann hafa verið á dans-
leik i kauptúninu á föstudags-
kvöldið, og þykir sennilegt, að
hann hafi fallið niður milli skips
og bryggju á leið út i bát sinn. Jón
Snæland var þriggja barna faðir.
MIÐUNUM
I
't
.v\v.w.VAW.w.,AmvAV.v.w.sv.,.v/.,AVAW.vw.w.,.m\mw.m,.w.v.,AV//Jv/A,.v/.v.v.mwm;
Rauðsokkótt kvíga í fegurð-J
arsamkeppni á Akranesi j
Auöhumla er fræg i fornum
trúfræðum og Búkolla í þjóð-
sögum af nýrra tagi. Perla
Fáfnisdóttir Blesasonar er nú-
tiöarkviga, sem sennilega
kemst á varir fieiri manna en
aðrar nautkindur islenzkar
næstu vikurnar. Það lá sem sé
við borð, að hún yrði komin
fegurðardrottning á íeguröar-
samkeppni kvenkynsins á
Akranesi á sunnudagskvöldið.
Sumir gefa jafnvel I skyn, að
það séu rangindi ein, að hún
hreppti ekki titilinn.
Forsaga þessa máls er sú,
að undanfarin ár hefur fólk
héðan úr Reykjavik haft með
höndum fegurðarsamkeppni
úti um allt land, þar sem
stúlkur hafa verið valdar
fegurðardrottningar sins lög-
sagnarumdæmis. I ár keyptu
tveir menn „réttinn” af þessu
fólki, þetta árið, að sögn á
hálfa milljón króna, og hafa
þeir verið i förum siðustu daga
meö feguröarsamkeppni sina.
1 sparnaðarskyni hafa þeir þó
enga dómnefnd á sinum snær-
um, heldur skera sjálfir úr,
þegar úrskurðar er þörf.
Perla Fáfnisdóttir
kemur til sögunnar
A sunnudagskvöldið var
samkoma af þessu tagi haldin
i Hótel Akranesi. Kom þar all-
margt manna, um hálft annað
hundrað, og aðgangur seldur á
þrjú hundruð og fimmtiu
krónur (þriðjungur þess fer i
skemmtanaskatt). En þó að
friða kynið skartaði þar mikl-
um blóma, gekk fremur tregt
að fá stúlkur til þess að taka
þátt i samkeppninni. Að lokum
uröu þær þó þrjár, er létu til
leiðast að stiga upp á pallinn.
Aftur á móti birtist þar fyrir
dyrum úti keppandi, sem ekki
hafði verið gert ráð fyrir: Það
var Perla Fáfnisdóttir Blesa-
sonar. Nærvera hennar átti
einnig sinn aðdraganda. Á
sunnudaginn komu um tuttugu
konur úr Reykjavik, allt rauð-
sokkur, upp á Akranes og boð-
uðu þar til fundar, sem stóð i
þrjár klukkustundir. Aö þvi
loknu snæddu aðkomukonurn-
ar i gistihúsinu, en héldu siðan
inn að Galtalæk til fundar við
Sæmund bónda Helgason, eig-
'.■.■.v.v.v.v.v.v.v.v
anda Perlu. Óku þær meö
kviguna út á Akranes, og
komu þangað á tiunda klukku-
timanum.
Rauðsokkur með
rauðsokkótta kvígu
Meðal kvennanna úr
Reykjavik voru þær Vilborg
Harðardóttir kennari og
Svava Jakobsdóttir rithöfund-
ur, er báðar standa framar-
lega i hreyfingu rauðsokka.
— Þetta er afskaplega falleg
kviga, sögðu þær, er Timinn
sneri sér til þeirra — hvit meö
rauða fætur. Með öörum orö-
um rauðsokka eins og við.
Við staðnæmdust með hana
á gangstéttinni utan við gisti-
húsið, settum á hana silfur-
kórónu og bundum um hálsinn
á henni borða, sem á var letr-
að: Miss Young Iceland. Og
svo vorum við meö ýmsar
áletranir, til dæmis: „Allir á
veiðar: Músaveiðar, gæsa-
veiðar, héraveiðar, stúlkna-
veiðar”. Og svo lika: „Veljið
sjálfir til aö spara".
Það var orðið rokkið, þvi að
þetta var svo seint á kvöldi, en
þarna dreif að fólk eins og gef-
ur að skilja, og sumt af þvi
kom út úr húsinu. Eftir svo
sem hálftima héldum við burt
og skiluðum kvigunni heim til
sin.
Brjóstmál eöa brjóst-
gæði
og „mjaltavélin Ópus"
— Ég held nú varla, að Perla
hafi verið nærri þvi að sigra,
sagöi Óli Ólason, gistihússtjóri
á Akranesi. En atkvæði fékk
hún — það er alveg hárrétt. Ég
sá ekkert athugavert við
þetta, nema þá aö vera með
kálfinn innan um hálffulla
unglinga, þó svo þær stæðu
vörð um hann.
Svo hef ég hérna spurninga-
lista, sem rauðsokkurnar út-
býttu, til minja um kvöldið.
Það er uppkast að skoðana
könnun. Þar er i fyrsta lagi
spurt, hvað eigi að vera þyng-
st á metunum i svona sam-
keppni: Brjóstmál eða brjóst-
gæði, mjaðmamál eöa mann-
kostir, þyngd eða þolinmæði, ’■
fegurð eða félagsþroski. 1 öðru ■J
er um það spurt, hvað freisti •.
fólks til þess að íáta sýna sig
svona: Gróðavon, menntavon, ■’
frægðarvon eða hégómagirnd.
1 þriðja lagi er um það spurt, i ■!
hvers þágu þetta sé gert: !■
Sýningargripanna, þjóð- \
félagsins, þeirra sem !■
skemmta eöa skemmtana-
iðnaðarins. Fjórða og siðasta !■
spurningin var um það, hvert ml
ágóðinn rynni: Til stúlknanna, !■
sem sýna sig, til þeirra, sem ■!
horfa á, til mjaltavélarinnar !■
Ópus eða i landhelgissjóð. ■!
Allar rauðsokkur ;■
hinar prúðustu ;!
— Þetta fór allt friðsamlega J.
fram, sagði lögreglumaður sá ■;
á Akranesi, er fyrir svörum ;■
varð, þegar álits lögreglunnar ■!!
var leitað. Rauðsokkurnar ;■
voru mjög prúðar og háttvisar ■;
og létu ekki á sig fá, þó að
keppandi þeirra fengi ekki aö ■;
ganga i salinn. Og kvigan
rauðsokkótta var til sannrar
fyrirmyndar i allri hegðun. ;■
W.V.V.W.V.V.V.VAWJAÍ